Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 21 Ég á mér draum. Sá draumur felur í sér að ég stend við strætóskýli með fallega leðurhliðartösku íklædd- ur dökku Timberland úlpuvesti. Skeytingarlaust klæðist ég verkleg- um rúskinnsskóm, snjáðum galla- buxum og herði enn fremur takið á tískunni með köflóttri skyrtu undir vestinu. En það er ekki fatnaðurinn sem gerir útslagið, heldur skeggið. Verklegt þriggja vikna skegg und- irstrikar vald mitt á líkamsstarfs- semi minni, ég kýs að láta það vaxa, ég kýs að láta það þrífast. Ég skoða menn.is og deili myndum af mynd- arlegum mönnum með skegg. Ég læt jafnvel vaða í sítt hár og set það reglulega í strýtu (sbr. Hárvættir). Ég hef öðlast einhverskonar hó- móerótíska aðdáun samferðamanna minna. Þegar ég verð stór þá ætla ég að vera með skegg, þetta er setning sem ég stundum þuldi í hljóði með mér þegar ég sá jólasveininn eða Kolbein kaftein. Nú, kominn á fer- tugsaldurinn, er vissulega skeggið komið nema því fylgja oftast mik- il óþægindi í formi útbrota sem hverfa ekki fyrr en ég raka karl- mannlega afurð mína af kinninni. Lygin sem mér var færð í formi upplífgandi orða á borð við; ,,þetta lagast þegar þú verður eldri” eða ,,haltu bara út í tvær vikur og þetta mun hverfa”. Ég get bara sagt að ég myndi ekki vilja verða skipreka á eyðieyju nema að hafa rakhníf í far- teskinu. Væri orðinn sturlaður eftir stutta stund og myndi deyja drottni mínum í skeljasandinum, órakaður og útbrotinn með óráði. Þegar ég reyndi síðast að safna skeggi þá var það til að taka þátt í Mottumars sem er einmitt á næsta leyti. Freistingin að raka sig var far- in að gera vart við sig eftir sex daga. Ég horfði á sjálfan mig í speglinum og strauk um kjálkabeinið, hvers vegna ekki, hugsaði ég. Ótal afsak- anir um að hætta í þessari keppni ruku um höfuðið á mér og skyndi- lega var skeggið orðið að gosinu sem kemur alltaf á undan matnum þegar maður fer á veitingastað. Vel kælt sykurvatnið daggar glasið að utan og þú ert þyrstur, smá sopi er tekinn og þá er ekki aftur snúið. Nú ,ég hélt út og náði að skarta mottu, lét reyndar lita hana því skeggið mitt er víst mislitt. Því get ég ekki annað en fyllst ofbeldisfyllri öfund þegar ég sé menn sem geta safn- að skeggi eins og að drekka vatn og kunna ekki að meta það. Gott skegg er gjöf sem gleður sagði ein- hver. Kannski ekki betri helming- inn en þú gleður þá alla sem ekki geta safnað skeggi. Hegónómísk- ur hálfguð sem safnar skeggi skeyt- ingarlaust, laus við útbrot og óþæg- indi. Mottumars er framundan og ég er enn að hugsa um að taka þátt, hálfur mánuður í start er vonandi nægur tími fyrir mig. Axel Freyr Verndari skeggsins PIstill Söngkonan Eva Margrét Eiríks- dóttir frá Víðigerði í Borgarfirði er keppandi í Ísland Got Talent, sem sýndir eru á Stöð2. Á dögunum söng hún sig inn í hug og hjörtu dóm- nefndar þegar hún flutti lagið Gæti verið verra úr söngleiknum Grease. Slík var hrifning Mörtu Maríu Jóns- dóttur dómara að hún gat Evu Mar- gréti gullhnappinn og sendi hana þar með beinustu leið í undanúrslit keppninnar. Hafði Marta María á orði að þarna væri fædd stjarna sem þyrfti að komast alla leið. Því hafi ekki verið annað hægt en að ýta á gullhnappinn. Vel að merkja hefur hver dóm- aranna fjögurra aðeins eitt tækifæri til að nýta hnappinn gyllta og senda verðugan keppanda rakleitt í und- anúrslit keppninnar. kgk Eva Margrét fékk gullhnappinn Söngkonan Eva Margrét Eiríksdóttir. Skjáskot úr þættinum. Garðvöruverslunin Gróska á Akra- nesi mun standa fyrir námskeiði í sáningu krydd- og matjurta nú í vik- unni. Þar verður farið yfir helstu at- riði sem huga þarf að varðandi und- irbúningi fyrir þessi vorverk. „Þetta verður líka á spjallnótunum og fólk getur spurt spurninga enda verður garðyrkjufræðingur á staðnum. Svo verður sýnikennsla þar sem við sýn- um hvernig best er að bera sig að við sáningu og erum með tilbúnar plöntur, svo hægt sé að sjá hvernig þær verða,“ segir Kristjana Helga Ólafsdóttir í Grósku. Kristjana segir áhuga á ræktun vera að aukast meðal fólks, þá sér í lagi kryddjurta- ræktun. „Það eru ótrúlega margir farnir að sá sjálfir heima og prófa sig áfram með þetta. Okkur fannst skemmtileg viðbót að halda svona námskeið, að kynna þetta fyrir fólki sem hefur áhuga á að prófa sjálft. Við ætluðum að byrja á að halda eitt námskeið en nú þegar erum við búin að fylla