Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201610 Kattarfló hefur greinst í ketti á höf- uðborgarsvæðinu en óværa þessi er ekki landlæg hér á landi. Kattafló getur valdið bæði dýrum og mönn- um miklum óþægindum og jafnvel veikindum. Matvælastofnun hvetur í tilkynningu fólk til að vera á varð- bergi gagnvart þessari óværu og leggur áherslu á að reynt verði að uppræta hana. Kattafló hefur aðeins greinst í stökum tilfellum hér á landi, m.a. á hundum á árunum 1980 og 1984 og á innfluttum dýrum í einangrun árið 2012 (kanína) og árið 2013 (hund- ur). Í öllum tilvikum náðist að upp- ræta flóna. Vert er að vekja athygli á að kattafló er frábrugðin fuglafló (Ceratophyllus gallinae), sem er landlæg hér á landi. Fuglaflær geta ekki fjölgað sér á og lifað á köttum og hundum eins og kattaflóin. Dýr- in geta þó borið fuglaflærnar í feldi sínum í skamman tíma og þá oft eftir að hafa komið nálægt hreiðr- um eða fuglum á sumrin. Ekki er hægt að greina milli kattaflóa og fuglaflóa með berum augum, það þarf að gera í smásjá af fagfólki. Kattaflóin getur valdið bæði dýr- um og mönnum miklum óþægind- um og jafnvel veikindum. Hún get- ur jafnframt borið með sér sýkla sem ekki hafa greinst í dýrum hér á landi, svo sem Rickettsia og Barto- nella, sem geta valdið veikindum í köttum og jafnframt borist í fólk. Það er því mikils um vert að koma í veg fyrir að hún nái fótfestu hér á landi. Matvælastofnun hvetur því fólk til að vera á varðbergi og hafa samband við dýralækni ef það telur sig sjá flær á dýrum sínum. Ef dýrin klóra sér, sleikja eða bíta í húðina meira en venjulega er rétt að skoða feldinn vel. Flærn- ar eru dökkbrúnar, u.þ.b. 1-3 mm að stærð og eru því sýnilegar með berum augum. En stundum get- ur verið erfitt að koma auga á þær sjálfar og oft auðveldara að sjá flóa- skítinn. Ráð er að setja hvítt hand- klæði undir dýrið og nudda feldinn eða kemba með flóakambi, ef svört korn falla úr feldinum er hugs- anlegt að þau séu flóaskítur. Haf- ið samband við dýralækni ef grun- ur um flær vaknar. Dýrin þarf að meðhöndla og samhliða þarf að gera ráðstafanir á heimilinu til að uppræta flærnar. Egg flónna falla af dýrinu og klekjast út t.d. í tepp- um, húsgögnum og glufum í gólfi. Lirfurnar þrífast best við stofuhita og hátt rakastig. Lirfurnar púpa sig eftir nokkra daga og fullorðnar flær koma svo úr púpunum þegar að- stæður eru hentugar, s.s. þegar lif- andi dýr eða manneskja er í hæfi- legri nálægð. mm Kattarfló greinist á ketti Miðvikudaginn 10. febrúar síð- astliðinn hittu björgunarsveitir úr Borgarfirði og Akranesi þyrlubjörg- unarsveit frá kanadíska flughern- um uppi á Langjökli. Þyrlusveitin var stödd hér á landi í boði Land- helgisgæslu Íslands. Með þeim kom að auki sveit undanfara frá Hjálp- arsveit skáta í Garðabæ sem flaug með þeim frá Reykjavík. Þyrlusveitin sinnir björgun og eftirliti á hafsvæðinu sem nær frá Nýfundnalandi að björgunarsvæði Íslands. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast viðbragðsaðilum á Ís- landi, kynnast starfsaðferðum þeirra og deila sinni reynslu og kunnáttu með þeim. Heimsóknir sem þess- ar eru einnig mikilvægar til að gera íslenska viðbragðsaðila betur búna undir að taka á móti erlendu björg- unarliði ef á þyrfti að halda. Ætlunin var að æfa með þyrlum kanadísku sveitarinnar og Land- helgisgæslu Íslands um morguninn. Sú áætlun fór þó úr skorðum þar sem báðar þyrlurnar voru kallað- ar út vegna slyss í Reynisfjöru, þeg- ar erlendan ferðamann tók þar út með briminu. Þrátt fyrir það náðist að nýta tímann nokkuð vel. Þyrlu- sveitin fékk að kynnast björgunar- tækjum íslensku sveitanna og fékk bílferð um jökulinn þar sem mann- gerðu ísgöngin hjá Into the Gla- cier voru meðal annars skoðuð. Þá fékk íslenska björgunarsveitarfólkið að kynnast þyrlunni og fór í stutta flugferð. Kanadíska þyrlan er mjög stór og öflug, af gerðinni Agusta West- land CH-149 Cormorant. Hún er næstum helmingi stærri en þyrl- ur íslensku Landhelgisgæslunnar. Hún getur tekið 30 farþega í sæti eða 16 sjúklinga í börum, auk fimm manna áhafnar. Flugþolið er