Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 11 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Kjósarveitna ehf. Ásgarði í Kjós, kl. 11.00 þriðjudaginn 8. mars 2016. Sími 453-5050, netfang thorvaldur@stodehf.is Útboð SK ES SU H O R N 2 01 6 Kjósarveitur ehf. óska eftir tilboðum í vinnu við hitaveitulagnir sem leggja á frá borholum við Möðruvelli að bæjum og frístundahúsasvæðum í Kjós á árunum 2016 og 2017 Úboðið nefnist: Kjósarveitur hitaveita 2016-2017 - Vinnuútboð Útboðið skiptist í þrjá sjálfstæða verkhluta og er heimilt að skila inn tilboði í einn eða fleiri hluta þess. Lögn stofnlagna úr stáli frá borholum við Möðruvelli Stálpípur DN 25 – DN 50 5,2 km Stálpípur DN 65 – DN 80 12,4 km Stálpípur DN 100 – DN 125 17,0 km Stálpípur DN 150 – DN 200 7,7 km Ídráttarrör gagnaveitu 45 km Lögn dreifikerfa á frístundahúsasvæðum Stálpípur DN 40 – DN 65 2,1 km PEX 20/77 – 32/77 21,7 km PEX 40/90 2,0 km PEX 50/110 3,6 km PEX 63/125 2,7 km Ídráttarrör gagnaveitu 135 km Lögn dreifikerfis utan frístundahúsasvæða PEX 20/77 – 32/77 28,9 km PEX 40/110 7,1 km PEX 50/125 4,5 km PEX 63/140 2,7 km Ídráttarrör gagnaveitu 88 km Öllum verkhlutum skal að fullu lokið fyrir 1. desember 2017. Útboðsgögn verða seld á kr. 10.000 hjá Stoð ehf. verkfræðistofu Aðalgötu 21 Sauðárkróki frá og með miðvikudeginum 17. febrúar 2016. Kjósarveitur ehf. Húsnæði útibús Lyfju í Hyrnutorgi í Borgarnesi hefur verið endurinn- réttað og fengið gagngera andlits- lyftingu. Það hafði verið óbreytt allt frá aldamótum þegar Hyrnu- torg var opnað. Húsnæðið hefur nú verið málað, endurskipulagt og endurnýjaðar allar innréttingar. Þá voru filmur fjarlægðar úr gluggum þannig að nú er mun bjartara yfir. Starfsfólkið var að vonum ánægt með breytingarnar þegar blaða- maður leit við í síðustu viku. Í til- efni þessa voru ýmis tilboð á vörum í apótekinu. mm Nýjar innréttingar og birtir yfir í Lyfju Í Lyfju í Borgarnesi. F.v. Ingibjörg Marteinsdóttir, Smári Björgvinsson og Elsa Þor- grímsdóttir. Freyjukórinn í Borgarfirði hvetur allar syngjandi konur á Vesturlandi og víðar til að taka þátt í söngbúð- um sem fyrirhugaðar eru. „Öllum syngjandi konum á Vesturlandi og víðar stendur til boða að taka þátt í söngbúðum með djasssöngkonunni Kristjönu Stefánsdóttur. Söngbúð- irnar verða haldnar í Hjálmakletti í Borgarnesi helgina 12. til 13. mars næstkomandi og stendur skrán- ing nú yfir,“ segir í tilkynningu frá kórnum. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Krist- jönu Stefánsdóttur og Zsuzsönu Budai kórstjórnanda Freyjukórs- ins. „Undirbúningur er í hámarki en stjórn Syngjandi kvenna annast undirbúning. Freyjukórinn stofn- aði fyrst til þessa atburðar í mars árið 2012. Strax á fyrsta ári var þátttaka mjög góð og konur úr öll- um áttum streymdu að. Allt bend- ir til þess að þátttaka verði einnig mjög góð í ár.“ Markmiðið með söngbúðun- um er að efla sönggleði, þjálfa og hvetja konur til þátttöku í söng- starfi. Söngbúðirnar eru opnar öll- um konum; ungum og öldnum, sem áhuga hafa á söng. Það er ekki skilyrði að hafa tekið þátt í kóra- starfi. Meðal laga sem æfð verða að þessu sinni eru: Perfect – Fairgro- und Attraction, The tide is high, Stairway to heaven, Boy from New York City, Rolling in the deep, Ir- ish blessing, Líttu sérhvert sólar- lag, Eitthvað undarlegt, Hudson bay, Umvafinn englum og fleiri. „Mikil samstaða og gleði hef- ur skapast milli þátttakenda og krafturinn engu líkur. Hvetjum við konur til að taka þátt og skrá sig sem fyrst á vefnum: vefurinn. is/freyjur. Einnig er hægt að senda beiðni um frekari upplýsingar í netfangið syngjandikonur@gma- il.com. Söngbúðirnar enda með tónleikum í Hjálmakletti í Borgar- nesi. Þær konur sem geta fara síð- an á flakk með hópnum og syngja í Grundarfirði miðvikudagskvöldið 16. mars og til Hólmavíkur laug- ardaginn 19. mars. mm Krafturinn engu líkur í söngbúðum syngjandi kvenna Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Skeifunni 3h ll Sími: 588 5080 ll dynjandi.is Ryk- og gasgrímur Hjá Dynjanda færðu ryk- og gasgrímur sem uppfylla ströngustu kröfur. Við veitum þér faglega aðstoð. Hafðu samband.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.