Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 201618 Knattspyrnufélag ÍA er 30 ára um þessar mundir og mun þess verða minnst á aðalfundi félagsins sem verður á morgun, 18. febrúar. Knatt- spyrnufélag ÍA var formlega stofn- að 2. febrúar 1986. Stofnun þess markaði tímamót í knattspyrnusögu Akraness, þar sem hin gömlu og rót- grónu knattspyrnufélög KÁRI og KA voru sameinuð í rekstri nýs fé- lags. Í raun hefur gömlu félögun- um aldrei verið slitið, en um það var samkomulag að þau fengju að lifa sem tákn um gamla tíma. Aðdragandi þessara breytinga áttu sér nokkun aðdraganda, en nefnd á vegum félaganna hafði unnið að þessum breytingum og gert tillögur að þessu nýja félagaformi. Nefndin vann gott starf undir styrkri stjórn Gísla Gíslasonar fyrrum formanns KFÍA sem á þessum árum var vara- formaður stjórnar Íþróttabandalags Akraness. Óhætt er að segja að ýms- ir annmarkar hafi strax komið upp, en nefndin vann vel úr þeim málum og þegar grunnhugmyndin hafði verið samþykkt í gömlu félögunum var boðað til félagsfundar og þessar breytingar samþykktar. Árin þarna á undan höfðu verið knattspyrnu- fólki á Akranesi sérlega sigursæl, en áhöld voru um hvort félagaform- ið stæðist lög. Það umfram annað kallaði á þessar breytingar. Á stofn- fundinum 1986 var kosin stjórn fyr- ir hið nýja félag. Formaður var Jón Gunnlaugsson og aðrir stjórnar- menn voru Hörður Helgason, Áki Jónsson, Kristján Sveinsson, Hörð- ur Jóhannesson og Ólafur Grétar Ólafsson. Saga gömlu félaganna Saga gömlu knattspyrnufélaganna hafði verið farsæl allt frá stofnun þeirra 1922 og 1924. Þau gengdu lykilhlutverki í félagsstarfi á Akra- nesi og þó rígur hafi verið mik- ill milli félagsmanna, gleymdu þeir þó aldrei því meginhlutverki sínu að efla íþróttastarfið og með árunum stigu forráðamenn þeirra það gæfu- spor að ganga sameinaðir til lands- keppni. Með tilkomu nýrra íþrótta- laga 1946 urðu það hérðaðssambönd sem leiddu íþróttastarfið. Þá varð Íþróttabandalag Akraness til í þeirri mynd sem það hefur síðan verið. Frá sama tíma gengu knattspyrnu- menn sameinaðir til átaka og byggð- ist félagsstarf þess á stofnun knatt- spyrnuráðs sem skipað var fulltrúum gömlu félaganna. Knattspyrnuráðið annaðist með öllu allt knattspyrn- ustarfið og sinnti því starfi á farsæl- an hátt. Þannig var formið áður en hið nýja félag var stofnað. Óhætt er að segja að sú velgengni sem knatt- spyrnan á Akranesi hafði, hafi í meg- inefnum byggst á sterkri framtíðar- sýn forráðamanna þess tíma. Að senda eitt keppnislið til keppni setti ÍA á hærri stall og því má segja að Akranes hafi verið á undan öðrum landsbyggðarlögum í árangri um áratugaskeið. Með árunum og nýj- um kynslóðum breyttist starf gömlu félaganna. Félagsstarf eins og það hafði verið mestan þennan tíma hafði dregist mikið saman. Af þeim sökum hafði lengi verið umræða um breytingar sem síðan drógust á laginn til ársins 1986. Við stofnun Knattspyrnufélags ÍA 1986 var þess gætt að hið nýja félag væri byggt á þeim gamla grunni sem fyrir var. Árin síðan hafa sýnt svo um mun- ar að lítil breyting varð á árangri og félagsstarf hefur þróast með árunum og er sérlega gott í dag. Hér verður stiklað á stóru úr starfi Knattspyrnu- félags ÍA í 30 ár. Fyrstu árin Strax á fyrsta starfsárinu var að mörgu að hyggja. Metnaðarfullt íþróttastarf eins og það hafði þró- ast varð að halda áfram og eins lagði stjórnin áherslu á að byggð yrði upp meiri og betri íþróttaað- staða og félaginu yrði sköpuð að- staða til að sinna félagsstarfinu bet- ur. Á þessum fyrstu árum má segja að brotið hafi verið blað á fjóra vegu í verkefnum sem til framfara horfðu. Í fyrsta lagi fékk félagið af- not að félagsaðstöðu í hinni nýju sundlaugarbyggingu sem þá var í byggingu, í öðru lagi var hafin upp- bygging æfingasvæðisins, í þriðja lagi var sett á stofn barna- og ung- lingamót í stíl við það sem þekk- ist í dag með Norðurálsmótið og í fjórða lagi yfirtók félagið rekstur íþróttavallarins. Allt þetta breytti miklu um starfsemi