Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Illviðri setur mark á umferðartölur VESTURLAND: Öku­ tækjum um Hvalfjarðargöng fækkaði um 5.700 frá febrúar 2014 til sama mánaðar 2015 eða um 4,8%. Á vef Spal­ ar segir að nærtækasta skýr­ ingin sé auðvitað sú að djúp­ ar læg ðir, sem koma á færi­ bandi til landsins, svipti veg­ farendum ferðaveðrinu aftur og aftur. Það birtist ljóslega í umferðartölunum. Vega­ gerðin mældi samdrátt upp á nánast sama hlutfall á hring­ veginum í febrúar eða um 5%. Þar á bæ þarf að leita til ársins 2010 til að finna álíka samdrátt í þessum til­ tekna mánuði frá fyrra ári. Samdrátturinn var mestur á Suðurlandi en umferð jókst hins vegar á Norðurlandi og Austurlandi. -þá Sitja eftir í sam- göngumálum BORGARBYGGÐ: Á fundi sveitarstjórnar Borgar­ byggðar síðastliðinn fimmtu­ dag var samþykkt ályktun um samgöngumál. Sveitar­ stjórn Borgarbyggðar leggur áherslu á að auknu fjármagni verði veitt í bundið slitlag á tengivegi og að hafnar verði framkvæmdir til uppbygging­ ar og viðhalds vega í sveitum héraðsins. Í ályktuninni seg­ ir að það sé orðið mjög að­ kallandi að tryggja greiðari samgöngur íbúa með tilliti til aukinna atvinnutækifæra og þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem framundan er. „Borgarbyggð er eitt víð­ feðmasta sveitarfélag lands­ ins en tengivegir í Borgar­ byggð eru samtals 263,4 km. Ef litið er til heildartalna yfir bundið slitlag í stoðvega­ kerfi landsins þá sýna tölur að einungis 4% af þessu slit­ lagi er í Borgarbyggð, eða 12 km. Þetta telur sveitar­ félagið ekki ásættanlegt en uppbygging tengivega hef­ ur ávallt verið forgangsmál í sveitunum og talin forsenda stækkunar atvinnusvæða og bættra búsetuskilyrða. –þá Arason í banastuði BORGARFJ: Einmennings­ keppni Briddsfélags Borg­ arfjarðar hófst á mánudags­ kvöldið. 27 spilarar mættu til leiks svo úr varð ein yfir­ seta sem flakkaði um salinn. Guðmundur Arason á titil að verja og hann gerði mönnum ljóst að bikarinn yrði ekki lát­ inn af hendi refjalaust. End­ aði Guðmundur langefst­ ur með rúmlega 65% skor. Kópa­Jón varð annar með ríflega 61% í vasanum og Sveinbjörn skoraði 56,3% líkt og Ingólfur og deildu þeir því þriðja sætinu. Lár­ us varð svo fimmti með slétt 56%. Mótinu verður fram­ haldið að viku liðinni og ljóst að menn verða að bæta sig ef bikarinn á að hafa vistaskipti. Allir eru velkomnir. -ij Sólmyrkvi verður á föstudaginn. Skessu- horn minnir fólk á að nota skilyrðislaust sérstök sólmyrkvagleraugu ætli það og geti horft til sólar. Annað getur valdið varanlegum augnskaða. Vísað er einn- ig í grein Guðrúnar Guðmundsdóttur augnlæknis hér aftarlega í blaðinu. Minni veðursveiflur virðast í kortunum næsta daga en verið hafa að undan- förnu. Á fimmtudag er spáð austlæg- um strekkingi og rigningu eða slyddu sunnan- og vestan til en heldur kald- ara fyrir norðan og austan með snjó- komu eða slyddu. Á föstudag er spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt og þurru á flestum svæðum landsins en bætir í vind vestan til um kvöldið með rigningu eða slyddu. Á laugardag er út- lit fyrir stinningskalda að suðri og rign- ingu eða súld einkum sunnan- og vest- an til. Útlit er fyrir sömu átt og vindstyrk á sunnudag en þá kólni aðeins með élj- um á sunnan- og vestanverðu landinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hefur tíðarfarið áhrif á geðslag þitt?“ Samkvæmt svörunum virðist svo vera. „Já mjög mikil“ sögðu 21,6% og „já einhver“ 36,8%. „Nei engin áhrif“ var svar 34,6% en 7% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Hyggur þú á utanlandsferð á þessu ári? Frábærar söngkonur af Vesturlandi taka nú þátt í hæfileikakeppninni „Ísland got talent“ á Stöð2. Alda Dís Arnardóttir frá Hellissandi kom, sá og sigraði í keppni síðastliðið sunnudagskvöld, en næsta sunnudag keppir Margrét Saga Gunn- arsdóttir frá Akranesi. Þær eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Almannavarnanefnd í Snæ­ fellsbæ kom saman til fundar síð­ astliðinn fimmtudag vegna yfir­ vofandi snjóflóðahættu ofan við Engihlíð í Ólafsvík. Tekin var ákvörðun um að rýma tvær neðri hæðir í efstu íbúðablokkinni við Engihlíð og einnig heilsugæslu­ stöðina en þessar tvær bygging­ ar standa efst á þessum stað í kauptúninu. Snjór var þá kom­ Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam­ þykkti á fundi 12. mars síðastlið­ inn að ráða Guðrúnu S. Hilmis­ dóttur í starf sviðsstjóra umhverf­ is­ og skipulagssviðs. 