Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 51

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 51
51MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu­ pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at­ hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu­ degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 47 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðin voru: „Örm er iðjulaus hönd.“ Vinningshafi er: Ingibjörg Ólafsdóttir, Sundabakka 11, Stykkishólmi. mm Fram- kvæmir Ikt Gríp Fas Mær Ójafna Leyfist Beð Sigraði Brott- fall Óttast Trúlofa Óorð- var Þegar For- móðir Tví- hljóði Tóm- stund Mjög 9 Röst Óviljug Bik Á fingri Fálátur Skalli Blíða Þegar Hnykill Örlæti Eðli Starfa Þrep Þak Forkur 4 Stækk- aði Áhald Breytni Und Segja Rasa Krá Ægir Öræfi 8 Ekla Keyrði Þýður 1 Poki Óæfða Kvað Mæliein Stika Hellana 5 Korn Hjari Sérstök Yndi Naum Ringul- reið 7 Starf Svif Suddi Pottlok Röð Kusk Kurt Elskaðir Venda Leðja Gálaus 550 Til Rot Sónn Kelda Leynd Slá Elfum Veisla Fimm 2 Dýrka Áhald Sefa Læti Fag Tjá Risa Vein Verma Spurn Nóg Flan Vær Hamur KL. 15 Stræti 6 Lélegar 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 L e i k s ý n i n g i n MAR sem sýnd er í Frystiklefanum í Rifi hefur geng­ ið fyrir fullu húsi síðan 19. desemb­ er síðastliðinn. Sýningin hef­ ur fengið fádæma góðar viðtökur og áhorfendur hafa ferðast þvert yfir landið til að sjá verkið, en það er byggt á tveim­ ur sjóslysum sem urðu við strend­ ur Snæfellsness á síðustu öld. Á 34. sýningu verksins gerðust svo þau tíðindi að heild­ a r á h o r f e n d a ­ fjöldi sýningarinnar tífaldaði íbúa­ fjöldann Rifi, heimabæ leikhússins sjálfs. Í Rifi búa tæplega 165 manns en áhorfendur á sýningunni eru nú orðnir 1700. Miðað við höfða­ tölu er það býsna gott. Hjón nokk­ ur úr Biskups­ tungunum urðu voru áhorfend­ ur númer 1699 og 1700 og hlutu að launum eilífð­ arfrímiða á leik­ sýningar Frysti­ klefans. „Ekkert lát er á vinsældum verksins og hefj­ ast sýningar því að nýju 21. mars n æ s t k o m a n d i . Eins og áður eru það áhorfendur sjálfir sem ráða miðaverðinu og leikhúsið býður þeim sem ferðast langa leið ókeypis gistingu á hostelinu sem er í sama húsi og leiksviðið. Fyrirhugaðar er fjórar sýningar á MAR í mars,“ seg­ ir Kári Viðarsson frystiklefastjóri. mm Leiksýning tífaldar íbúa- fjölda heimabæjarins Hjalti Gunnarsson og Ása Dalkarls frá Kjósstöðum í Bláskógabyggð ásamt Freydísi Bjarnadóttur leikkonu. Þrjátíu þúsund fleiri plöntur gróðursettar hjá Vesturlandsskógum Hjá Vesturlandsskógum verða 310 þúsund plöntur gróðursettar á vegum verkefnisins í ár en í fyrra voru gróðursettar 280 þúsund plöntur. Sigríður Júlía Brynleifs­ dóttir framkvæmdastjóri Vestur­ landsskóga segir að samningar séu í gildi um framleiðslu á plöntum við fjóra plöntuframleiðendur sem eru Barri á Héraði, Sólskóg­ ar á Akureyri, Furubrún og Álmur í Biskupstungum. Reiknað er með að kostnaður við plöntukaup verði rúmlega 15,5 milljónir króna. Á síðasta ári var lögð áhersla á að sinna skjólbeltabændum á Snæ­ fellsnesi og var heildar lengd skjól­ beltagerðar árið 2014 um fimm kílómetrar miðað við einfalt belti. Sigríður segir að miðað við eftir­ sókn í skjólbeltaræktun á þessu ári sé gert ráð fyrir að lagðir verði fimm kílómetrar af skjólbeltum á Mýrum og Snæfellsnesi næsta sumar. Á þessu ári er markmiðið að innleiða nýjan framlagsgrunn, Access grunn, sem öll landshluta­ verkefnin í skógrækt munu nýta sér. Þessi vinna mun standa yfir allt árið. Stefnt er að uppgjöri einu sinni á ári