Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 23 Skipulagsmál í Borgarbyggð SK ES SU H O R N 2 01 6 Lýsing vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 Svæði fyrir motocross í þéttbýli Borgarness. Sveitarstjórn samþykkti 11. febrúar 2016 að auglýsa lýsingu vegna breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022. Tillagan er sett fram í greinargerð með uppdrætti dags. 28. janúar 2016 og felur breytingin í sér breytta landnotkun 4,8 ha svæðis úr athafnasvæði (A3) í íþróttasvæði (íþ2) og opið svæði (o26). Lýsingin verður auglýst frá 18. febrúar til og með 29. febrúar 2015, skv. 36. gr. skipulagslaga 123/2010. Kynningarfundur verður haldin 24. febrúar 2016 í Hjálmakletti í Borgarnesi kl. 20.00. Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 18. febrúar 2015. Athugasemdum eða ábendingum skal skila annað hvort í Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is ekki seinna en 29. febrúar 2016 og skulu þær vera skriflegar. Dag ur í lífi... Dagur í lífi veðurfræðings Nafn: Theodór Freyr Hervars- son. Fjölskylduhagir/búseta: Gift- ur Kristrúnu, eigum fjögur börn, búum á Akranesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Veður- fræðingur á Veðurstofu Íslands. Áhugamál: Flest allar íþróttir, þá sérstaklega fótbolti og golf. Tónlist í þyngri kantinum. Föstudagurinn 12. febrúar 2016 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði kl. 05:55, snögg sturta og annað nauðsyn- legt til að koma manni í gang. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Kellogs morgunkorn. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Lagði af stað kl. 06:20, 40 mínútna akstur á vinnustað sem er Veðurstofa Íslands á Bú- staðavegi í Reykjavík. Vaktin hófst kl. 07:00. Fyrstu verk í vinnunni: Sam- ráð flugvaktar (sem ég var að sinna þennan daginn), dagvakt- ar og næturvaktar. Hvað er að gerast í veðrinu, eitthvað sem þarf að huga sérstaklega að þeg- ar líður á daginn? Þarf að gefa út viðvaranir og/eða fréttatil- kynningar? Engin þörf á slíku þennan daginn, frekar rólegt í kortunum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Klukkan tíu var ég að skrifa TAF (Terminal Aerodrome Forecast) spár fyrir flugvell- ina á Ísafirði, Bíldudal, Húsa- vík, Höfn í Hornafirði og Vest- mannaeyjar. Þegar því var lok- ið tóku við samskonar spár fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavík- urflugvöll, Akureyrarflugvöll og Egilsstaðaflugvöll. Frekar ró- legur dagur. Hvað gerðirðu í hádeginu? Skrapp í hádegismat á Rikki Chan á Stjörnutorginu í Kringl- unni ásamt vinnufélaga. Hvað varstu að gera klukkan 14: Gaf út REG QNH spá, sem er lofthæðarmælir fyrir Ísland og er notaður til útdeilingar á flughæð fyrir vélar á ferð innan- lands. Kemur í veg fyrir að þær fljúgi of lágt og nægilegur að- skilnaður sé á milli þeirra. Þegar því er lokið þurfti að gera nýjar TAF spár fyrir sömu flugvelli og voru nefndir hér að ofan. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Vaktinni lauk kl. 16:30 með samráði við dagvaktina sem heldur áfram til kl. 19:15. Farið yfir hvort það væri eitthvað sem dagvaktin þyrfti að fylgjast með varðandi flugið. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Ók heim á leið, með góða tón- list í tækinu. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Á föstudögum er nánast undantekningarlaust heimagerð pizza. Samvinnuverkefni mín og konunnar að þessu sinni. Klass- ísk með pepperoni, lauk, svepp- um og osti. Hvernig var kvöldið? Kvöldið var frekar rólegt, flakkað á milli sjónvarpsstöðva þar til svefninn sótti að. Hvenær fórstu að sofa? Um eða upp úr miðnætti. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tékkaði á tölvupóstin- um og Facebook. Hvað stendur uppúr eftir dag- inn? Sennilega ekki einn af eft- irminnilegustu dögum lífs míns, en góður samt í alla staði. Eitthvað að lokum? Nei, sátt- ur við lífið og tilveruna. Árið 2014 fékk Grunnskólinn í Borgarnesi styrk frá Erasmus+ til að taka þátt í samstarfsverkefninu „Water around us“ ásamt sex öðr- um skólum frá fimm Evrópulönd- um. Skólarnir eru í Portúgal, Spáni, Þýskalandi, Lettlandi og Finnlandi og líkt og nafnið gefur til kynna fjallar verkefnið um vatn. Nú er í gangi annað ár verkefnisins og eru tvær nemendaheimsóknir á hverju ári þar sem þrír nemendur frá hverju landi hittast ásamt kennurum sín- um. Nemendur úr Grunnskólan- um í Borgarnesi hafa því farið í þrjár slíkar heimsóknir. Í fyrra fóru þeir til Finnlands og Lettlands og í janú- ar síðastliðnum