Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Mikilvægi landupplýsinga áréttað LANDIÐ: Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ný­ verið ályktun um mikilvægi landmælinga og alþjóð­ legra landmælingakerfa. Ályktunin var lögð fram af 52 ríkjum og var Ísland þar á meðal. „Ályktunin undir­ strikar mikilvægi alþjóða­ samvinnu á sviði landmæl­ inga og fjarkönnunar við vöktun á loftslagsbreyt­ ingum og hamfarastjórn­ un auk þess að hafa víðtækt notagildi í samgöngum, landbúnaði og verkleg­ um framkvæmdum. Einn­ ig er lögð áhersla á opið óhindrað aðgengi að land­ mælingagögnum um all­ an heim,“ segir í tilkynn­ ingu frá Landmælingum Íslands. LMÍ bera ábyrgð á alþjóðlegu samstarfi á sviði landmælinga hér á landi og rekur stofnunin lands­ hnitakerfi og sameigin­ legt hæðarkerfi fyrir allt Ísland. Þessi kerfi leggja samfélaginu til áreiðanleg­ an grunn fyrir nákvæmar mælingar s.s. vegna fram­ kvæmda og vöktunar nátt­ úrunnar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 7. - 13. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 4.114.940 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 1.780.193 kg í einni lönd­ un. Engin löndun á Arnar- stapa í vikunni Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 354.753 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 129.446 kg í tveimur lönd­ unum. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 481.277 kg. Mestur afli: Egill SH: 56.958 kg í þremur lönd­ unum. Rif 21 bátur. Heildarlöndun: 639.219 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 145.585 kg í tveimur lönd­ unum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 143.009 kg. Mestur afli: Bíldsey SH: 59.215 kg í fjórum lönd­ unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.780.193 kg. 10. mars 2. Faxi RE – AKR: 1.328.801 kg. 10. mars 3. Lundey NS – AKR: 991.846 kg. 12. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 88.006 kg. 8. mars 5. Hringur SH – GRU: 66.524 kg. 10. mars mþh Unnið að áformum um uppfyllingu AKRANES: Starfshóp­ ur um Breið á Akra­ nesi hefur farið yfir hug­ myndir og rýmisþörf HB Granda á landfyllingu sem er í skoðun að gerð verði á fjörusvæðinu frá Steins­ vör að stóra hafnargarð­ inum á Akranesi. Þetta var gert á fundi hópsins í febrúar. Sömuleiðis hef­ ur hópurinn haft til skoð­ unar samning við ráðgjafa­ fyrirtækið VSÓ Ráðgjöf sem tekur að sér að kanna og leggja mat á mengun­ arvarnir sem HB Grandi hyggst nota ef hugmynd­ ir um stækkun fiskþurrk­ unarverksmiðju Laugafisks á Breiðinni koma til fram­ kvæmda. Einar Brandsson er formaður starfshópsins. Í honum eiga einnig sæti Guðmundur Þór Valsson og Guðmundur Páll Jóns­ son sem aðalmenn. Vign­ ir Albertsson er fulltrúi Faxaflóahafna og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags­ og umhverfis­ sviðs Akraness eiga einnig sæti í hópnum. –mþh Eitt tilboð í þjónustuhús á tjaldsvæði DALIR: Nýlega voru opn­ uð tilboð í byggingu þjón­ ustuhúss á tjaldsvæðið í Búðardal. Eitt tilboð barst í verkið frá Árbrún ehf, fyr­ irtæki Ármanns R Sigurðs­ sonar. Hljóðaði það upp á tæpar 16,7 milljónir króna sem er 6% yfir kostnaðar­ áætlun. Byggðarráð Dala­ byggðar lagði til að gengið verði til samninga við bjóð­ anda með ákveðnum breyt­ ingum til lækkunar á samn­ ingsupphæð. –þá Íbúðalánasjóð- ur á 85 eignir AKRANES: Eigna svið Íbúða lánasjóðs hefur skil­ að samantekt um eigna­ safn sjóðsins í Akranesbæ að beiðni Valdísar Eyjólfs­ dóttur bæjarfulltrúa Sjálf­ stæðisflokksins. Þar kem­ ur fram að sjóðurinn á alls 85 fasteignir í bæn­ um. Alls standa 40 eignir tómar og eru til sölu. Í út­ leigu eru 38 eignir. Fjöldi þeirra er einnig á sölu. Alls eru 64 eignir Íbúðalána­ sjóðs í söluferli á Akranesi. Þrjár íbúðir standa auðar en unnið er að skráningu þeirra í sölu. Fjórar er svo flokkaðar „í vinnslu“ sem þýðir að þær verða settar á sölu þó í þeim séu íbúar í dag. Alls voru 33 eignanna byggðar fyrir 41 – 80 árum, 19 voru byggðar fyrir 16 – 40 árum og 30 fyrir 5 – 15 árum. Þrjár eignir eru eldri en 80 ára gamlar. Á síðasta ári seldi Íbúðalánasjóður 33 eignir á Akranesi. Marg­ ar þeirra voru á bygging­ arstigi í fjölbýli. Alls nam söluverðmæti þeirra eigna 259 milljónum króna. -mþh Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð­ ar 5. mars síðastliðinn voru kynntar niðurstöður tilboða í rekstur tjald­ svæðanna í Borgarnesi og á Varma­ landi sumrin 2015­2020. Hæsta til­ boð átti Landamerki ehf, Muru­ holti 8 í Garðabæ, en það er Þór­ hallur Hákonarson sem rekur fyr­ irtækið. Hljóðar tilboðið uppá 1,1 milljón króna á ári sem verðbætist á samningstímanum í samræmi við vísitölu neysluverðs. Jökli Helga­ syni forstöðumanni umhverfis­ og skipulagssviðs Borgarbyggðar var falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda. Þrjú önnur tilboð