Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Gleðjumst meðan við getum Um síðustu helgi fór ég í alveg hreint bráðgóða veislu. Eiginlega var um- gjörð þessa mannfagnaðar og form með svipuðu sniði og látlaus erfidrykkja. Staðurinn var Hótel Saga þar sem margar slíkar veislurnar hafa verið haldn- ar í gegnum tíðina. Munurinn á erfidrykkju og þessari veislu var þó sá að hér var fullorðin kona að halda upp á níræðis afmælið sitt. Hún kvaðst sjálf miklu frekar vilja hitta fólkið sem henni tengdist lifandi og gleðjast með því. Fyrst hún væri svo lánssöm að ná þessum áfanga að verða 90 ára væri ástæða til að fagna. Þessi glaðlynda frænka mín er farin að missa sjón. Hún hafði nokkru fyrir afmælið fengið eitt barnabarnið sitt til að hreinskrifa með stóru letri símaskrána sem hún notar heima hjá sér. Þegar stúlkan var búin að því og rétti ömmu sinni skrána, sagði sú gamla: „Þakka þér fyrir elsku hjartað mitt, gott að þú ert búin að þessu. Þegar ég fell frá, á þetta að vera listinn sem hringja á eftir og segja fólki frá útförinni, sem að öðru leyti á að halda í kyrrþey.“ Sú stutta felldi tár, enda þykir henni afar vænt um ömmu sína, jafn- vel þótt hún hafi þarna platað hana smávegis. En amman hughreysti hana með þeim orðum, að fyrst hún væri búin að skrifa þetta fyrir sig, ætlaði hún sjálf að nota listann einu sinni. Eftir það hringdi hún á Hótel Sögu og pant- aði myndarlegt kaffihlaðborð fyrir sextíu manns. „Hafðu þetta alveg eins og fínustu erfidrykkjur eiga að vera, góði minn,“ sagði hún við hótelstarfsmann- inn og bætti því við að hún ætlaði sjálf að vera viðstödd. Að því búnu hringdi hún eftir nýju símaskránni. Til að gera langa sögu stutta þá mættu allir í veisluna góðu sem á annað borð áttu heimangengt. Þarna sá ég til að mynda frændfólk sem ég hef ekki hitt nema við eina og eina útför á síðustu áratugum. „Mikið er gaman að sjá þig frændi, svona utan Facebook-arinnar,“ voru orð einnar frænkunnar þeg- ar við heilsuðums. Allir voru glaðir í þessari veislu, af því enginn var í sorg - og allra síst gamla konan sem lék á alls oddi. Ég skal viðurkenna að ég er afskaplega lítið jarðarfarsækinn. Ég hef þá lífs- skoðun að best sé að eiga samneyti við fólk; vini, vandamenn og samferðar- fólk, meðan bæði það og ég erum enn á lífi. Ég á það jafnvel til að heimsækja fólk og spjalla við það um heima og geyma og skemmtilegast finnst mér að tala einmitt við fullorðna fólkið, sem smám saman er að færast manni nær í aldri! Á efri árum er fólk orðið svo lífssiglt að það er hafsjór af fróðleik um menn og málefni sem gaman er að heyra um. Svo finnst mörgu fullorðnu fólki gott að fá að ræða við aðra, við megum ekki gleyma því. En þrátt fyrir þessa lífsskoðun mína um jarðarfarir eru það einkum erfi- drykkjurnar sem ég set spurningamerki við. Ég tek það þó fram ég hef enga fordóma gagnvart slíkum athöfnum og finnst að þetta eigi alltaf að vera ákvörðun hvers og eins og svo auðvitað ættingjanna. Jarðarfarir eru augljós- lega nauðsynlegar, þótt meira megi deila um erfidrykkjurnar. Ég hef miklar efasemdir um ágæti þess að syrgjandi aðstandendur „verði“ að blása til stór- veislu með fjölmörgum kökusortum og viðurgjörningi. Syrgjandi fólk ætti ekki að þurfa að standa í slíku nema það sjálft kjósi. Erfidrykkjur voru hafðar veglegar fyrr á árum þegar fólk hafði yfir langan veg að fara og ferðatíminn var jafnvel einn eða fleiri dagar. Þá þótti ekki annað hægt en bjóða þeim sem langt að komu ærlega hressingu til að auka líkurnar á að þeir kæmust allavega aftur heim til sín aftur. Í dag er það ekki vandamál. Við þurfum ekki og eig- um ekki að líta á það sem sjálfsagðan hlut að nánustu aðstandendur steypi sér jafnvel í