Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Í tíðum óveðrum vetrarins hef­ ur mesti farartálminn um Vestur­ landsveg gjarnan verið á Kjalar­ nesi skammt sunnan Hvalfjarðar­ ganga. Einnig hefur oft verið ansi blint á Fiskilækjarmelum og Hafn­ armelum. Eftir að glöggur vegfar­ andi benti á að bæta mætti aksturs­ skilyrði í þessum veðrum með því að fjölga vegstikum á krítísku svæð­ um, hafði Skessuhorn samband við forsvarsmenn Vegagerðarinn­ ar. Svanur G Bjarnason umdæm­ isstjóri suðursvæðis hjá Vegagerð­ inni, sem Kjalarnesið heyrir undir, á von á því að stikum verði fjölgað á svæðinu sunnan Hvalfjarðarganga fyrir næsta vetur. Magnús Valur Jóhannsson í Borgarnesi, svæðisstjóri vestur­ svæðis, segir að almenna reglan hjá Vegagerðinni sé að á stofnvegum er stikað beggja vegna með 50 metra millibili. Í þjónustuleiðbeining­ um Vegagerðarinnar er hins veg­ ar tekið fram að á vegum þar sem skyggni getur verið slæmt er heim­ ilt að merkja allt að helmingi þétt­ ar. Það sé einmitt víða gert á fjall­ vegum þar sem skyggni er oft mjög slæmt. „Þetta hefur almennt ekki tíðkast á vegum á láglendi. Hjá okkur á Vesturlandi hefur það ver­ ið rætt að þétta stikur á ákveðnum köflum á hringveginum, sérstak­ lega á stöðum eins á Fiskilækjar­ og Hafnarmelunum. Ekki hefur þó orðið af því enn. Þessu fylgir tölu­ verður aukinn kostnaður og þegar fjárveitingar duga ekki til að kosta þá vetrarþjónustu sem við þó veit­ um þá er erfitt að bæta í. Þetta er hins vegar réttmæt ábending og mundi bæta aðstæður á vegunum eins og tíðarfarið er búið að vera að undanförnu,“ segir Magnús Valur Jóhannsson. þá Nýtt deiliskipulag gamla miðbæj­ arins í Borgarnesi var kynnt á íbúa­ fundi í Borgarnesi í liðinni viku. Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kynnti tillögur sínar um skipulag neðri bæjarins. Deiliskipulagið er nú í umsagnarferli og frestur til að skila inn athugasemdum rennur út 23. mars. „Breytingarnar snúa helst að því að minnka byggingamagn­ ið á reitnum,“ segir Sigursteinn í samtali við Skessuhorn og vís­ ar þar til svæðisins við Brákarsund sem nú er autt. „Fyrra deiliskipu­ lag gerði ráð fyrir fimm fjölbýlis­ húsum á reitnum en vegna mikill­ ar andstöðu við þau áform var deili­ skipulagið fellt úr gildi. Ég hef svo verið í samstarfi við þverpólitískan samstarfshóp og unnið að því að ná sátt um þetta svæði. Ég vinn mikið í samstarfi við fólk og hef gengið á milli hagsmunaaðila. Haldnir voru nokkrir íbúafundir og kallað eftir áliti íbúa og fyrirtækja á svæðinu. Mín þekking í hönnun á skipulagi og arkitektúr kemur svo þar ofan á og niðurstaðan er reitur með mjög minnkuðu byggingamagni og gert ráð fyrir torgi. Ég held að það sé að skapast sátt um svæðið. Fólk hefur séð að reynt er að skapa stemningu á svæðinu og fegra bæinn okkar.