Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201620 Öskudagur hér og þar á Vesturlandi Hann var fengsæll Öskudagurinn hjá þessum krökkum sem voru að koma út úr Olís í Borgarnesi og voru að hraða sér í Húsasmiðjuna, þegar ljósmyndari Skessuhorns tók þau tali. Aldrei þessu vant þá var skóli á Öskudaginn og fóru börnin því óvenju seint af stað í söng og sælgætisleiðangra sína. Ljósm. þg. Gangandi veisluborð var á ferðinni á Akranesi. Þessi piltur átti m.a. leið um Landmælingar Íslands þar sem myndin var tekin. Ljósm. Guðni Hannesson. Foreldrafélag Auðarskóla stóð fyrir öskudagsskemmtun í Dalabúð í Búðardal. Þar koma hinar ýmsar furðuverur saman þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni, dansað og haft gaman. Veitt voru verðlaun fyrir flottasta búninginn, frumlegasta búninginn og verðlaun fyrir þann sem hélt sér best í karakter. Fyrr um daginn gengu skrautlega búin börn milli fyrirtækja og fengu góðar gjafir að launum fyrir söng og veðrið lék við þennan fjörlega og flotta hóp sem börnin eru. Ljósm. sm. Margir lifðu sig inn í hlutverkin. Svipmynd úr Búðardal. Ljósm. sm. Syrpa með hluta þeirra sem komu við á ritstjórn Skessuhorns að morgni Öskudags. Ljósm. bbm Í félagsmiðstöinni Arnardal á Akranesi var Öskudagsskemmtun fyrir krakka í 5. - 7. bekk. Þar var kötturinn sleginn úr tunnunni auk þess sem farið var í leik og sprell. Í ár var það hún Tanía Sól Ragnarsdóttir í 6. CBR í Grundskóla sem sló köttinn úr tunnunni. Seinna um daginn var svo skemmtun fyrir yngri krakkana en hún fór fram í Grundaskóla. Ljósm. Arnardalur. Yngstu mennirnir fengu að spreyta sig á að slá köttinn úr tunnunni í Grundarfirði. Ljósm. tfk. Hér gerir músin aðför að kettinum í tunnunni. Ljósm. úr Búðardal. sm. Á harðahlaupum í Hólminum. Ljósm. sá. Í Stykkishólmi er farin skrúðganga, m.a. að dvalarheimilinu. Hér er skólastjórinn að ræða við hópinn. Ljósm. sá. Kraftur settur í höggið. Á öskudagsskemmtun í Grundarfirði. Ljósm. tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.