Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 32

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 32
Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Helstu verkefni og ábyrgðarsvið: Veita Grundaskóla faglega forystu. Virk þátttaka í þróun og skipulagi skólastarfs á Akranesi. Menntunar- og hæfnikröfur: Leiðtogahæfni, metnaður og áhugi á skólaþróun og nýjungum er skilyrði. Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun er skilyrði. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar eða uppeldis- og kennslufræða er æskileg. Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti. Laun eru samkvæmt kjarasamningi SNS og KÍ. Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2016. Umsóknarfrestur er til 29. febrúar 2016. Jóna Björk Sigurjónsdóttir jona.sigurjonsdottir@capacent.is og Gunnar Gíslason gunnar.gislason@akranes.is þar sem kemur fram ástæða umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi til starfsins. Akranes og unglinga á Akranesi. Grundaskóli Grundaskóli hefur á að skipa reynslumiklu og hæfu starfsfólki og er með um 600 nemendur í 1 til 10 bekk. Leiðarljós Grundaskóla er metnaðarfullt nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Hann hlaut meðal annars Íslensku menntaverðlaunin fyrstur allra skóla. J Á K V Æ Ð N I M E T N A Ð U R V Í Ð S Ý N I Við leitum að umbótasinnuðum og farsælum leiðtoga Skólastjóri Grundaskóla U JÓ N SD Ó T T IR „Þann 4. október í fyrra var ég fótbolta með syni mínum. Þetta var svokallaður foreldrafótbolti í íþróttahúsinu hér í Grundarfirði. Þegar langt var liðið á tímann fann ég eins og einhver hefði sparkað aft- an á hægri fótinn á mér þannig að ég féll. Ég sneri mér við og ætlaði að fara að skamma samherja minn en þá stóð enginn fyrir aftan mig. Þá áttaði ég mig á því hvað hefði gerst því ég hafði heyrt lýsingarnar. Ég væri líklega með slitna hásin. Þarna lá ég og gat mig ekki hreyft og þetta var mjög sárt. Ég var fluttur með sjúkrabíl niður á heilsugæslu, fé- lögum mínum í sjúkraflutningunum til mikillar gleði! Þar var ég gifsaður í svokallaða ballerínustöðu.“ Þann- ig lýsir Tómas Freyr Kristjánsson sjúkraflutningamaður, skrifstofu- maður, fréttaritari og ljósmyndari Skessuhorns í Grundarfirði upp- hafinu á því sem ætlar reynast hon- um bæði langt og leiðigjarnt sjúkra- ferli með tilheyrandi takmörkunum á ferðafrelsi. Gerðist án fyrirvara Hásinin er sterkasta og sverasta sin líkamans. Hún liggur aftanvert á leggnum og myndar tengsl milli hæl- beins og kálfavöðva. Þessi sin getur slitnað hjá fólki og það mun algeng- ara hjá körlum en konum. Þegar há- sin slitnar upplifir fólk það einmitt eins og Tómas lýsir því. Það er eins og sparkað sé á kálfann aftanverðan. Tenging kálfavöðvans við hælbeinið rofnar og fólk fellur við. „Þetta gerð- ist algerlega fyrirvaralaust. Ég hafði ekki fundið fyrir neinum eymslum áður eða neitt. Allt í einu slitnar bara hásinin. Reyndar mun þetta geta átt sér stað meðal þeirra sem hafa áður verið að æfa íþróttir en síðan hætt og stífnað eftir það. Ég æfði fótbolta til 2013 en hætti því þá þegar við hjón- in eignuðumst dóttur okkar.“ Tómas Freyr segir að hefðbund- inn bati eftir að fólk slíti hásin feli í sér fjórar vikur með fótinn í gifsi. Síðan taki við aðrar fjórar vikur í gönguspelku og svo endurhæfing. „Samtals er ferlið um 28 vikur eða um sjö mánuðir þangað til maður ætti að vera orðinn þokkalegur að nýju. Ég fór í þetta og var byrjaður í endurhæfingu núna eftir áramót- in. Þannig fór ég alltaf tvisvar í viku í Stykkishólm til sjúkraþjálfara. Þetta leit allt vel út miðað við aðstæður. Ég var farinn að ganga nokkuð eðlilega, var nokkurn veginn óhaltur og orð- inn nokkuð brattur.“ Slitnaði í annað sinn Bataferlið sem gekk svo vel fékk hins vegar bráðan endi föstudag- inn 5. febrúar síðastliðinn. „Það er þannig að ég er að ganga út úr bílskúrnum heima að ég finn smell í fætinum. Fyrst hélt ég að það hefði hrunið snjór ofan af þakinu og lent aftan á fótleggnum. Ég leit við og þar var ekki neitt. Það rann upp fyrir mér hvað hefði gerst og þá gersamlega féllust mér hendur. Ég skildi að hásinin hefði slitnað á nýjan leik.“ Það kemur fyrir að fólk slíti há- sin á nýjan leik á meðan það er í bataferli eins og Tómas. Slíkt er þó ekki mjög algengt. Rannsókn- ir sýna að það geti gerst í um 5 til 15% tilfella. Því er óhætt að segja að Tómas Freyr hafi verið óhepp- inn. „Við þetta upphefst sama ferl- ið aftur. Ég fór suður og þar var fóturinn myndaður. Það kom í ljós að 70 til 80 prósent af hásininni væri trosnuð. Hún var því ekki al- veg slitin heldur hangir hún föst við hælinn á eitthvað um 20 pró- sentum. Það skýrir sennilega af hverju þetta var ekki jafn sárs- aukafullt nú í seinna skiptið og hið fyrra. Hins vegar get ég ekki lýst því hvað ég var rosalega svekktur að lenda aftur í þessu. Ég tel mig ekki hafa farið óvarlega. Nú taka við aftur við fjórar vikur í gifsi, síð- an er það gönguspelka og svo end- urhæfing. Ég byrja aftur á byrjun- arreit í bataferlinu. Reyndar verð- ur skoðað núna hvort ég verði sendur í aðgerð eða hvort það eigi að freista þess að láta þetta gróa aftur eins og síðast.“ Fréttaritari Skessuhorns í Grundarfirði mun því „skrönglast um á hækjum næstu vikurnar,“ eins og hann orðar það. „Ég verð að- eins betri þegar ég verð kominn í gönguspelkuna. Þetta er bara verk- efni, maður verður bara að taka þessu úr því sem komið er. En ég ætla samt að reyna að taka myndir og vera á vaktinni fyrir Skessuhorn þó hreyfigetan verði kannski ekki nálægt hundrað prósentum,“ seg- ir hann furðu hress í bragði þrátt fyrir allt. „Ég vorkenni konunni minni Guðrúnu Jónu Jósepsdóttur mest, þar sem að nú verður tölu- vert meira á hana lagt aftur hvað varðar heimilisstörf og barnaupp- eldi.“ mþh Seinheppinn fréttaritari sleit í tvígang hásin Tómas Freyr Kristjánsson heima í stofu að lesa Skessuhorn með slitna hásin í annað sinn. Að slíta hásin er ekkert grín enda eru hásinar stærstu sinar líkamans tengja saman kálfavöðva við hæl og eru þannig í lykilhlutverki við allar fótahreyfingar. Mynd er af vefnum heilsutorg.is þar sem nánar má fræðast um slit á hásinum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.