“ Hagræði af því að nýta uppgröftinn Jökull Helgason, forstöðumaður umhverfis­ og skipulagssviðs Borg­ arbyggðar, tók næstur til máls og kynnti tillögur að nýjum leikvelli við Arnarklett í Bjargslandi. For­ saga málsins er sú að fjölmörg börn úr Bjargslandinu sendu sveitarstjórn bréf í júlí 2014 með áskorun um að finna svæði þar sem þau gætu spil­ að fótbolta. Jökull sagði ekki mik­ ið svigrúm á fjárhagsáætlun 2015 en þó var ákveðið að nýta tækifærið og nýta uppgröftinn frá framkvæmd­ unum hinum megin við götuna þar sem verið er að byggja nýtt fjöl­ býlishús. „Uppgröfturinn sem fell­ ur til þar verður fluttur yfir götuna og nýttur til að fylla lóðina á móti þar sem gert er ráð fyrir leikvelli. Síðan verður jafnað og sáð eða tyrft. Stefnan er svo að koma upp mörk­ um til að krakkarnir geti spilað fót­ bolta á þessu svæði. Með því að gera þetta svona verður hagræði því ann­ ars hefði þurft að flytja uppgröft­ inn lengri leið í burt og ánægjulegt að geta í leiðinni komið til móts við óskir krakkanna,“ segir Jökull í sam­ tali við Skessuhorn. Miðbæjarreiturinn veldur ólgu Eftir að Sigursteinn og Jökull höfðu haft framsögu var opnað á umræð­ ur og spurningar. Umræðan beind­ ist helst að öðrum reit en kynntur hafði verið á fundinum, miðbæj­ arreitnum. Honum var nýlega út­ hlutað til Snorra Hjaltasonar bygg­ ingaverktaka og greinilegt að fólki var heitt í hamsi. „Ég á í viðræðum við verktakann um að teikna þær byggingar sem munu rísa á mið­ bæjarreitnum,“ sagði Sigursteinn arkitekt; „en viðræðurnar eru enn það stutt á veg komnar að það væri ekki tímabært að ræða það frekar.“ Fundargestir lýstu mikilli ánægju með að Sigursteinn tæki að sér verkið og ynni með sambærilegum hætti og við skipulagsmál, en þau hafa verið unnin í sátt við íbúa, eins og að framan greinir. Jökull Helga­ son ítrekaði þó að á þeim reit væri í gildi samþykkt skipulag og mætti verktakinn reisa fimm hæða fjöl­ býlishús á miðbæjarreitnum. Anna Ólafsdóttir, einn fundar­ gesta, lýsti mikil óánægju með svik­ in kosningaloforð allra flokka sem höfðu lofað að taka upp deiliskipu­ lag á miðbæjarreitnum í aðdraganda kosninga. Helgi Haukur Hauksson, Framsóknarflokki, svaraði Önnu: „Þessi framkvæmd er gríðarlega mikilvæg á þessum tímapunkti fyr­ ir byggingariðnaðinn í Borgar­ byggð.“ Finnbogi Leifsson, flokks­ bróðir Helga, tók upp þráðinn og sagði mikilvægt að grípa tækifæri til uppbyggingar þegar byðist og vísaði í óánægju á sínum tíma með byggingu Menntaskólans og spurði fundargesti: „Mynduð þið vilja hafa tjaldsvæðið áfram þar sem Hjálm­ aklettur er nú risinn? Það var mik­ ilvægt að stökkva á tækifærið þegar Snorri Hjaltason sýndi því áhuga að standa að uppbyggingu á reitnum,“ sagði Finnbogi á fundinum. eha Eyjólfur M. Eyjólfsson á Akranesi hefur stundað skútusiglingar um áratugaskeið. Hann hefur ásamt fleirum áhuga á að settur verði á fót siglingaklúbbur á Akranesi. Slíkur klúbbur gæti þá staðið fyrir nám­ skeiðum í skútusiglingum fyrir fólk. Aðstaðan fyrir seglskútur gæti um margt verið mjög góð í Akra­ neshöfn. Þó lýsir Eyjólfur eftir úr­ bótum í aðstöðu til að setja niður minni báta og taka þá upp aftur. „Ég er sannfærður um að sigl­ ingaklúbbur gæti átt góða framtíð fyrir sér á Akranesi. Hér fyrir utan hafnarmynnið er Krossvíkin með Langasandi þar sem eru mjög góð