Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201622 Pennagrein Opið hús verður haldið í Fjöl- brautaskóla Vesturlands Akra- nesi, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17:00 – 19:00. Þá mun grunn- skólanemendum og forráða- mönnum þeirra gefast kostur á að kynnast námsframboði skól- ans og aðstöðu. Skólinn hefur gengið í gegnum mikla innri skoðun á síðustu mán- uðum. Brýnt er að breið samstaða sé meðal stjórnenda og starfsfólks um það leiðarljós að byggja núver- andi skólastarf á skýrri, framsæk- inni stefnu sem er þess eðlis að nýj- ar leiðir eru reyndar til að kljást við þá þætti skólastarfsins sem ekki hef- ur tekist nógu vel upp með. Stefn- an er sett á að gera góðan skóla enn betri, að skólinn verði lýðræðisleg- ur, þar ríki jákvætt og gott andrúms- loft og kennsluhættir séu fjölbreytt- ir og framsæknir, því námsefni og kennsluhættir hafa þróast og breyst í takt við nýja tíma. Að sama skapi sé lögð áhersla á kennslu við hæfi hvers og eins. Eins og aðrir framhaldsskól- ar hefur FVA fengið nokkurt svig- rúm til að móta starf sitt á þann hátt sem menntaumræða samtímans hef- ur kallað á. Kennarar og skólastjór- nendur eiga að geta mótað starf og sérstöðu hvers skóla fyrir sig á fag- mannlegan og markvissan hátt. Úr öldurótinu Það er engin launung að gengið var í gegnum erfiðan tíma á síðasta ári sem nú er að baki. Sátt er um að starfsfólk skólans beini kröftum sín- um í jákvæðan farveg, til uppbygg- ingarstarfs innan og utan skólans. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum voru vinnusálfræðingar og stjórnunarráðgjafi fengnir til að gera úttekt á skólanum og hafa þeir nú skilað niðurstöðum sínum. Í þeim kemur m.a. fram að efla megi lýð- ræðislegt skólastarf innan FVA sem felur það í sér að allir hafi jafnsterka rödd, hvort sem um er að ræða starfsfólk eða nemendur, og komist sé að sameiginlegri niðurstöðu um þá þætti sem hægt er með umræðu. Í því samhengi megi t.d. fjölga skóla- fundum og efla teymisstjórnun. Góður vinnustaður Nemendur eru virkir og ánægð- ir í skólanum og fram kom á bæj- arstjórnarfundi unga fólksins að þó að umræðan um skólann hafið verið frekar neikvæð undanfarið þá hefur mjög margt gott verið gert í skólan- um og það þurfi að koma fram. Skólinn er í stöðugri þróun. Starfsmenn eru sífellt að endur- mennta sig og hafa mikinn metnað og áhuga á að bæta starf sitt. Mik- ilvægt er að starfsfólkið sé meðvitað um framsækna stefnu skólans og sé tilbúið að leggja það á sig sem þarf til að hún nái fram að ganga. Mark- miðið er að jákvætt og þægilegt and- rúmsloft ríki í skólanum og hann sé góður vinnustaður, bæði fyrir nem- endur, kennara og annað starfsfólk. Í því skyni þarf að efla mannauðs- þátt stjórnunar og leggja áherslu á innleiðingu viðurkenndra vinnu- verndarsjónarmiða og samskipta- hefða sem stuðla að góðum starfs- anda, heilbrigði og öryggi á vinnu- staðnum. Skólastarf í FVA gengur með ágætum, skólastjórn og fjárhagur skólans eru nú komin í góðan far- veg og gera má ráð fyrir að afkoma skólans á árinu 2015 verði svo já- kvæð, að uppsafnaður halli skól- ans frá fyrri árum verði greiddur upp. Fjárhagstölur fyrir árið 2015 sýna að skólinn hafi verið rekinn með um 25,0 millj. kr. rekstraraf- gangi. Áætlanir fyrir árið 2016 eru enn betri, og ljóst er að skólinn get- ur nú hafist handa við að endurnýja tækjabúnað sinn, sem ekki er van- þörf á, þar sem fjármagn hefur ekki verið til staðar síðastliðin ár. Til að skólinn njóti trausts, virðingar og almennrar viðurkenningar í samfé- laginu þarf að skipuleggja stjórnun og rekstur skólans þannig að há- marksárangur náist. Ný tækifæri Skólinn hyggst fara í átak í málm- iðngreinum ásamt hagsmunaaðil- um, því endurnýjun tækjabúnað- ar þar er brýn. Er hér með kallað eftir hugmyndum um heiti á átakið og verða verðlaun í boði fyrir bestu hugmyndina. Bætt aðstaða kallar á ábyrgð okkar sem hér störfum að nýta hana til enn betri árangurs í skólastarfinu. Íþróttaafrekssvið var sett á á laggirnar haustið 2015, ásamt því að nám á sjúkraliðabraut og í meist- araskóla hófst að nýju. Einnig er verið að skoða þróun nýrra náms- brauta, t.a.m. ferðamálabrautar, og hleypa auknu lífi í Fab Lab smiðju skólans, sem er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nán- ast hvað sem er. Fab Lab smiðjan er samstarfsverkefni FVA, Akra- neskaupstaðar, Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi, Nýsköpunar- miðstöðvar Íslands og Norðuráls. Verið er að endurskoða sjálfs- matskerfi skólans og hvernig veita eigi nemendum, foreldrum og öðrum hagsmunaaðilum upplýs- ingar um skólastarfið. Sjálfsmat- ið mun hjálpa til við að skilgreina hvað sé góður árangur og hvaða mælikvarða skuli nota til að meta árangur skólans og nemenda. Gott samstarf við foreldra, góð líðan og gagnkvæm virðing nemenda og starfsfólks eru forsendur árangurs. Lengi býr að fyrstu gerð Nemendur frá FVA hafa sýnt góða frammistöðu í háskóla sem er vís- bending um gæði skólans. Hlut- verk skólans er þó einnig að stuðla að margvíslegum þroska hvers nemanda og leggja sitt af mörkum til að undirbúa hann undir líf og starf í flóknu og síbreytilegu sam- félagi. Undirbúningur undir nám í háskóla er aðeins hluti þessa und- irbúnings. Einnig verður að líta til þess að skólinn hefur fengið vel undirbúna nemendur úr grunn- skólum af svæðinu og ,,lengi býr að fyrstu gerð“. Mikilvægt er að bæði skólastigin eigi í góðu sam- starfi og tengslum, þ.e. bæði fag- legum tengslum milli kennara og stjórnenda, og einnig hvað varð- ar vinnubrögð og tengsl nemenda. Slíkt samstarf er nú þegar í gangi. Þá er mikilvægt að komið verði á skýrari verkaskiptingu og aukinni samvinnu milli framhaldsskólanna þriggja á Vesturlandi. Skólinn leggur mikla áherslu á að sýna viðleitni til að gera sífellt betur. Framtíð skólans er björt og áframhaldandi uppbygging hans mun skila miklum verðmætum til samfélagsins. Akranesi, 15. febrúar 2016 Ágústa Elín Ingþórsdóttir Skólameistari FVA Af starfi Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari FVA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.