Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 53
53MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Smiður á verkstæði á Akranesi Óskum eftir því að ráða smið eða mann vanan tölvustýrðum trésmíðavélum. Þarf að hafa brennandi áhuga á framleiðslu innréttinga. Um framtíðarstarf er að ræða. Algjört skilyrði að tala íslensku. Upplýsingar veitir Elli í síma 660-2470 eða á elli@verktaki.is. Palomino Colt Til sölu Palomino Colt fellihýsi árg. 200.1 Fortjald, eggjabakkadýnur, nýlegur geymir. Gott fellihýsi á góðu verði. 600.000 staðgreitt. Alltaf geymt inni á veturna. Er í Ólafsvík. hjalmar@ isam.is. 27 ára einstæður faðir óska eftir íbúð Ég er 27 ára einstæður faðir sem vantar íbúð sem fyrst á Akranesi. Er með 10 mánaða gamlan strák. Íbúðin þarf helst að vera þriggja herbergja en tveggja eða fjögurra herbergja koma líka alveg til greina. Er í 100% starfi með öruggar greiðslur. Góð meðmæli, snyrtilegur og reyklaus! Endilega hafið samband í síma 774-7123 ef þið vitið eitthvað. Get flutt strax núna í mars. Leiguhúsnæði óskast Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir fjögurra herbergja húsnæði í Borgarnesi frá og með júní eða júlí næstkomandi. Reglusöm og reyklaus. Upplýsingar í síma 868-4278, Sævar. Leiguhúsnæði óskast Erum að leita eftir þriggja til fjögurra herbergja íbúð á Akranesi eða í Borgarnesi frá og með 1.júlí. Reglusemi, snyrtimennsku og skilvísum greiðslum heitið. Eydís, 8470-744. Íbúð óskast Óska eftir eins til þriggja herbergja íbúð á leigu á Akranesi. Er 35 ára, rólegur, reglusamur og með góða greiðslugetu. Sími 659-9375. Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð Par með tvö börn og labradorhund óskar eftir íbúð til leigu frá maí/ júní. Erum reglusöm og skilvísum greiðslum er heitið. Hafdís, s: 862-0645. Leiguhúsnæði óskast Erum að leita að þriggja til fjögurra herbergja íbúð á Akranesi eða í Borgarnesi frá og með 1.júlí. Reglusemi, snyrtimennsku og skilvísum greiðslum heitið. Eydís, 8470-744. Leiguhúsnæði Vantar tveggja til þriggja herbergja íbúð til langtímaleigu. Upplýsingar á spalmadottir1@gmail.com og í síma 867-2971, Sigrún. Fjögurra manna fjölskylda óskar eftir íbúð til leigu í Borgarnesi Par með tvö börn, 5 ára og 14 ára, óskar eftir íbúð til leigu í Borgarnesi. Erum reyklaus og reglusöm. Langtímaleiga væri kostur en erum til í að skoða allt. Skilvísum greiðslum heitið. Sími 691-4269. Óska eftir stól með setu ofna úr snæri Er að leita að stól, dönskum. Setan er ofin með úr snæri, sjá mynd. Upplýsingar í síma 696-2334 eða á ispostur@yahoo.com. Mynd af Búðakirkju eftir Gunnlaug Blöndal Falleg vatnslitamynd eftir Gunnlaug Blöndal til sölu. Myndin er af Búðakirkju og Snæfellsjökli. Myndin er 53 x 72 sm. Með rammanum er hún 95 x 77 sm. Grétar, sími 6985115 eða gretarsigurdss@gmail.com. Spádómar - Draumaráðningar Spái í gegnum síma alla daga eftir hádegi. Sími 555-2927/847-7596, Hanna. Átt þú þorsknetahringi? Leita dyrum og dyngjum að dúsíni af marglitum netahringjum (plasthringir úr þorskanetum, um það bil 20 sm. í þvermál). Ef einhver á slíkt og gæti hugsað sér að sjá af þvíværi það afar vel þegið. Á að nota til leikja. Sími 777-2656. Stykkishólmur - miðvikudagur 18. mars Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi á Sóknaráætlun Vesturlands í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði kl. 16:30. Stykkishólmur - miðvikudagur 18. mars Söngnemendur Hólmfríðar halda tónfund í Tónlistarskóla Stykkishólms kl. 18. Allir velkomnir. Borgarbyggð - miðvikudagur 18. mars. Fræðslukvöld um ferðamennsku í fundarsal Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri kl. 20. Rætt verður um undirbúning, klæðnað, skóbúnað, rötun og GPS. Einnig rætt um vetrarferðarmennsku. Kaffigjald er kr. 500. Akranes - föstudagur 20. mars Listahátíð í Tónlistarskóla Akraness hefst með súputónleikum kl. 12 á hádegi. Margar skemmtilegar uppákomur yfir daginn, tónleikar, myndlist og fleira. Um kvöldið munu tónlistarkennarar slá léttar nótur. Borgarbyggð - föstudagur 20. mars. Tónleikar Trio NOR í Landnámssetrinu í Borgarnesi kl. 20.30. Tríóið skipa þeir Ómar Einarsson, Jakob Hagedon-Olsen og Jón Rafnsson. Þeir leika klassísk amerísk djasslög með suðrænu ívafi. Stykkishólmur - laugardagur 21. mars Snæfell mætir Keflavík í úrvaldeild kvenna í körfubolta í íþróttamiðstöðinni í Stykkishólmi kl. 15. Akranes - sunnudagur 22. mars Síðasti sýningardagur ljósmyndasýningar Árna G. Aðalsteinssonar, Útnes - undir jökli, í Guðnýjarstofu á Safnasvæðinu á Akranesi. Á döfinni Markaðstorg Vesturlands Nýfæddir Vestlendingar ÝMISLEGT 11. mars. Stúlka. Þyngd 3.405 gr. Lengd 52 sm. Foreldrar: Anna Margrét Ólafsdóttir og Árni Ásgeirsson, Stykkishólmi. