Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 8

Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Mikilvægi landupplýsinga áréttað LANDIÐ: Sameinuðu þjóðirnar samþykktu ný­ verið ályktun um mikilvægi landmælinga og alþjóð­ legra landmælingakerfa. Ályktunin var lögð fram af 52 ríkjum og var Ísland þar á meðal. „Ályktunin undir­ strikar mikilvægi alþjóða­ samvinnu á sviði landmæl­ inga og fjarkönnunar við vöktun á loftslagsbreyt­ ingum og hamfarastjórn­ un auk þess að hafa víðtækt notagildi í samgöngum, landbúnaði og verkleg­ um framkvæmdum. Einn­ ig er lögð áhersla á opið óhindrað aðgengi að land­ mælingagögnum um all­ an heim,“ segir í tilkynn­ ingu frá Landmælingum Íslands. LMÍ bera ábyrgð á alþjóðlegu samstarfi á sviði landmælinga hér á landi og rekur stofnunin lands­ hnitakerfi og sameigin­ legt hæðarkerfi fyrir allt Ísland. Þessi kerfi leggja samfélaginu til áreiðanleg­ an grunn fyrir nákvæmar mælingar s.s. vegna fram­ kvæmda og vöktunar nátt­ úrunnar. –mm Aflatölur fyrir Vesturland 7. - 13. mars. Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 8 bátar. Heildarlöndun: 4.114.940 kg. Mestur afli: Ingunn AK: 1.780.193 kg í einni lönd­ un. Engin löndun á Arnar- stapa í vikunni Grundarfjörður 7 bátar. Heildarlöndun: 354.753 kg. Mestur afli: Steinunn SF: 129.446 kg í tveimur lönd­ unum. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 481.277 kg. Mestur afli: Egill SH: 56.958 kg í þremur lönd­ unum. Rif 21 bátur. Heildarlöndun: 639.219 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 145.585 kg í tveimur lönd­ unum. Stykkishólmur 5 bátar. Heildarlöndun: 143.009 kg. Mestur afli: Bíldsey SH: 59.215 kg í fjórum lönd­ unum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Ingunn AK – AKR: 1.780.193 kg. 10. mars 2. Faxi RE – AKR: 1.328.801 kg. 10. mars 3. Lundey NS – AKR: 991.846 kg. 12. mars 4. Tjaldur SH – RIF: 88.006 kg. 8. mars 5. Hringur SH – GRU: 66.524 kg. 10. mars mþh Unnið að áformum um uppfyllingu AKRANES: Starfshóp­ ur um Breið á Akra­ nesi hefur farið yfir hug­ myndir og rýmisþörf HB Granda á landfyllingu sem er í skoðun að gerð verði á fjörusvæðinu frá Steins­ vör að stóra hafnargarð­ inum á Akranesi. Þetta var gert á fundi hópsins í febrúar. Sömuleiðis hef­ ur hópurinn haft til skoð­ unar samning við ráðgjafa­ fyrirtækið VSÓ Ráðgjöf sem tekur að sér að kanna og leggja mat á mengun­ arvarnir sem HB Grandi hyggst nota ef hugmynd­ ir um stækkun fiskþurrk­ unarverksmiðju Laugafisks á Breiðinni koma til fram­ kvæmda. Einar Brandsson er formaður starfshópsins. Í honum eiga einnig sæti Guðmundur Þór Valsson og Guðmundur Páll Jóns­ son sem aðalmenn. Vign­ ir Albertsson er fulltrúi Faxaflóahafna og Sigurður Páll Harðarson sviðsstjóri skipulags­ og umhverfis­ sviðs Akraness eiga einnig sæti í hópnum. –mþh Eitt tilboð í þjónustuhús á tjaldsvæði DALIR: Nýlega voru opn­ uð tilboð í byggingu þjón­ ustuhúss á tjaldsvæðið í Búðardal. Eitt tilboð barst í verkið frá Árbrún ehf, fyr­ irtæki Ármanns R Sigurðs­ sonar. Hljóðaði það upp á tæpar 16,7 milljónir króna sem er 6% yfir kostnaðar­ áætlun. Byggðarráð Dala­ byggðar lagði til að gengið verði til samninga við bjóð­ anda með ákveðnum breyt­ ingum til lækkunar á samn­ ingsupphæð. –þá Íbúðalánasjóð- ur á 85 eignir AKRANES: Eigna svið Íbúða lánasjóðs hefur skil­ að samantekt um eigna­ safn sjóðsins í Akranesbæ að beiðni Valdísar Eyjólfs­ dóttur bæjarfulltrúa Sjálf­ stæðisflokksins. Þar kem­ ur fram að sjóðurinn á alls 85 fasteignir í bæn­ um. Alls standa 40 eignir tómar og eru til sölu. Í út­ leigu eru 38 eignir. Fjöldi þeirra er einnig á sölu. Alls eru 64 eignir Íbúðalána­ sjóðs í söluferli á Akranesi. Þrjár íbúðir standa auðar en unnið er að skráningu þeirra í sölu. Fjórar er svo flokkaðar „í vinnslu“ sem þýðir að þær verða settar á sölu þó í þeim séu íbúar í dag. Alls voru 33 eignanna byggðar fyrir 41 – 80 árum, 19 voru byggðar fyrir 16 – 40 árum og 30 fyrir 5 – 15 árum. Þrjár eignir eru eldri en 80 ára gamlar. Á síðasta ári seldi Íbúðalánasjóður 33 eignir á Akranesi. Marg­ ar þeirra voru á bygging­ arstigi í fjölbýli. Alls nam söluverðmæti þeirra eigna 259 milljónum króna. -mþh Á fundi byggðarráðs Borgarbyggð­ ar 5. mars síðastliðinn voru kynntar niðurstöður tilboða í rekstur tjald­ svæðanna í Borgarnesi og á Varma­ landi sumrin 2015­2020. Hæsta til­ boð átti Landamerki ehf, Muru­ holti 8 í Garðabæ, en það er Þór­ hallur Hákonarson sem rekur fyr­ irtækið. Hljóðar tilboðið uppá 1,1 milljón króna á ári sem verðbætist á samningstímanum í samræmi við vísitölu neysluverðs. Jökli Helga­ syni forstöðumanni umhverfis­ og skipulagssviðs Borgarbyggðar var falið að ganga til samninga við hæstbjóðanda. Þrjú önnur tilboð bárust, frá JHB­Vélum ehf. í Borg­ arnesi fyrir samtals 973 þúsund krónur, Tourist Online ehf. í Borg­ arnesi fyrir slétta milljón króna og Helgir Valur Ármannsson í Borg­ arnesi lagði fram tilboð með núll krónum fyrir sitthvort svæðið. Samkvæmt upplýsingum frá Jökli Helgasyni voru greiðslur til sveit­ arfélagsins fyrir bæði tjaldsvæðin áður 670.000 krónur á ári. Á síð­ asta ári voru tjaldsvæðin tvö rekin með 111.950 króna kostnaði fyrir sveitarfélagið. Það er að gjöld um­ fram tekjur við rekstur tjaldsvæðis í Borgarnesi voru 244.398 krónur en tekjur umfram gjöld á Varmalandi 132.448 krónur. „Það eru því góð­ ar líkur á því að á samningstíma­ bilinu 2015­2020 þurfi sveitarfé­ lagið ekki að bera kostnað af rekstri tjaldsvæðanna og verði betur í stakk búið til að mæta óvæntum kostn­ aðarþáttum svo sem varðandi við­ hald húsa og búnaðar,“ segir Jökull Helgason. þá Íbúar í efri byggð Grundarfjarð­ ar voru undir lok síðustu viku dá­ lítið uggandi yfir snjóflóðahættu úr Hellnafelli sem stendur fyrir ofan bæinn. Fellið er ekki hátt en þrátt fyrir það hefur safnast þar talsvert af snjó voru skilyrðin ekki ákjósan­ leg. Snjórinn var blautur og þung­ ur og asahláka var í kortunum. Snjóflóðalína samkvæmt aðalskipu­ lagi Grundarfjarðarbæjar ligg­ ur rétt fyrir ofan byggðina eins og sjá má á þéttbýlisuppdrætti af bæn­ um. Meðfylgjandi mynd er tekin við snjóflóðalínuna í bakgarðinum á Fellasneið 16 en línan liggur um það bil þrjá metra frá húsinu. tfk