Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 7 Deildarfundur Hvalfjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hrei siefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 6 Íbúar í Hvalfjarðarsveit – Akranesi. Deildarfundur Hvalfjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Laxárbakka miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 20:30. Dagskrá: 1. Rekstur KB 2 15 og horfur á rinu 2016. 2. Margrét K. Guðnadóttir dýralæknir og verslunarstjóri kynnir nýjasta nýtt í verslun KB. 3. Kosning deildarstjóra og fulltrúa á aðalf nd KB 2016. Félagið býður fundarmönnum uppá kaffi og meðþví! Íbúar á svæðinu geta gengið í félagið á staðnum. Inntökugjald er kr. 1.000. Ekkert árgjald er í félaginu. Kaupfélag Borgfirðinga. Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1228. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn • 20. febrúar kl. 10.30. Frjálsi• r með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 22. febrúar kl. 20.00. Björ• t framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 22. febrúar kl. 20.00. S• amfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 20. febrúar kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Guðný Baldvinsdóttir í Borgar- nesi, sem jafnan er kennd við bæinn Grenja, fékk rós vikunnar í Vetrar- Kærleiknum sem Blómastrið Kaffi kyrrð stendur fyrir. Rósina fékk hún fyrir hvað hún er, eins og seg- ir í tilnefningunni: „Dugleg, hjálp- söm, gamansöm, lífsreynd og vel gefin kona. Hún er fyrirmynd fyr- ir okkur öll. Hún fer út að ganga á hverjum degi þegar það er gott veður þrátt fyrir aldurinn en nú vantar henni tvo mánuði upp á 102 ára aldurinn.“ mm Guðný frá Grenjum er rósahafi vikunnar Þriðjudaginn 23. febrúar næst- komandi mun Helga Kress próf- essor bregða upp mynd af fátækri vinnukonu af Vesturlandi, sem varð fyrst íslenskra kvenna til að gefa út ljóðabók. Fyrirlesturinn fellur í röð Snorrastofu, Fyrirlestrar í héraði, og hefst að venju kl. 20:30 í Bókhlöð- unni. Júlíana (1838-1917) var fædd á Búrfelli í Hálsasveit, dóttir einstæðr- ar móður. Hún ólst upp í Síðumúla í Hvítársíðu og varð síðar vinnu- kona víða um Vesturland, m.a. í Ak- ureyjum á Breiðafirði sem hún síð- ar kenndi sig við. Hún gaf ekki að- eins út fyrstu ljóðabók sem út kom á Íslandi eftir íslenska konu, Stúlku, Akureyri, 1876, heldur samdi hún fyrsta leikrit sem varðveist hefur eft- ir íslenska konu, Víg Kjartans Ólafs- sonar, með efni úr Laxdælu, sem sviðsett var í Stykkishólmi 1879. Skömmu síðar fluttist hún til Vestur- heims þaðan sem hún átti ekki aftur- kvæmt. Ári áður en hún lést kom út í Winnipeg önnur ljóðabók hennar, Hagalagðar, 1916. Júlíana var vinnu- kona, „stúlka“, alla sína ævi, hún gift- ist ekki og eignaðist ekki börn. Í fyrirlestrinum verður einkum fjallað um ævi Júlíönu eins og hún birtist í ljóðum hennar, með áherslu á sjálfsmynd hennar sem konu og skálds gagnvart sterkri bókmennta- hefð karla. Einnig verður skoðuð mynd átthaganna í ljóðum henn- ar, en eftir komuna til Vesturheims þjáðist hún af heimþrá sem hún leit- aðist við að upphefja með skáldskap, þar sem hún m.a. ferðaðist til Íslands í huganum. Þá verður sagt frá rann- sóknaferð Helgu á slóðir Júlíönu í Vesturheimi fyrir nokkrum árum og heimildum sem henni áskotnuðust þar, m.a. fjórum bréfum sem Júlí- ana skrifaði vinkonu sinni frá síðasta dvalarstað sínum í Blaine í Washing- tonríki, þar sem hún lést og er graf- in. Þessi bréf eru það eina sem varð- veist hefur af eiginhandarritum Júlí- önu. Helga Kress er íslensku- og bók- menntafræðingur og prófessor em- eritus við Háskóla Íslands og braut- ryðjandi í femínískum bókmennta- rannsóknum hér á landi. Rann- sóknasvið hennar er íslensk kvenna- og bókmenntasaga að fornu og nýju. Um það hefur hún birt fjölda greina og bóka, auk þess sem hún hefur fengist við ritstjórn og þýðingar. Aðgangur að fyrirlestrinum er 500 krónur, hann hefst að venju kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. -fréttatilkynning Dagskrá um líf og ljóð borgfirsku skáldkonunnar Júlíönu Jónsdóttur Helga Kress er brautryðjandi í femínískum bókmenntarannsóknum hér á landi. Drög að frumvarpi til laga