Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 18

Skessuhorn - 18.03.2015, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 @home Þú færð fermingjargjöfina hjá okkur í @home. SK ES SU H O R N 2 01 5 Frí innpökkun Erum á Facebook: Kennir fermingarbörnum tungutak kristninnar Séra Flóki Kristinsson hefur verið sóknarprestur á Hvann- eyri síðastliðin fimmtán ár. Hann tók við sínu fyrsta brauði á Hólmavík árið 1982, sama ár og hann var vígður til prests. Flóki starfaði á Hólmavík í tvö ár, þjónaði svo í sjö ár á Suðurlandi, fjögur í Reykjavík og var síðan prest- ur Íslendinga í Evrópu í fimm ár. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við Flóka í Skemm- unni, félagsheimili kirkjunnar á Hvanneyri, um fermingar- fræðslu, stöðu kirkjunnar og sitthvað fleira. Lengri vinnudagar nútímabarna Flóka finnst fermingarfræðslan hafa tekið þó nokkrum breytingum und­ anfarin ár. Hann segir að vinnudag­ ar skólabarnanna séu orðnir lengri. „Þau koma svöng og þreytt til mín í fermingarfræðsluna og ég byrja á að gefa þeim að borða. Það þýð­ ir ekkert að byrja fyrr, en samveran til borðs er góð,“ segir Flóki. Hann segir einnig að fræðslan sé sjónrænni í dag en áður var og áhersla á utan­ bókarlærdóm hafi minnkað. „Ég sýni þeim myndbrot úr kvikmynd­ um og nota mikið PowerPoint glær­ ur til að glæða námsefnið lífi. Það heldur athygli krakkanna betur að hafa myndrænt efni með. Svo hef ég tekið eftir því að táknfræðin heillar. Ég bendi þeim á kristnar skírskot­ anir í samtímanum og finn að það vekur áhuga krakkanna. Mikið er um að tilvitnun í síðustu kvöldmál­ tíðina eftir Da Vinci í markaðsefni samtímans. Til að mynda notar kín­ verskt flugfélag þá tilvísun í auglýs­ ingu sinni og er þá búið að stilla upp flugfreyjum í stað lærisveina og flug­ stjórinn tekur stað Jesú,“ lýsir Flóki og hlær við. „Krökkunum finnast slík dæmi mjög áhugaverð.“ Börn úr strjálbýli tala fjölskrúðugra mál „Ég byrja á að fræða þau um mál­ farið sem við notum í kristnifræði­ kennslunni,“ útskýrir Flóki og held­ ur áfram: „Þau þekkja oft ekki merk­ ingu orðanna eins og iðrun, breysk­ leiki, miskunn og heilagleiki. Mér finnst eins og orðaforðinn sé slak­ ari hjá krökkum í þéttbýli held­ ur en þeim sem koma úr strjálbýli. Kannski er það vegna þess að oftar búa fleiri kynslóðir saman í strjálbýli og krakkarnir þroska samræðulistina með samskiptum við eldri kynslóð­ ir,“ segir Flóki. Hann segist hafa þá tilfinningu að oft vanti upp á að for­ eldrar ræði við börnin sín um til­ finningar og siðferði. „Það er samt ekki þannig að mömmurnar kjassi ekki krakkana sína og knúsi, eða segi „ég elska þig“. Það vantar inn dýpra tilfinningasvið og því þarf kirkjan að skila inn í tungutak barnanna.“ Flóka finnst þetta hafa breyst mik­ ið á síðastliðnum 25 árum en þá hafi verið hægt að ræða við krakk­ ana eins og fullorðið fólk og þau hafi haft mun betri undirstöðu fyr­ ir fermingarfræðsluna en ungling­ arnir í dag. Hans markmið sé því að kynna þau tungutakinu svo þau hafi skilning á kristnum gildum. Skringileikinn er afstæður Flóka finnst miður að trúarbragða­ fræðsla í grunnskólum, sem eigi lög­ um samkvæmt að vera í eina klukku­ stund á viku, virðist jafnvel fara í félagsfræði eða samfélagsfræði þó að hún eigi að snúast um að kenna börnum um trúarbrögð. „Svo lýk­ ur þeirra trúarbragðafræðslu árið sem þau fermast.“ Flóki segir að krakkarnir séu oft ekki nægjan­ lega vel undirbúnir þegar að ferm­ ingarfræðslunni kemur. Þau þekki ekki sögurnar úr nýja testamentinu og finnist heimur Biblíunnar jafn­ vel skrýtinn. „Á sama tíma finnst þessum krökkum ekkert skrýtið við Game of Thrones!“ Samkomuhúsið hjarta samfélagsins Aðspurður út í breytingar á hlut­ verki kirkjunnar í samfélaginu svarar Flóki: „Helsta hlutverk kirkjunnar er að halda samfélaginu saman. Auðga félagslíf og samkennd. Það höfum við gert hér á Hvanneyri með að gera upp safnaðarheimilið Skemm­ una og er þá komið samkomustaður sem allt samfélagið getur nýtt sér.