Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Side 49

Skessuhorn - 18.03.2015, Side 49
49MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Félagar í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi héldu upp á 50 ára afmæli klúbbsins í golfskálanum síðastlið­ inn sunnudag. Félagsmenn fögn­ uðu tímamótunum með veislu í golfskálanum við Garðavöll. Við þetta tilefni voru tveir félags­ menn útnefndir heiðursfélagar, þeir Reynir Þorsteinsson og Guð­ mundur Valdimarsson. Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis afhenti heiðursviðurkenningarn­ ar en Guðmundur Sigurbjörns­ son tók við viðurkenningunni fyr­ ir hönd afa síns sem var ekki á landinu. Í ræðu Þórðar Emils kom meðal annars fram að Reynir hefur lagt mikið á vogarskálarnar í starfi Leynis allt frá því hann gerðist félagi árið 1976. Hann var lengi formaður klúbbsins, sat í fram­ kvæmdanefnd um stækkun vallar­ ins í 18 holur og var drifkraftur í barna­ og unglingastarfi klúbbsins eftir að hann hætti stjórnarstörf­ um. Þórður Emil sagði einnig frá því að Guðmundur hefur verið fé­ lagi í Leyni frá árinu 1979 og af­ rek hans í öldungakeppnum at­ hyglisverð. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands var meðal gesta í afmælisfagnaðinum ásamt Herði Þorsteinssyni fram­ kvæmdastjóra GSÍ. Haukur sendi Leynismönnum góðar kveðjur í ræðu sinni og afhenti klúbbnum gjöf í tilefni afmælisins. Haukur sagði meðal annars að það væri til­ hlökkun í herbúðum GSÍ að starfa með Leynismönnum á afmælis­ árinu þar sem hápunktur keppnis­ tímabilsins færi fram á Garðavelli í júlí, sjálft Íslandsmótið í högg­ leik. Framkvæmdasamningur vegna Íslandsmótsins Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Akraness og Guðmundur Sigvalda­ son framkvæmdastjóri Leynis skrif­ uðu við þetta tilefni undir fram­ kvæmdasamning vegna Íslandsmóts­ ins í golfi. Akraneskaupstaður mun styrkja Leyni á ýmsum sviðum vegna mótsins. Jón Þór Þórðarson, fram­ kvæmdastjóri ÍA flutti einnig góðar kveðjur fyrir hönd Íþróttabandalags Akraness og færði klúbbnum gjöf. Í afmælisfagnaðinum kom fram að það stendur ýmislegt til á afmælis­ árinu hjá Leyni. Á meðal þeirra við­ burða sem verða á dagskrá er afmæl­ ismót sem verður væntanlega fyrsta mót tímabilsins fyrir klúbbmeðlimi. Veglegt afmælisblað verður gefið út í maí. Afmælismót fer fram fyrir sam­ starfsaðila klúbbsins, forsvarsmenn klúbba og styrktaraðila þegar líður á sumarið en Íslandsmótið í högg­ leik verður hápunkturinn á afmæl­ isárinu. Það skal leiðrétt frá frétt í síð­ ustu viku, þar sem farið var yfir brot úr sögu klúbbsins, að fyrsta land­ ið sem golfklúbburinn fékk fyrir völl var fengið frá Garðaprestakalli, ekki Akranesbæ, eins og sagt var. Þá var Sveinn Hálfdánarson fyrsti for­ maður klúbbsins. þá/ Ljósm. Sigurður Elvar Þórólfsson. Fjölmenni í 50 ára afmælisveislu golfklúbbsins Leynis Reynir Þorsteinsson heiðursfélagi og Þórður Emil Ólafsson formaður Leynis. Haukur Örn Birgisson forseti Golfsambands Íslands var meðal gesta. Regína Ásvaldsdóttir og Guðmundur Sigvaldason framkvæmdastjóri Leynis hand- sala samstarfssamning. Guðmundur Sigurbjörnsson tók við heiðursverðlaunum fyrir hönd afa síns Guð- mundar Valdimarssonar. Börnin á leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði og gæslufólk þeirra nýttu sér það síðasta fimmtudag að veðrið var þá nægjanlega gott til að