Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 55

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 55
55MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Bikarmeistarar frá Akranesi Um helgina fór fram á Selfossi bik­ armót Fimleikasambands Íslands. Fimleikafélag Akranes sendi eitt lið til keppninnar, í mestaraflokki b stúlkna, sem mun vera þriðji flokk­ ur samkvæmt gamla kerfinu að sögn Marenar Óskar Elísdóttur þjálf­ ara liðsins. Skagastúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og áttu glæsilegan dag. Þær stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki b og hömpuðu bikarmeistaratitli. Stúlk­ urnar munu síðan keppa á Íslands­ móti í maímánuði væntanlega ásamt fleiri flokkum frá FIMA, en á fimmta hundrað iðkendur hafa verið hjá fé­ laginu síðustu árin. þá Bikarmeistarar í meistaraflokki b, lið FIMA frá Akranesi. Unglingasveit Keilufélags Akra­ ness hampaði Íslandsmeistaratitli í sveitakeppni í keilu um helgina. Úrslitakeppni í sveitakeppni ung­ linga fór fram í Egilshöll á sunnu­ dag. Eftir fimm mót í vetur voru fjórar sveitir eftir sem kepptu til úr­ slita, þar af tvær sveitir frá Keilu­ félagi Akraness. ÍA I keppti við sveit Keilufélags Reykjavíkur og sigraði. ÍA II tapaði hins vegar fyrir ÍR. Það voru því ÍA I og ÍR sem kepptu til úrslita og voru það Skagamennirn­ ir sem stóðu uppi sem sigurvegar­ ar. Í sveit ÍA I voru Jóhann Atlason, Ólafur Sveinn Ólafsson og Arnar Daði Sigurðsson. Þeir eru lengst til vinstri á myndinni en auk þeirra fé­ lagar í sveit ÍA II, þeir Sæþór Guð­ mundsson, Daníel Trausti Hösk­ uldsson og Ásgeir Darri Gunnars­ son. þá Skagaunglingar Íslands- meistarar í keilu Þar kom að því að löng sigurganga Snæfellskvenna var rofin í Dom­ inosdeild kvenna í körfubolta. Það gerðu Haukakonur þegar þær mættu í Hólminn á sunnudaginn í tvífrestuðum leik frá deginum áður vegna veðurs en þar áður hafði leiknum verið frestað 25. febrú­ ar. Haukakonur sigruðu í leiknum 74:67 en skammt var stórra högga milli í vikunni hjá Snæfellskonum sem sigruðu Val síðastliðið mið­ vikudagskvöld 86:70. Leikurinn var flautaður á í há­ deginu á sunnudaginn. Haukakon­ ur voru lengi að taka við sér eft­ ir ferðalagið og eftir að hafa vakn­ að snemma. Staðan eftir fyrsta fjórð­ ung var 23:14 fyrir Snæfell. Áfram voru heimastúlkur með frumkvæðið í leiknum og voru yfir í hálfleik 43:34. Hlutirnir fóru að gerast hjá gestun­ um snemma í seinni hálfleiknum. Í stöðunni 47:37 fyrir Snæfell gerðu Hakar 11:0 áhlaup og komust yfir 48:47. Þær voru yfir fyrir lokafjórð­ unginn 54:53. Jafnt var næstu mín­ úturnar en í stöðunni 59:59 komust Haukar í tíu stiga forystu 73:63 og þá var reyndar ekki mikið eftir af leikn­ um því lokatölur voru eins og áður segir, 74:67. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy með 20 stig og 11fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, tók 8 fráköst og átti 7 stoðsend­ ingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 11 stig, Berglind Gunnars­ dóttir 7, Helga Hjördís Björgvins­ dóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdótt­ ir og María Björnsdóttir 4 stig hvor og Rebekka Rán Karlsdóttir 2. Snæfell er enn með fjögurra stiga forskot á Keflavík á toppi deildarinn­ ar. Í næstu umferð verður stórleik­ ur og toppslagur í Hólminum þegar Keflavíkurstúlkur koma í heimsókn á laugardaginn. þá/ Ljósm. sá. Haukar rufu sigurgöngu Snæfellskvenna Karlalið Snæfells náði að knýja fram sigur á Grindvíkingum þegar liðin mættust í lokaumferð Dominos­ deildarinnar í Stykkishólmi síðast­ liðið fimmtudagskvöld. Um hörku­ leik var að ræða sem endaði með tveggja stiga sigri Snæfells; 91:89. Snæfell endaði með 18 stig í níunda sæti deildarinnar. Þetta var kveðju­ leikur leikmannsins Pálma Freys Sigurgeirssonar, hins reynda spilara, en hann er orðinn 37 ára gamall og á að baki langan feril í körfuboltan­ um. Pálmi hefur leikið með Snæfelli frá 2010 og hafði þar á undan spilað tvö tímabil með félaginu. Lengst af lék hann með Breiðabliki og KR. Gestirnir frá Grindavík byrj­ uðu betur í leiknum og voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 19:18. Snæfellingar náðu sér á strik strax í byrjun annars leikhluta og voru ellefu stigum yfir í hálfleik 51:40. Sami munur var fyrir lokafjórð­ unginn en þegar leið á hann gerðu Grindvíkingar áhlaup og náðu að minnka muninn niður í tvö stig, 78:80. Snæfell náði aftur að rífa sig burtu en gestirnir náðu síðan aftur að minnka muninn í tvö stig í blá­ lokin. Lokastaðan eins og áður seg­ ir 91:89 fyrir Snæfell. Chris Wo­ ods skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og varði þrjú skot, Sigurður Á Þor­ valdsson skoraði 17 stig og tók 10 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 16 stig, Austin Bracey 11, Stefán Karel Torfason 11 stig og 12 fráköst, Snjólfur Björnsson 7 stig og Sveinn Arnar Davíðsson 2. þá/ Ljósm. sá. Snæfellingar kvöddu með sigurleik Skallagrímsmenn réðu ekki við Tindastól Skallagrímur fékk Tinda­ stól í heimsókn í loka­ umferð Dominosdeild­ arinnar á fimmtudags­ kvöldið. Þrátt fyrir að tapa 91:101 kvöddu Skallagrímsmenn deild­ ina með ágætum leik. Skallagrím­ ur endaði í neðsta sæti deildarinn­ ar með átta stig, tveimur minna en Fjölnir en bæði lið leika í fyrstu deildinni næsta vetur. Skallagrímsmenn byrjuðu ágæt­ lega í leiknum en Tindastólsmenn náðu þó fljótt yfirhöndinni og voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 23:29. Gestirnir voru áfram með frumkvæðið en munurinn aldrei mikill. Fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik 52:56. Sveiflur voru í leiknum í seinni hálfleiknum, Tindastólsmenn komust í tíu stiga mun en Skallagrímur gerði áhlaup og minnkaði muninn í tvö stig 68:70 og síðan í eins stigs mun 73:74. Fimm stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn 76:81 fyrir Tindastól. Sauðkrækingarnir virt­ ust síðan eiga meira eftir á tankinum og innbyrtu öruggan sigur 101:91. Páll Axel Vilbergsson átti mjög góð­ an leik fyrir Skallagrím, skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 19 stig, Sig­ tryggur Arnar Björnsson 15 og átti 6 stoðsendingar, Trausti Eiríksson skoraði 6 stig og tók 6 fráköst, Eg­ ill Egilsson 7 stig, Davíð Ásgeirsson 5, Daði Berg Grétarsson 4 og Davíð Guðmundsson 3. þá Kári sigraði á fotbolti.net mótinu Knattspyrnumenn í Kára á Akranesi mættu KB í úrslitaleik í fotbolti.net mótinu sem lauk