Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáauglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Eva Hlín Albertsdóttir evahlin@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is Umbrot: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Lífsleikniskólinn Um næstu helgi verða fyrstu af hinum árlegu fermingarathöfnum ársins hér á Vesturlandi þegar ungmenni staðfesta skírn í helgri athöfn. Reynd­ ar er hluti árgangsins sem velur, líkt og fyrri árgangar, að fara aðrar leið­ ir, svo sem að fermast borgaralega eða taka siðfestu. Í mínum huga skipt­ ir það ekki máli hvar, hvernig eða hvenær ungmenni kjósa slíkt, fái þau fræðslu frá til þess hæfu fólki að undirbúa sig fyrir lífið. Unga fólkinu á að vera frjálst að velja. Engum skal skylt að játast trú sem viðkomandi aðhyll­ ist ekki. Þvinguð trú leiðir ekki til góðs. Á vef Þjóðkirkjunnar segir að í fermingarfræðslu fái ungmenni fræðslu, samtal og leitað sé svara við erfiðum spurningum sem þvælast annars fyr­ ir okkur í daglegu lífi. Unga fólkið fær þar möguleika til að velta fyrir sér hvert það sé og hverju það geti trúað. Auk trúarlegra álitaefna er einnig fjallað um mikilvægar spurningar svo sem hvað sé rétt og rangt, um vinátt­ una, kærleikann, kynlíf eða um tilganginn með lífinu. Spurningar sem all­ ar manneskjur spyrja og þurfa að geta svarað þegar út í hinn harða heim kemur. Hvort sem við fermumst og staðfestum skírn og játumst kristinni trú eða veljum aðrar leiðir á unglingsárum, þá er þetta uppbrot á fræðslu gagnlegt þegar kemur á þessi mótunarár í lífi sérhvers tánings. Það er til góðs að rætt sé við unga fólkið okkar um lífið og tilveruna, hvaða gildum við sækjumst eftir að lifa samkvæmt sem þegnar í þessu landi. Af fréttum þekkjum við öfgar sem trú getur leitt til og það sem ber að varast. Trúleysi þarf þó ekki að boða neitt slæmt. Það á öllum að vera frjálst að þurfa ekki að fylgja fyr­ irfram gefnum skoðunum annarra í þeim efnum. Hins vegar eru ákveðin gildi sem fara verður eftir til að samlagast megi á þokkalegan máta því sam­ félagi sem við veljum að lifa í. Það skaðar engan að fræðast um kærleika, frið, virðingu fyrir öðrum og hvaða markmið við viljum setja okkur í líf­ inu. Þessu treysti ég prestum ágætlega til að koma á framfæri og ræða við unga fólkið. Þess vegna er ég þeirrar skoðunar að hvetja eigi ungmenni til að fermast. Þó ekki væri nema til að fá siðfræðilega fræðslu í hópi jafnaldra með fullorðnum einstaklingi til fulltingis, sem er þá ýmist prestur, trúboði eða annar traustur aðili. Fermingarfræðsla er ekkert annað en lífsleikniskóli og má skoða sem bónus á skólakerfið. Meira en þrír áratugir eru síðan ég gekk upp að altarinu og játaði kristna trú eins og það þá var kallað, staðfesti skírnina. Mér er þessi athöfn og trú­ fræðslan í aðdraganda hennar í fersku minni. Séra Hjalti Hugason fékk það hlutverk að leiða til altaris minn árgang í Reykholti og tókst það held ég prýðilega. Held í það minnsta að það hafi ekki verið ástæðan fyrir að hann var einungis eitt ár í Reykholti. Við áttum að mæta í einhverjar athafnir áður og fyrir eina þeirra fékk ég það hlutverk að fara með bænina sem með­ hjálparar flytja og hefst þannig: „Drottinn, ég er kominn í þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla...“ Reyndar var ég svo stressaður með að fara rangt með eitthvað að ég lærði bænina utanað og hefði ekki þurft sálmabókina nema hvað það var gott að halda í eitthvað, til að fela skjálftann. Gott var þegar þetta var afsaðið og gott þegar fermingardagurinn sjálfur var um garð genginn. Því fylgdi nefnilega vorið, frí frá skóla, sauðburður tók við, slóðadráttur á túnum og önnur vorverk í sveitinni. Fermingin boðaði því fögnuð hjá mér sem tengdist sumarkomunni. Hef ég reynt að halda í þann fögnuð æ síðan, hlakka til sumars eftir misjafnlega þunga vetur. Ég óska fermingarbörnum þessa vors til hamingju með þann stað sem þau eru á í lífinu. Þeirra er framtíðin og mikilvægur áfangi stiginn í lífs­ leikniskólanum stóra. Magnús Magnússon. Síðla í febrúarmánuði vann Rækt­ unarsamband Flóa og Skeiða að borun hitastigulshola í landi Kala­ staðakots á Hvalfjarðarströnd. Verkefnið var á vegum Hvalfjarð­ arsveitar. „Samkvæmt niðurstöð­ um Jarðfræðistofu Hauks Jóhann­ essonar ehf. leiddu boranirnar það í ljós að hitastigull er lágur sem bendir ekki til nálægðar við heitt vatnskerfi og að ekki sé að búast við að heitt vatn náist með bor­ un í landi Kalastaðakots né í næsta nágrenni,“ segir Skúli Þórðarson sveitarstjóri. Hvalfjarðarsveit hef­ ur áform um frekari jarðhitaleit í sveitarfélaginu á þessu ári, náist samningar þar um við landeigend­ ur. Bindur sveitarstjórn vonir við að þær rannsóknir skili þeim ár­ angri að takast megi að efla lífs­ gæði íbúa með virkjun og lagningu hitaveitu sem víðast um sveitarfé­ lagið á næstu árum. mm Starfsfólk og nemendur Grunn­ skóla Grundarfjarðar létu ekki sitt eftir liggja föstudaginn 13. mars síðastliðinn, en þá var svokallað­ ur mottudagur í skólanum. Sjá mátti marga skarta bindi og for­ láta yfirvaraskeggi í tilefni dags­ ins. Skemmtilegt framtak hjá skól­ anum. á myndinni eru frá vinstri Herdís Björnsdóttir, Helga María Jóhannsdóttir, Eydís Lúðvíksdótt­ ir, Dóra Aðalsteinsdóttir og Katr­ ín Elísdóttir. tfk Eins og greint var frá á vef Skessuhorns nýverið fékk frysti­ togarinn Hörfrungur III AK 250 torkennilegan hlut í botnvörp­ una þar sem skipið var að veið­ um í Grindavíkurdýpi suður af Reykjanesskaga um miðja síð­ ustu viku. Þessi hlutur var langur og sívalur og gat minnt á tund­ urskeyti eða aðra óþekkta vít­ isvél. Skipstjóri togarans hafði samband við Landhelgisgæsluna og varð úr að siglt var til hafnar í Helguvík. Þar biðu sérfræðing­ ar Landhelgisgæslunnar. Hlutur­ inn var hífður frá borði áður en skipið hélt aftur til veiða. Þetta reyndist ekki vera neitt hættulegt og var hluturinn settur í geymslu. Það er þó ekki alveg ljóst hvaða hlutur þetta var, samkvæmt upp­ lýsingum sem Skessuhorn fékk hjá Landhelgisgæslunni. mþh Búið er að segja upp starfsmönnum Fiskmarkaðs Íslands bæði á Akra­ nesi og í Stykkishólmi. Ljóst er að mörkuðunum verður lokað þar á vordögum nema breytingar komi til í rekstrarumhverfi þeirra. „Það verður ekki haldið rekstri áfram á þessum stöðum að óbreyttu. Land­ anir og sala á fiski er einfaldlega of lítil bæði á Akranesi og í Stykkis­ hólmi. Umsvifin á báðum stöðum eru komin niður fyrir hungurmörk fyrir þónokkru síðan. Við höfum reynt að halda í vonina um að úr rættist og forðast bæði uppsagn­ ir og lokanir en nú er ljóst að ekki verður áfram haldið að óbreyttu. Annað hvort verða umsvifin á þessum mörkuðum að aukast eða rekstrarkostnaður þeirra að lækka. Við vonumst til að finna lausnir og ég veit að hið sama gildir bæði um samfélögin á Akranesi og í Stykk­ ishólmi. En fari allt á versta veg þá gæti niðurstaðan orðið sú að báð­ ir markaðir loki nú á vordögum,“ segir Páll Ingólfsson framkvæmda­ stjóri Fiskmarkaðar Íslands. Páll ítrekar að hann vonist til að ekki komi til lokana og að nú fari einhver hjól af stað svo haldið verði í horfinu í von um betri tíð með blóm í haga. Hugsanleg lokun fiskmarkaðarins á Akranesi veldur nokkrum áhyggjum á Skipaskaga, ekki síst á meðal smábátasjómanna. Þeir sjá sína sæng upp breidda loki markaðurinn. Með því verði end­ anlega tekið fyrir smábátaútgerð frá Akranesi sem nú þegar standi höllum fæti. Faxaflóahafnir hafa einnig vilja til þess að markaðinum verði haldið opnum enda Akranes­ höfn skilgreind sem fiskihöfn. „Við höfum verið í viðræðum við Fisk­ markað Íslands og vonumst til að finna einhverja lausn. Ég hef trú á að hún finnist. Menn horfa meðal annars vonaraugum til þess að bol­ fisklandanir á vegum HB Granda aukist á Akranesi í náinni framtíð,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna. mþh Mottudagur í skólanum Kalastaðakot á Hvalfjarðarströnd. Ljósm. Mats Wibe Lund. Könnuðu mögulegan jarðhita í landi Kalastaðakots Hluturinn sem kom upp með botnvörpunni þar sem hann liggur á trollinu á þilfari Höfr- ungs III. Reyndist ekki vera sprengja Dauflega horfir nú með rekstur fiskmarkaða á Akranesi og í Stykkishólmi. Stefnir að óbreyttu í lokun fiskmarkaða á Akranesi og í Stykkishólmi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.