Skessuhorn


Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 50

Skessuhorn - 18.03.2015, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 2015 Verbúð 11 opnuð við gömlu höfnina í Reykjavík „Aðsóknin hefur verið góð þessa tíu daga sem við erum búin að vera með opið,“ segir Guðmundur Jóns­ son, sem titlaður er rekstrarstjóri nýs veitingastaðar við gömlu höfn­ ina í Reykjavík; Verbúðar 11. Guð­ mundur er sonur hjónanna Guðrún­ ar Gunnarsdóttur frá Steinsstöðum á Akranesi og Jóns Sigurðssonar sjó­ manns, einnig frá Akranesi. Verbúð 11 er fjölskyldufyrirtæki Jóns, Guð­ rúnar og sona þeirra þriggja. Veit­ ingastaðurinn er til húsa í húsnæði Jóns og Guðrúnar í verbúðaþyrp­ ingunni við gömlu höfnina. Jón hefur verið með útgerðar­ og fisk­ vinnslufyrirtækið sitt, Sindrafisk, þar og í sambyggðu húsi, sem er í eigu Faxaflóahafna. Fiskurinn í öndvegi „Við leggjum nánast alla áhersluna á fisk en erum þó með einn kjötrétt á matseðlinum og líka grænmet­ isrétt. Markhópurinn er fólk sem kann að meta góðan fisk. Svo reikna ég með að við bætist kjötmeti eins og til dæmis svartfugl, gæs og önn­ ur villibráð.Við tengjum þetta auð­ vitað mikið grunninum hér og þeirri starfsemi sem hefur verið í húsinu, útgerðinni og fiskverkuninni hjá for­ eldrum mínum, sem við bræðurnir höfum allir tekið þátt í með einum eða öðrum hætti. Svo er ég sjálfur auðvitað mikið fyrir sportveiði, bæði stangveiði og skotveiði, var til dæm­ is að tryggja mér hreindýraveiðileyfi núna. Þannig að heimafengið hrá­ efni verður hér að stórum hluta en auðvitað verðum við að kaupa fisk á markaði líka.“ Guðmundur seg­ ir að ekki verði opið á sunnudögum fyrst um sinn en líklega breytist það þegar líður fram á vorið. Hann seg­ ir rétt dagsins vera í boði í hádeg­ inu sem og á kvöldin. „Við erum ekki með neinn sérstakan barnamat­ seðil heldur bjóðum 12 ára og yngri upp á hálfan skammt af öllum aðal­ réttum fyrir hálfvirði.“ Guðrún seg­ ir að um daginn hafi komið sænsk­ ur hópur með börn með sér og Sví­ arnir hafi verið sérstaklega ánægðir með þetta. Þau voru sammála okk­ ur um það að bjóða beri börnum að­ eins upp á hollan og góðan mat. Ísfirskur yfirkokkur Yfirkokkurinn á Verbúð 11 er Ís­ firðingurinn Gunnar Ingi Elvars­ son. Hann var síðast kokkur á Hótel Rangá auk þess að hafa verið kokkur í Noregi og víðar en námið stund­ aði hann á Ísafirði. Jón segist reikna með að afla hráefnis sjálfur fyrir veitingastaðinn á báti sínum Sindra RE­46, sem er annar tveggja neta­ báta sem gerðir eru út frá Reykja­ vík. „Ég bíð bara eftir að það gefi á sjó, þetta er svoddan ótíð alltaf. Ég hef verið vanur að leggja nokkur net hérna við Kjalarnesið fyrir páskana og þar hefur alltaf verið nægt fisk­ irí. Netin hafa ekki einu sinni legið nóttina. Maður fer út og leggur, fær sér kaffi og dregur svo aftur bunkuð net af stórþorski,“ segir Jón og Guð­ mundur segir mikinn áhuga hjá við­ skiptavinum að sjá hvernig hráefn­ is er aflað. Helst myndu þeir vilja fara út á sjó en einnig fá að fylgjast með fiskinum koma í hús og verkun hans. Ímynd okkar er auðvitað veið­ arnar, vinnslan og að lokum veit­ ingastaðurinn. Guðrún segir alla fjölskylduna hafa komið að útgerð­ inni og vinnslunni í gegnum tíðina. „Strákarnir hafa allir á einhverjum tímapunkti verið á sjó með pabba sínum og unnið hér við verkunina líka ásamt mér.