allt að 750 sjómílur (1.389 km). Und- ir stéli hennar er rampur sem hægt er að setja niður til að taka inn og setja út farm. Kjartan S Þorsteinsson, Björgunar- félagi Akraness skráði. Ljósm. Kristveig Anna Jónsdóttir. Kanadísk þyrlusveit æfði með björgunarsveitum á Langjökli Vilhjálmur Egilsson rektor útskrif- aði á laugardaginn tæplega 80 nem- endur úr öllum deildum skólans. Í útskriftarræðu sinni vék Vilhjálmur að því að fyrst og fremst væri Há- skólinn á Bifröst til fyrir nemend- ur og allt starf skólans mjög nem- endadrifið. Þannig lifi skólinn á því að veita nemendum framúrskar- andi kennslu og námsumgjörð og búa nemendur vel undir þátttöku á vinnumarkaðnum í framhaldi af skólanáminu. Þá ræddi Vilhjálmur um að í stefnumörkun ársins sem og í nánustu framtíð væri að gera enn betur, enn hagkvæmar og enn meira. „Þess vegna erum við á árinu 2016 að beina nýsköpunargetunni fyrst og fremst að núverandi náms- línum og núverandi kennsluaðferð- um og skipulagi þannig að skólinn eins og hann er verði betri, hag- kvæmari og skili meiru til nemend- anna,“ sagði Vilhjálmur. Fín lína á milli metnaðar og græðgi Í ræðu sinni vék Vilhjálmur einnig að mikilvægi þess að þekkja mun- inn á metnaði og græðgi þar sem að oft gæti verið erfitt að finna lín- una þar á milli. Hann sagði metn- að sannarlega vera eina af dyggð- um mannsins en græðgin verði fólki aldrei annað en að fótakefli þar sem það sæktist eftir sífellt meiru án þess að taka tillit til ann- arra og verði aldrei ánægt með það sem það hafi. Þetta væri mikilvægt að hafa í huga á tímum sem nú þegar ör hækkun verður á tekjum og kaupmætti í samfélaginu. Sam- hliða rifjaði Vilhjálmur upp gildi Háskólans á Bifröst; frumkvæði, samvinnu og ábyrgð, þar sem frumkvæði og metnaður haldist í hendur en ábyrgðin sé eitt af þeim tækjum sem megi nota til að verj- ast græðginni. „Við eigum líka eft- ir að sjá margar freistingarnar í at- vinnulífinu verða á vegi þeirra sem þar hasla sér völl. Ótal tilboð og tækifæri munu koma fram þar sem menn vilja kaupa og selja á háu verði verðmæti sem ekki er búið að skapa og fjárfesta á grunni óraun- hæfra væntinga. Á endanum munu þeir svo lifa sem hafa getuna til að taka á sig áföll þegar þau koma,“ sagði Vilhjálmur. Í ræðu sinni rakti rektor einn- ig það ferli sem liggur að baki því að gæði Háskólans á Bifröst voru nýverið staðfest af Gæðaráði ís- lenskra háskóla. Bæri nemendum að líta á þá staðfestingu sem sína útskriftargjöf. „Gleðjumst í dag. Framtíðin kemur á morgun. Við erum undirbúin fyrir hana,“ sagði Vilhjálmur í lok ræðu sinnar til út- skriftarnema. Verðlaun og útskriftarræður Útskriftarverðlaun hlutu Elva Pét- ursdóttir á viðskiptasviði, Björn Líndal Traustason á lögfræðisviði og Gústaf Gústafsson á félagsvís- indasviði. Í meistaranámi hlutu út- skriftarverðlaun Magnús Bolla- son á viðskiptasviði, Rakel Marín Jónsdóttir á lögfræðisviði og Þór- unn Björnsdóttir á félagsvísinda- sviði. Malin Marika Eldh hlaut viðurkenningu frá VR fyrir best- an árangur í diplómanámi í versl- unarstjórnun. Að auki fengu eftir- farandi þrír nemendur felld nið- ur skólagjöld á haustönn í tilefni af framúrskarandi námsárangri: Ása María H. Guðmundsdóttir á félagsvísindasviði, Svanberg Hall- dórsson á viðskiptasviði og Ellen Ósk Eiríksdóttir á lögfræðisviði. Nemendur sem héldu útskriftar- ræðu voru: Jóna Dóra Ásgeirsdótt- ir fyrir hönd viðskiptasviðs, Sjöfn Hilmarsdóttir fyrir hönd lögfræði- sviðs og Georg Kristinsson fyrir hönd meistaranema. Í ávörpum fulltrúa allra útskrift- arhópa kom fram mikil ánægja með að hafa valið Háskólann á Bifröst. Samkenndin meðal nemenda væri rík á Bifröst og að Háskólinn á Bif- röst væri í alla staði góður skóli til að öðlast framúrskarandi menntun sem skilaði nemendum vel undir- búnum út í atvinnulífið. Karlakór- inn Söngbræður sá um söngatriði við útskriftina við undirleik Heim- is Klemenzsonar. mm/mó Brautskráð frá Háskólanum á Bifröst Vilhjálmur Egilsson rektor stýrði athöfninni. Horft yfir salinn við útskriftarathöfnina.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.