Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 15 SK ES SU H O R N 2 01 6 Auglýsing um lýsingu deiliskipulags að Laugum í Sælingsdal, Dalabyggð Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 15. desember að auglýsa lýsingu á nýrri deiliskipulagstillögu skv. 40. gr . skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsing deiliskiplagstillögu felur í sér eftirfarandi: Laugar í Sælingsdal er fornfrægur sögustaður sem hefur upp á að bjóða fjölbreytt nátturfar og lands- lag til náttúruskoðunar og útivistar. Jarðhiti er nýttur á svæðinu til húshitunar og til heilsuræktar. Helstu markmið með gerð deiliskipulags fyrir svæðið er að efla Laugasvæðið sem almennan ferðamannastað, með því að skapa möguleika á aukinni starfsemi og uppbyggingu á svæðinu skapa möguleika á áhugaverðri frístundarbyggð sem fellur sem best að umhverfinu valda sem allra minnstri röskun á náttúrulegu umhverfi skapa sem besta aðstöðu til almennrar útivistar og náttúruskoðunar auka fjölbreytileika á svæðinu, bæði í þjónustu og umhverfi Skilgreint er á deiliskipulaginu allt að 16 frístundarlóðir sem geta verið allt að 1 ha að stærð og einnig fleiri lóðir á Laugum utan um núverandi starfsemi, auk þess sem gert verður ráð fyrir aukinni uppbyggingu á svæðinu, bæði ferðaþjónustu og íbúðarbyggingar. Lýsingin er birt á heimasíðu Dalabyggðar (dalir.is), Skessuhorni og einnig á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal. Upplýsingar eru einnig veittar hjá skipulagsfulltrúa Dalabyggðar á sama stað. Kynning á lýsingu deiliskipulagstillögunnar verður í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, Miðbraut 11 í Búðardal þriðjudaginn 23. febrúar nk. á milli kl. 10:00 og 14:00. Íbúar og hagsmunaðilar eru hvattir til að mæta. Ábendingum við lýsingu skal skila skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa, Miðbraut 11, 370 Búðardalur eða á netfangið bogi@dalir.is, eigi síðar en 10.mars 2016. Skipulags- og byggingarfulltrúi Dalabyggðar, Bogi Kristinsson Magnusen Fjölskyldufyrirtækið Snókur verk- takar ehf. hefst á næstunni handa við að byggja um þúsund fermetra hús fyrir starfsemi sína á Grundar- tangasvæðinu. Þar með festir Snók- ur sig enn betur í sessi sem þjón- ustu- og verktakafyrirtæki á iðnað- ar- og hafnarsvæðinu við Hvalfjörð. Snókur varð einnig hlutskarpastur á dögunum í útboði Faxaflóahafna um að sinna jarðvinnu við undir- búning á u.þ.b. eins hektara lóð sem Eimskip hefur fengið úthlutað á Grundartanga. Áður hafði Snókur einnig verði lægstur í útboði Faxa- flóahafna um að gera klára lóðina sem hafnirnar hafa úthlutað fyrir- tækinu fyrir nýbyggingu þess. Hafa sinnt marg- breyttum verkefnum Snókur verktakar ehf. var stofn- að 2006 og er í eigu hjónanna Ein- ars Péturs Harðarsonar og Rögnu Bjargar Kristmundsdóttur sem búa í Vogatungu í Hvalfjarðar- sveit og sona þeirra Kristmundar og Hrafns. Upphaflega byggir það á starfsemi Einars. „Ég var um ára- bil einyrki sem verktaki í jarðvinnu og þess háttar auk þess sem ég rak vörubíl og starfaði við Vörubíla- stöðina á Akranesi. Þar hófst vinna hjá mér við útskipun frá Járnblendi- verksmiðjunni á Grundartanga. Síðan bættust við ýmsir flutningar fyrir bændur svo sem áburðarflutn- ingar, fóðurflutningar