Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Page 55

Skessuhorn - 18.03.2015, Page 55
55MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA F ÍT O N / S ÍA Bikarmeistarar frá Akranesi Um helgina fór fram á Selfossi bik­ armót Fimleikasambands Íslands. Fimleikafélag Akranes sendi eitt lið til keppninnar, í mestaraflokki b stúlkna, sem mun vera þriðji flokk­ ur samkvæmt gamla kerfinu að sögn Marenar Óskar Elísdóttur þjálf­ ara liðsins. Skagastúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og áttu glæsilegan dag. Þær stóðu að lokum uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki b og hömpuðu bikarmeistaratitli. Stúlk­ urnar munu síðan keppa á Íslands­ móti í maímánuði væntanlega ásamt fleiri flokkum frá FIMA, en á fimmta hundrað iðkendur hafa verið hjá fé­ laginu síðustu árin. þá Bikarmeistarar í meistaraflokki b, lið FIMA frá Akranesi. Unglingasveit Keilufélags Akra­ ness hampaði Íslandsmeistaratitli í sveitakeppni í keilu um helgina. Úrslitakeppni í sveitakeppni ung­ linga fór fram í Egilshöll á sunnu­ dag. Eftir fimm mót í vetur voru fjórar sveitir eftir sem kepptu til úr­ slita, þar af tvær sveitir frá Keilu­ félagi Akraness. ÍA I keppti við sveit Keilufélags Reykjavíkur og sigraði. ÍA II tapaði hins vegar fyrir ÍR. Það voru því ÍA I og ÍR sem kepptu til úrslita og voru það Skagamennirn­ ir sem stóðu uppi sem sigurvegar­ ar. Í sveit ÍA I voru Jóhann Atlason, Ólafur Sveinn Ólafsson og Arnar Daði Sigurðsson. Þeir eru lengst til vinstri á myndinni en auk þeirra fé­ lagar í sveit ÍA II, þeir Sæþór Guð­ mundsson, Daníel Trausti Hösk­ uldsson og Ásgeir Darri Gunnars­ son. þá Skagaunglingar Íslands- meistarar í keilu Þar kom að því að löng sigurganga Snæfellskvenna var rofin í Dom­ inosdeild kvenna í körfubolta. Það gerðu Haukakonur þegar þær mættu í Hólminn á sunnudaginn í tvífrestuðum leik frá deginum áður vegna veðurs en þar áður hafði leiknum verið frestað 25. febrú­ ar. Haukakonur sigruðu í leiknum 74:67 en skammt var stórra högga milli í vikunni hjá Snæfellskonum sem sigruðu Val síðastliðið mið­ vikudagskvöld 86:70. Leikurinn var flautaður á í há­ deginu á sunnudaginn. Haukakon­ ur voru lengi að taka við sér eft­ ir ferðalagið og eftir að hafa vakn­ að snemma. Staðan eftir fyrsta fjórð­ ung var 23:14 fyrir Snæfell. Áfram voru heimastúlkur með frumkvæðið í leiknum og voru yfir í hálfleik 43:34. Hlutirnir fóru að gerast hjá gestun­ um snemma í seinni hálfleiknum. Í stöðunni 47:37 fyrir Snæfell gerðu Hakar 11:0 áhlaup og komust yfir 48:47. Þær voru yfir fyrir lokafjórð­ unginn 54:53. Jafnt var næstu mín­ úturnar en í stöðunni 59:59 komust Haukar í tíu stiga forystu 73:63 og þá var reyndar ekki mikið eftir af leikn­ um því lokatölur voru eins og áður segir, 74:67. Hjá Snæfelli var Kristen McCarthy með 20 stig og 11fráköst, Hildur Sigurðardóttir skoraði 14 stig, tók 8 fráköst og átti 7 stoðsend­ ingar, Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 11 stig, Berglind Gunnars­ dóttir 7, Helga Hjördís Björgvins­ dóttir 5, Hugrún Eva Valdimarsdótt­ ir og María Björnsdóttir 4 stig hvor og Rebekka Rán Karlsdóttir 2. Snæfell er enn með fjögurra stiga forskot á Keflavík á