fyrr í þessum mán­ uði. Átta lið tóku þátt í mótinu sem var fyrsta mót fotbolti.net í c­deild, en í mótinu tóku þátt nokkur af sterkustu fjórðu deildarliðum lands­ ins og nokkur sterk þriðju deildarlið. Káramenn kláruðu sinn riðil nokkuð örugglega og voru búnir að trygga sér toppsætið eftir aðeins tvo leiki og í leiðinni sæti í úrslitaleiknum. Ljóst var í upphafi leiks að bæði lið voru mætt til að vinna bikarinn eftir­ sótta og voru bæði lið vel mönnuð og í fínu formi. Káramenn voru nokkuð meira með boltann í fyrri hálfleik, en KB beitti mjög hættulegum skyndi­ sóknum. Úr einni skyndisókninni skoruðu KB fyrsta mark leiksins eft­ ir klaufagang Káramanna og staðan 0­1, en Kwami Obaion Silva Santos skoraði mark KB. Káramenn héldu áfram að reyna að jafna fyrir hálfleik og þrátt fyrir nokkrar góðar tilraun­ ir þá tókst það ekki og staðan 0­1 KB í vil í hálfleik. Það var ljóst að ræða Sigurðar Jónssonar þjálfara Kára­ manna hafði sitt að segja í hálfleik því eftir hlé mættu Káramenn mun beittari en áður til leiks og seinni hálfleikur var ekki nemar nokk­ urra mínútna gamall þegar Fjalar Örn Sigurðsson jafnaði fyrir Kára­ menn með góðu marki. Ekki leið á löngu þar til Káramenn náðu forystu í leiknum, en þá tók hægri bakvörð­ urinn Arnar Freyr Sigurðsson góða rispu og skoraði stórglæsilegt mark fyrir utan teig efst upp í fjær hornið, algjörlega óverjandi fyrir markvörð KB. Káramenn héldu svo áfram að sækja á meðan KB virtist gefa sold­ ið eftir. Káramenn gerðu svo endan­ lega út um leikinn um miðjan seinni hálfleikinn þegar Aron Þorbjörnsson sem var nýkominn inná sem vara­ maður skoraði úr sinni fyrstu send­ ingu. Niðurstaðan sanngjarn 3­1 sig­ ur Káramanna gegn sterku liði KB og fyrsti bikar félagsins staðreynd. sgh Kári bar sigur úr býtum í fotbolti.net mótinu. Fyrir skemmstu var haldinn stofn­ fundur Klifurfélags Akraness. Í stjórn voru kosin þau Kjartan Þor­ steinsson, Sigrún Þorgergsdóttir og Ágúst Heimisson. Félagið stefn­ ir að því að sækja formlega um að­ ild að Íþróttabandalagi Akraness og keppa undir merkjum ÍA. Fram­ undan hjá Klifurfélaginu er helgar­ ferð, ásamt klifrurum úr Reykjavík­ ur. Farið verður til Dalvíkur þar sem æft verður í félagsheimilinu Víkur­ röst en þar leynist einn af mörgum klifurveggjum landsins. Sunnudaginn 8. mars síðastliðinn fór síðasta mótið í Íslandsmeistara­ mótaröðinni í klifri fram. Var það haldið í Klifurhúsinu í Reykjavík. Fimm þátttakendur tóku þátt frá Klifurfélagi Akraness; Gyða, Hjalti, Helga Rós og Sylvía klifruðu í yngsta flokki (8­10 ára) og Ástrós Elísabet klifraði í 11­12 ára flokki. „Mótið var með erfiðara móti í þetta skipt­ ið en mikið um skemmtilegar klif­ urleiðir þar sem miklar framkvæmd­ ir hafa staðið yfir og klifursvæðið í húsinu stöðugt að stækka. Að loknu móti fengu allir þátttakendur verð­ launapening fyrir þátttöku. Ástrós Elísabet varð í öðru sæti í sínum flokki eftir samanlögð stig úr fjórum mótum vetrarins og er það glæsileg­ ur árangur,“ segir Þórður Sævarsson hjá Klifurfélagi Akraness. mm Klifurfélagið mun sækja um aðild að ÍA Silfurverðlaunahafinn frá mótinu í Klifurhúsinu, Ástrós Elísabet.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.