Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 13 Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt skipstjórnarskírteini: STCW II/2 (Yfirstýrimaður 3000bt og minna). Kostur er ef viðkomandi er með Hóp og neyðarstjórnunar námskeið frá slysavarnarskóla sjómanna. Viðkomandi þarf að hafa alþjóðlegt skipstjórnarskírteini: STCW II/2 (Skipstjóri 500bt og minna) Kostur er ef viðkomandi er með Hóp og neyðarstjórnunar námskeið frá slysavarnarskóla sjómanna. SK ES SU H O R N 2 01 6 Fjölbrautaskóli Vesturlands Opið hús miðvikudaginn 24. febrúar 2016 kl. 17 ̶ 19 Fjölbrautaskóli Vesturlands Vogabraut 5, 300 Akranesi Sími 433-2500 skrifstofa@fva.is www.fva.is Stúdentsbrautir – 3 ára brautir Náttúrufræðabraut Félagsfræðabraut Opin stúdentsbraut Listnámssvið Tungumálasvið Viðskipta- og hagfræðisvið Afreksíþróttasvið Iðnnám Húsasmíði Húsgagnasmíði Vélvirkjun Grunndeild bíliðngreina Rafvirkjun Brautabrú Viðbótarnám eftir iðn- og starfsnám Starfsbraut Kynning á námsframboði, inntökuskilyrðum, heimavist, mötuneyti, félagslífi, afreksíþróttum o.fl. Allir velkomnir sérstaklega 10. bekkingar og foreldrar/forráðamenn þeirra Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Skíðaáhugamenn í Grundarfirði láta ekki bilaða skíðalyftu stoppa sig í þessu góða skíðafæri sem verið hefur undanfarna daga. Menn hafa nælt sér í far með vélsleða eða bara notað tvo jafnfljóta til að trítla upp brekkurnar á skíðasvæðinu. Atorku- sama skíðaáhugamenn dreymir um að byggja upp skíðasvæði á Snæ- fellsnesi og hafa verið að skoða að- stæður á nokkrum stöðum á nesinu. Þá er helst horft til svæðisins fyr- ir ofan gamla skíðasvæðið í Grund- arfirði en kynningarfundur um slíkt var haldinn á síðasta ári. Ljóst er að verkefnið er ærið en síðustu misseri hefur verið nægur snjór til skíða- iðkunar í Grundarfirði og dapur- legt að horfa á ónothæfa skíðalyftu sem ekki getur sinnt sínu hlutverki. Hvað framtíðin ber í skauti sér verður að koma í ljós en skíðafólk á Snæfellsnesi setur markið hátt. tfk Góður skíðasnjór en ónothæf lyfta Menn hafa verið duglegir að fara á skíði í Grundarfirði þrátt fyrir bilaða lyftu. Á hverjum morgni, allan ársins hring, fara tveir félagar á níræðis- aldri saman í gönguferð á Akranesi. Þeir leggja af stað upp úr klukkan átta á morgnana í liðlega klukku- stundar langa gönguferð um bæ- inn sinn þar sem þeir ganga fimm til sex kílómetra í senn. Blaðamað- ur Skessuhorns skellti sér í göngu- ferð með þeim Halli Bjarnasyni og Helga Kristmanni Haraldssyni einn fallegan froststillumorgun í liðinni viku. Byrjuðu í sitthvoru lagi Hallur og Helgi hafa farið í göngu- ferðir saman í langan tíma. Báðir hafa þeir búið á Akranesi meirihluta ævinnar. Helgi er fæddur og uppal- inn á Skaganum en Hallur í Borg- arnesi. Hann flutti á Akranes 1945 og hefur búið þar síðan. Göngu- ferðirnar eru nú orðnar nokk- ur þúsund talsins. „Ætli þetta séu ekki rúm fimmtán ár sem við höf- um gengið saman. Við byrjuðum á þessu í kringum aldamótin,“ segir Hallur. „Við vorum á gangi í sitt- hvoru lagi og vorum svo að mæta hvor öðrum fyrstu árin. Svo fórum við að krunka okkur saman með að fara saman í göngutúr í kringum skógræktina,“ útskýrir Helgi. Þeir segjast enn oft ganga þann hring þó að oft verði aðrar leiðir fyrir valinu. „Við höfum til dæmis gengið með- fram Akrafjalli, fyrir neðan fjallið. Svo ef hált er úti þá göngum við inni í Akraneshöllinni,“ segja þeir. Láta veðrið ekki stoppa sig Félagarnir láta veðrið ekki stoppa sig. Þeir fara í sinn göngutúr sama hvernig viðrar, hvort sem bálhvasst er eða hríðarbylur. „Nei, ekki man ég eftir því að við höfum hætt við vegna veðurs. Við tökum þá bara bílinn og förum niður í Akranes- höll,“ segir Helgi. „En við viljum samt helst vera úti. Þetta er bara spurning um að klæða sig rétt,“ bætir Hallur við. Enda eru þeir vel búnir, í góðum hlífðarfatnaði, gönguskóm, með mannbrodda ef þarf og í gulum endurskinsvestum. „Það er nauðsynlegt að vera í vesti. Það má líka orðið ekkert fara, eins og á vinnusvæði og annað, þá eru allir í gulum vestum. Maður verð- ur að sjást vel í myrkrinu.“ Þá eru þeir einnig með göngustafi. Að- spurðir hvers vegna þeir noti staf- ina segja þeir þá mikilvæga fyrir efri part líkamans. „Þetta er svo fínt fyrir handleggina, þá fá þeir hreyf- ingu líka. Það er mjög gott.“ Dagurinn fljótur að líða Hallur og Helgi eru nær alltaf tveir á ferð. Ef annar forfallast, þá fer hinn einn út að ganga - ef hann nennir. Alltaf leggja þeir snemma af stað enda segjast þeir báðir vera morgunhanar. „Við erum vanir að fara tímanlega á fætur. Okkur finnst dagurinn fljótur að líða, þó að við förum svona snemma af stað,“ seg- ir Helgi. „Já, maður vaknar klukk- an sjö og flettir blöðunum,“ segir Hallur. Svo ræða þeir um heims- málin í göngutúrunum og það sem efst er á baugi hverju sinni. „Já, við reynum að kjafta eitthvað saman,“ segir Hallur og Helgi samsinnir. Ganga um bæinn á hverjum morgni Þegar heim er komið fá þeir sé góð- an kaffisopa. En kaffið drekka þeir ekki saman, heldur fara þeir heim í sitthvoru lagi. „En ég sé inn í eld- húsið hjá honum þegar hann er að dekka borðið og hann sér inn í stof- una hjá mér þegar ég er búinn að drekka kaffið, þá fer ég inn í stofu og les blöðin,“ segir Helgi og hlær. Þeir segja gönguna heilsubætandi og líður þeim vel eftir göngutúr dagsins. „Maður endurnýjar súr- efnið í lungunum og heldur sér í formi,“ segja göngugarparnir kátir að endingu. grþ Helgi og Hallur í gönguferð á frostköldum föstudagsmorgni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.