toppi deildarinn­ ar. Í næstu umferð verður stórleik­ ur og toppslagur í Hólminum þegar Keflavíkurstúlkur koma í heimsókn á laugardaginn. þá/ Ljósm. sá. Haukar rufu sigurgöngu Snæfellskvenna Karlalið Snæfells náði að knýja fram sigur á Grindvíkingum þegar liðin mættust í lokaumferð Dominos­ deildarinnar í Stykkishólmi síðast­ liðið fimmtudagskvöld. Um hörku­ leik var að ræða sem endaði með tveggja stiga sigri Snæfells; 91:89. Snæfell endaði með 18 stig í níunda sæti deildarinnar. Þetta var kveðju­ leikur leikmannsins Pálma Freys Sigurgeirssonar, hins reynda spilara, en hann er orðinn 37 ára gamall og á að baki langan feril í körfuboltan­ um. Pálmi hefur leikið með Snæfelli frá 2010 og hafði þar á undan spilað tvö tímabil með félaginu. Lengst af lék hann með Breiðabliki og KR. Gestirnir frá Grindavík byrj­ uðu betur í leiknum og voru einu stigi yfir eftir fyrsta leikhluta 19:18. Snæfellingar náðu sér á strik strax í byrjun annars leikhluta og voru ellefu stigum yfir í hálfleik 51:40. Sami munur var fyrir lokafjórð­ unginn en þegar leið á hann gerðu Grindvíkingar áhlaup og náðu að minnka muninn niður í tvö stig, 78:80. Snæfell náði aftur að rífa sig burtu en gestirnir náðu síðan aftur að minnka muninn í tvö stig í blá­ lokin. Lokastaðan eins og áður seg­ ir 91:89 fyrir Snæfell. Chris Wo­ ods skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og varði þrjú skot, Sigurður Á Þor­ valdsson skoraði 17 stig og tók 10 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 16 stig, Austin Bracey 11, Stefán Karel Torfason 11 stig og 12 fráköst, Snjólfur Björnsson 7 stig og Sveinn Arnar Davíðsson 2. þá/ Ljósm. sá. Snæfellingar kvöddu með sigurleik Skallagrímsmenn réðu ekki við Tindastól Skallagrímur fékk Tinda­ stól í heimsókn í loka­ umferð Dominosdeild­ arinnar á fimmtudags­ kvöldið. Þrátt fyrir að tapa 91:101 kvöddu Skallagrímsmenn deild­ ina með ágætum leik. Skallagrím­ ur endaði í neðsta sæti deildarinn­ ar með átta stig, tveimur minna en Fjölnir en bæði lið leika í fyrstu deildinni næsta vetur. Skallagrímsmenn byrjuðu ágæt­ lega í leiknum en Tindastólsmenn náðu þó fljótt yfirhöndinni og voru sex stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 23:29. Gestirnir voru áfram með frumkvæðið en munurinn aldrei mikill. Fjórum stigum munaði á liðunum í hálfleik 52:56. Sveiflur voru í leiknum í seinni hálfleiknum, Tindastólsmenn komust í tíu stiga mun en Skallagrímur gerði áhlaup og minnkaði muninn í tvö stig 68:70 og síðan í eins stigs mun 73:74. Fimm stigum munaði á liðunum fyrir lokafjórðunginn 76:81 fyrir Tindastól. Sauðkrækingarnir virt­ ust síðan eiga meira eftir á tankinum og innbyrtu öruggan sigur 101:91. Páll Axel Vilbergsson átti mjög góð­ an leik fyrir Skallagrím, skoraði 30 stig og hirti 8 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson skoraði 19 stig, Sig­ tryggur Arnar Björnsson 15 og átti 6 stoðsendingar, Trausti Eiríksson skoraði 6 stig og tók 6 fráköst, Eg­ ill Egilsson 7 stig, Davíð Ásgeirsson 5, Daði Berg Grétarsson 4 og Davíð Guðmundsson 3. þá Kári sigraði á fotbolti.net mótinu Knattspyrnumenn í Kára á Akranesi mættu KB í úrslitaleik í fotbolti.net mótinu sem lauk fyrr í