Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201612 Ung hjón á Akranesi hafa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Vesturlands gegn fyrri eigendum fasteignar sem þau keyptu undir lok árs 2014. Um er að ræða fasteign sem stendur við Vesturgötu og er í nágrenni fisk- þurrkunarverksmiðjunnar Lauga- fisks. Ellen Óttarsdóttir og Pétur Eyþórsson telja leyndan galla hafa verið á fasteigninni vegna skorts á upplýsingum um mikla ólykt sem stafar frá Laugafiski, þegar kaup- in fóru fram. „Við erum ekki sátt við að hafa ekkert fengið að vita hvers eðlis þetta er, þetta er það stór galli að við hefðum átt að fá að vita af þessu. Okkur finnst þetta vera forsendubrestur, við hefðum ekki gert kauptilboð ef við hefð- um vitað af þessu,“ segir Ellen í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir lyktina óbærilega í ríkjandi vind- átt. „Þetta er eitthvað sem við vilj- um ekki sætta okkur við og okkur langar ekki að venjast þessari lykt.“ Hún segir þau hafa reynt að komast að samkomulagi við fyrri eigend- ur fasteignarinnar en án árangurs. „Við komumst ekki upp með ann- að en að fara dómstólaleiðina. Þetta er eini kosturinn í stöðunni að okk- ar mati.“ Ekki vongóð um að lyktin minnki Laugafiskur er í eigu HB Granda sem hefur hug á því að stækka fisk- þurrkunarverksmiðjuna á næstu misserum. Akraneskaupstaður auglýsti nýverið breytingu á deili- skipulagi vegna stækkunarinnar. Ef af stækkuninni verður gerir HB Grandi ráð fyrir því að afköst fisk- þurrkunarinnar fari úr 170 tonn- um á viku í 250 - 300 tonn eftir byggingu fyrsta áfanga en áform- að er að verksmiðjan verði stækk- uð í tveimur áföngum. Við bygg- ingu annars áfanga muni afköstin aukast um 300 - 350 tonn á viku. Tillögunni fylgir umhverfisskýrsla þar sem gerð er grein fyrir áhrif- um starfseminnar, aðgerðum til að lágmarka neikvæð áhrif á nágrenn- ið og hvernig áhrifin verði mæld. Þá er samantekin niðurstaða skýrsl- unnar að bætt húsnæði og búnað- ur muni draga verulega úr lyktar- mengun í nærumhverfi starfsem- innar þrátt fyrir aukna afkastagetu. Fram kemur í deiliskipulagstillög- unni að óheimilt sé að veita bygg- ingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja að umhverf- isáhrif vegna fyrsta áfanga verði fullnægjandi. Að sögn Ellenar eru þau Pétur ekki vongóð um að lykt- in lagist ef af stækkun verksmiðj- unnar verður. „Ég hef enga trú á því, ekki miðað við hvernig fór með fiskþurrkunina í Þorlákshöfn. Ég hef ekki trú á því að Lýsi sé að flytja sína verksmiðju í Þorlákshöfn út fyrir íbúðabyggð ef það er til mengunarbúnaður sem virkar fyrir þetta. Þeir hafa nú þegar eytt tug- um milljóna í hreinsibúnað og ekki hefur gengið að losna við lyktina,“ segir Ellen alvarleg. Geta ekki opnað glugga Hjónin eiga þrjú börn á grunn- skólaaldri og segir Ellen börnin ekki vilja leika sér úti þegar lykt- in er sem verst. Þá sé ekki hægt að opna glugga, hengja út þvott eða njóta útiveru. „Við eyddum sum- arfríinu okkar í að flýja heimilið okkar, að flýja lyktina,“ segir Ell- en. Fjölskyldan er að öðru leyti ánægð á Akranesi og hún segir þau í raun ekki langa til að flytja úr bæj- arfélaginu. „Við erum ánægð með allt annað hérna. Við erum ánægð með skólann og ánægð með hús- ið sem slíkt. En þetta er það stór galli að við erum ekki tilbúin að sætta okkur við hann.