Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Háskólinn á Hólum Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Hólum í Hjaltadal 551 Sauðárkrókur Sími 455 6300 holaskoli@holar.is www.holar.is Hagnýtt háskólanám • Ferðamálafræði • Viðburðastjórnun • Fiskeldisfræði • Reiðmennska og reiðkennsla Tækifærin eru í okkar greinum w w w .h ol ar .i s n ýp re n t 0 3 /2 0 15 Háskólasamfélag með langa sögu Hólar í Hjaltadal er í senn mikill sögustaður og útivistarparadís. Háskólinn á Hólum er lítill en öflugur háskóli sem sinnir kennslu og rannsóknum á sviði ört vaxandi atvinnugreina. Eldri hlaða og sambyggt fjós á bænum Hvítanesi undir norðan­ verðu Akrafjalli í Hvalfjarðarsveit splundruðust í ofsalegum vindhvið­ um sem skullu á bænum snemma á laugardagsmorgun. „Við vöknuð­ um um sjöleytið á laugardagsmorg­ uninn og ætluðum bara að taka því rólega þennan dag. Við tygjuðum okkur af stað út rétt rúmlega átta til að gefa skepnunum hér sem eru um 50 kálfar sem við höfum í eldi. Það var rok úti en ekkert meira en oft áður. Svo þegar við vorum nýbúnir að klæða okkur í þá skall á ofboðsleg hviða í bakið á okkur og við sáum hvernig trén svignuðu. Við urðum að reyra okkur saman og hófum að ganga við illan leik í átt að húsun­ um. Þá sáum við þakið flettast af hlöðunni og gamla fjósinu alveg í heilu lagi. Bara steinsteyptir vegg­ irnir stóðu eftir,“ sögðu þeir í sam­ tali við Skessuhorn á sunnudag. Steyptir veggir hrundu Átta kálfar voru í hlöðunni og stóðu nú skyndilega undir berum himni í ofsaveðrinu á meðan brakið af þak­ inu fauk út í veður og vind. Þeir feðgar hófust strax handa við að bjarga dýrunum inn í áfast yngra fjós við hlið hlöðunnar. „Okkur tókst að koma þeim flestum und­ an þar sem þeir stóðu undir hlöðu­ veggnum. Hálfri mínútu til mínútu síðar hrundi veggurinn yfir stað­ inn þar sem þeir höfðu verið og við staðið við að bjarga þeim inn í fjósið. Við feðgarnir stóðum í dyra­ gatinu milli hlöðunnar og fjóss­ ins og þá kom gaflinn yfir okkur. Sem betur fer vorum við fjósmeg­ in í dyrunum og það skýldi okkur,“ sagði Jón Þór Marinósson. Þann­ ig munaði aðeins hársbreidd að þeir feðgar yrðu undir steyptum veggnum. „Það voru æðri máttar­ völd sem héldu yfir okkur vernd­ arhendi hérna,“ bætti Marinó fað­ ir hans við. Jón Þór tók undir að þarna hefði hurð skollið nærri hælum. „Það munaði bara augnablikum að við yrðum undir þessu. Hluti af fjós­ þakinu flettist líka af og það lagðist einnig niður að hluta þegar veggur og gafl hlöðunnar hrundu. Ég fékk sjálfur hluta af fjósþakinu í bakið og það sló mig niður. Ég fann sársauka í bakinu. Það var hringt í sjúkrabíl og hann kom síðar um daginn þeg­ ar það var orðið fært að aka undir norðanverðu Akrafjalli vegna veð­ urs. Ég fór til skoðunar á sjúkra­ húsinu á Akranesi en sennilega er allt í góðu með mig. Ég finn þó til eymsla.“ Um 30 af kálfunum sem voru í eldi á Hvítanesi voru fluttir að Ási í Melasveit þar sem þeir fengu inni. Heimilisfólk í Hvítanesi vill koma á framfæri þökkum til allra sem kom­ ið hafa og lagt lið við björgunar­ og hreinsunarstarf. mþh Jón Þór Marinósson horfir yfir rústirnar. Fyrir framan hann má sjá brotinn steinvegg hlöðunnar sem hrundi inn yfir staðinn þar sem hann hafði staðið ásamt föður sínum augnablikum fyrr. Mildi að ekki varð manntjón þegar útihús splundruðust Feðgarnir Marinó Tryggvason og Jón Þór Marinósson við bæjarhúsin á Hvítanesi sem eyðilögðust í óveðrinu á laugardag. Hlaðan og gamla fjósið tættust í sundur. Yngra fjós stendur en er mikið skemmt. Í Stykkishólmi var hlið í hesthúsi farin að ganga inn. Hér er búið að leggja gröfu að húsinu til að taka mesta vindinn. Hlífðardúkur losnaði á tengibyggingu Hótel Stykkishólms. Var vindsrengurinn slíkur á milli hótelálmanna að ekki þótti for- svaranlegt að senda fólk þar upp. Ljósm. sá. Um klukkan 10 á laugardagsmorgun fauk um það bil helmingur þaksins af vélaskemmunni á bænum Sólheimum í Laxárdal í Dölum. Skemmdirnar má sjá á meðfylgjandi ljósmynd sem Guðrún Jóhannsdóttir í Sólheimum birti á Facebook síðu sinni. Þegar sterkir vindar blása þá er gott fyrir fuglinn að leita skjóls í höfnum, líkt og þessi æðarfugl gerði. Ljósm. Áskell Þórisson. Kofi sem stóð við gömlu laxastífluna í Kirkjufellslóni í Grundarfirði varð veðurofs- anum að bráð. Fyrir aldarfjórðungi gegndi hann m.a. hlutverki vegavinnuskúrs, var svo nýttur undir laxeldi sem þarna var stundað, en síðustu ár hefur þetta svo verið geymsla. Ljósm. tfk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.