við hvern skógarbónda og verður það í lok október. Þetta var gert í fyrsta skipti árið 2014 og gafst vel. Töluverður vinnusparn­ aður ávannst þar sem áður voru uppgjör tvisvar á ári, eitt í ágúst og annað í nóvember til desember. Fræðsla lykill að árangri Allir starfsmenn Vesturlandsskóga vinna að úttektum í ágúst og sept­ ember eftir nýinnleiddum starfs­ reglum við úttektir. Allir þátt­ takendur verða heimsóttir þegar gróðursetningu er lokið á árinu. Þá fer fram svokölluð gæðaúttekt. Auk þess fá bændur ráðlegging­ ar um framhaldið. Þessi þáttur í starfi Vesturlandsskóga segir Sig­ ríður seint metinn til fjár en gagn­ virk fræðsla, miðlun upplýsinga og reynslu sé veigamikill hluti af starfsemi verkefnisins til að ár­ angur verði sem best er á kosið. „Fræðsla er lykill að árangri. Þær starfsreglur sem unnið er eftir við gæðaúttektir og árangursmat voru útfærðar árið 2014. Árangursmatið gengur m.a. út á að farið er í eins árs gróðursetningar og tekið út kerfisbundið á fyrirfram ákveðn­ um punktum sem valdir voru í GIS, gögnum safnað og þau færð í gagnagrunn. Þetta er svo endur­ tekið að fimm árum liðnum, far­ ið á sama punkt og gögnum safn­ að. Með tímanum safnast mikið gagnamagn sem mun nýtast okk­ ur við að meta þrif og afföll trjá­ plantanna á svæðinu,“ segir fram­ kvæmdastjóri Veturlandsskóga. Rannsóknaverkefni Á árinu 2015 verður plantað út kvæmatilraun með hengibirki í samstarfi við hin landshlutaverk­ efnin. Tilraunin verður víðsveg­ ar um land og á Vesturlandi verð­ ur hún framkvæmd á Tungu­ felli í Lundarreykjadal og á Set­ bergi á Skógarströnd. Sumarið 2014 var stafafuru tilraun gróð­ ursett á Rauðsgili í Reykholtsdal og á Vörðufelli á Skógarströnd í samstarfi við rannsóknastöðina á Mógilsá og landshlutaverkefnin. Í haust voru þessar tilraunir mældar og lifun og skemmdir metnar. Áhersla lögð á gæði Fagráðstefna skógræktar var hald­ in í Borgarnesi 11.­12. mars síð­ astliðinn og voru Vesturlands­ skógar aðalskipuleggjandi þessa viðburðar. Það voru 111 sem tóku þátt í ráðstefnuninni, fagaðil­ ar í skógrækt á Íslandi auk fjölda erlendra gesta. Á undanförn­ um árum hefur starfsemi Vestur­ landsskóga verið minni en ósk­ ir stóðu til. Fjármunum til verk­ efnisins hefur verið að mestu var­ ið til plöntukaupa og tilfærslur en utanumhald verkefna, úttektir og gæðamál hafa legið á milli hluta. Sigríður Júlía segir markmiðið að laga þann hluta starfseminn­ ar og var það meginmarkmið árs­ ins 2014. Gæði, eftirlit, fræðsla og ráðgjöf voru í brennidepli það ár. „Það er mat mitt að tekist hafi að beina athyglinni að þessum þátt­ um en gæðamál, hvort sem um er að ræða plöntugæði, gæði gróð­ ursetninga, kortlagningar eða út­ tekta, eru forsenda þess að vel tak­ ist til, sem og að peningar sem ætlaðir eru í verkefnið nýtist sem best. Því munum við beina sjón­ um enn frekar að þessum þáttum á þessu ári auk þess að skerpa fók­ usinn í verkefninu og hefja vinnu við landshlutaáætlun. Það er því metnaðarmál að hefja slíka vinnu á árinu, draga fram helstu þætti slíkrar áætlunar, mynda ramma um verkefnið á fyrri hluta árs og ráðast í verkefnið að hausti,“ seg­ ir Sigríður Júlía Brynleifsdótt­ ir framkvæmdastjóri Vesturlands­ skóga. þá Sigríður Júlía Brynleifsdóttir fram- kvæmdastjóri Vesturlandsskóga. Plöntur á plani, bíða eftir að komast í jörð. Framleiðendur flytja plönturnar til Vesturlandsskóga á dreifingarstöðvar þar sem þær bíða þar til bændur sækja þær. Vel heppnuð stafafurugróðursetning á Möðruvöllum í Kjós.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.