“ Guðrún situr held­ ur ekki auðum höndum við rekst­ ur veitingastaðarins frekar en Jón en þegar blaðamaður mætti á stað­ inn var hann önnum kafinn að taka á móti vörum sem voru að berast. Veitingastaður með rætur á Akranesi Gaman að sjá kynslóð foreldrana koma Þau eru sammála um að mikil um­ ferð af fólki sé á þessum stað. „Hér er opið frá kl. 11­14 og svo 18­22,“ segir Guðrún og Guðmundur tekur fram að öðruvísi matseðill sé í boði í hádeginu en á kvöldin. Vissara sé fyrir fólk að panta borð að kvöldi. Á efri hæðinni er hægt að taka við allt að 50 manna hópi og niðri eru um 40 sæti. Rúmt er um öll borð og Guðmundur segir áherslu hafa ver­ ið lagða á að fólk þurfi ekki að vera með nefið hvert ofan í öðru. Hann segir aðra veitingamenn ekki skilja neitt í því hve plássið sé, að þeirra mati, illa nýtt. „Við erum til dæmis með auglýsingalaust pláss hér inni, erum ekki með æpandi bjórauglýs­ ingar á veggjum og svo framvegis. Við viljum skapa afslappað og gott umhverfi. Fólk á að geta borðað án sjónræns áreitis. Mér finnst ekki síst frábært að sjá kynslóð mömmu og pabba koma hingað inn. Frá þessu fólki hef ég fengið góð meðmæli og það nýtur þess að borða hér fisk í annarri útfærslu en það er vant.“ Guðmundur segir viðtökur við staðnum hafa verið frábærar og að fjölskyldan sé bæði ánægð og spennt fyrir því að sinna þessu verkefni um ókomna tíð. hb Jón, Guðrún og Guðmundur í salnum á efri hæð veitingastaðarins. Salurinn á neðri hæð Verbúðar 11. Guðmundur Jónsson rekstrarstjóri, Gunnar Ingi Elvarsson yfirkokkur og Jóhann Örn Ólafsson kokkur. Verbúð 11 er til húsa í fiskverkunarhúsi Sindrafisks við gömlu höfnina í Reykjavík. Hér vinnur Kristján Páll Ström Jónsson, starfsmaður Jóns í tvo áratugi, við breytingar húsnæðisins fyrir veitingahús. Myndin er tekin sumarið 2013. Jón Sigurðsson er 77 ár gam­ all sjómaður og útgerðarmað­ ur í Reykjavík. Hann er fæddur og uppalinn Akurnesingur og þar var hann oft kenndur við móð­ ur sína og ýmist kallaður Siggu­ Jón eða Nonni­Siggu til aðgrein­ ingar frá öðrum nöfnum sínum, ekki síst einum jafnaldranum, sem síðar varð svo samferða honum í Stýrimannaskólanum. Jón stund­ aði sjóinn lengi framan af frá Akra­ nesi, var stýrimaður á bátum það­ an, bæði á þorskanetum og síldveið­ um. Lengst af var hann á Sigurvon AK­56. Hann var fyrsti stýrimað­ ur með Guðjóni Bergþórssyni, sem þá var rétt rúmlega tvítugur að hefja skipstjórnarferil sinn en síðan Páli Guðmundssyni þegar hann tók við bátnum. Páll tók svo við stærri báti en Jón hafði ekki næg skipstjórnar­ réttindi, var bara með 130 tonna réttindi og fór því í Stýrimanna­ skólann og tók fiskimannaprófið. Þá réði hann sig sem stýrimann á Skírni AK hjá Kristjáni Péturssyni sem síðar varð skipstjóri á Höfr­ ungi þriðja. Jón fluttist til Reykjavíkur ásamt Guðrúnu Gunnarsdóttur konu sinni og sonum þeirra eftir síldar­ hrunið undir lok sjöunda áratugar­ ins og starfaði í tíu ár sem aðstoð­ armaður hjá Jakobi Jakobssyni, fiskifræðingi á Hafrannsókna­ stofnun og síðar Hjálmari Vil­ hjálmssyni. Fór með þeim í leið­ angra á sjó og starfaði með þeim í landi. Eftir það, árið 1977, hóf Jón útgerð eigin báts, Sindra RE, sem fullsmíðaður var á Skagaströnd en skrokkurinn kom að utan. Þann bát gerir hann enn út en hefur lát­ ið breyta honum og endurbæta mikið, meðal annars er Sindri einn fyrsti smábátur landsins með yfir­ byggingu á dekki. hb Sjómaðurinn og Skagamaðurinn Jón Sigurðsson Sigurvon AK-56 sem Jón var lengi stýrimaður á. Þessi mynd var tekin í blíðuveðri rétt fyrir páska 2013. Sindri RE-46, bátur Jóns Sigurðssonar, leggur að bryggju með góðan þorskafla úr netunum við Kjalarnes. Jón stendur í lúgunni en uppi á yfirbyggingunni er Kristján Páll Ström Jónsson, sem hefur verið til sjós með Jóni í 20 ár. Jón við fiskverkunarhús sitt við gömlu höfnina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.