Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 20

Skessuhorn - 18.03.2015, Qupperneq 20
20 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Í fermingarblöðum undanfarinna ára hefur Skessuhorn birt nokk- urs konar gátlista fyrir fermingarundirbúninginn. Það skal þó tekið skýrt fram að hann er settur saman til gamans og einungis hugs- aður til hliðsjónar fyrir þá sem eru að undirbúa fermingarveislur. Útilokað væri að gera tæmandi lista fyrir slíkar athafnir, enda eru aðstæður og áherslur fólks ansi misjafnar. Vonandi nýtist þessi listi þó þeim sem eru óvanir að undirbúa stórveislur. Leigja sal 1. - ef veislan á ekki að vera í heimahúsi. Oft eru margir um hit- una en lítið framboð. Athuga að skoða þarf hvað fylgir með í leiguverði salarins. Glös, diskar, bollar, hnífapör, kaffikönnur, kaffivélar og svo fram- vegis. Einnig er misjafnt hvort þjónusta fylgir með þegar salur er leigður. Boðskort. 2. Ef á að nota boðskort þarf að gefa sér tíma til að búa þau til eða panta. Margir velja að hringja í þá sem bjóða skal til veislunnar. Muna að gera það tímanlega. Þá eru einhverjir farnir að nota boðskorta- kerfi Facebook til að bjóða í fermingarveislur. En þá þarf að athuga að ekki eru allir skráðir á þeim samskiptamiðli. Sálmabók3. . Ef á að gylla þarf lengri fyrirvara. Myndataka.4. Athuga hvort ljósmyndari er á heimaslóðum og svo þarf að panta tíma. Hárgreiðsla.5. Muna að panta tímanlega. Finna skraut í hár, ef á að nota það. Sumar stofur bjóða upp á hárskraut. Ekki gleyma að panta tíma í klippingu fyrir aðra fjölskyldumeðlimi tímanlega fyrir ferminguna. Fermingarfötin6. . Það hefur gerst að jakkaföt í minni stærðum hafa selst upp. Sama gildir í verslunum sem selja stúlknaföt. Vert er að skoða þetta í tíma. Dúkar á borðin.7. Á að nota bréf- eða taudúka? Kannaðu verð, þau geta verið mjög mismunandi. Oft er hægt að leigja taudúka í efnalaugum. Fermingarkerti.8. Ekki nauðsynlegt að láta áletra. Ódýrar lausnir til eins og krossar sem hægt er að festa á falleg kerti. Sama á við um merkingar á kertin, drátthagur er oft til í fjölskyldunni. Þá er hægt að láta prenta út mynd af fermingarbarninu á kertið og líma á með þar til gerðu kertalími sem þolir hita. Servíettur.9. Margir taka mislitar og láta þá ekki prenta á þær. Ef á að prenta þarf að huga að því í tíma. Oft er löng bið ef margar fermingar eru í gangi. Skreytingar.10. Víða er hægt að fá hugmyndir að skemmtilegu skrauti eða kaupa tilbúið. Um að gera að skoða og athuga síðan hvað til er heima. Ef fermt er að vori eða sumri má vel líta í kringum sig í náttúrunni. Skemmtilegar hugmyndir má finna á vefsíðum eins og Pinterest. Gestabók.11. Sumir föndra gestabók, aðrir kaupa hana tilbúna og enn aðr- ir láta gestina skrifa á striga sem hengja má upp til skrauts. Um að gera að láta ímyndunaraflið njóta sín. Veisluföng.12. Gott er að reyna að áætla hversu mikið þarf eftir fjölda gesta. Í mörgum matreiðslubókum er hægt að sjá hvað reikna eigi með miklu á mann, hvort sem um er að ræða kaffibrauð eða mat. Einnig er hægt að fá upplýsingar hjá leiðbeiningarstöð heimilanna. Best er þó að spyrja reynsluboltana ráða, fólkið í fjölskyldunni eða aðra vini. Kökur.13. Hægt er að baka í kistuna og spara stress og stóran útgjalda- pakka í einum bita. Það sama gildir um matinn. Um að gera að kaupa inn smám saman og frysta. Það er ágætt að hafa það bak við eyrað að flestir kaupa eða baka of mikið. Fermingartertan.14. Á að panta eða baka sjálfur? Gott er að ákveða sig tímanlega. Ýmislegt kemur til greina, svo sem kransakaka, rjómaterta, sykurmassa- eða ísterta. Drykkir.15. Ekki gleyma gosinu eða drykkjunum; kaffinu, mjólkinni og sykri í kaffið. Aðstoðarfólk fyrir stóra daginn.16. Mikilvægt er að biðja um aðstoð í undirbúningnum. Ekki er gaman að vera úrvinda úr þreytu og stressi þegar stóri dagurinn rennur upp. Einnig er gott að vera búin að finna einhvern til að aðstoða í fermingarveislunni. Nauðsynlegt svo allir geti notið sín í veislunni sjálfri. Myndir í veislunni. 