Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Þótt Stykkishólmur sé frægur körfu­ boltabær vill til að þaðan koma einn­ ig góðir fótboltamenn annað slagið. Núna síðustu árin hefur vakið athygli ungur og efnilegur knattspyrnu­ maður í liði Víkings frá Ólafsvík. Það er Alfreð Már Hjaltalín og hann er frá Stykkishólmi. Einkum var það sumarið 2013 þegar Víkingur lék í Pepsídeildinni sem Alfreð Már vakti athygli. Þá var hann mjög skæður á hægri kantinum og var markahæsti leikmaður Víkingsliðsins það sum­ ar með fjögur mörk, en markaskor­ unin dreifðist mjög meðal Víking­ anna. Margir héldu að Alfreð myndi feta á nýjar slóðir eftir það sumar og freista þess að spila áfram með liði í efstu deild. „Nei ég sjálfur var ekk­ ert að spá í það. Ég vildi frekar vera áfram undir stjórn Ejub og bæta mig sem fótboltamaður. Ég hafði líka trú á því að ég fengi heilmikil tækifæri í liði Víkings í fyrstu deildinni og við myndum kannski vinna okkur upp fljótlega aftur,“ sagði Alfreð Már í spjalli við Skessuhorn. Æfði og spilaði með KR í þriðja flokki Alfreð Már segir að þrátt fyrir að körfuboltinn sé aðalíþróttin í Stykk­ ishólmi þá hafi áhuginn strax beinst að fótboltanum hjá honum. „Ég byrj­ aði að æfa fótbolta fimm ára gamall eða ári fyrr en krakkar byrjuðu á fót­ boltaæfingum. Það voru fótboltaæf­ ingar hérna að sumrinu og hinir og þessir að þjálfa. Minnisstæðastur er þjálfari sem hét Björgvin en hann flutti svo í burtu. Til lengdar fannst mér svolítið tilbreytingarlaust að æfa heima í Hólminum og keppa nánast ekkert. Það varð til þess að móðir mín nýtti sér einhver sambönd sem hún hafði við KR. Þetta var þegar ég var á eldra árinu í þriðja flokki. Sveinbjörn Þorsteinsson var þjálfari og Rúnar Kristinsson á þeim tíma yfirmaður knattspyrnumála hjá KR. Hann vildi gjarnan fá mig til æfinga og að spila með. Veturinn eftir hafði svo Ejub samband og vildi fá mig á æfingar hjá Víkingi. Ég spilaði síðan með Víkingi sumarið 2010 þegar við fórum í gegnum deildina án þess að tapa leik. Það sumar spilaði ég fimm leiki með Víkingi. Ég spilaði síðan mun fleiri leiki, eða fimmtán, með Víkingsliðinu í fyrstu deildinni 2011 þegar við urðum í fjórða sæti. Svo spilaði ég líka mjög mikið sumarið ævintýralega þegar við fórum upp í Pepsídeildina 2012.“ Kann vel við sig í Ólafsvík Alfreð er við nám í vetur í Fjöl­ brautaskólanum í Breiðholti þar sem hann er á íþróttabraut. „Ég hef mikinn áhuga á því að læra eitthvað í kringum íþróttir, íþróttaþjálfun eða íþróttafræði og kannski er svo hægt að bæta við sig út frá því,“ seg­ ir Alfreð. Hann er síðan í Ólafsvík á sumrin og þaðan er líka kærastan hans Alma Rún Kristmannsdóttir. „Fólkið mitt er í Hólminum en ég kann mjög vel við mig í Ólafsvík og þekki þar orðið marga. Stemning­ in í kringum fótboltann er þar mik­ il. Mikið spáð og spekúlerað í sam­ bandi við síðasta leik og þann næsta. Fólk er þegar farið að mæta ágæt­ lega á leikina okkar í Lengjubik­ arnum og þetta er býsna stór hóp­ ur sem mætir og styður liðið. Sum­ arið sem við vorum í Pepsídeildinni voru stuðningsmenn Víkings valdir þeir bestu.“ Víkingur verður í toppbaráttunni Víkingi hefur ekki gengið vel í Lengjubikarnum til þessa er aðeins kominn með eitt stig eftir þrjá leiki. „Liðið er að pústlast saman, það hafa verið svo miklar breytingar núna að undanförnu á leikmannahópnum. Ég hef ekki áhyggjur af því. Við erum með flottan hóp og þegar við verðum búnir að spila okkur saman förum við að vinna leiki. Víkingur verður meðal margrar liða sem ætlar að verði í toppbaráttunni. Svei mér þá ef deildin í sumar verður ekki sterkari en oft áður, mörg góð lið,“ segir Alfreð Már. Meðal þeirra sem bæst hafa í leikmannahópinn hjá Víkingi að undanförnu eru nokkr­ ir leikmenn sem leikið hafa með KR. Þar á meðal er Ingólfur Sig­ urðsson sem lék með Alfreð Má í þriðja flokki KR á sínum tíma, Guð­ mundur Reynir Gunnarsson sem á að baki mörg góð ár með Vesturbæ­ ingunum, einnig Egill Jónsson og Torfi Karl Ólafsson. „Það er