Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 20168 Klakabunkar og íshröng stífl- aði Grímsá á móts við Oddsstaði í Lundarreykjadal á laugardaginn. Litlu mátti muna að flæddi yfir veginn við brúna, en vatnselgurinn breiddi sig út um engi og tún og náði upp undir bæjarhús á Odds- stöðum. Í gær var heldur farið að sjatna í lóninu. Að sögn Sigurðar Odds Ragnarssonar bónda á Odds- stöðum gerist þetta alltaf af og til að áin stíflist við brúna. Grímsá er lindá sem rennur úr Reyðarvatni og gerist þetta einkum þegar frost er í veðri, ekki í leysingum eins og í mörgum öðrum ám. Íshröng hleðst þá upp frá brú og upp að Jötnabrú- arfossi, sem er neðstur í fossaröð- inni. Sigurður Oddur segir að eink- um sé hætta að tún kali ef flóð sem þessi verða fyrir áramót, þá liggi klakinn stundum lengi á túnunum. Hann rifjar jafnframt upp að vet- urinn 1989 hafi klakastíflan verið óvenjumikil og áin brotið sér leið í gegnum veginn og runnið þar í þrjár vikur, eða allt þar til grafa var fengin til að hreinsa árfarveginn undir brúnni. mm/ Ljósm. gó. Hótar að henda Sögu Akraness AKRANES: Sveinn Andri Sveinsson lögfræðingur er skiptastjóri fyrir þrotabú bókaút- gáfunnar Uppheima. Meðal rita sem útgáfan hafði á sinni könnu var Saga Akraness I og II. RUV greindi frá því í gær að um 250 til 300 bindi af Sögu Akraness séu meðal eigna í þrotabúinu og var Akraneskaupstað boðið upp- lagið til kaups fyrir eina milljón króna. Bæjarráð Akraneskaup- staðar ákvað að bjóða þrotabúinu 500 þúsund krónur fyrir bækurn- ar. Þeirri upphæð vill skiptastjóri ekki una og samkvæmt ummæl- um á RUV.is kveðst hann frekar aka með upplagið á haugana, en selja Akraneskaupstað það fyrir hálfa milljón. Í fréttinni er jafn- framt haft eftir Ólafi Adolfssyni formanni bæjarráðs að bæjar- félagið ætli ekki að bjóða betur. Hann telji hins vegar undarlegt ef skiptastjóri ætli að setja þessi bindi á haugana þegar honum standi til boða að fá hálfa millj- ón fyrir þau. „Akraneskaupstað- ur hefur engin sérstök not fyrir þetta. Þetta er veglegt ritverk og sómi á hverju heimili en Akra- neskaupstaður er ekki í ábyrgð,“ sagði Ólafur við RUV.is -mm Aflatölur fyrir Vesturland 6. - 12. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 4 bátar. Heildarlöndun: 34.859 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 17.238 kg í þremur löndunum. Arnarstapi 5 bátar. Heildarlöndun: 127.293 kg. Mestur afli: Bárður SH: 71.011 kg í átta löndunum. Grundarfjörður 9 bátar. Heildarlöndun: 240.964 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.024 kg í einum róðri. Ólafsvík 18 bátar. Heildarlöndun: 682.298 kg. Mestur afli: Steinunn SH: 112.709 kg í fimm löndunum. Rif 18 bátar. Heildarlöndun: 868.230 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 130.328 kg í tveimur löndunum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 162.501 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 105.498 kg í fjórum löndunum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Örvar SH - RIF: 88.026 kg. 10. febrúar. 2. Tjaldur SH - RIF: 81.394 kg. 11. febrúar 3. Hringur SH - GRU: 66.024 kg. 9. febrúar. 4. Rifsnes SH - RIF: 60.083 kg. 9. febrúar. 5. Tjaldur SH - RIF: 48.934 kg. 6. febrúar. Verslunar- og þjónustusvæði skipulagt ARNARSTAPI: Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti ný- verið á fundi að auglýsa deili- skipulagstillögu fyrir verslun- ar- og þjónustusvæði á Arn- arstapa. Tillagan felur í sér að ganga frá deiliskipulagi sex verslunar- og þjónustu- lóða. Annars vegar er um að ræða þrjár litlar lóðir austar- lega á deiliskipulagssvæðinu, sem hugsaðar eru fyrir veit- ingasölu og verslun, en hins vegar þrjár enn minni lóð- ir vestast á svæðinu þar sem koma má fyrir söluvögn- um á stöðuleyfi yfir sumar- mánuðina. „Það er ásókn í að vera með lausa söluvagna til að selja vörur og þjónustu en eins hafa komið upp fyrir- spurnir um hvort hægt sé að setja upp litla veitingastaði. Við ákváðum þá til að hafa eitthvað skipulag á þessu öllu saman að leyfa slíka starfsemi meðfram Arnarbraut. Þann- ig að ef fyrirspurn verður, þá getum við vísað á þetta svæði og veitt leyfi fyrir litlum sölu- vögnum og veitingahúsum,“ segir Kristinn