Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Mikið hvassviðri fylgdi einni kröpp­ ustu lægð ársins og síðustu ára sem gekk yfir landið síðastliðinn laug­ ardagsmorgun. Þegar mest gekk á var vindhraði gríðarmikill. Þannig mældust til dæmis 73 metrar á sek­ úndu á Miðfitjahól á Skarðsheiði um klukkan 9 um morguninn, en það er með því hvassara sem mælst hef­ ur. Bálhvasst var einnig á þekktum vindastöðum á þjóðveginum, svo sem við Hafnarfjall, í Staðarsveit og á Bröttubrekku þar sem vindur fór yfir 50 metra á sekúndu í hviðum. Tjón af völdum veðurs varð mjög víða um vestanvert landið. Yfir 50 bókanir bárust til Lögreglunnar á Vesturlandi, um aðstoðarbeiðn­ ir og tilkynningar vegna óveðurs­ tjóns. Tilvikin voru stór og smá og af ýmsum toga. Flestar björgunar­ sveitir í umdæminu voru kallaðar út til aðstoðar, ásamt iðnaðarmönn­ um og starfsmönnum hjá mörgum sveitarfélaganna tíu sem eru inn­ an umdæmis LVL. Mikið var um foktjón á gömlum húsum en einnig fóru heilu þökin af þeim nýrri. Ekki er vitað annað en að fólk hafi slopp­ ið að mestu án mikilla meiðsla frá þessum veðurhamförum. Björgunarsveitir af öllu Vestur­ landi höfðu í mörg horn að líta og sinntu fjölda útkalla vegna óveð­ ursins. Verkefnin voru af svipuð­ um toga á öllum stöðum, þ.e. hefta fok á lausamunum og húsum. Þak­ plötur losnuðu víða á útihúsum og dæmi eru um að heilu útihúsin og sumarhúsin hafi splundrast. Einna mest varð tjónin í Hvítanesi í Hval­ fjarðarsveit þar sem hlaða og hluti gamals fjóss jöfnuðust við jörðu. Sagt er frá því í annarri frétt hér í blaðinu. Á Akranesi varð foktjón er yfirbyggðar svalir löskuðust, víða fuku þakplötur af húsum og heilu þökin losnuðu. Auglýsingaskilti losnuðu og rúður brotnuðu víða. Þá losnuðu bátar í smábátahöfn­ inni og voru björgunarsveitarmenn fengnir til að festa þá aftur. Í Borgarbyggð fauk þak af hlöðu á sveitabæ á Mýrum, þakplötur af fjárhúsum í Hítardal, þakplötur og svalahurðir fuku í Borgarnesi og þar fór einnig kyrrstæður húsbíll á hlið­ ina en honum hafði verið lagt í var við verslunarhús en það dugði ekki til. Einnig brotnuðu rúður í nokkr­ um bílum við Brúartorg í Borgar­ nesi. Lögreglumaður á vakt í Borg­ arnesi sá hvar stór járnfleki, trúlega hluti af veggklæðningu af skemmu, kom fljúgandi og lenti við lögreglu­ stöðina og fór þar utaní tvo bíla og lenti síðan inni á túni við lögreglu­ stöðina. Lögreglumaðurinn brást skjótt við og náði hann að keyra lögreglujeppann upp á járnklæðn­ inguna áður en hún olli meira tjóni en þá var hún nærri komin upp að næsta húsi. Á Snæfellsnesi fuku þakplötur af húsum í Grundarfirði og klæð­ ing rifnaði af húsi á Rifi. Þá brotn­ uðu rúður á sveitabæ undir Eyr­ arfjalli nærri Grundarfirði. Tvær unglingsstúlkur hlutu minnihátt­ ar meiðsli er glerbrotum rigndi yfir þær. Björgunarsveit kom þeim til aðstoðar og flutti á heilsugæslu­ stöð. Skjólveggir brotnuðu við íbúðarhús í Ólafsvík. Lítil hús fuku og eyðilögðust víða, m.a. á Hvanneyri, á Hval­ fjarðarströnd og í Borgarhreppi. Á Súlunesi í Melasveit fauk gamalt sumarhús og hafnaði brak úr því á klæðningu húss, að sögn lögreglu. Algengt var að klæðningar og þak­ plötur fykju og í nokkrum tilfell­ um var brakið að skemma bíla og önnur hús. Talsvert tjón var á Mó­ fellsstöðum í Skorradal, Geirs­ hlíð í Flókadal, Sólheimum í Döl­ um, Fossatúni í Andakíl auk Hvíta­ nesi eins og áður segir. Þak fauk af gömlum sveitabæ nærri Búðardal. Mikið af rúðum brotnaði í gróður­ húsum á Kleppjárnsreykjum. Þessi listi verður seint tæmandi enda eru skemmdir af völdum veð­ urs enn að koma fram. Upplýsing­ ar hér að ofan eru samsuða úr yf­ irliti lögreglunnar og ábendingum sem Skessuhorni bárust beint. mm Laugardagsóveður í kröppustu lægð vetrarins Trönur á Breiðinni á Akranesi lögðust eins og spilaborg. Ljósm. jho. Talsvert tjón af völdum óveðursins varð á Mófellsstöðum í Skorradal þar sem þakplötur af hlöðu fuku og fjárhúsin skekktust. Aðfararnótt mánudags varð síðan enn meira tjón þegar brak úr hlöðugafli fauk á gamla íbúðarhúsið og skemmdi það. Ljósm. Pétur Davíðsson. Plötur losnuðu af þaki þessa íbúðarhúss í Grundarfirði og komu björgunarsveitarmenn til hjálpar. Ljósm. tfk Í Geirshlíð í Flókadal varð tjón þegar þakplötur af fjósi og hlöðu losnuðu og fuku. Einhverjar þeirra skemmdu auk þess bíla. Hér er hlöðuþakið fest en til aðstoðar komu björgunarsveitarmenn og nágrannar. Ljósm. hhs. Rúður brotnuðu í gróðurhúsum á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. Hér er mynd af skemmdum á mæni húsa í Sólbyrgi, en þar brotnuðu á þriðja hundrað rúður. Ljósm. ep. Uppsjávarflotinn gat ekki stundað loðnuveiðar vegna illviðris á laugardaginn. Hér eru það Júpíter ÞH, Kap VE og Polar Amaroq frá Grænlandi sem liggja í vari við Ólafsvík. Ljósm. af. Hann var úfinn og ófrýnilegur sjórinn utan við Stykkishólm þegar veðrið gekk yfir. Ljósm. sá. Rafmagn fór af um tíma á laugardaginn í uppsveitum Borgarfjarðar. Brotnuðu staurar víða. Þessi mynd var tekin skammt frá Hægindi í Reykholtsdal þar sem tveir staurar brotnuðu. Gerð var bráðabirgðaviðgerð á þeim. Ljósm. bhs. Listakonan Michelle Bird í Borgarnesi lenti í vandræðum í storminum á laugar- daginn þegar þakið byrjaði að losna hjá henni. Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi kom og hjálpaði henni að hefta fok. Í þakklætisskyni málaði hún þessa penu mynd af þeim. Sagðist ekki getað þakkað fyrir sig öðruvísi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.