fullt af flottum leikmönnum hjá Víkingi og við verðum til alls líklegir í deild­ inni þegar til alvörunnar kemur með góðan stuðningshóp á bak við okk­ ur,“ segir Alfreð Már Hjaltalín. þá Knattspyrnumaðurinn frá Stykkishólmi Spjallað við Alfreð Má Hjaltalín leikmann Víkings Alfreð ásamt kærustunni sinni Ölmu Rún Kristmannsdóttur frá Ólafsvík um síðustu áramót. Alfreð Már Hjaltalín í leik á móti Skagamönnum. Ljósmynd Alfons Finnsson. Menningarlegum margbreytileika fagnað í Borgarnesi Á síðustu tveimur árum hefur fyr­ irtækið Loftmyndir ehf. endurnýj­ að loftmyndir í safni sínu af stórum hálendissvæðum. Eldri myndir fyr­ irtækisins voru frá árunum í kring­ um aldamót og sýna nýju myndirnar miklar landbreytingar. Gróður hef­ ur styrkst og ár breytt um farvegi en stærstu sýnilegu breytingarnar eru við jökuljaðrana. Þessar myndir er hægt að skoða á vefnum map.is. Ekki er óalgengt að sjá hop jökla upp á mörg hundruð metra og sumsstaðar má mæla breytingarnar í kílómetr­ um eins og meðfylgjandi kort sýnir. Sem dæmi um hversu hröð þróunin er benda Loftmyndir á að Hofsjök­ ull er nú 12% minni en opinberar tölur frá árinu 2006, en þær byggja á Spot gervitunglamyndum. Þá má benda á að fyrir tveimur áratugum var húsið Jaki sett niður þétt við jök­ ulrönd Langjökuls að vestanverðu. Nú er hins vegar á annan kílómetra frá húsinu og upp að jökulrönd þar sem oftast er ekið upp á jökulinn. „Til til að uppfæra þessar gömlu stærðir ákváðu starfsmenn Loft­ mynda að mæla upp nýja heildar jöklaþekju af Íslandi og reikna nýj­ ar flatarmálstölur. Nýja jöklaþekj­ an miðast við stöðuna sumarið 2014 og byggir á nýlegum loftmyndum fyrirtækisins og til stuðnings voru einnig notaðar gervitunglamyndir frá Landsat8 gervitunglinu. Niður­ staða þessarra mælinga er að heild­ ar flatarmál jökla á Íslandi sumarið 2014 var 10.462 km2 sem er 10% af heildarflatarmáli landsins.“ Þær opinberu tölur sem stuðst hefur ver­ ið við segja að jöklarnir þeki milli 11 og 12% flatarmálsins. mm Íslensku jöklarnir komnir niður í tíu prósent af flatarmáli landsins Jaðar Breiðamerkurjökuls, mynd frá ágúst 2012. Blá línan sýnir jaðar jökulsins árið 2001. Ljósm. LM. Þessi mynd er tekin á veginum áleiðis upp á Langjökul. Þjónustuhúsið Jaki sem sést á myndinni var sett á sinn stað fyrir tveimur áratugum, þétt upp við jökulinn. Nú er á annan kílómetra frá húsinu að jökulröndinni. Ljósm. mm. Árshátíð Grunnskólans í Borgarnesi var haldin í Hjálmakletti 12. mars síð­ astliðinn. Þemað í ár var fjölmenn­ ing og áhersla lögð á menningarlegan margbreytileika. Fullt var út úr dyr­ um á báðar sýningar grunnskólanem­ anna, sem stóðu sig einkar vel í fjöl­ breyttum og bráðskemmtilegum at­ riðum. Signý Óskarsdóttir bauð gesti velkomna og vitnaði í orð Jóns Gnarr sem sagði: „Fólk er eins og snjallsím­ ar. Þeir eru ólíkir og með allskonar möguleika. Það er ekki útlitið eða lit­ urinn sem skiptir aðalmáli heldur hug­ búnaðurinn.“ Yngsti bekkurinn söng lag um dýr­ in í Afríku. Svo tók annar bekkur við og flutti nokkrar útgáfur af afmælis­ söngnum, meðal annars á sænsku og kínversku. Þriðji bekkur söng um síld­ ina sem kemur og fer. Miðstigið gerði sitt besta til að kalla sólina fram með gjörningadansi og taktföstum búkslætti. Allt má reyna til að ná sólinni fram og vonandi ræt­ ist úr. Einnig sýndi miðstigið örleik­ rit um Bakkabræður í nútímalegum búningi. Það var svo sýningaratriði í bardagaíþróttum sem fékk salinn til að dilla sér. Efsta skólastigið flutti stiklur úr Ávaxtakörfunni og nýtti vinsæl dæg­ urlög til að túlka einelti Mæju jarða­ bers og Geddu gulrótar. Komu þau með ferskum hætti boðskap Ávaxta­ körfunnar til skila. eha Signý Óskarsdóttir flutti stutt erindi og bauð gesti velkomna. Fyrsti bekkur söng um dýrin í Afríku. Miðstigið reyndi að kalla fram sólina og vorið með taktföstum dansi. Efsta skólastigið lék stiklur úr Ávaxtakörfunni og nýtti vinsæl dægurlög til að koma boðskap verksins á framfæri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.