Jónasson bæj- arstjóri í Snæfellsbæ í sam- tali við Skessuhorn. Ferða- mönnum hefur fjölgað um- talsvert á undanförnum mán- uðum á Snæfellsnesi og seg- ir Kristinn að nú sé komin upp þörf fyrir aukið framboð verslunar og þjónustu á svæð- inu. „Nú þegar er ferðaþjón- usta á Arnarstapa yfir sumar- tímann en þetta er svo mikill fjöldi fólks sem kemur hing- að á hverju ári að það vant- ar meiri þjónustu á svæðið og við höfum orðið vör við það að fyrirspurnum hefur fjölg- að. Fólk er að athuga hvar og hvort það geti sett upp þjón- ustu líkt og þessa litlu sölu- vagna,“ segir hann. Krist- inn segir lóðirnar allar vera litlar og eingöngu duga fyrir lítil hús. „Þetta er eingöngu hugsað fyrir litla veitinga- staði eða litlar verslanir. Við hugsum þetta sem þyrpingu sem myndi falla vel inn í um- hverfið og spilli ekki upplif- un þeirra sem koma á Arnar- stapa. Það skiptir miklu máli,“ segir Kristinn að endingu. -grþ Samfylkingin boðar til lands- fundar í vor LANDIÐ: Framkvæmda- stjórn Samfylkingarinnar samþykkti í síðustu viku ein- róma að boða til landsfund- ar 4. júní næstkomandi. Í tengslum við fundinn fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla um embætti formanns meðal allra flokksmanna, komi fram ósk um það í samræmi við lög flokksins, en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á Íslandi sem velur formann með beinni þátttöku allra félaga. Framkvæmdastjórn ákvað einnig að næsti reglu- legi landsfundur yrði haldinn 10.-11. mars 2017, 6 vikum fyrir alþingiskosningar. –mm Dagana 10. og 11. febrúar stóðu yfir svokallaðir Sólardagar í Fjöl- brautaskóla Snæfellinga. Þá var hefðbundið skólastarf brotið upp og gafst nemendum kostur á að sækja óhefðbundin námskeið þessa tvo daga. Meðal annars komu tveir þjálfarar frá Mjölni og kenndu nemendum grunnatriði í MMA bardagalistum. Þá gafst þeim kost- ur á að stunda svokallað Pole fitness og vakti það mikla athygli. Einnig var Sævar Helgi Bragason formað- ur Stjörnuskoðunarfélags Seltjarn- arness með áhugaverðan fyrirlestur um himingeiminn. Þá gafst nem- endum kostur á pönnukökubakstri, ljósmyndanámskeiði, póker, tölvu- leikjaiðkun, yoga og mörgu fleira. Sólardögum lauk svo með árshá- tíð Nemendafélags Fjölbrautaskóla Snæfellinga sem haldin var í Klifi í Ólafsvík fimmtudagskvöldið 11. febrúar. tfk Sólardagar í FSN Klakastífla í Grímsá á móts við Oddsstaði Á síðasta fundi sveitarstjórnar Reyk- hólahrepps var fjallað um þann nið- urskurð á póstdreifingu sem boðað- ur hefur verið 1. mars næstkomandi og var samþykkt að senda ráðherra póstmála bréf þar sem gerð væri grein fyrir sérstöðu Reykhólahrepps hvað varðar fjarlægð frá pósthúsi. Í bréfinu segir meðal annars að nú verði pósti dreift annan hvern virkan dag, sem er m.a.s. afturför frá árinu 2003 þegar póstdreifing var aðeins þrjá virka daga í viku. Í frétt á vef Reykhólahrepps segir að eftir um- kvartanir við ráðuneytið, Póst- og fjarskiptastofnun og Íslandspóst hafi sveitarstjórn fengið svar frá forstjóra Íslandspósts sem m.a sagði að eftir sem áður muni Pósturinn halda uppi daglegum flutningum um allt land og því verði áfram hægt að afhenda og nálgast sendingar alla virka daga á næsta póstafgreiðslustað. Reykhólahreppur er meðal þeirra sveitarfélaga þar sem búið er að loka póstafgreiðslu og verða íbúar að fara í Búðardal til að sækja póst á næsta afgreiðslustað. Frá þéttbýl- inu á Reykhólum til Búðardals eru 75 kílómetrar og um fjallveg að fara. „Ef þetta er borið saman við aðra þéttbýlisstaði með 100 íbúa og fleiri þar sem þessi þjónustuskerðing hef- ur verið ákveðin, þá er vegalengd- in sem íbúar þéttbýlisins á Reykhól- um þurfa fara meira en þrefalt lengri en meðaltalið er hjá hinum og nærri 80% lengri en hjá íbúum þess þétt- býliskjarna af þeirri stærð þar sem næstlengstan veg þarf að fara,“ seg- ir í bréfi sveitarstjórnar til ráðherra. Í því er skorað á ráðherra að endur- skoða ákvörðun sína í þessu máli, „en koma ella á fót sértækri póst- þjónustu sem myndi gera íbúum og fyrirtækjum kleift að hafast hér við án þess að vera mismunað vegna fjarlægðar“. mm Ráðherra ritað bréf vegna skerðingar á póstþjónustu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.