Skessuhorn


Skessuhorn - 10.02.2016, Page 21

Skessuhorn - 10.02.2016, Page 21
MIÐVIKUDAGUR 10. FEBRÚAR 2016 21 Laus störf hjá Akraneskaupstað Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Starf leikskólakennara í Leikskólanum Teigaseli Starf í búsetuþjónustu fatlaðra Sótt er um rafrænt á heimasíðu Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Nánari upplýsingar er að finna á www.akranes.is Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Flutningaskipið Scombrus lá á mánudaginn við festar í Grundar- fjarðarhöfn á meðan starfsmenn Djúpakletts ehf. skipuðu út 800 tonnum af frosnum makríl sem Vil- helm Þorsteinsson EA landaði í sumar. Scombrus er um 110 metra langt og 5.150 tonn. Skipið er skráð í Færeyjum. tfk Skipa út makríl Í vonda veðrinu núna fyrir síðustu helgi lokaðist Fróðárheiði sem er svo sem ekkert nýtt fyrir íbúa í Snæ- fellsbæ sem líta á leiðina sem sam- öngur innan sveitarfélagsins, eða veg í þéttbýli. Heiðin er búin að vera lokuð oft að undanförnu. Þeg- ar þannig háttar til er umferð stýrt um Vatnaleið. Íbúum finnst hins vegar gott að geta valið um að aka Fróðárheiðina því betra er að fara þar um sérstaklega þegar vindur er annað hvort sunnan- eða norðan- stæður. Á heiðinni eru tveir vetr- arvegir og hefur annar þeirra ver- ið notaður síðan í byrjun desember því þar safnast fyrir mikill snjór. þa Fróðárheiðin rudd

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.