Skessuhorn


Skessuhorn - 11.02.2015, Page 23

Skessuhorn - 11.02.2015, Page 23
23MIÐVIKUDAGUR 11. FEBRÚAR 2015 Skattframtöl / bókhald Öll almenn bókhaldsþjónusta og skattframtöl fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Lilja Halldórsdóttir - Viðurkenndur bókari LH bókhald ehf LHbokhald@gmail.com Finndu okkur á facebook Upplýsingar í síma 897 5144 SK ES SU H O R N 2 01 5 Sjö tugir útskrifaðir úr öllum deildum Háskólans á Bifröst Síðastliðinn laugardag voru 70 nem- endur útskrifaðir úr öllum deild- um Háskólans á Bifröst við hátíð- lega athöfn í Hriflu, hátíðarsal skól- ans. Vilhjálmur Egilsson rektor ósk- aði útskriftarnemum til hamingju með áfangann og hvatti nemendur til að leggja rækt við Bifrastargild- in og að þekkja muninn á metnaði og græðgi. Einnig þakkaði hann öll- um þeim sem lögðu sitt af mörkum til samfélagsins í Norðurárdalnum, nemendum og starfsfólki skólans, hollvinum, fulltrúaráði og stjórn. Útskriftarverðlaun hlutu Anna Ólöf Kristjánsdóttir á viðskipta- sviði, Sigtryggur Arnþórsson á lög- fræðisviði og Kristján Snæbjörnsson á félagsvísindasviði. Í meistaranámi hlutu útskriftarverðlaun þeir Gestur Snorrason á viðskiptasviði, Gunnar Óskarsson á lögfræðisviði og Guðni Tómasson á félagsvísindasviði. Að auki fengu eftirfarandi fjórir nem- endur felld niður skólagjöld á haus- tönn í tilefni af framúrskarandi námsárangri: Svanberg Halldórs- son á viðskiptasviði, Björn Líndal Traustason og Lilja Björg Ágústs- dóttir á lögfræðisviði og Tjörvi Schiöth á félagsvísindasviði. Þá voru veitt verðlaun fyrir sumarönn 2014 og hlutu þrír nemendur felld niður skólagjöld: Elva Pétursdóttir á við- skiptasviði, Björn Líndal Traustason á lögfræðisviði og Tjörvi Schiöth á félagsvísindasviði. Í ávörpum fulltrúa allra útskrift- arhópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Verkefnaálag væri vissulega mik- ið en það væri gott vegarnesti fyrir framtíðina. Talað var um mikla sam- kennd á meðal nemenda og að Há- skólinn á Bifröst væri góður skóli til að öðlast framúrskarandi menntun. Traust Vilhjálmur Egilsson rektor vék að því í útskriftarræðu sinni hversu mikilvægt traust er í daglegu lífi og í öllu okkar starfi. Sama gildi um traust í samfélaginu. Hann benti á hversu ómögulegt samfélag verður ef ósamkomulag og vantraust er um alla hluti. Sérhvert samfélag þurfi á stöðugleika að halda þar sem mála- miðlanir hafa verið gerðar og sam- komulag ríkir um flest mál þótt líka sé nauðsynlegt að tekist sé á um af- markaða þætti til að hreyfa samfé- lagið áfram. Skólinn í sókn og nýjar námsbrautir kynntar Vilhjálmur vék einnig að þeirri sókn sem Háskólinn á Bifröst er í. Sókn- in hófst með breyttu viðkiptalíkani fyrir Háskólagáttina haustið 2013 og hefur verið haldið áfram síðan. Síðastliðið haust voru 618 nemend- ur við nám í skólanum og fjölgaði um 20% í skólanum milli ára. Nú á vorönn hófu 45 nýir nemendur nám við skólann og stefnt er að því mark- miði að yfir 700 nemendur verði í námi við Háskólann á Bifröst næsta haust. Sem dæmi um þá sókn sem Háskólinn á Bifröst er í munu þrjár nýjar námslínur líta dagsins ljós frá og með hausti 2015 á félagsvísinda- sviði; BA í stjórnmálahagfræði, BA í boðskiptum og almannatengslum og BA í byltingafræði. Sameining háskóla verð- ur að vera sókn fyrir alla Að endingu vék Vilhjálmur í ræðu sinni að sameiningaráform- um menntamálaráðherra á rekstri Landbúnaðarháskóla Íslands, Há- skólans á Hólum og Háskólans á Bifröst. „Nú hefur Háskólanum á Bifröst verið sýnt það traust af hálfu menntamálaráðherra að hann er að setja í gang vinnu með okkur ásamt Háskólanum á Hólum og Landbún- aðarháskóla Íslands. Við lítum ekki svo á að verið sé að kasta björgunar- hring til Háskólans á Bifröst. Okkar áætlanir til framtíðar ganga út á öfl- ugan og vaxandi skóla og við sjáum ekkert óyfirstíganlegt standa í vegin- um fyrir okkur. Stofnanir Háskólans á Bifröst hafa samþykkt að taka þátt í þessari vinnu sem ráðherrann er að setja af stað. Markmiðið er að finna betri sóknarfæri fyrir alla skólana. Háskólinn á Bifröst tekur þátt á grunni styrkleika og við erum full sjálfstrausts. Við reiknum líka með því að sameinaður skóli munu nýta vörumerki allra skólanna áfram eins og best kemur út. Við munum ekki taka þátt í neinu nauðungarhjóna- bandi og viljum ekki fara saman með einhverjum sem telur að hann sé að taka niður fyrir sig. Við sjáum hins vegar ýmsa sóknarmöguleika í stöð- unni þegar til framtíðar er horft og það er okkar skylda að láta reyna á hvort samstaða næst um málið“. mm Vilhjálmur Egilsson útskrifaði sjötíu manns úr öllum deildum Háskólans á Bifröst. Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 Vertu einstök – eins og þú ert stærðir 38-52 my style Kíktu við í netverslun tiskuhus.is 54 54 300 SMIÐJUVEGUR 7 KÓPAVOGUR Eina glerverksmiðjan á landinu með vottaða framleiðslu GLER RENNIHURÐIR Á FRÁBÆRU VERÐI Sparar pláss Öruggt og traust Einfalt í uppsetningu Eigum tilbúnar til afgreiðslu strax vegghengdar agila 50 rennihurðabrautir með hertu 8mm sýruþveignu gleri og verði 99.500 kr S m á a u g l ý s i n g a r - a t b u r ð a d a g a t a l - f r é t t i r www.skessuhorn.is Karlakórinn Söngbræður söng við útskriftina undir stjórn Viðars Guðmundssonar og við undirleik Heimis Klemenzsonar.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.