og flutning- ar á fé til slátrunar á Laxá og síðar á Selfossi. Með tímanum vatt þetta svo upp á sig. Strákarnir byrjuðu snemma að vinna með mér, Krist- mundur sá um bókhaldið og Hrafn var í akstrinum með mér og í við- gerðum og því sem þurfti að leysa. Þeir eru ólíkir bræðurnir og það er að ég held þeirra stærsti kostur. Hrafn er í verklegum viðfangsefn- um á meðan Kristmundur sinnir skrifstofunni. Við stofnuðum Snók verktaka ehf. saman fyrir tíu árum síðan og í dag erum við nær ein- göngu í störfum á Grundartanga,“ segir Einar. Hann er ættaður frá Lyngholti í Leirársveit og keypti jörðina Voga- tungu 1969 og titlar sig enn í dag bónda. „Við erum enn í dag með nokkrar kindur,“ segir hann. Að- alstörfin í dag snúast hins vegar um Snók verktaka þar sem Einar vinn- ur með sonum sínum. Eftir að fjöl- skyldan stofnaði Snók verktaka fyr- ir tíu árum síðan beindist starfsem- in að mestu að Grundartangasvæð- inu enda stutt að fara frá Vogatungu en jörðin er milli Laxár og Leir- ár í gömlu Leirársveit. „Í grunninn má segja að við höfum verið jarð- verktakar en höfum þróast meira í áttina að því að verða þjónustu- fyrirtæki. Bæði er komið til okkar og við beðnir um að leysa ákveð- in verkefni en við höfum líka kom- ið með tillögur til fyrirtækjanna um að gera megi ákveðna hluti með betri hætti. Síðan höfum við boð- ið í nokkur verk svo sem í tengslum við jarðvinnu og annað þar sem við höfum tekið þátt í útboðum í sam- keppni við aðra verktaka. Við höf- um á þessum árum fyrst og fremst unnið fyrir Elkem en einnig fyr- ir Norðurál, Lífland og fleiri fyr- irtæki á Grundartangasvæðinu. Einnig höfum við starfað heilmikið fyrir Faxaflóahafnir. Verkefnin eru bæði föst en líka tilfallandi og fjöl- breytt,“ segja þeir feðgar þar sem við hittum þá í eldhúsinu heima í Vogatungu. Vinna við nýjar lóðir Snókur hefur byggst upp jafnt og þétt sem stoðgreinafyrirtæki á Grundartangasvæðinu. Í dag eru 15 manns við störf í fyrirtækinu. „Við gerum í dag út flota af vörubílum, gröfur, hjólaskóflur, tæki til efnis- vinnslu og fleira. Hluti af tækjaflot- anum er á svæði Járnblendiverk- smiðju Elkem en þar erum við með þjónustusamning og sjáum um út- skipun og aðra flutninga, snjó- mokstur og fleira. Síðan erum við með eigin verkstæði við Höfðasel rétt innan við Akranes. Þar sinn- um við nánast öllu viðhaldi á okk- ar vélum. Við höfum rekið það síð- an 2007. Lykillinn að því að svona fyrirtæki gangi er að vera með gott starfsfólk og við höfum verið afar heppin með starfsmenn, bæði véla- menn, bílstjóra og viðgerðamenn,“ segir Kristmundur Einarsson. Hann hefur um árabil séð um rekst- ur og fjármál fyrirtækisins en Hrafn bróðir hans er menntaður vélvirki og sinnir verklegum þáttum og er viðhaldi í daglegum rekstri ásamt föður þeirra bræðra. Megin viðfangsefni fyrirtækisins nú eru að sinna þjónustusamningn- um við Járnblendiverksmiðju El- kem auk þess að vinna við stór jarð- vinnuverkefni fyrir Faxaflóahafnir á Grundartanga. „Við sóttum um lóð hjá Faxaflóahöfnum til að koma fyrirtækinu nær kúnnunum okkar og ætlum okkur að vaxa á Grund- artanga. Jarðvinnan við hana var boðin út og við vorum lægstir. Við gerðum þá lóð klára nú í vetur. Síð- an var boðið út verk við að ganga frá lóð fyrir Eimskip og við feng- um það verk. Við erum að undir- búa okkur fyrir það og stefnum á að byrja um mánaðamótin. Sú lóð er um einn hektari að stærð og sú fyrsta af þremur sem Eimskip fær úthlutað hjá Faxaflóahöfnum. Hún á að verða tilbúin í maí.