Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 9 Norðurál er eitt stærsta iðnfyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrir tækinu starfa um 600 manns með fjöl breytta menntun og bakgrunn. Árleg framleiðslugeta er um 300 þúsund tonn af hágæða áli. HeilindiHagsýni Liðsheild nordural.is MENNTUNAR- OG HÆFNISKRÖFUR: • Rafiðnfræði eða sambærileg menntun • Reynsla í notkun iðntölva í iðnaði þar sem gerðar eru kröfur til öryggis og áreiðanleika • Þekking á Allen Bradley iðntölvum og forritunarmálum er æskileg • Hæfni í mannlegum samskiptum • Frumkvæði, nákvæmni og öguð vinnubrögð Við leitum að reyndum sérfræðingi í iðntölvum og stjórnkerfum fyrir vél- og rafbúnað. Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar nk. Umsókn ásamt ferilskrá óskast fyllt út á www.nordural.is. Nánari upplýsingar um starfið veita Fjalar Ríkharðsson, framkvæmda- stjóri Viðhaldsssviðs, og Valka Jónsdóttir starfsmannastjóri í síma 430-1000. Öllum umsóknum verður svarað og trúnaði heitið. Hjá Norðuráli leggjum við áherslu á jafna möguleika karla og kvenna, endur- menntun og starfsþróun, frábæran starfsanda og samstarfsfélaga. Starfinu fylgir góð starfsaðstaða í lifandi umhverfi þar sem metnaður og fagmennska eru í fyrirrúmi. SÉRFRÆÐINGUR Í IÐNSTÝRINGUM STARFSSVIÐ: • Fyrirbyggjandi viðhald og eftirlit • Bilanagreiningar • Hámörkun á áreiðanleika iðnstýrikerfa Um er að ræða ýmis iðntölvu- og skjágæslukerfi (SCADA) innan verksmiðjunnar. „Það er búin að vera mjög góð veiði, svo sem hjá stóru netabátunum eins og Saxhamri og Magnúsi. Magnús SH var með níu til 27,4 tonn eft- ir daginn en Saxhamar SH minnst með 15,3 tonn og mest 32,1 tonn. Faxaborg sem rær með línu var líka með góðan afla. Hún landaði þrisvar og var með 20 til 31 tonn í róðri. Það var sérlega góð veiði og líflegt hér hjá okkur á fimmtudaginn. Til að mynda var Rifsari þá með 38 tonn. Stóru línubátarnir veiddu einnig vel, til dæmis landaði Tjaldur 97,4 tonn- um á fimmtudaginn. Hafnartindur og Reynir Þór lönduðu báðir tvisv- ar þennan sama dag því það var svo góður afli í netin hjá þeim. Hafnar- tindur fékk 15 tonn og Reynir Þór 12,7 tonn þann dag,“ segir Hafrún Ævarsdóttir hafnarvörður í Rifi í samtali við Skessuhorn. Sumir keppa um tonn Einn þeirra báta sem stunda nú veiðar undir Jökli er Signý HU. Báturinn rær með línu og kom inn til löndunar á Arnarstapa á fimmtu- dagskvöld með tæp fjögur tonn á 28 línubala sem hvor er með 420 króka. Nær allt var fallegur þorskur. „Það er alveg hægt að fá tíu til tólf tonn með því að róa í smáfisk en ég vil bara vera í þessum stóra. Mér dett- ur ekki til hugar að drepa þessi smá- kvikindi,“ sagði Svanur Karl Frið- jónsson skipstjóri. Svanur Karl, sem þekktur er sem Kalli Fía í flotanum, sagði að und- arlegt ofurkapp væri hlaupið í suma á línutrillunum og honum þætti það vond þróun. „Það er þessi listi yfir aflahæstu bátana sem birtur er á vefnum aflafrettir.is á netinu sem er að gera allt vitlaust. Það er svo mikill metingur á milli sumra um það að vera á aflatoppnum í tonn- um talið. Mönnum er alveg sama um það þó þeir landi bara smáfiski, bara ef það er nógu mikið magn svo þeir geti verið aflahæstir á aflafrett- ir.is. Þeir eru að veiða ruslfisk sem nær ekki tveimur kílóum og koma kannski með tíu, tólf tonn í land af þessu bara til að vera aflahæst- ir.“ Kalli Fía sagði að það væri ekk- ert mál að leggja línuna á ákveðn- um svæðum og fá 400 til 500 kíló á balann en hann tæki ekki þátt í því. „Ég kem ekki nálægt smáfiskadrápi. Í dag vorum við hér út af Dagverð- aránni og við sjáum nú greinilega að stóri þorskurinn er byrjaður að síga inn í átt að grunninu.“ mþh Þorskurinn mok- veiðist undir Jökli Fallegur línuþorskur úr afla Signýjar HU kominn á bryggjuna á Stapa. Guðmundur Ívarsson (Mási) hafnarvörður á Arnarstapa vigtar hér hluta aflans úr Signýju. Kalli Fía á bryggjunni á Arnarstapa með tvo væna þorska sem hann fékk á línuna á fimmtudaginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.