Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 20162 verður vindálag skoðað við hönnun bygginga og lóða, trjágróður verð- ur aukinn til að bæta ásýnd svæðis- ins, opnað fyrir gerð bílastæðahúss undir hluta bygginga og lóðarstærð Borgarbrautar 55 verði leiðrétt. Talsverðar umræður spunnust um skipulagstillöguna á fundi sveit- arstjórnar en almennt lýstu bæjar- fulltrúar ánægju sinni með skipu- lagsbreytingar fyrir svæðið. At- kvæðagreiðsla fór þannig að átta bæjarfulltrúar reyndust henni sam- mála en Ragnar Frank Kristjánsson (VG) sat hjá. Sveitarstjórn sam- þykkti því breytt deiliskipulag fyr- ir Borgarbraut 55, 57 og 59 með þeim breytingum sem fram koma á uppdrætti og í bókun umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar. Nú liggur fyrir að eftir að Skipu- lagsstofnun hefur samþykkt ný- afgreitt skipulag sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar munu lóðar- hafar fyrir Borgarbraut 57 og 59, þeir Snorri Hjaltason og Jóhannes Freyr Stefánsson, hefjast handa við endanlega hönnun svæðisins. Gera má ráð fyrir að framkvæmdir hefjist fyrir eða um mitt þetta ár. Gert er ráð fyrir blöndu íbúða- og atvinnu- starfsemi. mm Konudagurinn, fyrsti dagur forna mánað- arins Góu, er á sunnudaginn. Það er dagur húsfreyjunnar og í seinni tíð hefur sá sið- ur breiðst út að karlmenn færi eiginkonum sínum blóm eða eitthvað annað fallegt á konudaginn. En það þarf auðvitað ekki að minna þá á það! Fremur hæg breytileg átt og talsvert frost verður á morgun, fimmtudag. Snjómugga á annesjum norðanlands en bjart annars staðar á landinu. Vaxandi suðaustanátt síð- degis. Suðaustan 8-15 m/s og snjókoma sunnan- og vestanlands um kvöldið og heldur hlýnandi veður. Suðvestan 8-15 m/s og éljagangur en hvassari suðaustanátt og slydda austan til á landinu fram eftir degi. Frost 0-10 stig, mildast á Austurlandi. Á laug- ardag spáir norðaustan hvassviðri og snjó- komu um norðvestanvert landið en ann- ars hægari breytilegri átt. Léttskýjað og kalt í veðri. Ákveðin norðanátt með snjókomu eða élj- um en úrkomulitlu sunnanlands á sunnu- dag og mánudag. Vægt frost. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hversu marga kaffibolla drekkur þú á dag?“ Flestir, eða 34,05% sögðu „3-5 bolla“,18,78% sögðu „1-2 bolla“ og „6-8 bolla“ sögðu 17,03%. 8,78% drekka „9-11 bolla“ og 6,08% „12 bolla eða fleiri“. Sláandi 15,27% þeirra sem tóku afstöðu kváðust ekki drekka kaffi. Í næstu viku er spurt: Er spilling í þjóðfélaginu að aukast eða minnka? Snæfell varð á laugardag bikarmeistari í körfuknattleik kvenna eftir sigur á Grindavík í spennandi leik. Er það í fyrsta sinn sem lið- ið hampar þeim titli. Snæfellskonur eru Vest- lendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Innansveitar skotmótaröð BORGARNES: Mótanefnd Skotfélags Vesturlands ætl- ar að standa fyrir innanfé- lags-kvöldmótaröð í Silhou- ett-skotfimi og fer það fram í inniaðstöðu félagsins í Brák- arey. Notaðir verða 22 cal rifflar, skotið standandi á 25 metra færi og sjónaukar eru leyfðir. Sigurvegari á móta- röðinni verður sá sem flest stig hlýtur samanlagt og eru þá tal- in fjögur bestu mót hjá hverj- um og einum. Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin að loknu síðasta móti. Fyrsta um- ferð verður fimmtudaginn 18. febrúar klukkan 20 og önnur umferð fimmtudaginn 3. mars klukkan 20. Hinar verða 7. og 28. apríl og síðastustu umferð- ir verða 12. og 26. maí. Móts- gjald er 2.500 kr fyrir móta- röðina og greiðist við mæt- ingu. Félagsmenn, jafnt konur sem karlar, eru hér með hvatt- ir til að taka þátt. Síðasti dagur til skráningar er miðvikudag- inn 17. febrúar á motanefnd- skotvest@gmail.com. –fréttatilk. Ráðinn byggingafulltrúi AKRANES: Stefán Þór Steindórsson hefur verið ráð- inn byggingafulltrúi hjá Akra- neskaupstað og tekur við sem slíkur síðari hluta marsmánað- ar. Á vef Akranesbæjar segir að Stefán muni sinna lögbundn- um verkefnum byggingafull- trúa, þ.e. byggingaeftirliti, af- greiðslu byggingaumsókna og úttektum ásamt öðrum verk- efnum sem sviðsstjóri felur honum þ.m.t. skipulagsverk- efni. Sviðstjóri mun hins vegar, í ljósi samþykktar bæjarstjórn- ar frá 26. janúar síðastliðnum sinna lögbundnum verkefnum er varða skipulagsmál. Þetta er breyting frá því sem áður var þegar eitt starfsheiti var yfir skipulags- og byggingafulltrúa hjá bæjarfélaginu. Stefán er með BSc gráðu sem bygginga- fræðingur frá Københavns Er- hvervs Akademi. Hann hefur síðastliðin þrjú ár starfað sem byggingafræðingur í sölu- og tæknideild Gluggasmiðjunn- ar. Þar áður starfaði hann í þrjú ár hjá Gler og Brautum