Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 51

Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 51
51MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu­ pósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (at­ hugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstu­ degi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 47 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðin voru: „Örm er iðjulaus hönd.“ Vinningshafi er: Ingibjörg Ólafsdóttir, Sundabakka 11, Stykkishólmi. mm Fram- kvæmir Ikt Gríp Fas Mær Ójafna Leyfist Beð Sigraði Brott- fall Óttast Trúlofa Óorð- var Þegar For- móðir Tví- hljóði Tóm- stund Mjög 9 Röst Óviljug Bik Á fingri Fálátur Skalli Blíða Þegar Hnykill Örlæti Eðli Starfa Þrep Þak Forkur 4 Stækk- aði Áhald Breytni Und Segja Rasa Krá Ægir Öræfi 8 Ekla Keyrði Þýður 1 Poki Óæfða Kvað Mæliein Stika Hellana 5 Korn Hjari Sérstök Yndi Naum Ringul- reið 7 Starf Svif Suddi Pottlok Röð Kusk Kurt Elskaðir Venda Leðja Gálaus 550 Til Rot Sónn Kelda Leynd Slá Elfum Veisla Fimm 2 Dýrka Áhald Sefa Læti Fag Tjá Risa Vein Verma Spurn Nóg Flan Vær Hamur KL. 15 Stræti 6 Lélegar 3 1 2 3 4 5 6 7 8 9 L e i k s ý n i n g i n MAR sem sýnd er í Frystiklefanum í Rifi hefur geng­ ið fyrir fullu húsi síðan 19. desemb­ er síðastliðinn. Sýningin hef­ ur fengið fádæma góðar viðtökur og áhorfendur hafa ferðast þvert yfir landið til að sjá verkið, en það er byggt á tveim­ ur sjóslysum sem urðu við strend­ ur Snæfellsness á síðustu öld. Á 34. sýningu verksins gerðust svo þau tíðindi að heild­ a r á h o r f e n d a ­ fjöldi sýningarinnar tífaldaði íbúa­ fjöldann Rifi, heimabæ leikhússins sjálfs. Í Rifi búa tæplega 165 manns en áhorfendur á sýningunni eru nú orðnir 1700. Miðað við höfða­ tölu er það býsna gott. Hjón nokk­ ur úr Biskups­ tungunum urðu voru áhorfend­ ur númer 1699 og 1700 og hlutu að launum eilífð­ arfrímiða á leik­ sýningar Frysti­ klefans. „Ekkert lát er á vinsældum verksins og hefj­ ast sýningar því að nýju 21. mars n æ s t k o m a n d i . Eins og áður eru það áhorfendur sjálfir sem ráða miðaverðinu og leikhúsið býður þeim sem ferðast langa leið ókeypis gistingu á hostelinu sem er í sama húsi og leiksviðið. Fyrirhugaðar er fjórar sýningar á MAR í mars,“ seg­ ir Kári Viðarsson frystiklefastjóri. mm Leiksýning tífaldar íbúa- fjölda heimabæjarins Hjalti Gunnarsson og Ása Dalkarls frá Kjósstöðum í Bláskógabyggð ásamt Freydísi Bjarnadóttur leikkonu. Þrjátíu þúsund fleiri plöntur gróðursettar hjá Vesturlandsskógum Hjá Vesturlandsskógum verða 310 þúsund plöntur gróðursettar á vegum verkefnisins í ár en í fyrra voru gróðursettar 280 þúsund plöntur. Sigríður Júlía Brynleifs­ dóttir framkvæmdastjóri Vestur­ landsskóga segir að samningar séu í gildi um framleiðslu á plöntum við fjóra plöntuframleiðendur sem eru Barri á Héraði, Sólskóg­ ar á Akureyri, Furubrún og Álmur í Biskupstungum. Reiknað er með að kostnaður við plöntukaup verði rúmlega 15,5 milljónir króna. Á síðasta ári var lögð áhersla á að sinna skjólbeltabændum á Snæ­ fellsnesi og var heildar lengd skjól­ beltagerðar árið 2014 um fimm kílómetrar miðað við einfalt belti. Sigríður segir að miðað við eftir­ sókn í skjólbeltaræktun á þessu ári sé gert ráð fyrir að lagðir verði fimm kílómetrar af skjólbeltum á Mýrum og Snæfellsnesi næsta sumar. Á þessu ári er markmiðið að innleiða nýjan framlagsgrunn, Access grunn, sem öll landshluta­ verkefnin í skógrækt munu nýta sér. Þessi vinna mun standa yfir allt árið. Stefnt er að uppgjöri einu sinni á ári við hvern