Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 49
49MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Félagar í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi héldu upp á 50 ára afmæli klúbbsins í golfskálanum síðastlið­ inn sunnudag. Félagsmenn fögn­ uðu tímamótunum með veislu í golfskálanum við Garðavöll. Við þetta tilefni voru tveir félags­ menn útnefndir heiðursfélagar, þeir Reynir Þorsteinsson og Guð­ mundur Valdimarsson. Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis afhenti heiðursviðurkenningarn­ ar en Guðmundur Sigurbjörns­ son tók við viðurkenningunni fyr­ ir hönd afa síns sem var ekki á landinu. Í ræðu Þórðar Emils kom meðal annars fram að Reynir hefur lagt mikið á vogarskálarnar í starfi Leynis allt frá því hann gerðist félagi árið 1976. Hann var lengi formaður klúbbsins, sat í fram­ kvæmdanefnd um stækkun vallar­ ins í 18 holur og var drifkraftur í barna­ og unglingastarfi klúbbsins eftir að hann hætti stjórnarstörf­ um. Þórður Emil sagði einnig frá því að Guðmundur hefur verið fé­ lagi í Leyni frá árinu 1979 og af­ rek hans í öldungakeppnum at­ hyglisverð. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands var meðal gesta í afmælisfagnaðinum ásamt Herði Þorsteinssyni fram­ kvæmdastjóra GSÍ. Haukur sendi Leynismönnum góðar kveðjur í ræðu sinni og afhenti klúbbnum gjöf í tilefni afmælisins. Haukur sagði meðal annars að það væri til­ hlökkun í herbúðum GSÍ að starfa með Leynismönnum á afmælis­ árinu þar sem hápunktur keppnis­ tímabilsins færi fram á Garðavelli í júlí, sjálft Íslandsmótið í högg­ leik. Framkvæmdasamningur vegna Íslandsmótsins Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Guðmundur Sigvalda­ son framkvæmdastjóri Leynis skrif­ uðu við þetta tilefni undir fram­ kvæmdasamning vegna Íslandsmóts­ ins í golfi. Akraneskaupstaður mun styrkja Leyni á ýmsum sviðum vegna mótsins. Jón Þór Þórðarson, fram­ kvæmdastjóri ÍA flutti einnig góðar kveðjur fyrir hönd Íþróttabandalags Akraness og færði klúbbnum gjöf. Í afmælisfagnaðinum kom fram að það stendur ýmislegt til á afmælis­ árinu hjá Leyni. Á meðal þeirra við­ burða sem verða á dagskrá er afmæl­ ismót sem verður væntanlega fyrsta mót tímabilsins fyrir klúbbmeðlimi. Veglegt afmælisblað verður gefið út í maí. Afmælismót fer fram fyrir sam­ starfsaðila klúbbsins, forsvarsmenn klúbba og styrktaraðila þegar líður á sumarið en Íslandsmótið í högg­ leik verður hápunkturinn á afmæl­ isárinu. Það skal leiðrétt frá frétt í síð­ ustu viku, þar sem farið var yfir brot úr sögu klúbbsins, að fyrsta land­ ið sem golfklúbburinn fékk fyrir völl var fengið frá Garðaprestakalli, ekki Akranesbæ, eins og sagt var. Þá var Sveinn Hálfdánarson fyrsti for­ maður klúbbsins. þá/ Ljósm. Sigurður Elvar Þórólfsson. Fjölmenni í 50 ára afmælisveislu golfklúbbsins Leynis Reynir Þorsteinsson heiðursfélagi og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands var meðal gesta. Regína Ásvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis hand- sala samstarfssamning. Guðmundur Sigurbjörnsson tók við heiðursverðlaunum fyrir hönd afa síns Guð- mundar Valdimarssonar. Börnin á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði og gæslufólk þeirra nýttu sér það síðasta fimmtudag að veðrið var þá nægjanlega gott til að bregða sér í gönguferð. Lítið hef­ ur verið um útiveru