Bjarnfríður Leósdóttir, sem lengst starfaði sem kennari við Fjöl­ brautaskóla Vesturlands, lést á Sjúkrahúsinu á Akranesi 10. mars síðastliðinn á nítugasta og fyrsta aldursári. Bjarnfríður var fædd á Másstöðum í Innri­Akraneshreppi 6. ágúst 1924. Foreldrar henn­ ar voru Leó Eyjólfsson bifreiða­ stjóri og Málfríður Bjarnadótt­ ir húsfreyja. Bræður Bjarnfríð­ ar voru Ragnar Leósson bifreiða­ stjóri (1920­2014) og Jón Leós­ son múrarameistari (1935­2013). Eftirlifandi systir hennar er Hall­ bera Guðný Leósdóttir f. 1928. Bjarnfríður lauk verslunarprófi frá Samvinnuskólanum 1943 og var einn vetur í Húsmæðraskólanum í Reykjavík. 1947 giftist hún Jó­ hannesi Finnssyni frá Önundarfirði (1917­1974). Hann var samvinnu­ skólagenginn og starfaði lengst sem skrifstofumaður á Akranesi en stundaði einnig sjó. Bjarnfríður og Jóhannes eignuðust saman fjögur börn; Steinunni, Eyjólf, sem að­ eins varð sólarhringsgamall, Leó og Hallberu Fríði. Þau reistu sér hús við Stillholt 13 og eftir að Jó­ hannes lést af slysförum í febrúar 1974 bjó Bjarnfríður áfram í hús­ inu og ræktaði sinn stóra garð þar til fyrir einu ári að hún flutti inn á Dvalarheimilið Höfða. Bjarnfríður vann á yngri árum ýmis erfiðisstörf eins og við síld­ arsöltun, netahnýtingar sem og verslunarstörf. Hún var frá unga aldri virk í menningarlífi Akra­ ness, lék um árabil með leikfélag­ inu og sat í stjórn þess, tók þátt í stofnun bókmenntaklúbbs sem enn lifir og var lengi umboðs­ maður Máls og menningar. Frá miðjum aldri varð hún þjóðþekkt fyrir afskipti sín af verkalýðs­ og jafnréttismálum. Hún var í stjórn og trúnaðarráði Verkalýðsfélags Akraness, varaformaður um ára­ bil, átti sæti í miðstjórn Alþýðu­ sambands Íslands. Hún var vara­ fulltrúi Alþýðubandalagsins í bæj­ arstjórn Akraness í nokkur kjör­ tímabil. Hún var varaþingmaður Alþýðubandalagsins í Vesturlands­ kjördæmi og tók nokkrum sinnum sæti á Alþingi á áttunda áratugn­ um. Þá átti hún sæti í miðstjórn og framkvæmdastjórn Alþýðubanda­ lagsins. Árið 1986 kom út hjá For­ laginu lífssaga Bjarnfríðar; Í sann­ leika sagt, sem Elísabet Þorgeirs­ dóttir skráði. Bjarnfríður var formaður Fé­ lags eldri borgara á Akranesi í átta ár, 1995­2003, og barðist öt­ ullega fyrir föstum samastað fyr­ ir félagið. FEBAN fékk aðstöðu í húsi Verkalýðsfélags Akraness við Kirkjubraut í febrúar 2002 sem hleypti miklu lífi í starfsem­ ina. Sjálf tók hún virkan þátt í alls­ kyns afþreyingu innan félagsins eins og dansi, kórsöng og bóka­ lestri en Bjarnfríður var rómað­ ur upplesari. Eftir miðjan aldur jók Bjarnfríður í tvígang við form­ lega menntun sína. Hún lauk prófi frá Kennaraháskóla Íslands og tók einnig leiðsögumannspróf, enda mikill ferðagarpur og náttúru­ unnandi. Bjarnfríður var heiðurs­ félagi í Verkalýðsfélagi Akraness. Hún var sæmd riddarakrossi hinn­ ar íslensku fálkaorðu á nýjársdag 2002. þá Andlát: Bjarnfríður Leósdóttir Snjóflóðahætta þrátt fyrir að Hellnafellið sé ekki hátt Tjaldsvæðið í Borgarnesi. Samið um rekstur tjaldsvæða í Borgarnesi og á Varmalandi

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.