Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Side 13

Skessuhorn - 25.03.2015, Side 13
13MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Hjónin Ingi Hans Jónsson og Sig- urborg Kr. Hannesdóttir í Grund- arfirði opnuðu nýverið gistiheimil- ið Bjarg. Það er til húsa á Grund- argötu 8. Húsið fengu þau í íbúða- skiptum fyrir nokkrum árum og voru fyrst í stað með það í almennri útleigu. Svo þegar leigjendurnir fluttu út fóru þau að huga að hús- inu. Ingi Hans ákvað að laga stig- ann milli hæða. Eitt leiddi af öðru og áður en þau vissu af var nánast búið að endurinnrétta húsið. Í öllu þessu ferli fæddist sú hugmynd að opna gistiheimili fyrir ferðamenn. Nú er svo komið að húsið er til- búið og fyrstu ferðamennirnir bók- aðir inn á næstu dögum. Húsið er skráð fyrir fjóra gesti þó svo að vit- anlega geti fleiri gist þar í einu. Mjög notalegt er að koma þarna inn og ákváðu hjónin að innrétta með eldri húsgögnum. Innrétting- ar, ljós, húsgögn, allt er þetta mjög notalegt og hlýlegt. Einnig reka þau hjónin Sögustof- una sem er til húsa á heimili þeirra að Læk í Grundarfirði. Þar tekur sagnameistarinn Ingi Hans á móti hópum og leiðir þá um ævintýra- heima sagnalistarinnar. Það verð- ur eflaust í nógu að snúast fyrir þau í sumar enda ferðamannastraumur- inn sífellt að þyngjast á Vesturland. tfk Gistihúsið Bjarg opnað í Grundarfirði Gistiheimilið Bjarg við Grundargötu 8 í Grundarfirði. Ingi Hans og Sigurborg. Ölgerðin óskar eftir duglegu og ábyrgu fólki í hlutastarf við áfyllingar í verslunum í Borgarnesi. Unnið er eftir þörfum hverju sinni. Áhugasamir sendi tölvupóst á Eirík Einar Egilsson (eirikur.einar.egilsson@olgerdin.is), áfyllingarstjóra, fyrir 1. apríl nk. með upplýsingum um: Fullt nafn og kennitölu• Síma• Fyrri störf• Meðmæli• Hlutastarf í Borgarnesi SK ES SU H O R N 2 01 5 VESTURLANDSSÝNING 2015 Faxaborg, Borgarnesi laugardaginn 28. mars – kl. 20:00 Aðgangseyrir: 13 ára og yngri 1.000 kr. og 14 ára og eldri 2.500 kr. DAGSKRÁ Börn Kynbótahryssur Ræktunarbúin: Unglingar Félag tamningamanna Berg Ungmenni Sólon frá Skáney með afkvæmum Oddsstaðir Alhliðahross Hrynur frá Hrísdal ásamt fleiri atriðum Klárhross Gangster frá Árgerði Skeið Loki frá Selfossi TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í FORSÖLU í KAUPFÉLAGI BORGFIRÐINGA S: 430-5500 Akraneskaupstaður óskar eftir tilboðum í verkið Sláttur á opnum svæðum 2015-2017 Útboðsgögn verða afhent á geisladiski gegn 5.000 kr. gjaldi í reiðufé frá og með 27. mars n.k. í þjónustuveri Akraneskaupstaðar 1.hæð Stillholti 16-18. Tilboð verða opnuð föstudaginn 10. apríl n.k. kl. 11:00 í fundarherbergi 1. hæð að Stillholti 16-18 Skipulags-og umhverfissvið SK ES SU HO RN 2 01 5

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.