23 umsækj­ endur voru um starfið. Guðrún er byggingaverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og Danmarks Tekniske Universitet. Hún hef­ ur víðtæka reynslu af stjórnun og verkfræðistörfum. Guðrún hef­ ur undanfarin ár starfað sem verk­ efnisstjóri hjá umhverfis­ og skipu­ lagssviði Reykjavíkurborgar en vann áður hjá bæði Eski verkfræði­ stofu og Hönnun. Þá starfaði hún í nokkur ár hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við umhverfismál sveitarfélaga og menntamálaráðu­ neytinu en þar vann hún m.a. að verkefnum sem sneru að kostnað­ arþátttöku ríkisins vegna byggingu grunnskóla. Guðrún þekkir sveitar­ félagið Borgarbyggð vel en hún bjó um tíma í Borgarnesi. þá Tveir hópferðabílar fuku og lentu utan vegar í óveðrinu sem geisaði um landið vestanvert á föstudaginn. Skömmu fyrir klukkan tvö fauk lít­ il rúta út af veginum til móts við Höfðasel á Akranesi, Æðarodda­ megin. Ökumaður var einn í bíln­ um, kenndi eymsla og var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akra­ nesi. Klukkan 14:18 fauk rúta frá BSA Norðurleið útaf þjóðveginum við Hafnarfjall. Sautján manns voru í bílnum og sluppu allir án meiðsla. Björgunarsveitarmenn í Brák í Borgarnesi ferjuðu fólkið í Borgar­ nes. mm/ Ljósm. mþh Útgerð Arnars ehf. í Stykkishólmi hefur gert samning við Melnes ehf. í Rifi um sölu á Arnari II SH 557 ásamt krókaaflahlutdeild og krókaaflamarki sem bátnum fylgir. Krókaaflamark á yfirstandandi fisk­ veiðiári var tæp 57 tonn af þorski, um 1,2 tonn af ýsu, 1,5 af ufsa, 1,2 tonn af blálöngu og um 600 kíló af öðrum tegundum, alls 60,95 þorsk­ ígildistonn. Með vísan í 3. mgr. 12. greinar laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða var Stykkishólmsbæ boð­ inn forkaupsréttur að Arnari II SH 557. Sturla Böðvarsson bæjar­ stjóri vakti á laugardaginn máls á þessu á vef bæjarins, en benti jafn­ framt á að frestur til að ganga inn í kaupin væri skammur. „Um leið og vakin er athygli á því að bæjar­ stjórn þarf að taka afstöðu til for­ kaupsréttar er upplýsingum kom­ ið á framfæri um þessa fyrirhuguðu sölu bátsins og aflaheimilda sem æskilegt væri að gætu áfram nýst útgerð, fiskvinnslu og starfsmönn­ um hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í Stykkishólmi, sagði Sturla. Óskaði hann eftir viðbrögðum þeirra sem kynnu að vilja nýta sér þann mögu­ leika að ganga inn í fyrirliggjandi samning. Berist tilboð um að ganga inn í kaupin mun Stykkishólmsbær nýta sér forkaupsréttinn. Tilboðum þurfti að skila inn til bæjarins fyrir klukkan 16 í gær, þriðjudaginn 17. mars. Tilboð, ef þau berast, verða síðan tekin fyrir á fundi bæjarráðs á morgun, 19. mars. mm/ Ljósm. af. Guðrún S. Hilmisdóttir. Ráðið í nýtt starf sviðsstjóra hjá Borgarbyggð Vísað til laga um að nýta megi forkaupsrétt á Arnari II SH Andri Heide læknir og Þórarinn Steingrímsson neyðarflutningamaður, en rýma varð heilsugæslustöðina. inn að hluta til yfir snjóflóða­ varnagirðinguna í Tvísteinahlíð. Lítilsháttar hreyfing hafði verið á snjó í hlíðinni en ekkert stórt flóð fallið. Prýðilegt veður var í Ólafsvík á fimmtudaginn, lítils­ háttar hiti og kyrrt. Snjóflóð féll úr Tvísteinahlíð í óveðri veturinn 1995 og stór­ skemmdist þá húsnæði heilsu­ gæslustöðvarinnar. Eftir það var tekin ákvörðun um byggingu varnargirðinganna í Tvísteina­ hlíð en þeim framkvæmdum lauk 2007. af Rútan frá Norðurleið sem fór útaf við Hafnarfjall. Sautján voru í henni og sluppu allir án meiðsla. Tvær rútur fóru illa í óhöppum á föstudaginn Hús voru rýmd vegna snjóflóðahættu í Ólafsvík Rútan sem fauk við Höfðasel á Akranesi er illa farin og líklega ónýt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.