17. Ekki gleyma að taka myndir í fermingarveislunni. Af fermingarbarninu sjálfu með ættingjum, af gestunum og veisluborðinu. Foreldrar ættu að fá einhvern til að smella af mynd af sér með barninu, það vill gleymast. Njótið dagsins! 18. Maður fermist bara einu sinni. Gátlisti vegna fermingarundirbúnings Segir ungmenni vera á kafi í snjallheimi Rætt um tilgang fermingarfræðslunnar og breytingar á henni undanfarin ár Séra Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholts- prestakalli hefur verið prest- ur frá 2003. Hún var fyrst vígð til Grundarfjarðar og starfaði þar í fimm ár. Tók svo við Stafholtsprestakalli og hefur verið þar í sex ár. Þegar Elínborg er beðin um að lýsa fermingarfræðslunni segir hún: „Það eru miklar tilraunir með fermingarfræðsluna. Fermingarbörnin eru leitandi og ég er endalaust að prófa mig áfram til að mæta þeim á þeim stað sem þau eru á.“ Elínborg heldur áfram: „Fermingarstarfið er mikil áskorun, krakkarnir eru svo klárir og eru mikið að pæla í lífinu og tilverunni á þessum árum. Það er mikil áskorun að takast á við trúmálin með unglingunum, en það er hollt fyrir mig sem prest að vera alltaf á tánum og í sífellri endurskoðun.“ Kristin trú getur gagnast í lífinu Hún segir að markmiðið með ferm­ ingarfræðslunni sé að fá unglingana til að hugsa um trúmál út frá sér sjálf­ um, að kristin trú geti verið gagnleg í lífinu sjálfu. „Að færa þeim verkfæri í hendurnar sem hjálpa þeim að takast á við lífið og siðferðileg álitamál. Svo er verið að kenna þeim að líta í eigin barm, að setja sig í spor annarra og öðlast færni í lífsleikni.“ Fermingar­ fræðslan byrjar að hausti, eftir réttir og er einu sinni í viku, í um það bil tvo tíma í senn. Hún stendur til mars­ loka. Þó er þetta breytilegt eftir ann­ ríki prestsins. Svo er farið í ferming­ arferðalag að Laugum í Sælingsdal og einnig verja fermingarbörnin heilum degi í Reykholti. Þarna eru öll ferm­ ingarbörn í Borgarbyggð, Hvalfjarð­ arsveit og frá Staðarstað á Snæfells­ nesi samankomin. Þeim er skipt upp í hópa og kynnast þannig hvert öðru og öllum prestunum. Í hópavinnunni eru svo tekin fyrir ákveðin þemu sem fjallað um, svo sem kristið táknmál. Margir heimar í gangi Elínborg lýsir breyttu landslagi síð­ an hún var vígð til prests. „Staðan í dag er að krakkarnir eru á kafi í snjall­ heimi. Það eru svo margir heimar í gangi í nútímanum. Netheimar og margmiðlunin, það er svo margt í boði. Það þarf að hjálpa þeim að lifa í þessum heimi og að vera ekki með hugann á mörgum stöðum og ein­ beita sér. Unglingar eru alltaf sjálf­ um sér líkir og að kljást við að stíga skrefið frá því að vera börn yfir í að verða fullorðnir. En heimurinn hefur breyst mjög mikið og möguleikarnir eru jú fleiri en sömuleiðis hætturnar til að týna sér í. Það er allt galopið, ef ég segi þeim ekki að stinga niður sím­ unum, þá væru þau alltaf í netheim­ um. En þau eru opin og spyrja gagn­ rýnna spurninga, fermingarstarfið þarf því að taka mið af því og vera lifandi,“ segir Elínborg. Hún notast því við PowerPoint glærur og netið í fermingarfræðslunni, ásamt spegl­ aðri kennslu. Slík kennsla snýst um að krakkarnir hali niður námsefni á fyrirlestrarformi í gegnum „Podcast“ forrit og komi undirbúnir í ferming­ arfræðsluna. Tímann með krökk­ unum notar Elínborg til umræðna um fyrirlestrarefni sem lagt var fyr­ ir og markmiðið er að ná að vinna úr efninu í hópavinnu