þessum mán­ uði. Átta lið tóku þátt í mótinu sem var fyrsta mót fotbolti.net í c­deild, en í mótinu tóku þátt nokkur af sterkustu fjórðu deildarliðum lands­ ins og nokkur sterk þriðju deildarlið. Káramenn kláruðu sinn riðil nokkuð örugglega og voru búnir að trygga sér toppsætið eftir aðeins tvo leiki og í leiðinni sæti í úrslitaleiknum. Ljóst var í upphafi leiks að bæði lið voru mætt til að vinna bikarinn eftir­ sótta og voru bæði lið vel mönnuð og í fínu formi. Káramenn voru nokkuð meira með boltann í fyrri hálfleik, en KB beitti mjög hættulegum skyndi­ sóknum. Úr einni skyndisókninni skoruðu KB fyrsta mark leiksins eft­ ir klaufagang Káramanna og staðan 0­1, en Kwami Obaion Silva Santos skoraði mark KB. Káramenn héldu áfram að reyna að jafna fyrir hálfleik og þrátt fyrir nokkrar góðar tilraun­ ir þá tókst það ekki og staðan 0­1 KB í vil í hálfleik. Það var ljóst að ræða Sigurðar Jónssonar þjálfara Kára­ manna hafði sitt að segja í hálfleik því eftir hlé mættu Káramenn mun beittari en áður til leiks og seinni hálfleikur var ekki nemar nokk­ urra mínútna gamall þegar Fjalar Örn Sigurðsson jafnaði fyrir Kára­ menn með góðu marki. Ekki leið á löngu þar til Káramenn náðu forystu í leiknum, en þá tók hægri bakvörð­ urinn Arnar Freyr Sigurðsson góða rispu og skoraði stórglæsilegt mark fyrir utan teig efst upp í fjær hornið, algjörlega óverjandi fyrir markvörð KB. Káramenn héldu svo áfram að sækja á meðan KB virtist gefa sold­ ið eftir. Káramenn gerðu svo endan­ lega út um leikinn um miðjan seinni hálfleikinn þegar Aron Þorbjörnsson sem var nýkominn inná sem vara­ maður skoraði úr sinni fyrstu send­ ingu. Niðurstaðan sanngjarn 3­1 sig­ ur Káramanna gegn sterku liði KB og fyrsti bikar félagsins staðreynd. sgh Kári bar sigur úr býtum í fotbolti.net mótinu. Fyrir skemmstu var haldinn stofn­ fundur Klifurfélags Akraness. Í stjórn voru kosin þau Kjartan Þor­ steinsson, Sigrún Þorgergsdóttir og Ágúst Heimisson. Félagið stefn­ ir að því að sækja formlega um að­ ild að Íþróttabandalagi Akraness og keppa undir merkjum ÍA. Fram­ undan hjá Klifurfélaginu er helgar­ ferð, ásamt klifrurum úr Reykjavík­ ur. Farið verður til Dalvíkur þar sem æft verður í félagsheimilinu Víkur­ röst en þar leynist einn af mörgum klifurveggjum landsins. Sunnudaginn 8. mars síðastliðinn fór síðasta mótið í Íslandsmeistara­ mótaröðinni í klifri fram. Var það haldið í Klifurhúsinu í Reykjavík. Fimm þátttakendur tóku þátt frá Klifurfélagi Akraness; Gyða, Hjalti, Helga Rós og Sylvía klifruðu í yngsta flokki (8­10 ára) og Ástrós Elísabet klifraði í 11­12 ára flokki. „Mótið var með erfiðara móti í þetta skipt­ ið en mikið um skemmtilegar klif­ urleiðir þar sem miklar framkvæmd­ ir hafa staðið yfir og klifursvæðið í húsinu stöðugt að stækka. Að loknu móti fengu allir þátttakendur verð­ launapening fyrir þátttöku. Ástrós Elísabet varð í öðru sæti í sínum flokki eftir samanlögð stig úr fjórum mótum vetrarins og er það glæsileg­ ur árangur,“ segir Þórður Sævarsson hjá Klifurfélagi Akraness. mm Klifurfélagið mun sækja um aðild að ÍA Silfurverðlaunahafinn frá mótinu í Klifurhúsinu, Ástrós Elísabet.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.