Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 20166 Árshátíð GBF í Brún BORGARFJ: Miðvikudag- inn 24. febrúar verður hald- in árshátíð unglingadeild- ar Grunnskóla Borgarfjarð- ar, Kleppjárnsreykjadeild, í félagsheimilinu Brún. Nem- endur munu þar sýna frum- samin spunaverk í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar. Skemmtunin hefst kl. 20:00 og veitingar verða seldar í hléi. Í fréttatilkynningu er minnt á að það er enginn posi, en allir velkomnir. -mm Stuck in snow WEST: Erlendum ferða- mönnum var komið til að- stoðar í allmörgrum tilfell- um í vikunni sem leið, að sögn Lögreglunnar á Vest- urlandi. Voru þeir að vill- ast og festa sig, hér og þar í umdæminu, líkt og und- anfarnar vikur. Lögreglan ræsti út einkaaðila til að að- stoða fólkið en ekki kom til þess að kalla þyrfti út björg- unarsveitir, enda þær spar- aðar til verðugri verkefna, í þeim tilfellum þegar engin er talin í bráðri hættu. Sem dæmi um staði þar sem út- lendingarnir voru í vandræð- um má nefna; Laxárdalsveg í Dölum, Uxahryggi í Borg- arfirði, Jökulhálsleið á Snæ- fellsnesi, við Staðaðarstað, í Reykjadalsá, á Kvíabryggju- vegi og í einu SMS sem barst til lögreglunnar stóð einfald- lega: „Stuck in snow at Arn- arstapi“ -mm Fara í Háskólahermi SNÆF: Von er á hátt í þrjú hundruð framhaldsskóla- nemum í Háskóla Íslands dagana 18. og 19. febrú- ar til þess að taka þátt í til- raunaverkefni sem kall- ast Háskólahermir. Verk- efnið er nýtt af nálinni og er liður í að efla enn frekar samstarf HÍ við framhalds- skóla landsins og gefa ungu fólki tækifæri til að kynnast starfsemi háskólans af eigin raun. Í Háskólaherminum taka nemendurnir virkan þátt í háskólasamfélaginu og kynnast námsframboði skól- ans með lifandi og stund- um óvæntum hætti. Meðal þeirra framhaldsskóla sem taka þátt er Fjölbrautaskóli Snæfellinga. Dagana tvo munu nemendur heimsækja öll fimm fræðasvið Háskóla Íslands, kynnast ólíkum hliðum námsins og spreyta sig á spennandi verkefn- um sem tengjast tilteknum þemum innan sviðanna. –mm Beltin bjarga sem fyrr VESTURLAND: Alls urðu níu umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Þar af urðu fjórar bílveltur. Meiðsli á fólki voru óveru- leg og talið að notkun bíl- belta hafi bjargað í þess- um óhöppum. Töluverðar skemmdir urðu á bílum og margir þeirra alveg óökufær- ir og voru þeir fluttir á brott með kranabíl. Tveir öku- menn voru teknir, grunað- ir um akstur undir áhrifum fíkniefna, í umdæmi LVL í vikunni sem leið. Nokkrir ökumenn voru sektaðir fyrir rangstöðu og þá voru skrán- ingarnúmer klippt af nokkr- um bílum vegna skoðunar- og trygginarmála. –mm Staðfesta vilja til stofnunar þróunarfélags GRUNDARTANGI: Á fundi byggðaráðs Borgar- byggðar 4. febrúar sl. var lagt fram erindi starfshóps vegna stofnunar þróunar- félagsins á stóriðjusvæðinu á Grundartanga. Byggðar- ráð samþykkti að taka þátt í stofnun félagsins. Grund- artangi Þróunarfélag ehf. er félag sem ætlað er að vinna að framfaramálum á Grund- artanga í Hvalfjarðarsveit. Aðilar að félaginu eru Akra- neskaupstaður, Borgar- byggð, Faxaflóahafnir sf, Hvalfjarðarsveit, Reykjavík- urborg og Skorradalshrepp- ur. Félagið verður vettvang- ur fyrir þessa aðila til sam- ráðs með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu á atvinnustarfsemi á Grund- artanga og í aðildarsveitar- félögum. -mm Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag voru meðal annars til afgreiðslu fundargerðir umhverfis- og skipu- lagsnefndar. Meðal atriða var um- sókn eiganda Egilsgötu 11 í Borg- arnesi, nú fjölbýlishús og hótelstarf- semi en áður verslunarhús KBB; þar sem farið var fram á að skipulagi verði breytt þannig að leyfilegt verði að byggja hæð ofan á húsið. Sveitar- stjórn samþykkti samhljóða að verða við erindinu. Næsta skref verður því að unnin verður tillaga að breytingu á skipulagi gamla bæjarins í Borgar- nesi í samræmi við beiðni eigenda Egilsgötu 11. mm Í undirbúningi að byggja ofan á Egilsgötu 11 Komum skemmtiferðaskipa til Stykkishólms fjölgar í sumar sam- anborið við síðasta ár. Þróunin hef- ur verið nánast ævinýri líkust frá því fyrsta skipið af þessari gerð kom í Stykkishólmshöfn 26. maí 2014. „Það var norska skipið Fram sem braut þar ísinn og sýndi fram að það væri alveg hægt að sigla svona skip- um inn í höfnina. Í fyrra kom Fram svo aftur einu sinni. Síðan bætt- ist við skemmtiferðaskipið Ocean Diamond sem kom alloft hingað en það skip stundaði reglubundnar siglingar fyrsta sinni í fyrrasumar umhverfis Íslands og milli Íslands og Grænlands,“ segir Hrannar Pét- ursson hafnarvörður í Stykkishólmi í samtali við Skessuhorn. „Fram kemur svo þriðja sumar- ið í röð nú í ár. Skipið kemur fyrst 23. maí. Oceand Diamond held- ur siglingum sínum umhverf- is landið áfram í sumar og kemur í fyrsta sinni 25. maí. Skipið kemur svo hingað á níu daga fresti í júní, júlí og september. Það kemur ekki í ágúst en þá grunar mig að þeir ætli að vera í Grænlandssiglingum. Fram kemur svo aftur tvisvar í sept- embermánuði en Ocean Diamond þrisvar,“ segir Hrannar. Það er því ljós að þessar siglingar teygjast að- eins inn í haustið. Hrannar segir að skipin stoppi við í Stykkishólmi og farþegar fari í land og njóti ýmsrar afþreyingar. „Fólkið fer í skoðunarferðir með rútum um Snæfellsnes, skoðar Stykkishólm og svo framvegis. Við hér í Stykkishólmi höfum verið að markaðssetja okkur í þessu. Stykk- ishólmshöfn er gengin í samtök- in Cruise Iceland sem eru samtök aðila sem vilja koma Íslandi á kort- ið sem áfangastað fyrir skemmti- ferðaskip. Þetta er markaðssetning sem tekur ákveðinn tíma því ferðir þessara skipa eru skipulagðar með löngum fyrirvara,“ segir Hrann- ar og er sáttur við þróunina í kom- um skemmiferðaskipa í Hólminn. „Þetta lítur allt bara vel út,“ segir hann. mþh Skemmtiferðaskip fjölga komum til Stykkishólms Hrannar Pétursson hafnarvörður í Stykkishólmi er búinn að bóka margar komur skemmtiferðaskipanna Ocean Diamond og Fram í Hólminn í sumar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.