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. ÓSKAST KEYPT TIL SÖLU BÍLAR/VAGNAR/KERRUR 12. mars. Stúlka. Þyngd 4.130 gr. Lengd 53 sm. Móðir: Kristín Markúsdóttir, Garðabæ. Ljósmæður: Helga Höskuldsdóttir/Jóhanna Rut Hafsteinsdóttir. Getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.skessuhorn.is ATVINNA Í BOÐI LEIGUMARKAÐUR Tónlistarskólinn á Akranesi og Tónberg kynna ! Litla listahátíðin föstudaginn 20.mars 2015 Dagskrá. 12.10 Súputónleikar í anddyri skólans. Kvennakórinn Ymur framreiðir magnaða súpu og nemendur leika nokkur lög. Verð á súpu kr.1000 13.00 Opið hús – leiðsögn um skólann. 14.00 Litla lúðrasveitin með opna æfingu og hljóðfærakynningu. * 15.00 Teiknimyndin Fantasía eftir Walt Disney sýnd í Tónbergi. * 15:00 Meðlimir úr Skagaleikflokknum eiga sviðið. 16.00 Opnun myndlistarsýningar nokkurra kvenna í anddyri. * 16:30 Ljóðalestur í anddyri. * 17.00 Samspilstónleikar í Tónbergi. Meðal atriða er brot úr söngleiknum Grease. * 20.00 Tónleikar í Tónbergi þar sem kennarar skólans fara í tónleikahaminn ásamt góðum gestum. * * Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Heitt á könnunni. S K E S S U H O R N 2 01 5 Tónlistarskólinn á Akranesi Tónlistarskólinn á Akranesi Frá því ég hóf störf mín í bæjarstjórn Akraneskaupstaðar hef ég barist fyr­ ir því að fundargerðir bæjarstjórn­ ar, ráða og nefnda á vegum bæjarins, væru eins upplýsandi og hægt væri þannig að bæjarbúar og aðrir sem vilja fylgjast með bæjarmálum geti það á auðveldan hátt. Þegar ég var fyrst að bjóða mig fram til starfa fyrir kaupstaðinn var ég oft í stökustu vandræðum með að koma mér inn í málefni sem tekin voru fyr­ ir á fundum ráða og nefnda þar sem oftar en ekki var bókað: “Lagt fram” og svo ekkert meira um það. Hvern­ ig í ósköpunum á hinn almenni bæj­ arbúi að geta sett sig inn í mál með slíka bókun? Á fundi bæjarstjórnar haustið 2010 hafði ég frumkvæðið að bókun sem ég lagði fram ásamt nokkrum öðr­ um bæjarfulltrúum þáverandi meiri­ hluta en hún hljóðaði svo: ,,Bæjar­ stjórn Akraness samþykkir á fundi sínum þann 28. september 2010 að hér eftir verði fundargerðir bæjar­ ins ítarlegri og meira upplýsandi fyr­ ir þá sem lesa þær. Einnig skulu þau fundargögn sem lögð eru fram sem fylgiskjöl funda, og ekki eru trúnað­ armál, verða aðgengileg á heimasíðu bæjarins. Þetta verði gert til að upp­ lýsa bæjarbúa enn frekar um þau mál­ efni sem tekin eru fyrir á vegum ráða, nefnda og bæjarstjórnar Akraness.“ Þessi litla barátta hefur tekið sinn tíma, þó svo ég telji að vilji allra hafi verið til staðar þá hafa smáatriði ver­ ið að trufla eins og tæknileg atriði og þvíumlíkt. Það gladdi því mitt litla hjarta afar mikið um daginn þegar fyrsta fundar­ gerð bæjarstjórnar birtist loksins á vef Akraneskaupstaðar með fylgiskjölum. Fyrst um sinn verða það bæjarstjórn og bæjarráð sem munu birta fylgi­ skjöl með sínum fundargerðum en svo munu hin ráðin fylgja í kjölfarið. Nú er Akraneskaupstaður einn fárra kaupstaða á landinu sem birt­ ir fundargerðir sín­ ar með fylgiskjölum og er það vel. Ég tel þetta skref vera afar mikilvægt í þeirri vegferð að gera stjórnsýsluna opnari og gagnsærri gagnvart þeim sem vilja fylgast með. Í tengslum við gagnsæja stjórn­ sýslu er einnig mikilvægt að hafa uppi á borðum upplýsingar um viðskipti Akraneskaupstaðar við kjörna full­ trúa og starfsmenn. En þær voru að­ gengilegar á heimsíðu bæjarins á síð­ asta kjörtímabili í kjölfar þess að ég lagði það til á fundi bæjarráðs. Ég hvet nýjan meirihluta að gera slíkt hið sama. Ég vil að lokum hvetja alla þá sem vilja fylgjast með að kynna sér nýjar og bættar fundargerðir bæjarins og taka þannig þátt í málefnum bæjar­ ins. Ingibjörg Valdimarsdóttir Höf. er bæjarfulltrúi Samfylkingar- innar á Akranesi Opin og gagnsæ stjórnsýsla Pennagrein CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Innnesvegi 1 • Akranesi • Sími 431 1985 • reynir@bilver.is Bílver ehf. Óskum eftir að ráða bifvélavirkja eða mann vanan bílaviðgerðum. Upplýsingar hjá Reynir í síma 899 7330/431-1985 SK ES SU H O R N 2 01 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.