Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 27
ÚTI
25
sens-hjónanna. Alveg ósjálfrátt tóku minn-
ingar frá æskudögunum að koma fram í
huga hans. Hann mintist nú aðfangadags-
kvölds á bernskuheimili sínu í Árósum.
Hann sá ljósum prýdda jólatrjeð og gjaf-
irnar: smásjá og »DýraIíf* Brehms. Sæl-
gætisskálin stóð á gljáandi dagstofuborðinu
miðju. Og gleði hans var óblandin þetta
kvöld.
Jæja. Það var ekki til neins að fara að
sökkva sjer niður í viðkvæmar endurminn-
ingar frá æskudögunum núna, þegar mað-
ur var kominn yfir fimtugt.
Hólm kveikti sjer i vindli og dreypti í
toddýið. Skyndilega heyrir hann ljettilega
barið á gluggarúðuna. Hann stóð upp, gekk
fram að glugganum og dró tjöldin frá. Er
hann hafði þerrað móðuna af rúðunni, hörf-
aði hann undrandi aftur á bak.
Úti í litla garðinum fyrir framan »Gleði-
bústaðinn« sá hann jólatrjeð frá bernsku-
dögunum, fagurlega skreytt ljósum og
glingri.
Honum vöknaði um augu.
Hann opnaði gluggann til þess að reyna
að sjá þann, sem jólatrjeð hafði þarna sett,
en um leið og hann ætlaði að halla sjer
út yfir gluggagrindina, barst honum söng-
ur að utan:
»í Betlehem er barn oss fætt, :,:
því fagni gjörvöll Adams ætt
HallelújaN :,:
Skærar, glaðlegar drengjaraddir sungu
orðin inn til hans gegnum opinn gluggann.
Utan við sig af undrun Ijet hann fallast
niður á stólinn.
Til »Hólms gamla«, sem altaf hafði haft
horn í siðu drengja, til hans komu nú þessir
drengir og veittu honum hlutdeild í sinni
björtu gleði. Hjer sat hann og tók á móti
henni!
»Því gleðjumst allir, góðir menn,
og göngum þangað allir senn,
þá jólagjöf, guðs son, að sjá,
er sauðahirðar gleðjast hjá».
Gömul og gleymd jólalög — ótal minn-
ingar frá löngu liðnum jólum streymdu nú
fram í huga hans og gagntóku hann svo,
að hann gleymdi bæði stað og stund.
Drengirnir hjeldu áfram að syngja.
Ráðskonan, frú Madsen, kom inn í les-
stofuna og sá Hólm lækni sitja í stól sín-
um með sálmabók á hnjánum. Hann raul-
aði undir jólasöng drengjanna.
Hann leit til hennar.
»Gleðileg jól, frú MadsenN sagði hann
og rjetti henni hendina. »Viljið þjer ekki
fara út til drengjanna og biðja þá að koma
upp til mín. Svo vil jeg gjarnan fá eina
flösku af kirsiberjavininu yðar, nokkur glös
og nóg af kökum«.
Rjett á eftir komu átta drengir með Her-
luf og Birgi í broddi fylkingar inn til
læknisins.
»Gleðileg jól, Hólm Iæknir!« sagði Her-
luf. »Prakkararnir óska yður gleðilegra jóla«.
Læknirinn brosti. Það var blítt og fag-
urt bros, sem gerði hið höfðinglega andlit
hans fallegt. Síðan gekk hann til þeirra og
tók í hönd hvers eins.
»Þetta er prúðmannleg hefnd, Herluf
Dehlsen, en næstum alt of væg til þess að
geta verið rjettlát. Jeg þakka ykkur, drengir.
Aldrei gleymi jeg þessari stund«.
Frú Madsen kom nú inn með góðgerðir.
»Komið nú hingað, drengir, og drekkið
glas af kryddvíni með gamla, önuglynda
Hólm«.
Þeir klingdu glösum og læknirinn hjelt
áfram:
»Því miður komið þið nokkuð seint — í
tvennskonar merkingu talað. En má jeg
ekki bjóða ykkur hingað á þriðja í jólum?
Þá gætum við eytt heilu kvöldi saman og
átt góða og ánægjulega samverustund,
þorpararnir og hjeraðslæknirinn önugi«.
Herluf gekk fram.
»Þökk fyrir, læknir. Við viljum gjarnan
koma. Jeg veit líka, að við drengirnir hjerna
í bænum höfum margt á okkar samvisku
gangvart yður. Við höfum nú í kvöld reynt
að sýna, að við erum ekki mjög slæmir,