um breytingu á öflun sjávargróðurs í atvinnuskyni voru kynnt á vef at- vinnuvegaráðuneytisins síðastlið- inn mánudag. Þar er meðal ann- ars lagt til að settar verði regl- ur um öflun sjávargróðurs við Ís- land. Vinnuhópur fulltrúa ráðu- neytisins, Fiskistofu og Hafrann- sóknastofnunar hefur unnið að undirbúningi frumvarpsins. Auk- inn áhugi er á nýtingu þangs og þara við Ísland, ekki síst á Breiða- firði. Aukin sókn er talin tengjast góðum markaðsaðstæðum, en auk- in eftirspurn virðist vera eftir þör- ungum til notkunar í alls kyns iðn- aði. Í ljósi þess þykir stjórnvöldum full ástæða til að fylgjast vel með þróun nýtingar þarans og eink- um þangs. Verði frumvarpsdrög- in samþykkt óbreytt verður ljóst að landeigendur munu eiga þang- ið en þarinn verður í eigu þjóðar- innar. Er það vegna þess að þang vex eingöngu í fjöru, innan við svokölluð netlög sjávarjarða, sem eru 115 metrar (60 faðmar) frá stórstraumsfjöruborði. Netlög í sjó falla undir eignarrétt landeig- anda sem telst eigandi þeirra verð- mæta sem þar er að finna. Þetta gerir það að verkum að afla verður heimildar landeiganda hverju sinni til að stunda þangslátt. Landeig- endur hafa því mikla möguleika á því að stýra nýtingu fyrir landi sínu með ábyrgum hætti. Þari vex aftur á móti utar, fyrir utan áður- nefnd netlög, og tilheyrir hann því íslenska ríkinu. Frumvarpsdrögin fara nú í opið samráðsferli með birtingu á vef ráðuneytisins þar sem öllum gefst kostur að kynna sér efni þeirra og beina athugasemdum sínum og ábendingum til ráðuneytisins. Að því loknu verður farið yfir all- ar athugasemdir og þær hafðar til hliðsjónar við undirbúning endan- legs frumvarps, sem fyrirhugað er að mælt verði fyrir á yfirstandandi löggjafarþingi. Þá liggja einnig fyrir til kynningar drög að reglu- gerð um sama málefni. Kynning- arfundur um efni frumvarpsins verður haldinn miðvikudaginn 24. febrúar næstkomandi kl. 13 í húsi atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytisins. Frestur til að gera at- hugasemdir við drögin eru til og með 29. febrúar 2016. grþ Landeigendur teljast eigendur þangs en ekki þara Þangskurður í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Ljósm. sk. Nú styttist í næsta mót í Vestur- landsdeildinni í hestaíþróttum. Föstudagskvöldið 19. febrúar nk. verður keppt í Líflands-Fimmgangi í Faxaborg í Borgarnesi. „Óhætt er að segja að deildin hafi farið vel af stað þegar keppt var í fjórgangi 5. febrúar síðastliðinn. Vel var mætt í Faxaborg og góð stemning mynd- aðist á pöllunum. Góður rómur var gerður af mótinu, hestkosturinn góður og umgjörðin öll til sóma,“ segir í tilkynningu frá Vesturlands- deildinni. Að loknu fyrsta móti leiðir Berg- lind Ragnarsdóttir einstaklings- keppnina en skammt undan er Benedikt Þór Kristjánsson og Jak- ob Svavar Sigurðsson fast á hæla honum. Það er þó ljóst að keppn- in er rétt að byrja og engin leið að spá fyrir um framhaldið enda fjórar ólíkar greinar eftir. Lið Snóks/Cin- tamani og Leiknis skáru sig nokk- uð úr á fyrsta móti og leiðir Snók- ur/Cintamani með 44 stig en Leikn- ir er í öðru með 37,5 stig. Næsta lið er síðan Berg/Hrísdalur með 25,5 stig. Hin þrjú liðin; Trefjar, Hjálm- hestar og Eques eru síðan í ansi þéttum pakka. Trefjar og Hjálm- hestar með 21,5 stig og Eques með 21 stig. Mörg stig eru í pottinum á hverju kvöldi í liðakeppninni og get- ur hvert lið mest fengið 51 stig fyrir hverja grein svo þetta er allt galopið en hver mistök gætu reynst dýrkeypt þegar lítið ber á milli eins og staðan er núna í upphafi deildarinnar. „Ráslisti fyrir fimmganginn verður birtur miðvikudagskvöld- ið 17. febrúar. Húsið opnar síðan kl. 18.00 á föstudagskvöldinu og keppni hefst á slaginu 19.00. Miða- verð er sem fyrr 1500 krónur en frítt fyrir 10 ára og yngri. Minn- um svo á að aðgangsmiðinn gildir sem happdrættismiði en vinningur kvöldsins er folatollur undir Sprota frá Innri-Skeljabrekku.“ mm Keppt í fimmgangi í Vesturlands- deildinni á föstudaginn Berglind Ragnarsdóttir í brautinni en hún vann fyrsta mótið sem var í fjórgangi um daginn og leiðir því í keppninni. Ljósm. Gunnhildur Birna Björnsdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.