Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 2

Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 2
2 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Illviðri setur mark á umferðartölur VESTURLAND: Öku­ tækjum um Hvalfjarðargöng fækkaði um 5.700 frá febrúar 2014 til sama mánaðar 2015 eða um 4,8%. Á vef Spal­ ar segir að nærtækasta skýr­ ingin sé auðvitað sú að djúp­ ar læg ðir, sem koma á færi­ bandi til landsins, svipti veg­ farendum ferðaveðrinu aftur og aftur. Það birtist ljóslega í umferðartölunum. Vega­ gerðin mældi samdrátt upp á nánast sama hlutfall á hring­ veginum í febrúar eða um 5%. Þar á bæ þarf að leita til ársins 2010 til að finna álíka samdrátt í þessum til­ tekna mánuði frá fyrra ári. Samdrátturinn var mestur á Suðurlandi en umferð jókst hins vegar á Norðurlandi og Austurlandi. -þá Sitja eftir í sam- göngumálum BORGARBYGGÐ: Á fundi sveitarstjórnar Borgar­ byggðar síðastliðinn fimmtu­ dag var samþykkt ályktun um samgöngumál. Sveitar­ stjórn Borgarbyggðar leggur áherslu á að auknu fjármagni verði veitt í bundið slitlag á tengivegi og að hafnar verði framkvæmdir til uppbygging­ ar og viðhalds vega í sveitum héraðsins. Í ályktuninni seg­ ir að það sé orðið mjög að­ kallandi að tryggja greiðari samgöngur íbúa með tilliti til aukinna atvinnutækifæra og þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem framundan er. „Borgarbyggð er eitt víð­ feðmasta sveitarfélag lands­ ins en tengivegir í Borgar­ byggð eru samtals 263,4 km. Ef litið er til heildartalna yfir bundið slitlag í stoðvega­ kerfi landsins þá sýna tölur að einungis 4% af þessu slit­ lagi er í Borgarbyggð, eða 12 km. Þetta telur sveitar­ félagið ekki ásættanlegt en uppbygging tengivega hef­ ur ávallt verið forgangsmál í sveitunum og talin forsenda stækkunar atvinnusvæða og bættra búsetuskilyrða. –þá Arason í banastuði BORGARFJ: Einmennings­ keppni Briddsfélags Borg­ arfjarðar hófst á mánudags­ kvöldið. 27 spilarar mættu til leiks svo úr varð ein yfir­ seta sem flakkaði um salinn. Guðmundur Arason á titil að verja og hann gerði mönnum ljóst að bikarinn yrði ekki lát­ inn af hendi refjalaust. End­ aði Guðmundur langefst­ ur með rúmlega 65% skor. Kópa­Jón varð annar með ríflega 61% í vasanum og Sveinbjörn skoraði 56,3% líkt og Ingólfur og deildu þeir því þriðja sætinu. Lár­ us varð svo fimmti með slétt 56%. Mótinu verður fram­ haldið að viku liðinni og ljóst að menn verða að bæta sig ef bikarinn á að hafa vistaskipti. Allir eru velkomnir. -ij Sólmyrkvi verður á föstudaginn. Skessu- horn minnir fólk á að nota skilyrðislaust sérstök sólmyrkvagleraugu ætli það og geti horft til sólar. Annað getur valdið varanlegum augnskaða. Vísað er einn- ig í grein Guðrúnar Guðmundsdóttur augnlæknis hér aftarlega í blaðinu. Minni veðursveiflur virðast í kortunum næsta daga en verið hafa að undan- förnu. Á fimmtudag er spáð austlæg- um strekkingi og rigningu eða slyddu sunnan- og vestan til en heldur kald- ara fyrir norðan og austan með snjó- komu eða slyddu. Á föstudag er spáð hægri suðlægri eða breytilegri átt og þurru á flestum svæðum landsins en bætir í vind vestan til um kvöldið með rigningu eða slyddu. Á laugardag er út- lit fyrir stinningskalda að suðri og rign- ingu eða súld einkum sunnan- og vest- an til. Útlit er fyrir sömu átt og vindstyrk á sunnudag en þá kólni aðeins með élj- um á sunnan- og vestanverðu landinu. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns: „Hefur tíðarfarið áhrif á geðslag þitt?“ Samkvæmt svörunum virðist svo vera. „Já mjög mikil“ sögðu 21,6% og „já einhver“ 36,8%. „Nei engin áhrif“ var svar 34,6% en 7% vissu það ekki. Í þessari viku er spurt: Hyggur þú á utanlandsferð á þessu ári? Frábærar söngkonur af Vesturlandi taka nú þátt í hæfileikakeppninni „Ísland got talent“ á Stöð2. Alda Dís Arnardóttir frá Hellissandi kom, sá og sigraði í keppni síðastliðið sunnudagskvöld, en næsta sunnudag keppir Margrét Saga Gunn- arsdóttir frá Akranesi. Þær eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Almannavarnanefnd í Snæ­ fellsbæ kom saman til fundar síð­ astliðinn fimmtudag vegna yfir­ vofandi snjóflóðahættu ofan við Engihlíð í Ólafsvík. Tekin var ákvörðun um að rýma tvær neðri hæðir í efstu íbúðablokkinni við Engihlíð og einnig heilsugæslu­ stöðina en þessar tvær bygging­ ar standa efst á þessum stað í kauptúninu. Snjór var þá kom­ Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam­ þykkti á fundi 12. mars síðastlið­ inn að ráða Guðrúnu S. Hilmis­ dóttur í starf sviðsstjóra umhverf­ is­ og skipulagssviðs. 