síðustu misser­ in sökum rysjóttrar tíðar og því var þessi tilbreyting kærkomin. Þeim munaði ekkert um að stilla sér upp og brosa fyrir ljósmyndara Skessu­ horns, þegar eftir því var leitað, enda einstaklega bóngóðir krakkar og starfsmenn á ferð. tfk Nýta hvert tækifæri til útiveru Markahrókurinn Hjörtur Hjart­ arson var um helgina tekinn inn í frægðarhöll, Hall of Fame, í Aub­ urn háskólanum í Alabama. Hjörtur var við nám í Albama fyrir nokkr­ um árum og var þá afar marksæk­ inn með fótboltaliði skólans eins og hann hefur reyndar verið með öllum þeim liðum sem hann hef­ ur leikið með um tíðina. ,,Þetta var nokkuð skemmtilegt. 31. íþrótta­ maðurinn­ og fyrsti Íslendingurinn sem tekinn er inn í Hall of Fame hjá skólanum,“ sagði Hjörtur á In­ stagram og vefurinn fotbolti.net skýrir frá. ,,Flutti tíu mínútna hjart­ næma ræðu, það var klappað,“ bæt­ ir Hjörtur við á Instagram. Þessi fertugi framherji ætlar ekki að leika áfram með Skagamönnum í sumar eins og síðasta sumar en hann spil­ aði með Augnabliki í C­deild Fót­ bolta.net mótsins á dögunum. þá Hjörtur tekinn inn í frægðar- höll í Alabama Ríkissjóður fær víða að sínar tekjur. Býsna drjúg tekjulind eru ökusekt­ ir sem mældar eru með myndvélum við þjóðvegi landsins. Um þessar mundir eru komnar á fimmta þús­ und slíkar myndatökur á myndavél­ arnar við þjóðvegi landsins frá ára­ mótum. Sem þýðir að tekjur ríkisins í formi sekta frá myndavélum skipta orðið mörgum tugum milljóna á þessum ársfjórðungi. Myndavélarn­ ar við Vesturlandsveg hafa þann­ ig útvegað ríkissjóði umtalsverð­ ar tekjur og því mikilvægt að hafa þessar „sjóðsvélar“ í lagi. Þær gegna líka því mikilvæga hlutverki að halda niður umferðarhraðanum og varla er nokkur vafi á því að þær hafa um tíðina gert mikið gagn í því að auka umferðaröryggi. Verktaki sem hef­ ur það verkefni að halda myndavél­ unum í lagi var einmitt að huga að búnaði myndavélarinnar við Mela­ hverfið í Hvalfjarðarsveit í liðinni viku þegar blaðamaður Skessuhorns átti þar leið um. þá Hugað að sjóðsvélinni Vorið 2104 var stofnaður mynd­ listarhópur í Mosfellsbæ sem fékk nafnið Mosi. Hópinn skipa ellefu manns en allir hafa numið mynd­ list í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar til margra ára. Tilgangur hópsins er að mála saman eitt kvöld í viku, sækja myndlistarviðburði og fá til sín myndlistarkennara á vinnustofu a.m.k. tvisvar á hverju starfsári. Fé­ lagar í hópnum hafa m.a. tekið þátt í samsýningum hjá félagi frístundar­ málara og nemendasýningum í skól­ unum sem þeir lærðu í, síðast vor­ ið 2014 í Listasal Mosfellsbæjar. Núna er verið að undirbúa mynd­ listarsýningu á Akranesi sem opnuð verður laugadaginn 28. mars klukk­ an 14 í Safnahúsi Akraness í Görð­ um. Karlakórinn Mosfellsbræður mun syngja við opnunina. „Allir eru velkomnir á opnunina, en sýningin stendur út aprílmánuð,“ segir í til­ kynningu. mm Mosi opnar sýningu í Görðum á Akranesi Frá vinstri: Smári Jónsson, Ólafur Stefánsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Anna Kristín Einarsdóttir, Gurli Geirsson, Nína Kolbrún Guðmundsdóttir; Elísabet Guðmundsdóttir,Sigríður Hjartardóttir og Þorgerður Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Jóhönnu M. Thorlacius og Baldvin Viðarsson. Samsett mynd úr nokkrum verka Mosa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.