Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201630 „Hver er uppáhalds drykkurinn þinn?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Ólöf Inga Birgisdóttir: „Pepsi max“ Kristín Sigfúsdóttir: „Kaffi“ Soffía Magnúsdóttir: „Vatn“ Sigurður Hallgrímsson: „Vodka“ Níels „kokkur“ Jónsson: „Sterkt kaffi“ Sunnudaginn 14. febrúar hóf ÍA keppni í Lengjubikar karla í knatt- spyrnu þegar liðið vann stórsigur á Grindavíkingum í Akraneshöll- inni með fimm mörkum gegn engu. Ásgeir Marteinsson skoraði fyrsta markið eftir tæplega korters leik og var það eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari var komið að Garðari Gunnlaugssyni að finna netmöskv- ana. Hann skoraði þrjú mörk áður en hinn ungi Stefán Teitur Þórðar- son innsiglaði fimm marka sigur ÍA á lokamínútu leiksins, en Stefán er aðeins 17 ára gamall. Næsti leikur ÍA í Lengjubikarnum fer fram laugardaginn 5. mars þegar liðið mætir Haukum. Sá leikur fer einnig fram í Akraneshöllinni. kgk Garðar með þrennu í fyrsta leik Strákarnir í meistaraflokki karla í knattspyrnu hjá Víkingi voru á æf- ingu nú á mánudaginn þegar ljós- myndari var á ferðinni í Ólafsvík. Voru þeir að undirbúa sig fyrir næsta leik í Lengjubikarnum og auðvitað átökin í Pepsídeildinni í sumar. Til- efnið var að fá mynd af strákunum með Dragostyttuna en hana hlaut Víkingur Ólafsvík á 70. ársþingi KSÍ um síðustu helgi. Dragostytt- urnar hljóta þau lið í efstu tveimur deildum KSÍ fyrir prúðmannlegast- an leik miðað við gul og rauð spjöld. Víkingur Ólafsvík hefur aldrei áður hlotið þessa viðurkenningu. þa Víkingsmenn hlutu Dragostyttuna Anna Kara Eiríksdóttir leikmað- ur Ungmennafélags Grundarfjarð- ar í blaki var á dögunum valin í A landslið kvenna í blaki. Þetta er í fyrsta skipti sem UMFG á leik- mann í A landsliði Blaksambands Íslands, en hefur áður átt leikmenn í yngri landsliðum. tfk Anna Kara valin í A landsliðið Víkingur Ólafsvík hóf leik í Lengju- bikarnum um síðustu helgi þegar þeir tóku á móti Selfossi í 2. riðli A deildar. Spilað var í Akranes- höllinni á laugardaginn. Víking- ar mættu sprækir til leiks en staðan var samt markalaus í hálfleik. Á 63. mínútu dró til tíðinda þegar Alfreð Már Hjaltalín kom Víkingum yfir. Skömmu síðar eða á 71. mínútu jók Hrvoje Tokic forystuna í 2 – 0. Sel- fyssingurinn Ragnar Þór Gunnars- son minkaði muninn á 86. mínútu og staðan orðin 2 – 1. Ekki kom- ust þeir lengra og leikurinn endaði 2 – 1 fyrir Víkingi og fara þeir vel af stað. Hin liðin í riðlinum eru Fjarð- arbyggð, KA, Fylkir og Breiðablik og komast tvö efstu liðin áfram í 8 liða úrslit. þa Víkingur hafði betur í fyrsta leik Um liðna helgi var Gullmót KR í sundi haldið í Laugardalslaug. Sundfélag Akraness sendi um 30 keppendur til þátttöku í mótinu og kepptu þeir í öllum aldursflokkum. Sundmenn af Akranesi syntu mörg góð sund og unnu félagsmenn til fjölda verðlauna, bæði einstak- lingar og boðsundssveitir. Alls urðu verðlaunin sextán talsins; sjö brons- verðlaun, sjö silfurverðlaun og tvenn gullverðlaun. kgk Sundfólk SA sneri heim hlaðið verðlaunum Boðsundsveitir SA sem unnu til silfurverðlauna í 4x50 metra skriðsundi í flokkum meyja og sveina. Ljósm. SA. Unglingaflokkur Snæfellskvenna spilaði bikarúrslitaleik við Keflavík í Laugardalshöllinni á föstudaginn. Þrátt fyrir stórt tap þá báru þær höfuðið hátt eins og Snæfellingar gera jafnan. þek Spiluðu til úrslita í unglingaflokki Stelpurnar í UMFG tóku á móti liði Fylkis fimmtudagskvöldið 11. febrú- ar. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og unnu fyrstu hrinuna 25-15 og komust í 1-0. Önnur hrina var ívið meira spennandi en jafnt var með liðunum alla hrinuna en það voru þó Fylkiskonur sem kláruðu hana með 27-25 sigri og komust því í 2-0. Heimamenn spýttu í lófana og ætl- uðu ekki að gefast svo auðveldlega upp og náðu að minnka muninn í þriðju hrinu sem þær sigruðu 25-18 og staðan því 2-1 gestunum í vil. Mikil barátta einkenndi fjórðu hrin- una og jafnt var á öllum tölum en það voru þó gestirnir sem náðu að klára leikinn með 25-23 stigum og sigruðu því leikinn 3-1. UMFG heimsótti Aftureldingu í gær, þriðjudag, í bikarleik. Sá leikur var ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. tfk Skagamenn tóku á fimmtudags- kvöldið á móti Breiðabliki í frest- aða leiknum svokallaða. Mikið var undir en liðin eru í hörkukeppni um sæti í úrslitakeppninni. Hjá ÍA lögð- ust svo ofan á þetta tilfinningar þar sem Sean Tate í liði ÍA missti góð- an vin sinni í vikunni og léku Skaga- menn með sorgarbönd til að votta „Beeper,“ eins og hann var kallað- ur, virðingu sína. Fyrsti leikhluti var kaflaskiptur en gestirnir leiddu eftir hann 18-19. Sama má segja um ann- an leikhluta. Blikar byrjuðu betur, en þá tóku Skagamenn syrpu og staðan í hálfleik 33-37 fyrir gestina. Í þriðja leikhluta small svo vörnin hjá ÍA en sóknin var á pari við fyrri hálfleikinn. Það þýddi að ÍA náði tökum á leikn- um, unnu fjórðunginn 15-6 og tóku forystuna í leiknum 48-43. ÍA byrjaði svo fjórða leikhlutann vel, náðu mest 13 stiga forystu í stöðunni 56-43 en Blikar voru ekki á þeim buxunum að þetta væri búið og náðu að saxa á for- skot heimamanna en í stöðunni 57-52 gáfu leikmenn ÍA aftur í og lönduðu að lokum mikilvægum sigri; 69-61. Það sem skóp sigurinn hjá ÍA var vörnin og greinilegt hver dagsskip- unin hafi verið. Hjá ÍA átti Sean Tate enn einn stórleikinn en hann skoraði 30 af 69 stigum ÍA auk þess að gefa fjórar stoðsendingar, taka fjögur frá- köst og stela þremur boltum. Eftir leikinn eru Skagamenn áfram í 5. sæti deildarinnar nú með 16 stig með fjögurra stiga forskot á Blika sem sitja enn í 7. sæti með 12 stig. Þess ber þó að geta að það er nóg eftir af deildinni og ljóst að baráttan um sæti í úrslitakeppninni mun halda áfram þá fimm leiki sem eftir eru af deild- arkeppninni. hh Baráttuleikur en tap í blakinu Sæmilegar sóknir en veglegar varnir skópu sigur Skagamanna Sean og Fannar en ÍA léku með sorgarbönd í virðingarskyni við félaga Sean sem féll frá í vikunni langt fyrir aldur fram. Ljósm. jho.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.