“ Skemman á Hvanneyri er einkar fal­ legt timburhús sem var upphaflega reist 1896 og gert upp 2009. Þar var starfrækt kaffihús síðasta sumar og svo verður einnig komandi sum­ ar. Flóka finnst ánægjulegt að það þjóni sókninni sem samkomustað­ ur með þessum hætti yfir sumartím­ ann en þá er starfsemi kirkjunnar í lágmarki. „Margir fleiri hafa nýtt sér húsnæðið, enda er það ætlað til að hvetja til samfélags manna,“ útskýr­ ir Flóki. „Það eru kannski ekki allir meðvitaðir um það en drjúgur skerf­ ur af sóknartekjunum fer í að halda úti kórastarfi, enda er það eitt helsta félagsstarfið í sókninni. Helsta hlut­ verk kirkjunnar er einmitt að halda samfélaginu saman og það gerum við meðal annars með að halda úti félagstarfi,“ segir séra Flóki Krist­ insson. eha Séra Flóki Kristinsson sóknarprestur á Hvanneyri. Sá siður hefur lengi tíðkast hér á landi að ferma ungmenni. Eft­ ir siðaskiptin á sextándu öld féll ferming víðast hvar niður meðal Lútherstrúarmanna þar sem þeir viðurkenndu hana ekki sem sakra­ menti. Hún hélst hins vegar við á Íslandi og var lögfest í danska ríkinu 1736 sem athöfn á und­ an fyrstu altarisgöngu, að undan­ genginni fræðslu í kristnum fræð­ um. Altarisgangan var því aðalat­ riðið. Fyrir flesta Íslendinga þýð­ ir ferming staðfesting. Staðfest­ ing á þeirri ákvörðun foreldra að láta skíra barnið og yfirlýsing við­ komandi að hann vilji gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. En fermingin er einnig ann­ að og meira. Það hefur lengi ver­ ið talað mun að með fermingunni komist viðkomandi einstaklingur í fullorðinna manna tölu. Það er ekki lítið stökk. Á einum degi fer einstaklingur frá því að vera barn til þess að verða fullorðinn. Hér áður fyrr urðu mikil þáttaskil við þessa athöfn, líklega meira en við þekkjum nú. Umbúnaður í kring­ um ferminguna var einnig mis­ jafn milli heimila, þá eins og nú. Misjafnt eftir efnahag, aðstæðum fólks og áherslum. Þó virðist ætíð hafa verið reynt að gera daginn eftirminnilegan fyrir fermingar­ barnið, þótt fólk byggi við mis­ jöfn kjör. Áður fyrr þótti jafnvel gott ef bakaðar voru pönnukökur í tilefni dagsins. Það var kannski svo mikil nýbreytni að ferm­ ingarbarnið mundi það alla ævi. Ekki fengu heldur öll börn ferm­ ingargjafir. Efnin hrukku ekki til þess en dagurinn og umgjörð hans urðu þess í stað sú dýrmæta minning sem eftir lifði í huga fermingarbarnsins. Þetta skal rifj­ að upp til áminningar um að ver­ aldlegum gæðum hefur ekki allt­ af verið réttlátlega skipt og svo er ekki enn. Vonandi eiga þó öll fermingar­ börn eftir að upplifa ánægjuleg­ an dag þegar stóra stundin renn­ ur upp. Fjölskyldur koma saman og gleðjast. Það er nefnilega svo að gleði, öryggi og væntumþykja er það besta sem hverju ferming­ arbarni er veitt. Að þessu sinni eru ferming­ arbörnin sjálf í forgrunni, líkt og verið hefur í þessu litla sér­ blaði Skessuhorns undanfarin ár. Myndir eru birtar af fermingar­ börnum ársins, þau spurð hvers vegna þau ætli að fermast og rætt er við fermingarbörn frá því í fyrra. Þá eru nokkrir valinkunnir Vestlendingar fengnir til að rifja upp fermingardaginn sinn, einn frá hverjum áratug. Fyrstu ferm­ ingar á Vesturlandi verða um næstu helgi og þær síðustu verða í sumar. Skessuhorn óskar öllum ungmennum til hamingju með þann stóra áfanga sem framundan er í lífi þeirra, með von um bjarta og gæfuríka framtíð. Ferming - staðfesting skírnarinnar í athöfn Gengið til fermingarguðsþjónustu í Akraneskirkju vorið 2012. Á Akranesi verða fyrstu fermingar ársins í landshlutanum næstkomandi sunnudag. Ljósm. úr safni/mm. Vax/mótun augabrúna 2500,- Litun og vax/plokkun augabrúna 3300,- Litun augnhára og brúna og vax/plokkun 3900,- Handsnyrting með lökkun 6500,- Fyrir fermingarstúlkurnar og mæður þeirra Dalbraut 1, 300 Akranes Sími: 546 4600 www.dekra.is Dekur Snyrtistofa

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.