Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 33

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 33
33MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Glæsilegt fermingartilboð Dún & Fiður ehf Laugavegur 86 101 Reykjavík Sími 511 2004 dunogfidur@dunogfidur.is „Með kirkjulegri fermingu stað­ festir einstaklingurinn skírnar­ heit og játast kristinni trú. Mörg ungmenni á fermingaraldri eru ekki reiðubúin til að vinna trúar­ heit. Sum eru annarrar trúar eða trúa á guð á sinn hátt og önnur eru ekki trúuð. Fyrir þau ungmenni er borgaraleg ferming góður kostur,“ segir jafnframt á heimasíðu Sið­ menntar. Íslenska orðið ferming er þýðing á latneska orðinu „con­ firmare“, sem merkir m.a. að styðja og styrkja. Ungmenni sem ferm­ ast borgaralega eru einmitt studd í því að vera heilsteyptir og ábyrg­ ir borgarar í lýðræðislegu samfé­ lagi en megintilgangur borgara­ legrar fermingar er að efla heil­ brigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og kenna þeim að bera virð­ ingu fyrir manninum, menningu hans og umhverfi. Fermingin sjálf er hátíðleg afhöfn sem tengist ekki kirkju eða kristni og er hún haldin fyrir börn á fermingaraldri í kjölfar fræðslu um siðfræði og félagsleg efni. Fermingarbörnin sækja nám­ skeið þar sem þau læra ýmislegt til að undirbúa þau fyrir fullorðinsár­ in, með þeim réttindum og skyld­ um sem því fylgja að eldast. Fyr­ ir börn af landsbyggðinni er boð­ ið upp á námskeið sem stendur yfir í eina helgi í Reykjavík. Um­ fjöllunarefni námskeiðsins er afar fjölbreytt. Má þar nefna samskipti unglinga og fullorðinna, fjölskyld­ una, mismunandi lífsviðhorf, frelsi, ábyrgð, hamingju, gleði, sorg, samskipti, mannréttindi, jafnrétti, siðfræði, samskipti kynjanna, um­ hverfismál ásamt fleiru. Svo er haldin virðuleg lokaathöfn sem foreldrar barnanna skipuleggja og stjórna með hjálp Siðmenntar. Í at­ höfninni koma ungmennin fram prúðbúin, flytja ávörp, ljóð og sög­ ur, spila á hljóðfæri og dansa svo fátt eitt sé nefnt. Að lokum fá þau afhent skrautritað skjal til staðfest­ ingar á því að þau hafi lokið ferm­ ingarnámskeiðinu. eha Borgaraleg ferming nýtur vaxandi vinsælda Í lokaathöfn fermingarfræðslunnar leika ungmennin gjarnan listir sínar. Ljósm. Siðmennt. Ungmenni á fermingaraldri er ekki öll kristinnar trúar, ekki frekar en fólk á öðrum aldri. Þó svo að langflest þeirra tilheyri Þjóðkirkjunni, hafi verið skírð og kjósi að láta ferma sig, þá á það ekki við um alla. Sumir kjósa að sleppa því alfarið, aðrir taka siðmálum að heiðnum sið og til eru athafnir og ungdóms- vígslur sem tengjast gyðingdómi og hindúatrú þó svo að slíkt sé nú ekki algengt hér á landi. Hérlendis er algengast að börn sem kjósa að fermast ekki að kristnum sið velji borgaralega fermingu. Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, hefur staðið fyrir borgaralegum fermingum frá árinu 1989. Árið 2013 fékk Siðmennt formlega skráningu sem veraldlegt lífsskoðunarfélag og er með því aðili að sóknargjaldakerfinu. Ungmenni sem velja borgaralega fermingarfræðslu þurfa ekki að vera meðlimir í lífsskoðunarfélaginu en séu þau það njóta þau afsláttarkjara. Á vefsíðu Siðmenntar segir að borg- araleg ferming sé valkostur sem njóti vaxandi vinsælda. Árið 2013 voru 206 börn fermd að borgarlegum sið en 303 í fyrra. Síðastliðin 25 ár hafa 2.288 börn valið borgaralega fermingu hjá Siðmennt. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Fermingarpeningarnir á Framtíðarreikning Ef ��.��� kr. eru lagðar inn á Framtíðarreikning bætum við �.��� kr. við.* Framtíðarreikningurinn ber ávallt hæstu vexti verðtryggðra spari- reikninga og er laus við �� ára aldur. Nánari upplýsingar á arionbanki.is/ferming *Eitt mótframlag fyrir hvert fermingarbarn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.