Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 5

Úti - 15.12.1929, Blaðsíða 5
ÚTI 3 þeim hvalbein í sleðdrögur. Þeir komu kvöldið eítir og íjölduðu hjá okkur og fóru tafarlaust að búa sig til þess að leggja net. Við áttum nokkur ágæt net í báti okkar, og jeg hafði sagt við skrælingjana, fylgd- armenn mína, að rnjer þætti ráðlegt að leggja þau, til að reyna, hvort nokkuð veidd- ist. En þeir staðhæfðu, að þar væri eng- inn fiskur. Jeg vissi þá ekki, hvaða skoð- anir skrælingjar hafa á ókunnum stöð- um. Þá hafði jeg að eins verið með þeim í nánd við heimkynni þeirra, og þar vissu þeir nákvæmlega, hvar leggja skyldi, og hvar ekki yrði fiskvart. Jeg veit nú, að þeir búast aldrei við að finna neitt þar, sem ekkert hefir áður fundist, og af því að þeir vissu ekki til, að nokkur hefði veitt fisk í Smithflóa, þá voru þeir sannfærðir um, að þar væri fisklaust. Nú þegar mínir menn sáu, að hinir fóru að leggja, þá vildu þeir óðir og uppvægir fresta för okkar, og fara lika að veiða. En jeg hjelt þó fast við það að halda af stað næsta morgun, og við lögðum ekki netin, en nutum þó góðs af fiski þeim, sem hinir veiddu rjett við dyr- nar hjá okkur. Þeir veiddu vel og var mjer þetta góð kenning, sem hefir oft síðan orðið mjer hvöt til þess að leggja leið yfir svæði, sem skrælingjar hafa talið ger- sneydd allri veiði. Sjálfur hefi jeg oftast veitt þar vel. Þess vegna Iögðum við af stað næsta morgun frá Smithflóa. Við höfðum löngu áður borið alt á land úr skútu okkar og búið tryggilega um allar vistir. Fyrstu dagana gerðist ekkert til tíðinda. Við hittum enga skrælingja og höfðum ekki heldur búist við því, þó að kofar þeirra sjáist víða með ströndinni, gamlir og hálf fallnir, og minni á fjölmenni skrælingja, sem áður hefir verið á þessum slóðum. En víð Halkett-höfða urðum við fyrir óvæntu atviki 23. september. Við sáum siglur á skipi, nokkurar mílur undan landi, og var auð- sætt, að það hefði frosið inni. Daginn eftir fórum við rannsóknarferð út að skipinu. Reyndist það vera hvalveiðaskipið Olga, en skipstjóri var William Mogg. Olga hafði ætlað að komast vestur til Kyrrahafs. Þeir höfðu farið fram hjá öðru hvalveiða- skipi, Rosie H, nokkuru austar, og bjugg- umst við, að það hefði frosið inni skamt frá Jones-ey, rjett fyrir austan Calville-ósa. En á því skipi átti jeg von á vistum. Olga hafði lent á grynningum 11. september, eitthvað þrjár mílur (enskar) undan Halkett. Annars hefði hún sennilega komist heilu og höldnu í tæka tíð til Barrow-tanga. En áður en þeir komust af grynningunni, hafði kólnað í veðri, sjóinn lagt og þeir fest sig í ísnum og urðu nú að sitja þar, sem þeir voru komnir, í eina 8 mánuði. Skipið var í tvens konar hættu statt, það gat brotnað fyrir ísreki eða borist til hafs. Skip- stjórinn hafði þess vegna flutt mest af vist- unum til lands og var að búast til þess að yfirgefa skipið og ætlaði að fara með skips- höfnina til Barrow-tanga. Mogg skipstjóri tók okkur tveim hönd- um. Við vorum dag um kyrt hjá honum, en hann lagði að okkur að vera lengur. En við þáðum það ekki, því að við bjugg- umst við, að fjelagi okkar Dr. Anderson hlyti að vera fastur í ísnum einhversstaðar austan við Flaxman-ey, og okkur var nauð- syn á að hitta hann, til þess að við gæt- um borið ráð okkar saman viðvíkjandi vetursetunni. Jeg vissi ekki heldur hvernig honum kynni að líða. Jeg þóttist raunar vita, að flokkur hans væri fær um að afla sjer vista með veiðiskap, en þó var mjer órótt, á meðan jeg fekk ekki sannar fregnir af honum, og jeg bjóst við, að honum kynni að fara eins, á meðan hann frjetti ekki til okkar. Þegar við hjeldum austur eftir 27. sept. reyndist isinn ekki öruggur úti fyrir mynni Colville-ár, svo að við urðum að þræða með Iandi og taka á okkur marga króka, því að ströndin er með víkum og nesjum. Við skutum þar nokkura seli og rjúpur, endur og máfa öðru hverju. Við vorum ekki í neinu vistahraki, því að á æki okkar voru full 200 pund af vistum auk skotfæra

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.