“ Hjónin vilja því láta rifta kaupsamningnum um húsið. Dómskvaddur matsmaður mun meta áhrif ólyktarinnar í mál- inu. „Meðal þess sem liggur fyrir er skýrsla VSÓ ráðgjafar um lykt- armengunina á svæðinu og íbúa- greinar sem birst hafa í blöðum. Dómskvaddur matsmaður mun svara spurningum varðandi það hvaða áhrif þetta hefur á verðmæti fasteignarinnar. Ákvörðum bæjar- ráðs hefur engin áhrif á það.“ Hún segir þau upphaflega hafa hugsað sér að flytja ofar í bæinn, þar sem lyktarinnar gætir ekki. „En það er sama hvort við vinnum eða töp- um þessu máli, ef þessi verksmiðja verður að veruleika þá erum við farin héðan.“ grþ Höfða mál gegn fyrri eigendum húss Umrædd fasteign er fallegt einbýlishús sem stendur við Vesturgötu á Akranesi. Ellen Óttarsdóttir. Á morgun, fimmtudaginn 18. febrúar, verður mikið um dýrð- ir í Frystiklefanum í Rifi á Snæ- fellsnesi. Þá verður Eyrarrósin 2016 afhent þar vinningshöfum úr höndum Dorritar Moussaieff for- setafrúr. Þrjú verkefni hafa hlotið tilefningar í ár en það eru Menn- ingar- og fræðslusetrið Eldheimar í Vestmannaeyjum, alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar sem fram fer í Garði og Verksmiðj- an á Hjalteyri, sem er listamið- stöð með sýningarsali og gesta- vinnustofur í gamalli síldarverk- smiðju Kveldúlfs við Eyjafjörð. Að auki eru svo sjö önnur menning- arverkefni á lista Eyrarrósarinnar. Meðal þeirra eru kvikmyndahátíð- in Northern Wave sem haldin er árlega í Grundarfirði. Í fyrra var það Frystiklefinn í Rifi sem hlaut þessi eftirsóttu verðlaun og því fer afhending verðlaunanna í ár fram einmitt þar. „Forsetahjónin hafa boðað komu sína og það verður mikill heiður að fá þau í heimsókn. Þau hafa ekki komið hingað fyrr. Dor- rit afhendir verðlaunin við hátíð- lega athöfn sem hefst klukkan 13 þar sem verða viðstaddir fullrú- ar allra þeirra menningarverkefna sem eru tilnefnd. Annars mun ég kynna starfsemi Frystiklefans fyr- ir öllum þeim sem koma hingað þennan dag,“ segir Kári Viðars- son leikari og eigandi Frystiklef- ans í Rifi. Þessa dagana er unnið að endur- bótum á Frystiklefanum sem auk þess að vera leikhús og listasmiðja er einnig gistiheimili fyrir ferða- menn. Þessa dagana er Mekk- ín McPower listakona að mála og myndskreyta öll herbergin að inn- an. „Það væri gaman að fá hana til að mála mynd af forsetahjónunum á vegg hérna inni og fá þau síðan til að árita hana,“ segir Kári sposk- ur á svip. Annasamt leikár framundan Þegar blaðamaður Skessuhorns hitti Kára í liðinni viku var hann að búa sig undir heimsókn þýskra ferða- blaðamanna sem voru á ferð að kynna sér Vesturland sem ferða- þjónustusvæði. „Við verðum með dagskrá fyrir þau og eitthvað grín. Annars er allt að fara af stað með hækkandi sól. Það verða nokkr- ir viðburðir hjá okkur núna reglu- lega fram að sumri. Þann 25. febrú- ar verður Björn Thoroddsen gítar- leikari hér með tónleika. Svo kem- ur hljómsveitin Valdimar hingað. Við erum síðan að skoða að gera eitthvað sniðugt um páskana,“ seg- ir Kári. Sumarið verður síðan ann- asamt í Frystiklefanum. „Við verð- um með fimm leiksýningar í gangi yfir 12 vikna tímabili. Þannig verð- ur 2016 mikið leikár hjá okkur. Hér verða fjórir leikarar á samning, þetta verður næstum eins og hjá stofn- analeikhúsunum í Reykjavík. Með- al annars ætlum við að sýna leik- ritið Mar sem fékk feikigóðar við- tökur á síðasta ári, en í þetta sinn á ensku. Freydís