tvö námskeið,“ seg- ir hún. Rétti árstíminn Kristjana segir ekki þurfa sérstaka aðstöðu til að rækta kryddjurtir, það sé hægt að gera heima í glugga- kistunni. „Matjurtirnar þurfa auð- vitað að fara út í garð á einhverj- um tímapunkti en kryddjurtirnar er hægt að hafa inni. Hjá Grósku fást allar vörur í þetta, lítil gróðurhús í glugga og allt sem tengist ræktun. Það er samt hægt að nota hvað sem er, fólk notar stundum plastdoll- ur undan mjólkurvörum og fleira,“ segir Kristjana. Aðspurð um hvort ekki sé of snemmt að huga að sán- ingu jurta segir hún svo ekki vera. „Núna er rétti árstíminn til að byrja að huga að þessu. Það er auð- vitað misjafnt eftir tegundum hve- nær sáningartíminn er en það eru margar tegundir sem þarf að byrja á núna fljótlega. Það sama á við um sumarblómafræ, fólk er að byrja að sá þeim núna.“ Námskeiðin verða í kvöld og ann- að kvöld. Í bígerð er að halda þriðja námskeiðið og geta áhugasamir skráð sig með að senda tölvupóst á kristjana.h@simnet.is eða koma við í verslun Grósku að Skagabraut 17. grþ Halda námskeið í sáningu krydd- og matjurta Kristjana Helga Ólafsdóttir og Snjólfur Eiríksson í Grósku. Nemendur og starfsfólk í 1. til 4. bekk Grunnskóla Snæfellsbæjar héldu öskudaginn hátíðlegan með því að mæta í búningum og furðuföt- um af ýmsu tagi. Enduðu þau daginn svo á balli þar sem kötturinn var sleg- inn úr tunnunni af miklum móð. Að því loknu var dansað og farið í leiki. Hátíðarhöldunum lauk svo með því að nemendur gæddu sér á veitingum sem foreldrafélag skólans bauð upp á. Það voru svo ýmsar skrítnar verur sem sáust á ferli á Hellissandi seinna um daginn en þar hefur sá siður fest sig í sessi að börn ganga í hús og fyrir- tæki og syngja til að fá sælgæti. þa Á furðufötum um Snæfellsbæ Líkt og allir Íslendingar vita er lambakjötið okkar algjört ljúfmeti, hvort sem það er steikt í ofni og borið fram með brúnuðum kart- öflum, sósu og grænum baun- um eða soðið í kjötsúpu. Ótal aðr- ir möguleikar eru þó fyrir hendi enda um að ræða gott hráefni sem sómir sér vel í flestum lambakjöts- réttum. Þessi réttur er upprunalega persneskur og heitir á frummál- inu „Lamb Rogan josh“ sem í raun stendur fyrir að rétturinn er eldað- ur í olíu við mikinn hita. Rogan josh réttir eiga það sameiginlegt að sam- an standi af steiktum lambakjötsbit- um sem eldaðir eru í sósu úr brún- uðum lauk, jógúrti, engifer og góð- um kryddum sem gera réttinn fal- lega rauðan að lit og gefa honum hita og gott bragð. Uppskriftin er ekki ný og kemur fyrir í fjölda mat- reiðslubóka í ýmsum útfærslum. Rétturinn flokkast ekki undir neinn glamúr enda eru pottréttir sjaldn- ast af þeim toga. Hann myndi frek- ar flokkast sem matur fyrir sálina sem lætur manni líða vel og er mat- ur sem á sérlega vel við á köldum vetrardögum. Það hefur víst verið nóg af þeim síðasta mánuðinn og það verða líklega næg tækifæri til að ylja sér við góðan pottrétt áður en fer að vora. Rogan josh lambakjöt Innihald: ¼ bolli olía 900 gr lambakjöt, skorið í litla bita. Salt 2 laukar, skornir smátt 2 hvítlauksgeirar 2 tsk. ferskt engifer, skorið mjög smátt eða rifið. 1 matskeið + 1 tsk. karrý (ef notað er madras karrý, þá verður rétturinn sterkari) 1 tsk. túrmerik ½ tsk. cayenne pipar 2 lárviðarlauf Um 400 ml af tómat púrru 1 bolli hrein jógúrt 2 bollar vatn 1 tsk. garam masala Kóríander lauf til skreytingar Basmati hrísgrjón, nan brauð. Aðferð: Hitið olíu í breiðum potti eða djúpri pönnu. Saltið lambið og steikið í olíunni á háum hita í 10 til 12 mínútur. Hrærið í af og til. Færið lambakjötið á disk. Setjið laukinn á pönnuna og steikið í nokkrar mínútur við væg- ari hita, þar til hann verður mjúk- ur. Bætið þá engifer, hvítlauk, karrý, túrmerik, cayenne pipar og lárvið- arlaufum út í látið malla í um tvær mínútur. Bætið þá tómatpúrru, jóg- úrt og vatni við. Saltið örlítið og látið suðuna koma upp. Bætið svo lambakjötinu út í og setjið lok á pottinn, en hafið smá rifu á. Látið malla við vægan hita í eina klukku- stund. Þá skal hræra garam masala út í og elda í fimm mínútur í viðbót. Áður en maturinn er borinn fram skal veiða lárviðarlaufin upp úr og fallegt er að skreyta matinn með smá kóríanderlaufum. Berið fram með hrísgrjónum, naanbrauði og jafnvel steiktu grænmeti eða fersku salati. Freisting vikunnar Indverskur lambapottréttur

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.