Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Page 20

Skessuhorn - 25.03.2015, Page 20
20 MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Íbúafundur um ljósleiðaramál var hald- inn í Dalabúð þriðjudaginn 17. mars síðastliðinn. Á fundinn mættu rúmlega fimmtíu. Ítarleg fundargerð var rituð á fundinum og birtist hún hér með leyfi Sveins Pálssonar sveitarstjóra. Meðal frummælenda á fundinum var Harald- ur Benediktsson alþingismaður og for- maður starfshóps innanríkisráðuneyt- isins um alþjónustu í fjarskiptum og kynnti hann niðurstöðu hópsins. Har- aldur kynnti grófa hönnun á lagningu ljósleiðara í Dalabyggð en tvö sveit- arfélög hafa verið nefnd sérstaklega í skýrslunni hvað varðar stuðning eða eflingu sveitarfélaga, þ.e. Dalabyggð og Skaftárhreppur. Meðalkostnað- ur í Dalabyggð er áætlaður 1.926.000 krónur. Gert er ráð fyrir að kostnaður á hvert heimili verði 250.000 krónur. Í upphafi fundar fór Jóhannes Haukur Hauksson oddviti yfir aðdraganda að fundinum, allt aftur til áramótaávarps forsætisráðherra þar sem árétt- uð voru áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í átak í fjarskipta- málum. Sveitarstjórn Dala- byggðar fjallaði um málið fyrst á byggðarráðsfundi 13. janúar og síðan áttu fulltrúar Dalabyggð- ar fund með alþingismönnum Vesturlands um málið. Á fundi sveitarstjórnar 17. febrúar var síðan samþykkt að boða til þessa íbúafundar. Fyrst og fremst hugað að dreifbýlinu Haraldur Benediksson fór á íbúafund- inum yfir skýrslu starfshópsins sem er kölluð „Ísland ljóstengt“. Hópurinn hafði samstarf við Póst- og fjarskipta- stofnun og stuðst var við vinnu stofn- unarinnar. Heimili í þéttbýli hafa al- mennt aðgang að ljósleiðara og/eða ljósneti, fyrst og fremst þarf að huga að dreifbýlinu. Ein af megintillögum starfshópsins er að aðgangur að há- hraða fjarskiptatengingu verði grunn- þjónusta sem standa skuli öllum lands- mönnum til boða óháð búsetu. Yfir 20 tillögur eru í skýrslunni þ.á.m. til- lögur um samnýtingu, einkum vegna veituframkvæmda. Greiningarvinna um kostnað við þessar framkvæmdir var unnin af Verkfræðistofunni Mann- viti en tengja þarf um 4000 heimili víðs vegar um landið. Kostnaður við 100% tengingu er áætlaður um átta millj- arðar en um 6,7 milljarðar við 99,9% tengingu. Starfshópurinn leggur til að 99,9% verði tengd ljósleiðara til að byrja með. Um 60% af kostnaði við ljósleiðaraframkvæmd er jarðvinna. Skoðuð var samlegð með dreifiveitu Rarik. Settar voru fram þrjár meginleið- ir um uppbyggingu ljósleiðara á mark- aðsbrestssvæðum. Starfshópurinn valdi leið 2, samstarfsleiðina, lands- átak í samvinnu ríkis og sveitarfélaga og heimamanna. Framlag fjarskipta- áætlunar verði 3-4 milljarðar. Sam- starfsleiðin er 4-5 ára landsátak. Rík- ið sér um undirbúning og framkvæmd útboða í samvinnu við sveitarfélög. Forsvarsmenn áhugasamra sveitarfé- laga bera ábyrgð á þáttum sem stuðla að hagkvæmni og sátt um framkvæmd- ina gagnvart íbúum og landeigend- um. Gert er ráð fyrir að kostnaður á hvert heimili verði 250.000 krónu kr. Fram kom í máli Haraldar Benediks- sonar á fundinum að hann telur að fjar- skiptafyrirtækin hafi fengið að liggja alltof lengi óáreitt og ljósleiðarateng- ing muni gjörbreyta búsetuskilyrðum í hinum dreifðu byggðum. Afar mikilvægt fyrir ferða- þjónustuna Guðmundur Halldórsson eigandi Hót- els Vogs á Fellsströnd ræddi á fundin- um um bætta nettengingu frá sjónar- hóli ferðaþjónustunnar. Hann fagnaði því að Dalir séu komnir framarlega