Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201624 Viðbragðsaðilar í Dalabyggð fögnuðu 112 deginum með opnu húsi hjá Björgunarsveitinni Ósk síðastliðinn fimmtudag. Allir til- tækir neyðarbílar á svæðinu byrj- uðu dagskrána á því að keyra hringinn í kringum Búðardal með forgangsljós logandi og sírenur í gangi. Að því loknu var bílunum lagt við húsnæði björgunarsveitar- innar þar sem áhugasömum stóð til boða að skoða þá. Sjálfboða- liðar í Rauða kross deild Búðar- dals lögðu sitt af mörkum og buðu upp á matarmikla súpu fyrir gesti ásamt rjúkandi kaffisopa. Á þess- um tímamótum fagnaði Slysa- varnadeild Dalasýslu eins árs af- mæli sínu og afhenti Björgunar- sveitinni Ósk veglega gjöf; bak- bretti og spelkur. Góð stemning var í húsinu og voru viðbragðsað- ilar í Dalabyggð að vonum kátir með þátttöku íbúa. sm Dagskrá á 112 deginum í Dölum Slysavarnadeild Dalasýslu færði björgunarsveitinni að gjöf bakbretti og spelkur. Neyðarbílum var ekið með ljósum og sírenum gegnum bæinn. 112 dagurinn var haldinn hátíðleg- ur um allt land síðastliðinn fimmtu- dag. Af því tilefni var opið hús hjá Slökkviliði Akraness og Hvalfjarð- arsveitar við Kalmansvelli þar sem gestir og gangandi gátu meðal ann- ars kynnt sér starf slökkviliðsins og Björgunarfélags Akraness. Einnig voru lögreglan og sjúkraflutnings- menn á staðnum sem og fulltrúar frá Rauða krossinum sem kynntu þjálf- un í skyndihjálp. Nokkuð af fólki lagði leið sína á staðinn þar sem stóð til boða að prófa tæki og tól viðbragðsaðilanna, sem vakti mikla lukku hjá yngri kynslóðinni. Í til- efni dagsins afhenti Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri SAH einum heppn- um grunnskólanemanda viðurkenn- ingu fyrir þátttöku í árlegri eldvarn- argetraun hjá 3. bekk. Sá heppni var Mikael Aron Reynisson nemandi í Grundaskóla og hlaut hann viður- kenningarskjal, reykskynjara og tíu þúsund krónur að launum. Þá af- hentu fulltrúar Rauða krossins sér- staka viðurkenningu frá RKÍ fyrir afrek í skyndihjálp. Voru það Haf- þór Höskuldsson, Páll Gísli Jónsson og Þórður Guðlaugsson sem hlutu viðurkenninguna en þeir björguðu mannslífi með því að nota skyndi- hjálp á síðasta ári. grþ Opið hús hjá viðbragðsaðilum á Akranesi Ungir og áhugasamir drengir prófa að hnoða skyndihjálpardúkku. Fulltrúar Rauða krossins ásamt Þórði Guðlaugssyni og Páli Gísla Jónssyni sem hlutu hlutviðurkenningu fyrir afrek í skyndihjálp. Lengst til hægri er Eva Kristín Elfarsdóttir með Hafdísi Myrru Hafþórsdóttur en þær tóku við viðurkenningu fyrir hönd Hafþórs Höskuldssonar. Þessi ungi maður var ánægður með að fá að setjast undir stýri á lögreglubifreið. Börnin skemmtu sér konunglega við að skoða og klifra á slökkviliðsbílunum. Þráinn Ólafsson slökkviliðsstjóri ásamt Mikael Aroni Reynissyni sem fékk viðurkenningu fyrir þátttöku í eldvarnargetraun. Í Snæfellsbæ var sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum og áhersla lögð á viðbúnað og viðbrögð almennings. Viðbragðsaðilar í Snæ- fellsbæ voru með fjör og læti eins og þeir kalla það að venju. Keyrði bíla- lest um götur bæjarins í Ólafsvík, Hellissandi og á Rifi þar sem safnast var saman í Björgunarstöðinni Von. Þar stóðu allir viðbragðsaðilar fyrir sýningu og kynningu á sínum störf- um og búnaði. Slysavarnadeildirn- ar Helga Bárðardóttir og Sumargjöf ásamt Snæfellsbæjardeild RKÍ voru með kynningu á sínu starfi og var einnig margt annað hægt að skoða og prófa mátti til dæmis kíkja inn í slökkvi- og sjúkrabílana sem og skoða önnur tæki sem ekki er hægt að skoða á hverjum degi. Þá var einnig í boði blóðþrýstings- og blóðsykurmæling fyrir þá sem það vildu. Lögðu margir leið sína í Björgunarstöðina og mátti vart sjá hverjir skemmtu sér betur börn eða fullorðnir. Að deginum í Snæfellsbæ stóðu Heilbrigðisstofnun Vesturlands, lögreglan, Slysavarna- deildin Sumargjöf, Björgunarsveitin Lífsbjörg, Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir, Slökkvilið Snæfellsbæj- ar og Rauðakrossdeild Snæfellsbæjar. þa Fjör og læti í Snæfellsbæ

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.