“ Hafa mikla trú á framtíð Grundartanga Feðgarnir segja að í nógu verði að snúast hjá Snóki verktökum á þessu ári. „Við erum bjartsýn og höfum fulla trú á framtíð Grundartanga- svæðisins. Þetta svæði á eftir að stækka mikið í framtíðinni og við höfum fulla trú á því. Umræðan um Grundartanga er oft og tíðum nei- kvæð og þeir oftast háværastir sem gagnrýna svæðið og starfsemina þar. Það er synd því þarna er margt mjög jákvætt að gerast,“ segir Kristmund- ur. Hrafn bróðir hans bætir við að gerðar séu miklar kröfur til verktaka sem vinna fyrir stóriðjufyrirtæki, bæði hvað varðar öryggis-, heil- brigðis- og umhverfismál, að notað- ur sé réttur öryggisbúnaður og farið eftir leikreglum á hverjum stað. „Við höfum lagt mikla áherslu á þetta hjá okkur og störfum eftir gæðakerfinu ISO9001:2008 sem stefnt er á að tekið verði út til vottunar á þessu ári. Það er líka verið að gera margt gott í umhverfismálum á svæðinu svo sem í flokkun á úrgangi og endur- vinnslu. Snókur er einnig í viðræð- um við Kolvið um kolefnisjöfnun á koltvísýringi vegna eldsneytisnotk- unar allra bifreiða og vinnuvéla og verða gróðursett tæplega 6.000 tré á þessu ári,“ segir Hrafn. Reisa nýjar aðalstöðvar Samhliða því að sinna þjónustu- samningi sem fyrirtækið hefur við Elkem þá verður gengið frá lóð Eimskipa auk þess sem hafist verður handa við að reisa nýbygg- ingu aðalstöðvar og þjónustumið- stöðvar Snóks verktaka sem fyrr var nefnd. Hún verður um þúsund fermetra að gólffleti og að hluta til á tveimur hæðum. Byggingu nýja hússins á að ljúka fyrir næsta vet- ur. „Þarna ætlum við hafa góða að- stöðu fyrir okkar starfsmenn en það hefur okkur vantað lengi. Þeir vinna jú að langstærstum hluta á Grundartangasvæðinu eða í ná- grenni þess. Þarna verður mötu- neyti, búningsaðstaða, böð og ann- að í samræmi við eðlilegar nútíma- kröfur. Þarna verða líka skrifstofur fyrirtækisins. Síðast en ekki síst munum við flytja verkstæði okkar frá Akranesi inn á Grundartanga. Þar verður til að mynda hægt að fá viðgerðir, olíuskipti, þvott og fleira á bifreiðum, vélum og tækjum. Allt mun þetta efla möguleika okkar til að veita sem besta þjónustu fyr- ir fyritækin á Grundartangasvæð- inu,“ segja þeir feðgar. mþh Snókur verktakar ehf. styrkir grundvöll sinn á Grundartanga Þeir feðgar Hrafn, Einar Pétur og Kristmundur heima í Vogatungu. Í bakgrunni má greina tindinn Snók sem er hluti af Skarðsheiðarfjöllum og fyrirtæki þeirra heitir eftir. Lóðin þar sem Snókur verktakar ehf. hefst brátt handa við að reisa nýbyggingu sína. Hún er við Leynisveg 6, á milli Elkem Ísland ehf. og Norðurál hf. Eitt af þeim verkefnum sem Snókur sinnir á Grundartanga er snjómokstur og hálkueyðing. Hér sést einn bíla Snóks. Lóð Eimskipa verður á svæðinu næst á þessari mynd. Það er vestast á hafnarsvæðinu þar sem gerður verður nýr viðlegu- kantur fyrir skip. Fjær sést verksmiðja Líflands.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.