á blað í þessu máli. Guðmundur telur að hegðun ferðamanna sé að breytast, þeir komi í meira mæli óundirbúnir hvað varðar ferðatilhögun og meira um að þeir séu að skipuleggja ferðir sínar og gistingu frá degi til dags og þá sé afleitt fyrir ferðaþjónustuaðila að búa ekki við gott net- og farsímasamband. Guð- mundur segist verða var við aukningu ferðamanna á svæðinu og upplýsir að bókunarstaða á Vogi í dag sé um 45% betri en þegar upp var staðið eftir sum- arið í fyrra. Bændur háðir góðu netsambandi Bryndís Karlsdóttir bóndi á Geir- mundarstöðum á Skarðsströnd ræddi um þörf fyrir bætta nettengingu frá sjónarhóli bænda. Hún segir að sí- fellt séu gerðar meiri kröfur um rafræn skil á gögnum í starfsumhverfi þeirra. Skila þurfi skattframtali og forðagæslu- skýrslu rafrænt og ef bændur ætli að nýta sér þau forrit sem í boði eru til að hafa betri yfirsýn og bæta rekstur sinn sé nauðsynlegt að hafa gott net- samband. Hún nefndi dæmi um að hún vissi til þess að hver burðarskrán- ing í Fjárvís gæti tekið allt að hálftíma að fara í gegn og sumir bændur þyrftu að fara að heiman til að vinna í forrit- um í landbúnaði eða til að skila skatt- framtali. Hún benti á að almennt sé fólki vísað á netið til að sækja eyðublöð og gögn frá opinberum aðilum og skila rafrænt. Einnig væri nauðsynlegt fyrir íbúa í dreifbýlinu að geta notað heima- banka. Bryndís sagði að netsamband væri víða slæmt og að veðurfar hefði í sumum tilvikum áhrif á skilyrði. Þeg- ar Bryndís hafði lokið máli sínu skaut Sveinn Pálsson fundarstjóri og sveitar- stjóri inn að heyrst hafi að framhalds- skólanemar komi minna heim í sveit- irnar í fríum nú en áður vegna lélegra nettenginga. Ferðaþjónustuaðilar höfðu frumkvæðið Meðal frummælanda á fundinum var Ingólfur Bruun sem var hvatamað- ur um lagningu ljósleiðara í Öræfa- sveit og ráðgjafi ýmissa aðila sem far- ið hafa í slík verkefni. Hann sagði upp- hafsmenn að bættri internettengingu í Mýrdalnum ferðaþjónustuaðila sem tóku svo sveitirnar með sér. Þeir fengu Ingólf til að vera sér innan handar með framkvæmd verkefnisins. Krafa þeirra var að fá sama burðarnetshraða og er á höfuðborgarsvæðinu. Gert var ráð fyr- ir 40 notendum í upphafi en í dag eru þeir 75. Kostnaður við verkið var um 76 milljónir eða um ein milljón á hvern notanda. Stofnað var fyrirtæki um verk- efnið, hluthafarnir voru stærri ferða- þjónustuaðilar á svæðinu, tvö búnaðar- félög, Mýrdalshreppur og minni aðilar. Verkefnið hófst í mars 2014 og teng- ingum lauk í október. Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi hjá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi sagði frá aðkomu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi að ljósleiðaraverkefnum í landshlutanum. Við skoðun á málinu kom í ljós að tengingum í dreifbýli var víða ábótavant. Vinna fór af stað árið 2011 og byrjað var á verkefni á sunn- anverðu Snæfellsnesi. SSV hefur líka horft til Dalanna varðandi þessi mál og má þar nefna að stjórn samþykkti fundi sínum 11. mars sl. að leggja 705.000 kr. í forhönnun ljósleiðaranets í Dölum. Fyrirspurnum svarað Fjölmargar fyrirspurnir komu fram á fundinum og svöruðu Haraldur og Ingólfur þeim. Í svörum þeirra kom m.a. fram: Þráðlaus kerfi eru ekki fram- tíðarlausn og duga ekki í dreifbýli, m.a. vegna veðurfars og fleiri þátta. Búið er að auglýsa eftir aðilum til að leggja hringtengingu. Lagt verður af stað með streng frá Búðardal með nægjan- lega mörgum þráðum til að tengja alla bæi á leiðinni