ehf. sem byggingafræðingur í tæknideild og hjá Arkitektur.is sem byggingafræðingur 2007 til 2009. Eiginkona Stefáns er Þórhildur Rafns Jónsdóttir og eiga þau tvö börn. –mm STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Snörp pólitísk átök hófust bak við tjöldin í Borgarbyggð snemma í síðustu viku sem enduðu á þann veg síðdegis á fimmtudaginn að meiri- hlutasamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks var slitið. Það var formlega gert í kjölfar fundar í sveitarstjórn sem fram fór síðdegis þann dag. Á fundinum voru reynd- ar ýmis mál afgreidd úr sveitar- stjórn, svo sem breytt skipulag fyr- ir Borgarbraut 55-59 í Borgarnesi. Var í raun ótrúlegt að verða vitni að því hvernig sveitarstjórnarfulltrú- ar „héldu andlitinu“ út fundinn í ljósi vitneskju um að þetta yrði síð- asti andardráttur þessa meirihluta- samstarfs. Úrslitaþáttur þess að upp úr samstarfi flokkanna slitnaði var ágreiningur um lyktir grunnskóla- málsins á Hvanneyri sem óneitan- lega hefur verið þyngsta mál sveit- arstjórnar á kjörtímabilinu og vald- ið deilum sem rist hafa djúpt. Það var að frumkvæði fulltrúa sjálfstæðismanna í sveitarstjórn, þeirra Björns Bjarka Þorsteinsson- ar, Hulda Hrannar Sigurðardótt- ur og Jónínu Ernu Arnardóttur að leggja fram tillögu á fundi sveitar- stjórnar á fimmtudaginn þess efn- is að sveitarstjórn bakkaði með fyrri ákvarðanir sínar um lokun Anda- kílsskóla í haust og færslu þriggja bekkjadeilda grunnskólans inn í leikskólann Andabæ. Tillagan var auk þeirra studd með atkvæðum Ragnars Frank Kristjánssonar full- trúa VG og Geirlaugar Jóhanns- dóttur og Magnúsar Smára Snorra- sonar frá Samfylkingu. Fulltrúar Framsóknarflokks sátu hjá við af- greiðsluna. Áður hafði sveitarstjórn hafnað tillögu Finnboga Leifsson- ar (B) um að vísa tillögu sjálfstæðis- manna til byggðarráðs. Strax hafist handa við meirihlutamyndun Þreifingar um myndun nýs meiri- hluta voru hafnar fyrir fund sveit- arstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Þá var Framsóknarflokkur búinn að bjóða sveitarstjórnarfulltrúum Samfylkingar „upp í dans.“ Sam- fylking er í oddaaðstöðu með tvo fulltrúa í sveitarstjórn og gat haf- ið samstarf við hvorn sem var af fráfarandi meirihlutaflokkum. Þessu boði framsóknarfólks höfn- uðu sveitarstjórnarfulltrúar Sam- fylkingar sem þótti vænlegra í ljósi málefna sem steytti á að hefja fyrst viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Viðræður S-flokkanna hófust strax á fimmtudagskvöldið. Föstudag- urinn var einnig nýttur frá morgni til kvölds. Rætt var við starfsfólk í ráðhúsi, starfsfólk leik- og grunn- skóla á Hvanneyri og fjölmarga fleiri. Nú liggur fyrir að ef viðræð- ur flokkanna leiða til myndunar nýs meirihluta verði starf sveitar- stjóra auglýst. Kolfinna Jóhannes- dóttir sveitarstjóri dró sig í hlé frá störfum í hádeginu á föstudaginn og við tók Eiríkur Ólafsson sem er staðgengill sveitarstjóra samkvæmt skipuriti. Þess er vænst að strax nú um miðja vikuna verði komið í ljós hvort viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks leiða til myndunar nýs meirihluta í Borgarbyggð, eða hvort leita verði annarra leiða við myndun meirihluta. Fundur flokk- anna var ráðgerður síðdegis í gær, eftir að Skessuhorn var sent í prent- un. mm Meirihlutinn féll í Borgarbyggð og strax hafin myndun nýs Frá fundi sveitarstjórnar síðastliðinn fimmtudag, þeim síðasta undir meirihluta- stjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var myndaður skömmu eftir kosningar í júníbyrjun 2014. Þá hafði verið ákveðið að Kolfinna Jóhannesdóttir tæki við starfi sveitarstjóra. Þessi mynd var tekin í Skallagrímsgarði þegar meiri- hlutasamstarfið var kynnt. Sveitarstjórn Borgarbyggðar sam- þykkti á fundi sínum á fimmtudag- inn með átta atkvæðum nýtt skipu- lag fyrir lóðirnar Borgarbraut 55, 57 og 59. Á fundinum voru teknar fyr- ir fundargerðir umhverfis,- skipu- lags- og landbúnaðarnefndar þar sem meðal annars skipulagið hefur verið til vinnslu. Sveitarstjórn sam- þykkti að auglýsa tillögu að breyt- ingu á deiliskipulagi 10. desember 2015. Sex athugasemdir bárust við skipulagsbreytingunni og meðal annars mótmæli 188 íbúa sem telja m.a. byggingamagn of mikið, gert sé ráð fyrir háreistum byggingum sem geti orsakað hættulega vind- sveipi og að bílastæði verði ekki nægjanleg. Jónína Erna Arnardótt- ir formaður nefndarinnar sagði frá athugasemdum sem bárust og við- brögðum við þeim. Meðal annars Lóðirnar sem um ræðir eru Borgarbraut 55, 57 og 59. Sveitarstjórn staðfesti nýtt skipulag miðbæjarreits í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.