og samtali með prestinum. Það er Þjóðkirkjan sem vinnur efnið og setur fram á sérstök­ um fermingarvef kirkjunnar og er því tæknin að ryðja sér til rúms á þess­ um vettvangi sem öðrum. „Tækn­ in kemur inn í fermingarfræðsluna í kringum 2007 til 2008. Þá var farið að nota skjávarpa en áður var tæknin frekar miðuð við að horfa með þeim á kvikmyndir. Það geri ég enn, enda til ógrynni af kristilegu efni sem hjálpar til að miðla sögum af Jesú til krakk­ anna,“ útskýrir Elínborg. Fara í pílagrímagöngu Upplifun unglinganna af fermingar­ fræðslunni skiptir Elínborgu miklu máli og hún situr til borðs með krökk­ unum í hverri fermingarfræðslu. „Það að sitja saman til borðs og eiga sam­ félag við borðið er mjög mikilvægt. Ég geri einnig fleira með krökkun­ um. Við förum til dæmis í pílagríma­ göngu á Stafholtsfjall og í menning­ arferð til Reykjavíkur ásamt foreldr­ um krakkanna. Þar skoðum við hlut­ verk kirkjunnar á ólíkum tímum.“ Hún segir að með því að skoða ólík­ ar kirkjur svo sem gömlu torfkirkjuna frá Silfrastöðum í Skagafirði sem er nú á Árbæjarsafni, og svo Hallgríms­ kirkju, Dómkirkjuna og Alþingi Ís­ lendinga, fái krakkarnir að upplifa og fá tilfinningu fyrir breytilegu hlut­ verki kirkjunnar í samfélaginu. Flestir fermast Aðspurð út í neikvæða umfjöllun um Þjóðkirkjuna á undanförnum árum segir Elínborg: „Mín upplifun er að þetta sé mjög þröngur hópur sem hefur mjög hátt en almennt séð sé fólk frekar jákvætt gagnvart kirkjunni. Það endurspeglast í fjölda þeirra sem eru skráðir í kirkjuna og kristin sam­ félög. Það er einn og einn unglingur sem ekki kemur í fermingarfræðsluna en langflestir eru með. Það er mjög mikið miðað við neikvæða umræðu um Þjóðkirkjuna. En það er engin skylda að fermast þótt þau taki þátt í fermingarfræðslunni. Hún er hugsuð til að kenna unglingunum lífsleikni og gildi kirkjunnar og er skylda Þjóð­ kirkjunnar að veita þessa þjónustu. Þjóðkirkjan tekur hlutverk sitt sem kirkja þjóðarinnar alvarlega og sinnir sínum skyldum.“ Öfgar varhugaverðar Elínborg heldur áfram og segist þekkja til og hafa búið í Frakklandi, þar sem tekin hafa verið skref til að útrýma öllum trúmálum úr opin­ berum skólum og stofnunum. „Hef­ ur það ekki verið gæfuspor. Gyðinga­ hatur sem og múslímahatur er mikið í Frakklandi og alið er á ofstæki, öfg­ um og fordómum í frönsku samfé­ lagi,“ segir Elínborg og er mikið niðri fyrir. „Fræðsla um ólíka menningar­ heima og ólík trúarbrögð er lykillinn að umburðalyndi og fordómaleysi.“ Hún er þeirrar skoðunar að hennar hlutverk sem prests í Þjóðkirkjunni sé að boða umburðarlyndi gagnvart öðrum trúarbrögðum. „Sem betur fer er trúfrelsi í okkar landi og við þurf­ um að styðja það að allir geti dýrkað sinn guð. En allar öfgar eru varhuga­ verðar og því miður eru vantrúaröf­ gar að verða áberandi hér á landi. Við þurfum að gæta okkar á ofsa í okk­ ar samfélagi og fjalla um fordóma al­ mennt. Það er mjög áleitið umræðu­ efni í okkar samtíma.“ Elínborg seg­ ir fordóma alltaf hafa fylgt mannin­ um og nauðsynlegt sé að taka þennan punkt í samtali við krakkana í ferm­ ingarfræðslunni. „Það þarf að hvetja þau til að hafa hugrekki til að skoða sinn eigin hug og líta í eigin barm því þegar fólk telur sér trú um að það sé fordómalaust þá getur það ver­ ið hættuspil og ansi margt grasserað undir niðri,“ segir Elínborg Sturlu­ dóttir að endingu. eha Séra Elínborg Sturludóttir er sóknarprestur í Stafholti. Hún segir að fermingar- fræðslunni sé ætlað að fá unglingana til að hugsa um trúmál út frá þeim sjálfum. Sr. Elínborg í kirkjunni á æskulýðsdeginum 2011, þar sem hún hafði sér til full- tingis vaskan hóp aðstoðarfólks.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.