23 umsækj­ endur voru um starfið. Guðrún er byggingaverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og Danmarks Tekniske Universitet. Hún hef­ ur víðtæka reynslu af stjórnun og verkfræðistörfum. Guðrún hef­ ur undanfarin ár starfað sem verk­ efnisstjóri hjá umhverfis­ og skipu­ lagssviði Reykjavíkurborgar en vann áður hjá bæði Eski verkfræði­ stofu og Hönnun. Þá starfaði hún í nokkur ár hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga við umhverfismál sveitarfélaga og menntamálaráðu­ neytinu en þar vann hún m.a. að verkefnum sem sneru að kostnað­ arþátttöku ríkisins vegna byggingu grunnskóla. Guðrún þekkir sveitar­ félagið Borgarbyggð vel en hún bjó um tíma í Borgarnesi. þá Tveir hópferðabílar fuku og lentu utan vegar í óveðrinu sem geisaði um landið vestanvert á föstudaginn. Skömmu fyrir klukkan tvö fauk lít­ il rúta út af veginum til móts við Höfðasel á Akranesi, Æðarodda­ megin. Ökumaður var einn í bíln­ um, kenndi eymsla og var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahúsið á Akra­ nesi. Klukkan 14:18 fauk rúta frá BSA Norðurleið útaf þjóðveginum við Hafnarfjall. Sautján manns voru í bílnum og sluppu allir án meiðsla. Björgunarsveitarmenn í Brák í Borgarnesi ferjuðu fólkið í Borgar­ nes. mm/ Ljósm. mþh Útgerð Arnars ehf. í Stykkishólmi hefur gert samning við Melnes ehf. í Rifi um sölu á Arnari II SH 557 ásamt krókaaflahlutdeild og krókaaflamarki sem bátnum fylgir. Krókaaflamark á yfirstandandi fisk­ veiðiári var tæp 57 tonn af þorski, um 1,2 tonn af ýsu, 1,5 af ufsa, 1,2 tonn af blálöngu og um 600 kíló af öðrum tegundum, alls 60,95 þorsk­ ígildistonn. Með vísan í 3. mgr. 12. greinar laga nr. 116/2006 um stjórn fiskveiða var Stykkishólmsbæ boð­ inn forkaupsréttur að Arnari II SH 557. Sturla Böðvarsson bæjar­ stjóri vakti á laugardaginn máls á þessu á vef bæjarins, en benti jafn­ framt á að frestur til að ganga inn í kaupin væri skammur. „Um leið og vakin er athygli á því að bæjar­ stjórn þarf að taka afstöðu til for­ kaupsréttar er upplýsingum kom­ ið á framfæri um þessa fyrirhuguðu sölu bátsins og aflaheimilda sem æskilegt væri að gætu áfram nýst útgerð, fiskvinnslu og starfsmönn­ um hjá sjávarútvegsfyrirtækjum í Stykkishólmi, sagði Sturla. Óskaði hann eftir viðbrögðum þeirra sem kynnu að vilja nýta sér þann mögu­ leika að ganga inn í fyrirliggjandi samning. Berist tilboð um að ganga inn í kaupin mun Stykkishólmsbær nýta sér forkaupsréttinn. Tilboðum þurfti að skila inn til bæjarins fyrir klukkan 16 í gær, þriðjudaginn 17. mars. Tilboð, ef þau berast, verða síðan tekin fyrir á fundi bæjarráðs á morgun, 19. mars. mm/ Ljósm. af. Guðrún S. Hilmisdóttir. Ráðið í nýtt starf sviðsstjóra hjá Borgarbyggð Vísað til laga um að nýta megi forkaupsrétt á Arnari II SH Andri Heide læknir og Þórarinn Steingrímsson neyðarflutningamaður, en rýma varð heilsugæslustöðina. inn að hluta til yfir snjóflóða­ varnagirðinguna í Tvísteinahlíð. Lítilsháttar hreyfing hafði verið á snjó í hlíðinni en ekkert stórt flóð fallið. Prýðilegt veður var í Ólafsvík á fimmtudaginn, lítils­ háttar hiti og kyrrt. Snjóflóð féll úr Tvísteinahlíð í óveðri veturinn 1995 og stór­ skemmdist þá húsnæði heilsu­ gæslustöðvarinnar. Eftir það var tekin ákvörðun um byggingu varnargirðinganna í Tvísteina­ hlíð en þeim framkvæmdum lauk 2007. af Rútan frá Norðurleið sem fór útaf við Hafnarfjall. Sautján voru í henni og sluppu allir án meiðsla. Tvær rútur fóru illa í óhöppum á föstudaginn Hús voru rýmd vegna snjóflóðahættu í Ólafsvík Rútan sem fauk við Höfðasel á Akranesi er illa farin og líklega ónýt.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.