var farið í vikuferð til Portúgal. Við birtum hér ferða- sögu þeirra, ásamt myndum. Ferðasagan „Við undirrituð fórum til Portúgal um miðjan janúar og dvöldum þar í viku. Ferðin hófst á Keflavíkurflug- vell þaðan sem flogið var til Lond- on. Tíminn var naumur því stutt var í næsta flug en allt fór þetta vel og við vorum senn á leið til Porto í Portúgal. Það var nú ekki beint sól sem tók á móti okkur heldur rigning en við erum henni vön svo við kippt- um okkur ekki mikið upp við veðrið sem var reyndar mun hlýrra en við eigum að venjast á þessum árstíma. Fjölskyldurnar sem við áttum að dvelja hjá tóku á móti okkur á flug- vellinum. Við kvöddum því kennar- ana okkar og fórum með „nýju“ fjöl- skyldum okkar heim. Það sem okkur fannst skemmti- legast var að kynnast krökkum frá ólíkum löndum. Mest vorum við með krökkunum frá Finnlandi og Þýskalandi svo og auðvitað gest- gjöfunum okkar. Misjafnt er hvað nemendur eru færir að tala ensk- una þannig að ekki var eins auðvelt að spjalla við þá sem voru lakari í ensku. Við skoðuðum tvo skóla í Va- longo. Annar var unglingaskóli og hinn var yngri barna skóli. Portú- galskir krakkar eru í skólanum þar til þau verða 18 ára gömul, þá tek- ur háskóli við eða aðrir skólar. Ung- lingaskólinn var alls ekki eins snyrti- legur og við eigum að venjast, t.d. voru allir inni á skónum. Maturinn fannst okkur líka mjög ólíkur okk- ar venjum og ekkert sérlega góð- ur. Yngri barna skólinn var nýleg- ur og mjög flottur. Krakkarnir voru öll í eins vestum úti í frímínútum. Þau virtust vera ótrúlega klár, t.d. var 2. bekkur að læra margföldunar- töfluna og kunni að margfalda stór- ar tölur. Það sem vakti athygli okk- ar líka var að karlkennarar kenndu yngstu bekkjunum. Við reyndum að kenna litlu krökkunum nokkur orð í íslensku og þau gáfu okkur hendi sem þau höfðu teiknað. Verkefni okkar fyrir þessa ferð var að útbúa kynningu á ensku um vatn- ið í nærumhverfinu okkar fyrir nem- endur og kennara frá hinum skólun- um. Hún gekk mjög vel og við slóg- um eiginlega í gegn, töluðum hátt, skýrt og hægt svo allir skildu. Að sjálfsögðu vorum við með flottar myndir af Vesturlandi m.a. myndir úr íshellinum í Langjökli sem slógu algerlega í gegn. Meðan á dvöl okkar stóð fórum við í nokkrar skoðunarferðir. M.a. skoðuðum við landkönnuðasafnið þeirra en eins og allir vita áttu Portú- galar flesta þekktu landkönnuði sög- unnar. Skoðunarferðin sem stóð upp úr var daginn sem við fengum leigða tveggja hæða opna rútu fyrir hóp- inn og keyrðum um Portó og ná- grenni. Alls staðar sáum við fullt af kirkjum, skoðuðum tvær, fórum upp í turn á einni þaðan sem var flott út- sýni yfir borgina. Einnig fórum við á ströndina við Atlantshafið. Okkur fannst fyndið hvað mörgum fannst það merkilegt og voru hræddir við ölduganginn. En margir af þessum krökkum höfðu ekki séð úthaf áður. Við smökkuðum þjóðarrétt Portú- gala sem heitir Francesinha og sam- anstendur af samloku með mismun- andi kjöttegundum sem bræddur ostur er settur yfir og síðan bjórsósa, spælt egg og rækja eru ofan á. Okkur fannst þetta skrýtinn matur og ekki góður. Borgarstjórinn í Valongó tók síð- an á móti okkur í ráðhúsi bæjar- ins, spjallaði við okkur og við feng- um síðan veitingar. Það er gaman að segja frá því að einn daginn í Portó hittum við forsetaframbjóðanda sem var að safna fylgi. Forsetakosning- ar voru síðan sunnudaginn eftir að við fórum heim. Þessi frambjóðandi sem við hittum var kosinn forseti og við eigum mynd af okkur með hon- um. Þetta var mjög skemmtileg upp- ákoma og Freyja fékk „selfí“ mynd af sér og frambjóðandanum. Dag- inn eftir komu svo myndir af okkur í blöðunum og í sjónvarpinu. Þetta var alveg frábær ferð og ómetanleg upplifun að fá að hitta jafnaldra frá öðrum þjóðum og kynnast landi og menningu gestgjaf- anna. Að kveðja þessa nýju vini okk- ar var það erfiðasta sem við gerðum í ferðinni enda voru þetta frábærir krakkar sem við kynntumst og þeim munum við seint gleyma.“ Helga Stefanía Magnúsdóttir, Kristín Frímannsdóttir, Aníta Jasmín Finnsdóttir, Freyja Fannberg Þórsdóttir, Þorgrímur Magnússon. Fóru í nemendaferð til Portúgal Hópurinn í skoðunarferð. Frá vinstri Þorgrímur, Helga Stefanía, Freyja Fannberg, Aníta Jasmín og Kristín. Þorgrímur, Aníta og Freyja eru þeir þrír nemendur Grunnskólans í Borgarnesi sem fóru í nemendaferð til Portúgal í janúar. Hópurinn hélt kynningu um vatnið í nærumhverfi sínu. Svipmynd úr portúgalskri skólastofu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.