skilyrði til kennslu í seglskútusigl­ ingum, fyrir keppnir og þess háttar. Svo er það sjálfur Faxaflóinn sem blasir við. Akraneshöfn býður einn­ ig upp á góða aðstöðu að mörgu leyti. Hér eru margar flotbryggjur og ágætis pláss,“ segir Eyjólfur. Hann hefur verið í sambandi við Siglingasamband Íslands um stofn­ un slíks klúbbs. Eyjólfur segir að slíkur klúbbur gæti orðið deild inn­ an Íþróttabandalags Akraness væri vilji fyrir slíku. „Í Reykjavík er sigl­ ingaklúbburinn Brokey þar sem fólk býr yfir mikilli reynslu, meðal annars í að halda siglinganámskeið á kænum fyrir fólk á öllum aldri. Við gætum fengið aðstoð þaðan og frá Siglingasambandi Íslands.“ Lýsir eftir betri aðstöðu Eyjólfur hefur sjálfur stundað sigl­ ingar á seglskútu um margra ára skeið. Nú í vetur festi hann kaup á nýjum kappsiglingabáti sem hann hyggst sigla frá Akraneshöfn. Bát­ urinn er þeirrar gerðar að það verð­ ur að taka hann á land milli þess sem hann er í notkun. Eyjólfur bendir á að þótt aðstaðan í Akraneshöfn sé um margt ágæt þá megi gera end­ urbætur. „Það er renna í höfninni þar sem hægt er að koma niður bát­ um sem eru á kerrum. Þetta gildir um marga minni seglbáta og kæn­ ur sem notaðar eru meðal ann­ ars við námskeiðahald. Gallinn er hins vegar að aðstaðan í rennunni er ekki nógu góð. Það þyrfti að vera lítil flotbryggja við hlið renn­ unnar sem fólk gæti notað á með­ an bátarnir eru gerðir klárir til sigl­ ingar eða upptöku að lokinni sigl­ ingu. Ef þessi aðstaða yrði bætt þá yrði það tvímælalaust mikilvæg for­ senda þess að hægt yrði að koma á fót öflugu félagsstarfi í skútusigl­ ingum á Akranesi. Í því gætu falist ýmis skemmtileg sóknarfæri,“ seg­ ir Eyjólfur. Ný flotbryggja við Faxabryggju Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxa­ flóahafna sér tormerki á því að hægt verði að setja flotbryggju við hlið smábátarennunnar í Akranes­ höfn. „Tæknilega séð þá er þetta ekki valkostur því að þarna er allt­ of grunnt fyrir flotbryggju á fjöru. Það er þó verið að bæta aðstöðu fyrir frístundasiglingar í Akranes­ höfn. Nú á vordögum verður kom­ ið fyrir nýrri flotbryggju við svo­ nefnda Faxabryggju þar sem Akra­ borgin lagðist upp að hér fyrrum. Hún á að auðvelda aðgengi fólks í og úr bátum sem legðust þar að,“ segir Gísli Gíslason. mþh Færeysk seglskúta á siglingu við Akranes. Ljósm. fh. Vill stofna siglingaklúbb á Akranesi Eyjólfur M. Eyjólfsson telur mikla möguleika felast í því að efla skútusiglingar við Akranes. Fyrir aftan hann er rennan í Akraneshöfn sem í dag er notuð til að sjósetja smábáta og taka þá upp. Þá aðstöðu vill Eyjólfur gjarnan sjá bætta. Nýr sparkvöllur í Bjargslandi og Brákartorgsreiturinn kynntur á íbúafundi Þrívíddarteikning Sigursteins Sigurðssonar af svæðinu við Brákarsund. Ljósm. Gjafi. Skýringarmynd af Arnarkletti þar sem sjá má að gert er ráð fyrir sparkvellinum. Þannig hefur skyggnið oft verið á krít- ískum svæðum, svo sem Kjalarnesinu, í óveðrum vetrarins. Komið til tals að þétta vegstikur á erfiðum svæðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.