skógarbónda og verður það í lok október. Þetta var gert í fyrsta skipti árið 2014 og gafst vel. Töluverður vinnusparn­ aður ávannst þar sem áður voru uppgjör tvisvar á ári, eitt í ágúst og annað í nóvember til desember. Fræðsla lykill að árangri Allir starfsmenn Vesturlandsskóga vinna að úttektum í ágúst og sept­ ember eftir nýinnleiddum starfs­ reglum við úttektir. Allir þátt­ takendur verða heimsóttir þegar gróðursetningu er lokið á árinu. Þá fer fram svokölluð gæðaúttekt. Auk þess fá bændur ráðlegging­ ar um framhaldið. Þessi þáttur í starfi Vesturlandsskóga segir Sig­ ríður seint metinn til fjár en gagn­ virk fræðsla, miðlun upplýsinga og reynslu sé veigamikill hluti af starfsemi verkefnisins til að ár­ angur verði sem best er á kosið. „Fræðsla er lykill að árangri. Þær starfsreglur sem unnið er eftir við gæðaúttektir og árangursmat voru útfærðar árið 2014. Árangursmatið gengur m.a. út á að farið er í eins árs gróðursetningar og tekið út kerfisbundið á fyrirfram ákveðn­ um punktum sem valdir voru í GIS, gögnum safnað og þau færð í gagnagrunn. Þetta er svo endur­ tekið að fimm árum liðnum, far­ ið á sama punkt og gögnum safn­ að. Með tímanum safnast mikið gagnamagn sem mun nýtast okk­ ur við að meta þrif og afföll trjá­ plantanna á svæðinu,“ segir fram­ kvæmdastjóri Veturlandsskóga. Rannsóknaverkefni Á árinu 2015 verður plantað út kvæmatilraun með hengibirki í samstarfi við hin landshlutaverk­ efnin. Tilraunin verður víðsveg­ ar um land og á Vesturlandi verð­ ur hún framkvæmd á Tungu­ felli í Lundarreykjadal og á Set­ bergi á Skógarströnd. Sumarið 2014 var stafafuru tilraun gróð­ ursett á Rauðsgili í Reykholtsdal og á Vörðufelli á Skógarströnd í samstarfi við rannsóknastöðina á Mógilsá og landshlutaverkefnin. Í haust voru þessar tilraunir mældar og lifun og skemmdir metnar. Áhersla lögð á gæði Fagráðstefna skógræktar var hald­ in í Borgarnesi 11.­12. mars síð­ astliðinn og voru Vesturlands­ skógar aðalskipuleggjandi þessa viðburðar. Það voru 111 sem tóku þátt í ráðstefnuninni, fagaðil­ ar í skógrækt á Íslandi auk fjölda erlendra gesta. Á undanförn­ um árum hefur starfsemi Vestur­ landsskóga verið minni en ósk­ ir stóðu til. Fjármunum til verk­ efnisins hefur verið að mestu var­ ið til plöntukaupa og tilfærslur en utanumhald verkefna, úttektir og gæðamál hafa legið á milli hluta. Sigríður Júlía segir markmiðið að laga þann hluta starfseminn­ ar og var það meginmarkmið árs­ ins 2014. Gæði, eftirlit, fræðsla og ráðgjöf voru í brennidepli það ár. „Það er mat mitt að tekist hafi að beina athyglinni að þessum þátt­ um en gæðamál, hvort sem um er að ræða plöntugæði, gæði gróð­ ursetninga, kortlagningar eða út­ tekta, eru forsenda þess að vel tak­ ist til, sem og að peningar sem ætlaðir eru í verkefnið nýtist sem best. Því munum við beina sjón­ um enn frekar að þessum þáttum á þessu ári auk þess að skerpa fók­ usinn í verkefninu og hefja vinnu við landshlutaáætlun. Það er því metnaðarmál að hefja slíka vinnu á árinu, draga fram helstu þætti slíkrar áætlunar, mynda ramma um verkefnið á fyrri hluta árs og ráðast í verkefnið að hausti,“ seg­ ir Sigríður Júlía Brynleifsdótt­ ir framkvæmdastjóri Vesturlands­ skóga. þá Sigríður Júlía Brynleifsdóttir fram- kvæmdastjóri Vesturlandsskóga. Plöntur á plani, bíða eftir að komast í jörð. Framleiðendur flytja plönturnar til Vesturlandsskóga á dreifingarstöðvar þar sem þær bíða þar til bændur sækja þær. Vel heppnuð stafafurugróðursetning á Möðruvöllum í Kjós.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.