til Stykkishólms. Not- endur velja sjálfir hvaða fjarskiptafyr- irtæki þeir skipta við. Í ljós- leiðaraverkefninu er gert ráð fyrir að tengja lögbýli, býli með heilsárs búsetu, en sumarhúsaeigendur og aðr- ir sem ekki hafa fasta búsetu geti tengst á kostnaðarverði. Best er að leggja upp með í upphafi að fá þræði vegna síma, sjónvarps og inter- nets. Landeigendur eigi ekki að gefa leyfi til að farið verði um landareign þeirra án þess að þeir fái teng- ingu. Ljósnet (VDSL koparkerfi) er talið ásættanlegt. Það verður auðveld- ara fyrir fjarskiptafyrirtæki að setja upp fleiri gsm senda ef kominn er ljósleiðari í umhverfið. Ákveðin tækifæri geta fal- ist í því að ljósleiðari sé samfélagseign. Ljósleiðari er framtíðarlausn og mun endast í meira en 50 ár. Að mati Ing- ólfs mun ekkert koma í stað ljósleið- ara. Hugmynd kom fram á fundinum um að safna lista yfir þá sem hafa áhuga á að fá ljósleiðaratengingu og bætt bú- setuskilyrði. Einnig að gott væri að fara að leita til landeigenda til að fá hug- myndir um hvar og hvernig menn vilja láta tengja. Ályktun fundarins Íbúafundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun: „Íbúafundur haldinn í Dala- búð í Búðardal 17. mars 2015 fagnar framkominni skýrslu starfshóps innan- ríkisráðherra um alþjónustu í fjarskipt- um og hvetur ríkisstjórn Íslands til að hrinda tillögum hópsins í framkvæmd með sérstöku átaksverkefni á árunum 2015-2020. Íbúafundurinn telur að við forgangsröðun framkvæmda skuli horft fyrst til svæða sem verst eru sett. Einn- ig að horft sé til sjónarmiða í gildandi byggðaáætlun hvað varðar svæði með fábreytt atvinnulíf og sem byggja helst á landbúnaði. Dalir mættu á fyrri ára- tugum afgangi í uppbyggingu dreifi- kerfa á landsvísu s.s. varðandi lagn- ingu jarðsíma og rafveitu. Færa má rök fyrir að þetta hafi komið niður á þró- un byggðarinnar. Brýnt er að sama verði ekki uppi á teningnum varðandi uppbyggingu ljósleiðarakerfis. Íbúa- fundurinn hvetur ríkisstjórnina til að hefja hið allra fyrsta landsátak í upp- byggingu fjarskiptainnviða í samræmi við tillögu starfshópsins leið 2, sam- starfsleið – landsátak í samvinnu rík- is og sveitarfélaganna. Jafnframt verði könnuð samlegðaráhrif þess að leggja þriggja fasa rafmagn samhliða ljósleið- ara. Þá hvetur fundurinn sveitarstjórn til að óska formlega eftir samvinnu við ríkisvaldið um lagningu ljósleiðara um dreifbýli Dalabyggðar á forsendum til- lögunnar. Fundurinn hvetur landeig- endur og íbúa dreifbýlis Dalabyggðar til fullrar þátttöku í verkefninu þegar það kemst til framkvæmda.“ þá Fróðlegur og vel sóttur íbúafundur um ljósleiðaramál í Búðardal www.skessuhorn.is Næsta blað degi fyrr vegna páska Til að Skessuhorn í næstu viku komist í hendur allra áskrifenda fyrir skírdag mun útgáfudagur þess færast fram um einn dag. Lokavinnsla blaðsins verður því mánudaginn 30. mars. Skil á efni og auglýsingum í síðasta blað fyrir páska er því í síðasta lagi fyrir hádegi nk. mánudag. Fyrsta blað eftir páska kemur síðan út samkvæmt venju miðvikudaginn 8. apríl. Skil á efni og auglýsingum er í síðasti lagi fyrir hádegi þriðjudaginn 7. apríl. Starfsfólk Skessuhorns Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar okkar elskulega Magnúsar Kristjáns Magnússonar, Hamraendum. Sérstakar þakkir fá Ingibjörg Davíðsdóttir og Ístak fyrir ómetanlega aðstoð. Marlen Lillevik, Magnús Magnússon, Inger Traustadóttir og aðrir aðstandendur. www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.