Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Hvers vegna ætlar þú að fermast? (Spurt í Grundarfirði) Lydia Rós Unnsteinsdóttir. Því að ég trúi á Guð. Áslaug Stella Steinarsdóttir. Ég ætla að játa trú mína með fjölskyldu og vinum. Björg Hermannsdóttir. Ég ætla að játa trú mína. Freyja Líf Ragnarsdóttir. Til að staðfesta trú mína. Emilía Rós Sólbergsdóttir. Vegna þess að mig langar til þess. Til dæmis að fá pakka og gleðjast með fjölskyldu og vin­ um. Spurningin „Vorum með blóm og gullfiska í vösum“ Fermingarföt Eyrúnar voru al­ veg samkvæmt fermingartískunni þetta árið og hún var mjög ánægð með klæðnaðinn. „Ég var í brún­ um kjól, bleikum jakka og bleikum skóm. Við vorum tvær vinkonurn­ ar í næstum því alveg eins fötum.“ Eyrún var með sítt hár þegar hún fermdist og lét lita það í fyrsta sinn fyrir ferminguna. „Á fermingar­ daginn var hárið svo tekið aðeins aftur, greiðslan var mjög látlaus og létt.“ Aðspurð nánar um veisluna segir hún að boðið hafi verið upp á bæði heitan mat og kökur. „Við vorum með tvíréttað, lambalæri og fisk­ rétt. Svo var boðið upp á kökur eft­ ir matinn,“ segir hún. Veislusalur­ inn var skreyttur eftir hugmyndum fermingarbarnsins og valdi Eyrún frekar óhefðbundnar skreyting­ ar. „Við vorum með bleikt og app­ elsínugult þema. Við vorum með blóm í vösum og svo vildi ég hafa gullfiska. Vorum því með stóran glæran vasa á borðinu, háan síval­ ing. Ofan í honum voru gullfisk­ ar og skrautsteinar, þetta var mjög töff. Ég held samt að fiskarnir hafi því miður allir drepist í lok veisl­ unnar,“ segir Eyrún og brosir. Eyrún segist hafa fengið mik­ ið í fermingargjöf. „Ég fékk tölvu frá mömmu og pabba. Svo fékk ég mikið af skartgripum, úr, sængur­ föt og lampa ef ég man rétt. Allt á milli himins og jarðar. Svo fékk ég pening líka. Ég fékk frekar mikið af peningum miðað við margar aðrar stelpur,“ útskýrir Eyrún. Hún seg­ ir fermingarpeningana hafa farið beint inn á sparnaðarbók. „Ég var mjög sparsöm og vildi alls ekki eyða þessu. Ég keypti mér svo sjónvarp og eitthvað fleira þegar ég varð átj­ án ára,“ segir Eyrún Reynisdóttir að endingu. grþ Eyrún Reynisdóttir fermdist árið 2005: Eyrún Reynisdóttir fermdist í Akraneskirkju 10. apríl 2005. Hún segir fermingardaginn hafa verið mjög eftirminnilegan og þótti dagurinn og umstangið í kringum hann skemmti- legt. „Veislan var haldin í félagsheimilinu Miðgarði. Það kom mikið af fólki, rétt tæplega hundrað manns enda á ég mjög stóra fjölskyldu. Þetta var allt saman mjög vel heppnað og fínt, tókst rosalega vel og gekk áfallalaust fyrir sig,“ segir hún þegar hún rifjar upp fermingardaginn fyrir næstum tíu árum. Eyrún í fermingarkirtlinum. Eyrún fékk margar góðar gjafir þegar hún fermdist. „Stór áfangi að komast í tölu fullorðinna“ Jóhanna Kristín segir að það hafi þó heyrt til nýjunga þegar hún fermd­ ist að slíkar athafnir væru í Innra­ Hólmskirkju. „Börnin í Innri Akra­ neshrepp sem þá var og myndaði sókn kirkjunnar, voru alltaf fermd úti á Akranesi. Þetta breyttist ekki fyrr en foreldrar mínir fluttu að Innra­Hólmi og við fjölskyldan öll. Jón Auðunn bróðir minn er ári eldri en ég og elstur okkar systkin­ anna. Hann hafði því fermst árið á undan. Pabba og mömmu var allt­ af mjög annt um hag kirkjunnar á Innra­Hólmi. Þau vildu að Jón bróðir yrði fermdur heima í kirkj­ unni á Innra­Hólmi sem og önn­ ur börn sveitarinnar. Þau beittu sér fyrir því að þar yrði ferming árið 1948. Það varð úr. Síðan hafa börn­ in í sveitinni hafa verið fermd ár­ lega að ég best veit í Innra­Hólms­ kirkju allt fram á þennan dag.“ Fermingarkyrtlar höfðu enn ekki verið teknir upp þegar Jóhanna Kristín fermdist fyrir 66 árum síð­ an. „Á þessum tíma voru allar stúlk­ ur fermdar í hvítum síðum kjólum. Ég fór í hárgreiðslu og fékk hvítt blóm í hárið.“ Ekki var heldur mikið lagt í veisluhöld. „Það voru kaffi og kök­ ur heima á Innra­Hólmi. Gestirn­ ir voru nánustu ættingjar. Í þennan tíma voru fermingarveislur ekki eins mikið vesen og tíðkast oft í dag. Ég fékk svo úr frá mömmu og pabba í fermingargjöf, Passíusálmana, Biblíu og bókina um Pollýönnu. Ég á þetta allt enn í dag. Svo fékk ég veski og eitthvað af aurum sem ég man ekki lengur hvað var mikið. Ég man þó að ég keypti mér skartgripi fyrir eitthvað af því fé. Ég hef allt­ af verið veik fyrir þeim,“ segir Jó­ hanna Kristín og hlær. grþ Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir fermdist árið 1949: „Ég man ekki annað en dagurinn hafi verið ánægjulegur. Veðrið var gott þennan annan dag hvítasunnu, 22. maí 1949. Séra Jón M. Guðjónsson fermdi okkur í Innra-Hólmskirkju, þeirri dásamlegu kirkju. Þetta var stór áfangi í lífinu að kom- ast í tölu fullorðinna,“ segir Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir, fyrrum hjúkrunarfræðingur sem búsett er á Akranesi. Þegar hún fermdist bjó hún á Innra-Hólmi ásamt foreldrum sínum og systkinum. Guðmundur Sigurður Jónsson og Jónína Sigur- rós Gunnarsdóttir bjuggu á jörðinni um áratugaskeið. Innri- Hólmur er einn elsti kirkjustaður landsins. Þar eru heimildir um kirkju allt frá fyrstu árum kristni í landinu. Þessi mynd var tekin við dyr Innra-Hólmskirkju 22. maí 1949. Yst til vinstri er Jón M. Guðjónsson sóknarprestur. Við hlið hans er Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir og svo eru það Nína Ólafsdóttir frá Sólmundarhöfða, Sjöfn Geirdal frá Kirkjubóli og Sigurbjarni Guðnason frá Gerði. Litla stúlkan í kirkjudyrunum er óþekkt. Ljósm. Árni Böðvarsson/Ljósmyndasafn Akraness. Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir fermdist fyrir 66 árum. Fermingarbörn liðinna áratuga í máli og myndum. Framhald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.