Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201626 Þá var ástin lyktarlaus - en lánaðist þó betur! Vísnahorn Einu sinni þótti það all- góð skemmtun að botna vísur þó lengi hafi það tekist mönnum misjafnlega. Á skemmtun í Aratungu fyrir margt löngu kom Páll Jóhanns- son með fyrripart og bað menn að botna: Faglega ég forma nú fyrripart úr stöku, Ingibergur Sæmundsson bætti svo við: Enginn bakar eins og þú andans drulluköku. Á annarri skemmtun á Akureyri upp úr miðri síðustu öld lagði Gísli Jónsson fram eft- irfarandi fyrripart og óskaði sambærilegrar meðhöndlunar á honum: Löngum rægja lygarar, löngum hlæja afglapar. Baldur Eiríksson botnaði: Eru á gægjum allsstaðar utanbæjarspéfuglar. Ekki veit ég hver sló þessu fram og hefur væntanlega ætlast til að verkefnið stæði eitt- hvað í framkvæmdaraðilanum: Víst er brotin vinstri öln, verkjar segg í framhandlegg. Eftir skamma stund fékk hann þó þennan ágæta botn: Sízt er rotin kirkja í Köln, klerkar hneggja í úfið skegg. Á menntaskólaárum þeirra Ragnars Inga Aðalsteinssonar og Hjálmars Freysteinssonar sátu þeir ásamt fleirum við yrkingar allharð- ar og nagaði Hjálmar blýant sinn ákaflega þar til eftirfarandi staka fæddist og lá þó við keis- araskurði: Út með sjónum lygnum liggur lítið sandvik. Ljóðadísin þakklát þiggur þetta —. Ragnar aðhyllist fljótlega hugmyndina og kvað: Höldar sitja hér við borð heldur þykja slappir. Ef ég sjálfur segi orð, set ég „ Endahnútinn batt svo Hjálmar á þessa glímu með eftirfarandi andlegri sköpun: Af litlum mætti ljúka vil ljóðaverki. (Kunnið þið að spá í spil ? ) Halldór Laxness var lengi umdeildur með- al þjóðarinnar og þóttu ýmis verka hans gera óþarflega lítið úr fornum hetjuskap en draga þeim mun betur fram lýsingar á smágerðu dýralífi í höfuðhárum og híbýlum manna. Benedikt Björnsson í Sandfellshaga túlkaði þetta svo: Fóstbræður frægðum svipti fullur af snilli og bulli. Laxness um prinsípissur párar, hinn spaki dári. Að frægðarbrunn fyrri tíða flýgur og í hann mígur. Lýsir með léttu fasi lúsinni i hverju húsi. Margir hafa áhyggjur af þróun tungumáls- ins og hefur svo verið alllengi. Menn snögg- þýða ýmislegt tæknimál með allbreytilegum árangri og hendingakennt hvað festist í mál- inu. Á skútutímabilinu var málfar skútusjóm- anna nokkuð frábrugðið því sem algengast var í landi og hjá hinum almenna sjómanni á ára- skipunum. Valgarð Breiðfjörð gaf út blaðið „Reykvíking“ um eða stuttu fyrir næstsíðustu aldamót og birti eitt sinn þetta „sýnishorn af jaktamáli“. „Bóndi kemur aðvífandi og mætir jaktarfor- manni, heilsar honum og spyr hvernig hon- um hafi gengið í sumar. Formaðurinn svarar: „Ég hef haft sveran brekk oft og títt í sumar, og núna fyrir ombil vikutíð, hefði allur van- turinn gengið forlís, ef hankelið á mantelinu hefði skamfílast; og krúmmelsið á stamman- um á rórinu var ombil knekkað í húllinu, ef ég hefði ekki gefið þvi misvísningu upp á tím- ann, og þá kvað ég þessa vísu, og skrifaði hana upp hjá mér undir eins og ég var kominn of- aní káhittið: Enkelblok í hankelhring hefur dummor flamma, knúst og brekkuð bekleðning á borðets krúmma stamma. Bóndi varð forviða og sagðist aldrei hafa hugsað að svo mikinn lærdóm þyrfti til þess að vera á jöktum“. Þetta er reyndar allt- af nokkuð umdeilanlegt hvað er nauðsynlegt og hvað ekki eins nauðsynlegt. Fyrir allmörg- um árum voru unggjafvaxta systur eitthvað að ræða fatakaup og fleiri nauðsynjar að ömmu sinni áheyrandi en sú gamla taldi það ekki bráðaðkallandi. Einhver systirin hélt að þeim gengi eftilvill betur að ná sér í stráka ef þær væru í fallegum fötum. Þaut þá í gömlu; „Föt, huh! Þau þvældust nú bara fyrir“. En semsagt einhver kvað einhvern tímann einhversstaðar við einhverjar aðstæður en kannske hefur ver- ið notað vellyktandi: Áður maður meyju