Skessuhorn


Skessuhorn - 25.03.2015, Síða 21

Skessuhorn - 25.03.2015, Síða 21
21MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Síðastliðið þriðjudagskvöld var haldið fræðslukvöld í Reykholti undir merkjum Fyrirlestra í héraði, menningarviðburða sem Snorra- stofa hefur staðið fyrir um árabil. Nú bar svo við að slegið var að- sóknarmet þegar 131 gestur mætti til að hlýða á félagana Snorra Jó- hannesson frá Augastöðum og Bjarna Árnason frá Brennistöðum segja frá náttúru Arnarvatnsheiðar og lífi og störfum þeirra sem nytjað hafa heiðina gegnum tíðina. Fyrra aðsóknarmet átti reyndar Snorri sjálfur frá því hann hélt fyrirlestur um tófuna fyrir um tveimur árum, en óhætt er að segja að þessi tvö þemu séu sérsvið Snorra, þótt fjöl- fróður sé. Efni fyrirlestrar þeirra Bjarna og Snorra snerti marga og féll vel að áhugasviði Borgfirðinga og annarra gesta sem farið hafa um Arnarvatnsheiði í áranna rás. Vafa- laust skýrir það afburða mætingu, en þá var mörgum einnig kærkom- ið eftir stöðugan lægðagang og leiðinda tíð að undanförnu, að fara af bæ við þokkalegar öruggar að- stæður. Á fyrirlestri sínum fóru þeir Snorri og Bjarni vítt og breytt um nytjar á Arnarvatnsheiði, landa- merki, einkenni og sögu heiðarinn- ar. Þá var einnig sagt frá fæðingum, slysum og vegagerð, veiði að sumri og vetri og gangnamannaskálum og veiðihúsum. Meðal annars var því lýst þegar hrepparnir tóku heið- ina fyrst á leigu til sauðfjárbeitar af bændum í Kalmanstungu á 19. öld. Þá var lýst í myndum og máli síð- ustu sameiginlegu leit Borgfirðinga og Húnvetninga á heiðinni haustið 1948 áður en girt var milli sýslanna. Svo vel bar við á þeim tímamótum að Guðni Þórðarson frá Hvítanesi, tengdasonur frá Breiðabólsstað, var með í þessari tímamótaleit og ljósmyndaði þegar féð var aðskilið á Réttarvatnstanga. Þá tók Guðni þessa merkilegu mynd þegar fjall- kóngar Húnvetninga og Borgfirð- inga, Ágúst á Hofi og Jón í Geirs- hlíð, kvöddust með rembingskossi beint á munninn áður en hvor hóp- ur hélt sína leið. Snorri gerði grín að því að þótt ekki væri nema fyr- ir afnám þessara rússnesku kveðju- kossa, hefði afréttargirðingin fyrir sitt leyti réttlætt tilveru sína. Eftir kaffihlé var boðið upp á fyrirspurnir og spjall. Umræðan barst að vötnunum fjölmörgu og silungsveiði, örnefnum og fleiru. Bjarni Árnason verkfræðingur frá Slógu aðsóknarmet á fræðslukvöldi um Arnarvatnsheiði Vilt þú gerast persónlegur talsmaður fatlaðs einstaklings? Einstaklingur, sem vegna fötlunar á erfitt með að gæta hagsmuna sinna, á rétt á að velja persónulegan talsmann sér til aðstoðar, skv. 7. grein laga um réttindagæslu fyrir fatlað fólk frá 2011. Meðal skilyrða sem þarf að uppfylla til þess að gerast persónulegur talsmaður er að sækja fræðslu um innihald og áherslur í starfinu. Um ólaunað starf er að ræða, en tilfallandi kostnaður er greiddur. Námskeið fyrir áhugasama Þeir sem hafa áhuga á að gerast persónulegir talsmenn eru beðnir um að hafa samband við réttindagæslumann fatlaðs fólks á sínu svæði fyrir 8. apríl nk. og munu í framhaldinu fá upplýsingar um námskeið vegna fyrrgreindrar fræðslu. Réttindagæslumaður fatlaðs fólks á Vesturlandi er Jón Þorsteinn Sigurðsson, s. 858 1939, netfang jons@rett.vel.is. Réttindagæslumaður mun veita frekari upplýsingar um hlutverk persónulegs talsmanns sé þess óskað, en nálgast má lög um réttinda- gæslu fyrir fatlað fólk sem og reglugerð um persónulega talsmenn á www.vel.is/rettindagaesla. SK ES SU H O R N 2 01 5 Brennistöðum hefur haft óbilandi áhuga á Arnarvatnsheiði og með- al annars farið í göngur. Hann hef- ur safnað saman og komið á kort örnefnum, nýjum og gömlum, hnitsett landamerki og örnefni og skráð ýmsar fleiri upplýsingar um Arnarvatnsheiði á kortagrunn. Að- spurður segir Bjarni að hann muni leitast við að fá þessar upplýsing- ar staðfestar áður en kortið verður gert aðgengilegt eða það gefið út. mm Allsstaðar var setið í Snorrastofu, nema í bókahillunum, enda var aðsóknarmet slegið. Snorri Jóhannesson og Bjarni Árnason sögðu frá sitthverju sem tengist sögu Arnarvatnsheiðar, nytjum og náttúru. Myndin góða af kveðjukossi fjallkónga Borgfirðinga og Húnvetninga í síðustu sameiginlegu leit þeirra haustið 1948 við Réttarvatn. Ágúst á Hofi og Jón í Geirs- hlíð kvöddust og þótti stundin tilfinningarík. Ljósm. Guðni Þórðarson. Kjaftað um kynlíf FYRIRLESTUR FYRIR FULLORÐNA UM HVERNIG MEGI RÆÐA UM KYNLÍF VIÐ UNGLING A Virk kynfræðsla seinkar kynferðislegri hegðun barna og gerir hana ábyrgari og öruggari þegar hún hefst. Rannsóknir styðja að virkja þurfi foreldra í samræðum við börn og unglinga um kynferðisleg málefni. Umfjöllunarefnin verða kynfæri, kynlífsathafnir, klám og kynlífsmýtur, svo fátt eitt sé nefnt. Með húmor og hreinskilni að leiðarljósi er auðveldara að ræða málefni sem mörgum þykir óþægileg og jafnvel tabú. Markmið fyrirlestrarins er að kynfræðsla verði sjálfsagður hluti af samræðum foreldra við börn sín og að fræðslan styrki þeirra samskipti. Foreldrum gefst þeim kostur á að spyrja og spjalla að loknum fyrirlestri. Dagsetning: Staðsetning: Nánari upplýsingar: Um Siggu Dögg Sigga Dögg, er með B.A. gráðu í sálfræði frá Háskóla Ísland og M.A. gráðu í kynfræði (sexology) frá Curtin háskóla í Vestur Ástralíu. Sérstaða hennar sem kynfræðari er hispurlaus og hreinskilin nálgun á kynlífi sem byggir á innlendum og erlendum rannsóknum ásamt reynslu af kynfræðslu í grunn- og framhaldsskólum víðsvegar um landið. Miðvikudag 25. mars kl. 19.30 Hjálmaklettur Borgarnesi Allir velkomnir- enginn aðgangseyrir www.skessuhorn.is Ertu nokkuð að missa af? Ertu áskrifandi? Áskriftarsími: 433 5500 og www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.