bregða sér í gönguferð. Lítið hef­ ur verið um útiveru síðustu misser­ in sökum rysjóttrar tíðar og því var þessi tilbreyting kærkomin. Þeim munaði ekkert um að stilla sér upp og brosa fyrir ljósmyndara Skessu­ horns, þegar eftir því var leitað, enda einstaklega bóngóðir krakkar og starfsmenn á ferð. tfk Nýta hvert tækifæri til útiveru Markahrókurinn Hjörtur Hjart­ arson var um helgina tekinn inn í frægðarhöll, Hall of Fame, í Aub­ urn háskólanum í Alabama. Hjörtur var við nám í Albama fyrir nokkr­ um árum og var þá afar marksæk­ inn með fótboltaliði skólans eins og hann hefur reyndar verið með öllum þeim liðum sem hann hef­ ur leikið með um tíðina. ,,Þetta var nokkuð skemmtilegt. 31. íþrótta­ maðurinn­ og fyrsti Íslendingurinn sem tekinn er inn í Hall of Fame hjá skólanum,“ sagði Hjörtur á In­ stagram og vefurinn fotbolti.net skýrir frá. ,,Flutti tíu mínútna hjart­ næma ræðu, það var klappað,“ bæt­ ir Hjörtur við á Instagram. Þessi fertugi framherji ætlar ekki að leika áfram með Skagamönnum í sumar eins og síðasta sumar en hann spil­ aði með Augnabliki í C­deild Fót­ bolta.net mótsins á dögunum. þá Hjörtur tekinn inn í frægðar- höll í Alabama Ríkissjóður fær víða að sínar tekjur. Býsna drjúg tekjulind eru ökusekt­ ir sem mældar eru með myndvélum við þjóðvegi landsins. Um þessar mundir eru komnar á fimmta þús­ und slíkar myndatökur á myndavél­ arnar við þjóðvegi landsins frá ára­ mótum. Sem þýðir að tekjur ríkisins í formi sekta frá myndavélum skipta orðið mörgum tugum milljóna á þessum ársfjórðungi. Myndavélarn­ ar við Vesturlandsveg hafa þann­ ig útvegað ríkissjóði umtalsverð­ ar tekjur og því mikilvægt að hafa þessar „sjóðsvélar“ í lagi. Þær gegna líka því mikilvæga hlutverki að halda niður umferðarhraðanum og varla er nokkur vafi á því að þær hafa um tíðina gert mikið gagn í því að auka umferðaröryggi. Verktaki sem hef­ ur það verkefni að halda myndavél­ unum í lagi var einmitt að huga að búnaði myndavélarinnar við Mela­ hverfið í Hvalfjarðarsveit í liðinni viku þegar blaðamaður Skessuhorns átti þar leið um. þá Hugað að sjóðsvélinni Vorið 2104 var stofnaður mynd­ listarhópur í Mosfellsbæ sem fékk nafnið Mosi. Hópinn skipa ellefu manns en allir hafa numið mynd­ list í Myndlistarskóla Reykjavíkur og Myndlistarskóla Mosfellsbæjar til margra ára. Tilgangur hópsins er að mála saman eitt kvöld í viku, sækja myndlistarviðburði og fá til sín myndlistarkennara á vinnustofu a.m.k. tvisvar á hverju starfsári. Fé­ lagar í hópnum hafa m.a. tekið þátt í samsýningum hjá félagi frístundar­ málara og nemendasýningum í skól­ unum sem þeir lærðu í, síðast vor­ ið 2014 í Listasal Mosfellsbæjar. Núna er verið að undirbúa mynd­ listarsýningu á Akranesi sem opnuð verður laugadaginn 28. mars klukk­ an 14 í Safnahúsi Akraness í Görð­ um. Karlakórinn Mosfellsbræður mun syngja við opnunina. „Allir eru velkomnir á opnunina, en sýningin stendur út aprílmánuð,“ segir í til­ kynningu. mm Mosi opnar sýningu í Görðum á Akranesi Frá vinstri: Smári Jónsson, Ólafur Stefánsson, Hólmfríður Jóhannesdóttir, Anna Kristín Einarsdóttir, Gurli Geirsson, Nína Kolbrún Guðmundsdóttir; Elísabet Guðmundsdóttir,Sigríður Hjartardóttir og Þorgerður Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Jóhönnu M. Thorlacius og Baldvin Viðarsson. Samsett mynd úr nokkrum verka Mosa.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.