Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 41

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 41
41MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Landbúnaðarháskóli Íslands auglýsir eftir áhugasömum aðilum til rekstrar á félags- og veitingaaðstöðunni í gömlu hestaréttinni (stundum nefnt Kollubar) frá og með 1. júní 2015. Megin markmið rekstrarins er að veita samfélagi nemenda og staðarbúa félagsaðstöðu með fjölbreyttri dagskrá sem unnin er í samstarfi við nemendafélagið og fellur vel að skólasamfélaginu. Rekstrinum gætu einnig tengst möguleikar í ferðaþjónustu, menningartengdri starfsemi eða nýsköpunarstarfi. Til greina kemur að víkka út starfsemina til fleiri bygginga gamla Hvanneyrarstaðar (Skólastjórahús og Gamli Skóli, Gamla bútæknihúsið, hvert hús ýmist í heild eða að hluta til) ef fram koma raunhæfar hugmyndir um bætta nýtingu þeirra sem jafnframt sköpuðu skólanum grunn til öflunar leigutekna. Nánari upplýsingar veitir Björn Þorsteinsson rektor s. 433 5000. Áhugasamir um reksturinn sendi inn umsóknir seinast 10. apríl til Kristínar Siemsen (kristin@lbhi.is) ásamt greinargerð með hugmyndum um leiguupphæðir, þróun starfseminnar og mögulega útvíkkun með almenna eflingu gamla Hvanneyrarstaðarins í huga. Umsóknir verða metnar með tilvísun til þess hve vel þær falla að hagsmunum skólans, samfélagi nemenda og staðarins í heild. Rekstur félags- og veitingaaðstöðu á Hvanneyri Aðalfundur Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Hótel Borgarnesi fimmtudaginn 19. mars 2015 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum 1. félagsins. Önnur mál.2. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 6. mars 2015 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 5 FISKELDISSTÖÐ TIL SÖLU Fiskeldisstöðin Laxeyri í Borgarfirði er til sölu. Húsnæði stöðvarinnar er um 1.600 m². Í stöðinni hafa verið framleidd laxaseiði. Stöðin gæti einnig hentað fyrir framleiðslu á blei ju. Frekari upplýsingar veitir Þor ils Torfi Jónsson, framkvæ da- stjóri í síma 669 1100 og torfi@siron.is SKE SS U H O R N 2 01 5 Það er að verða vorlegt um að litast í gróðurhúsunum hjá ylræktarbænd­ unum Einari Pálssyni og Kristjönu Jónsdóttur í Sólbyrgi í Borgarfirði. Þessa dagana eru þau að byrja að tína jarðarber úr klösunum og áætl­ að er að þau verði komin í verslanir í næstu viku. Bændur í Sólbyrgi hafa verið að þróa ræktun við raflýsingu síðustu þrjú árin og síðasta haust var ráðist í mikla fjárfestingu. Raflýsing til ræktunar er nú að mestu kom­ in í stærsta húsið sem er um 3000 fermetrar. Einar í Sólbyrgi segir að markmiðið sé að koma með um fimm tonn af jarðarberjum á mark­ aðinn í hverjum mánuði langt fram á haustið. „Við viljum helst verða með ný jarðarber fyrir næstu jól,“ sagði Einar í samtali við Skessuhorn. Það er að langmestu leyti jarð­ arber sem ræktuð eru yfir vetrar­ tímann í Sólbyrgi og hefur vor­ uppskeran verið að færast fram um mánuð síðustu árin, reyndar um meira en mánuð þetta árið. Ein­ ar segir að í jarðarberjaræktuninni séu þau í grimmri samkeppni við innflutninginn. „Við teljum okk­ ur hafa vinninginn í gæðum, fersk­ leika og hreinleika ræktunarinn­ ar,“ segir Einar. Hann segir að enn sé þó ræktun jarðarberjanna við raflýsingu á tilraunastigi, þar sem þessi aðferð sé óhefðbundin. „Markmiðið er að vera með gæða­ ber utan hefðbundins ræktunar­ tíma á Íslandi,“ segir Einar í Sól­ byrgi. þá Þokkalegur handfæraafli er nú við Akranes. Þorskurinn er víða þar sem hann hefur elt loðnuna upp að ströndinni. „Ég var búinn að vera á línu fyrr í vetur. Þetta er annar róð­ urinn minn eftir að ég skipti yfir á handfærin. Ég var hérna við Suð­ urflös í grennd við Akranes. Afla­ brögðin voru í þokkalegu lagi, ég var með um eitt tonn á fjórar rúll­ ur og var úti í eina átta tíma,“ sagði Gísli Páll Guðjónsson útgerðar­ maður á Blíðfara AK 88 þar sem hann landaði afla sínum á bryggj­ unni á Akranesi á sunnudaginn. Hann hafði skotist út um morg­ uninn þegar lægði eftir storminn mikla sem geisaði á laugardag. „Þetta er ágætur þorskur sem fæst núna hér við Akranes. Fiskur­ inn er að éta loðnu. Hún er kom­ in hér innyfir. Það er mjög miklar lóðningar að sjá. Ég hugsa að loðn­ an sé hér alls staðar við landið og sennilega komin hérna inn á Kross­ víkina rétt utan við hafnarkjaft­ inn. Það er ódýrt að sækja þorsk­ inn núna en lítið upp úr þessu að hafa. Ég er á leigukvóta og lítið sem fellur í minn hlut af þessu,“ sagði Gísli. Afla Blíðfara var ekið í hús Fisk­ markaðar Íslands á Akranesi. Í síð­ ustu viku bárust fregnir af því að nú er hætta á að markaðinum á Akra­ nesi verði lokað vegna þess að lít­ ill fiskafli berst á land á Akranesi. „Mér líst illa á þessi tíðindi. Þetta mun hafa slæmar afleiðingar fyr­ ir smábátaútgerð á Akranesi ef af verður. Sennilega markar þetta endalok hennar hérna í bænum.“ Þegar Gísli var að landa í sunnan rokinu komu fjórir erlendir ferða­ menn, tveir karlar og tvær kon­ ur, aðvífandi á bílaleigubíl. Þeim þótti það mikil firn að sjá ferskan þorsk á bryggjunni og ekta íslensk­ an sjómann sem var að landa. Þau sögðust vera frá Malasíu og fengu að mynda hvert annað með þorsk í höndunum. Gísli Páll sagði þeim að þau mættu eiga fiskinn. Malasísku ferðalangarnir urðu himinlifandi enda sjávarmeti hátt skrifað hjá As­ íubúum. „Við ætlum að elda hann þegar við komum aftur til baka á hótelið,“ sögðu þau. Gísli brosti í kampinn. „Þetta er góð landkynn­ ing að gefa þeim soðningu,“ sagði hann. mþh Ferðafólkið frá Malasíu fékk skemmtilega upplifun og góðar minningar frá Ís- landsheimsókninni þegar þau hittu gjafmi lda trillukarlinn á Skaganum. Margar myndir voru teknar. Ferðamenn fengu í soðið á Akranesi Gísli Páll Guðjónsson landar afla sínum í Akraneshöfn á sunnudaginn. Borgfirsk jarðarber í búðir í næstu viku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.