kaus að milda lífsins vetur. Þá var ástin lyktarlaus, en lánaðist þó betur. Það mun hinsvegar hafa verið Jónas Jónas- son frá Torfmýri (Torfmýrar Jónas) sem orti: Tíminn ryður fram sér fast. fremur biðarnaumur. Hverfur iðu amakast, eins og liðinn draumur. Og sami höfundur mun að þessari: Margri sálin særist neyð, sífellt brjálast kæti. Þyrnum stráluð liggur leið lífs á hálu stræti. Mörgum þykir afskaplega gott að fá sér í nefið nú eða í vörina. Reyndar hef ég sjálfur aldrei orðið mikill neftóbaksmaður þó ýms- ar lífsnautnir hafi maður nú ástundað. Krist- mann Guðmundsson mun hafa kveðið næstu vísu í veislulok: Einn ég vaki öls við dý, að mér blakar trega. Nú skal taka nefið í nokkuð svakalega. Fyrir margt löngu var líka eftirfarandi stundum kveðið á mannfundum, bæði réttum og hestamannamótum. Minnist þess reyndar ekki að hafa nokkurn tímann heyrt nefndan höfund og hæpið að sá fróðleikur fáist með öryggi héðan af. Í nefið taka nú er mál, nenni ei vaka lengur. Heldur slaka hef eg sál, hún til baka gengur. Á sínum tíma naut spurningaþáttur- inn Sýslurnar svara mikilla vinsælda eins og reyndar flestir spurninga- og skemmtiþættir á þeim árum. Viðureign Borgfirðinga og Hún- vetninga lauk þá með sigri Borgfirðinga sem Húnvetningum þótti að vísu allillt en þeim þó til huggunar orti Jónas Tryggvason frá Finn- stungu vísu sem endar eitthvað á þessa leið: ,,Fyrst að skjöplast skýrum Húnvetningum var skást að liggja fyrir Borgfirðingum?“ Nú leikur mér nokkur forvitni á að vita hvort nokkur lesenda minna kann fyrripart- inn af vísunni og gæti gaukað honum að mér eftir einhverjum leiðum og væri mér þökk í. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Grundarfjarðarkirkja fagnar 50 ára vígsluafmæli sínu 31. júlí næstkom- andi og mun kirkjan standa fyrir hin- um ýmsu viðburðum á árinu í til- efni af því. Fyrsti viðburðurinn var sunnudaginn 14. febrúar síðastliðinn þegar leikskólabörn héldu myndlist- arsýningu og sungu fyrir gesti sem mættu í messu. Þá veitti kirkjan við- töku tveimur veglegum gjöfum en Guðmundur Runólfsson hf færði kirkjunni nýja fánastöng og þá færði Kvenfélagið Gleym mér ei og niðj- ar bræðranna frá Norður-Bár kirkj- unni nýjan hljóðbúnað til að nota í kirkjunni. Búnaðurinn sem var fyrir í kirkjunni var kominn til ára sinna og kominn tími á endurnýjun. Hljóð- búnaðurinn samanstendur af þremur hljóðnemum, þráðlausum hljóðnema ásamt móttakara, sönghljóðnema ásamt snúru og hljóðfærahljóðnema ásamt snúru og standi. Með þessum nýju hljóðnemum stórbatna mögu- leikar til tónlistarflutnings og út- sendinga úr kirkjunni. Einnig var öll uppsetning og vinna innifalin. Norður-Bár fólkið vildi heiðra minningu bræðranna Péturs, Her- manns, Ágústs og Halldórs Sigur- jónssona með gjöfinni. Þá var við messuna á laugardaginn frumflutt- ur sálmur sem Sigurgeir Sigmunds- son gítarleikari samdi við texta eftir Kristján Hreinsson skáld. Eins og fyrr segir verður nóg um að vera á árinu hjá Grundarfjarðar- kirkju en stofnuð hefur verið sérstök hátíðarnefnd sem mun halda utan um viðburðina. tfk Afmælisár og góðar gjafir til Grundarfjarðarkirkju Leikskólabörn frá Sólvöllum sungu Sól, sól skín á mig fyrir gesti kirkjunnar svo hressi- lega glumdi í salnum. Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari er hér með kór Grundarfjarðarkirkju eftir frum- flutning á sálmi sem hann samdi við texta Kristjáns Hreinssonar skálds. Fjölskyldur bræðranna frá Norður-Bár ásamt fulltrúum frá kvenfélaginu Gleym mér ei stilla sér upp með séra Aðalsteini. Björg Ágústsdóttir fulltrúi niðja bræðranna frá Norður-Bár, Mjöll Guðjónsdóttir formaður kvenfélagsins Gleym mér ei og Guðmundur Smári Guðmundsson fram- kvæmdastjóri G. Run hf færðu kirkjunni góðar gjafir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.