Bjarnadóttir lék í því á móti mér en vegna anna hjá henni þá verður önnur leikkona í hennar stað í þessari uppfærslu. Svo er ég að skrifa tvö verk sem verða sýnd. Þetta fer allt í gang í júní. Það verður nóg að gera,“ segir Kári. mþh Forsetahjónin heimsækja Frystiklefann í Rifi Kári Viðarsson í vetrarumhverfi við Frystiklefann í síðustu viku. Gistiherbergin í Frystiklefanum hafa verið tekin í gegn í vetur og myndskreytt skemmtilega af lisatkonunni Mekkín McPower. Hér sést eitt þeirra sem málað er í litum ljósaskiptanna. Að óbreyttu er útlit fyrir að ekki verði tekið við neinni loðnu til vinnslu á Akranesi á þessari vertíð. Miðað við vertíðina í fyrra tapast þannig um 15 heilsársstörf. Loðnu- leit hefur litlu skilað og er kvóti ís- lensku skipanna einungis um 100 þúsund tonn á vertíðinni. Af þeim kvóta eru veiðiheimildir skipa HB Granda 18 þúsund tonn og verður öllum þeim afla að óbreyttu landað á Vopnafirði. Vilhjálmur Vilhjálms- son forstjóri HB Granda segist í samtali við Skessuhorn ekki vera bjartsýnn á að kvótinn verði auk- inn verulega. Hann kveðst þó enn lifa í voninni, eða á meðan skip Hafrannsóknastofnunar eru enn við loðnuleit. „Við vonuðumst í fyrstu eftir að geta hafið loðnuveið- ar í byrjun janúar en ungloðnumæl- ingar höfðu vakið von um svo gæti orðið. Mælingar í haust og það sem af er þessu ári hafa hins vegar oll- ið miklum vonbrigðum og er ljóst að ekki verður um loðnuvertíð sem stendur undir nafni úr þessu,“ segir Vilhjálmur. Hann segir að loðnuvertíðin nú hefjist því á mjög litlum kvóta. Þá bæti ekki stöðuna að rússnesk- ur markaður fyrir heilfrysta loðnu og loðnuhrogn er lokaður. „Sala á loðnuafurðum til Rússlands hefur lyft verðmætum á loðnuvertíðinni mjög á undanförnum árum. Verð á fiskimjöli og lýsi er hins vegar hátt nú um stundir. Það gæti veg- ið upp tapið en er líklega skamm- góður vermir því loðnukvótinn er svo lítill.“ Á síðustu loðnuvertíð var tek- ið á móti um 27 þúsund tonnum af loðnu á Akranesi og unnin úr þeim um 3.000 tonn af hrognum. Hrognafrysting hófst 24. febrú- ar og stóð í einn mánuð. Þá komu hátt í tvö hundruð manns að vinnsl- unni þennan mánuð en það sam- svarar um 15 ársstörfum eða stöðu ígildum. Um helmingur vinnunn- ar var unninn í verktöku aðallega af bændum í Dölum sem fengið hafa vinnu við loðnufrystingu og um verulega búbót að ræða fyrir þá sem og alla aðra sem að vertíðinni hafa komið. Bændur og fleiri hafa mætt til vinnslunnar ár eftir ár og veru- lega hefur munað um þær tekjur sem þessi uppgrip hafa gefið. Vilhjálmur Vilhjálmsson seg- ir að um 65 fastráðnir starfsmenn séu í uppjávarvinnslunni á Vopna- firði. Síðast var þar unnið úr síld í nóvember og vofði mikið atvinnu- leysi yfir á þeim slóðum yrði ekkert að gert. Stjórn HB Granda ákvað því á fundi nýverið að byggja upp bolfisksvinnslu á Vopnafirði sem tæki til starfa strax í haust. „Komi ekki til frysting á loðnu á Vopna- firði verður næsta verkefni vænt- anlega vinnsla úr síld og makríl í júlí. Útgefinn loðnukvóti stendur ekki undir vinnslu á tveimur stöð- um, þ.e. á Akranesi og Vopnafirði. Við stefnum á að frysta lámarks- magn af loðnu fyrir viðskiptavini okkar í Kasakstan, Japan, Úkraínu og Hvíta Rússlandi,“ segir Vil- hjálmur. mm Líklega engin loðnuvinnsla á Akranesi á þessari vertíð Frysting á loðnu á Akranesi. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.