bárust, frá JHB­Vélum ehf. í Borg­ arnesi fyrir samtals 973 þúsund krónur, Tourist Online ehf. í Borg­ arnesi fyrir slétta milljón króna og Helgir Valur Ármannsson í Borg­ arnesi lagði fram tilboð með núll krónum fyrir sitthvort svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Jökli Helgasyni voru greiðslur til sveit­ arfélagsins fyrir bæði tjaldsvæðin áður 670.000 krónur á ári. Á síð­ asta ári voru tjaldsvæðin tvö rekin með 111.950 króna kostnaði fyrir sveitarfélagið. Það er að gjöld um­ fram tekjur við rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi voru 244.398 krónur en tekjur umfram gjöld á Varmalandi 132.448 krónur. „Það eru því góð­ ar líkur á því að á samningstíma­ bilinu 2015­2020 þurfi sveitarfé­ lagið ekki að bera kostnað af rekstri tjaldsvæðanna og verði betur í stakk búið til að mæta óvæntum kostn­ aðarþáttum svo sem varðandi við­ hald húsa og búnaðar,“ segir Jökull Helgason. þá Íbúar í efri byggð Grundarfjarð­ ar voru undir lok síðustu viku dá­ lítið uggandi yfir snjóflóðahættu úr Hellnafelli sem stendur fyrir ofan bæinn. Fellið er ekki hátt en þrátt fyrir það hefur safnast þar talsvert af snjó voru skilyrðin ekki ákjósan­ leg. Snjórinn var blautur og þung­ ur og asahláka var í kortunum. Snjóflóðalína samkvæmt aðalskipu­ lagi Grundarfjarðarbæjar ligg­ ur rétt fyrir ofan byggðina eins og sjá má á þéttbýlisuppdrætti af bæn­ um. Meðfylgjandi mynd er tekin við snjóflóðalínuna í bakgarðinum á Fellasneið 16 en línan liggur um það bil þrjá metra frá húsinu. tfk Bjarnfríður Leósdóttir, sem lengst starfaði sem kennari við Fjöl­ brautaskóla Vesturlands, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 10. mars síðastliðinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Bjarnfríður var fædd á Másstöðum í Innri­Akraneshreppi 6. ágúst 1924. Foreldrar henn­ ar voru Leó Eyjólfsson bifreiða­ stjóri og Málfríður Bjarnadótt­ ir húsfreyja. Bræður Bjarnfríð­ ar voru Ragnar Leósson bifreiða­ stjóri (1920­2014) og Jón Leós­ son múrarameistari (1935­2013). Eftirlifandi systir hennar er Hall­ bera Guðný Leósdóttir f. 1928. Bjarnfríður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1943 og var einn vetur í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. 1947 giftist hún Jó­ hannesi Finnssyni frá Önundarfirði (1917­1974). Hann var samvinnu­ skólagenginn og starfaði lengst sem skrifstofumaður á Akranesi en stundaði einnig sjó. Bjarnfríður og Jóhannes eignuðust saman fjögur börn; Steinunni, Eyjólf, sem að­ eins varð sólarhringsgamall, Leó og Hallberu Fríði. Þau reistu sér hús við Stillholt 13 og eftir að Jó­ hannes lést af slysförum í febrúar 1974 bjó Bjarnfríður áfram í hús­ inu og ræktaði sinn stóra garð þar til fyrir einu ári að hún flutti inn á Dvalarheimilið Höfða. Bjarnfríður vann á yngri árum ýmis erfiðisstörf eins og við síld­ arsöltun, netahnýtingar sem og verslunarstörf. Hún var frá unga aldri virk í menningarlífi Akra­ ness, lék um árabil með leikfélag­ inu og sat í stjórn þess, tók þátt í stofnun bókmenntaklúbbs sem enn lifir og var lengi umboðs­ maður Máls og menningar. Frá miðjum aldri varð hún þjóðþekkt fyrir afskipti sín af verkalýðs­ og jafnréttismálum. Hún var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness, varaformaður um ára­ bil, átti sæti í miðstjórn Alþýðu­ sambands Íslands. Hún var vara­ fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæj­ arstjórn Akraness í nokkur kjör­ tímabil. Hún var varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlands­ kjördæmi og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á áttunda áratugn­ um. Þá átti hún sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubanda­ lagsins. Árið 1986 kom út hjá For­ laginu lífssaga Bjarnfríðar; Í sann­ leika sagt, sem Elísabet Þorgeirs­ dóttir skráði. Bjarnfríður var formaður Fé­ lags eldri borgara á Akranesi í átta ár, 1995­2003, og barðist öt­ ullega fyrir föstum samastað fyr­ ir félagið. FEBAN fékk aðstöðu í húsi Verkalýðsfélags Akraness við Kirkjubraut í febrúar 2002 sem hleypti miklu lífi í starfsem­ ina. Sjálf tók hún virkan þátt í alls­ kyns afþreyingu innan félagsins eins og dansi, kórsöng og bóka­ lestri en Bjarnfríður var rómað­ ur upplesari. Eftir miðjan aldur jók Bjarnfríður í tvígang við form­ lega menntun sína. Hún lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands og tók einnig leiðsögumannspróf, enda mikill ferðagarpur og náttúru­ unnandi. Bjarnfríður var heiðurs­ félagi í Verkalýðsfélagi Akraness. Hún var sæmd riddarakrossi hinn­ ar íslensku fálkaorðu á nýjársdag 2002. þá Andlát: Bjarnfríður Leósdóttir Snjóflóðahætta þrátt fyrir að Hellnafellið sé ekki hátt Tjaldsvæðið í Borgarnesi. Samið um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi og á Varmalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.