skuldir vegna mikils kostnaðar við útför og tilstand. Án stórveislu er nefnilega vel hægt að kveðja hinn látna. Bestar eru því veislurnar sem haldn- ar eru þegar allir eru á lífi. Ég tek því enn og aftur ofan fyrir frænku minni blessaðri sem segir sjálf að við eigum að hafa gaman að lífinu meðan það var- ir og gleðjast þegar ástæða er til. Slíkt viðhorf einkennir einmitt marga sem ná þetta háum aldri. Magnús Magnússon. Það var létt yfir íbúum á Hvanneyri síðastliðinn föstudag og flaggað við nokkur hús í þorpinu. Ástæðan var sú að daginn áður samþykkti sveit- arstjórn Borgarbyggðar að draga til baka fyrri ákvarðanir um lokun grunnskólans á Hvanneyri eftir yf- irstandandi skólaár. Skólamálin á Hvanneyri eru því á byrjunarreit ef svo má segja og ekki lengur stefnt að lokun grunnskóladeildarinn- ar á staðnum. Eftir þessa ákvörð- un slitnaði reyndar upp úr meiri- hlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Borgarbyggðar, eins og lesa má um í frétt á bls. 2. mm/ Ljósm. hg. Á föstudaskvöldið var boðið til flatbökuveislu á Hvanneyri og stjórn íbúasam- takanna hyllt fyrir þátt sinn í hagsmunagæslu fyrir Andakílsskóla. Flaggað á Hvanneyri á föstudaginn. Flaggað á Hvanneyri vegna ákvörðunar sveitarstjórnar Íbúar í Búðardal veittu því athygli síðastliðinn fimmtudag, 11. febrú- ar, að tjaldurinn var mættur í stórum hópi. Er það óvenjulega snemmt ef um farfugla er að ræða, en áætlað er að tvö eða þrjú þúsund tjaldar leiti ekki til heitari landa að vetrinum og hafi hér fasta búsetu, einkum við Faxaflóa og Breiðafjörð. Var vænn hópur af tjaldi var að spóka sig í fjör- unni sunnan við sláturhúsið í Búðar- dal og vafalítið að leita sér þar ætis. Tjaldinum hefur fjölgað hér á landi á þessari öld. Í byrjun hennar voru þeir langalgengastir við Faxa- flóa og Breiðafjörð en sjaldséðari með ströndum á landinu norðvest- an- og norðanverðu. Nú halda þeir sig einnig mun meira inni í landi en áður. Þessi umskipti eru að einhverju leyti talin tengja hlýnandi veðurfari framan af öldinni en aukin ræktun kann einnig að hafa haft sín áhrif þar sem tjaldar leita talsvert á tún til þess að afla sér fæðu. Venjulega fer tjald- urinn að sjást á ströndum í seinni hluta marsmánaðar en heldur seinna inn til landsins eftir vetrardvöl er- lendis. mm/ Ljósm. sm Tjaldurinn mættur í Búðardal Til stendur að farið verði í veru- legar endurbætur og stækkun á Fosshótel Reykholti á næstu miss- erum. Þetta staðfestir Arnþór Páls- son hótelstjóri í Reykholti í sam- tali við Skessuhorn. „Það á eftir að klára að teikna þetta allt hundr- að prósent upp en við stefnum að því að byrja í sumar á framkvæmd- um,“ segir Arnþór. Gert er ráð fyr- ir að 28 herbergjum verði bætt við þau 53 sem fyrir eru. Mokað verður fyrir grunninum á viðbyggingunni í sumar og segir Arnþór að áætlað sé að framkvæmdirnar taki eitt ár. „Við ætlum að taka eitt ár í þetta og stefnum svo á að allt verði klárt fyr- ir sumarið 2017.“ Einnig er ráðgert að miklar end- urbætur verði gerðar á eldri hluta hótelsins. „Það á að taka allt í gegn, við ætlum að endurnýja allt hótelið. Húsgögnum verður öllum skipt út, við ætlum að breyta móttökunni og setja lyftu inn í húsið. Það verður skipt um allt í herbergjunum, sett ný gólfefni og innréttingar,“ út- skýrir Arnþór. Þá stendur einnig til að kjallaranum verði breytt í heilsu- lind. Að sögn Arnþórs verði hótel- ið meira í anda staðarins að breyt- ingum afstöðnum. „Það verður allt nátengt sögunni á staðnum, Snorra Sturlusyni og heita vatninu sem hér er. Við stefnum á að gera hótelið mjög flott,“ segir Arnþór að end- ingu. grþ Stækkun og endurbætur framundan á Fosshótel Reykholti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.