og uppbygg- ingu félagsins og örugglega hafði það mikil áhrif á árangur á keppnis- vellinum. Allar þessar framkvæmd- ir byggðu á miklu sjálfboðaliða- starfi og þannig var haldið áfram þegar byggt var búningsklefahús og fjölbreytt aðstaða á árunun eftir 1990 og síðan kom svo áhorfenda- stúkan 1995. Árangur á íþróttavell- inum lét ekki á sér standa og strax á fyrsta starfsárinu var karlalið- ið bikarmeistari, 3. flokkur kvenna og eldri flokkur karla urðu Íslands- meistarar. Ári síðar varð kvenna- flokkur félagsins Íslandsmeistari og tapaði naumlega í bikarúrslit- um og karlaliðið vann Meistara- keppni KSÍ og 4. flokkur drengja varð Íslandsmeistari. Árið 1989 var merkilegt ár í sögu knattspyrnunn- ar á Akranesi. Á þeim tíma hafði ÍA unnið gullverðlaun í öllum keppn- isflokkum nema tveimur. Það voru bikarmeistaratitill í kvennaflokki og eins í þriðja flokki kvenna. Allir aðrir flokkar félagsins höfðu unnið meistaratitla og flestir margsinnis. Báðar þessar keppnir unnust 1989 og þannig braut ÍA blað í íslenskri knattspyrnusögu. Langt sigurtímabil Í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar var árangur misjafn en átti síðan eftir að vera í hæstu hæð- um. Karlaliðið var að ganga í gegn- um breytingar en kvennaliðið hélt sínu en ljóst var að stutt yrði í eitt- hvað sérstakt. Eftir að karlaliðið hafði unnið sig að nýju upp í úr- valsdeild 1991 var ekki aftur snúið og við tók árangur sem ekki á sér hliðstæðu í íslenskri knattspyrnu. Á árunum 1992 til 1996 var sam- felld sigurganga í úrvalsdeildinni og fimm meistaratitlar unnust í röð og á þessum tíma vann liðið bæði deild og bikar tvívegis sama árið. Þá unnust tveir titlar í Meistarakeppni KSÍ og liðið varð einnig fyrst til að sigra í deildarbikarkeppninni 1996. Kvennaliðið stóð sig einnig vel, var í fremstu röð í deildarkeppninni og lék til úrslita í bikarkeppnini 1989 – 1993 eða fimm ár samfellt. Tvö fyrstu árin tapaðist leikur- inn en þrjú síðustu árin vannst sig- ur. Við áttum líka bestu og efnileg- ustu leikmennina bæði í karla- og kvennaflokki svo og markakónga flest sigurárin. Yngri flokkarnir, bæði drengir og stúlkur, stóðu sig mjög vel og unnust nokkrir meist- aratitlar á þessum árum. Árin í kringum aldamótin voru á margan hátt erfið fyrir knattspyrnustarfið á Akranesi og var þar einkum um að kenna fjárhagserfiðleikum, en ár- angur á knattspyrnuvellinum var þó vel viðunandi. Karlaliðið komst í úrslit bikarkeppninnar árin 1999 og 2000 og sigraði í leiknum seinna árið. Þá varð 4. flokkur drengja Ís- landsmeistari 2000. Breyttir tímar á nýrri öld Eins og fyrr er nefnt glímdi Knatt- spyrnufélagið við fjárhagserfiðleika um og kringum aldamótin. Því var þörf á víðtækri endurskipulagningu félagsins sem gerð var í lok ársins 2000. Það var því ekki mikil bjart- sýni á góðan árangur strax en það átti svo sannarlega eftir að breyt- ast. Karlaliðið vann magnaðan sig- ur í Íslandsmótinu 2001 og 2. flokk- ur, bæði í karla- og kvennaflokki, urðu Íslandsmeistarar og karlaliðið auk þess bikarmeistari og 5. flokk- ur drengja vann líka meistaratitil í sínum flokki. Við áttum þetta ár besta og efnilegasta leikmanninn og einnig markakóng deildarinnar. Þetta var svo sannarlega óvænt en fyllilega sanngjarnt. Yngri flokkar félagsins héldu síðan áfram næstu árin að ná góðum árangri einkum 2. og 3. flokkur beggja kynja. Þannig var hægt að líta svo á að í hönd færi sigursæl ár með svo efnilegt ungt knattspyrnufólk en eitthvað gaf eft- ir. Árin fram til 2005 voru ágæt. Karlaliðið varð bikarmeistari 2003 og sömuleiðis deildarbikarmeistari í þriðja sinn, vann síðan Meistara- keppni KSÍ 2004. 2. flokkur karla Íslandsmeistari 2004 og 2005 og fjórði flokkur karla meistari 2005 og þriðji flokkur karla bikarmeistari sama ár. Þegar hér er komið sögu er eitthvað sem lætur undan og félagið gefur tölvert eftir á leikvellinum. Hverju það sætir skal ekki fjölyrt um en í ljósi góðs árangurs á und- anförnum árum hjá yngri flokkum félagsins kom þessi staða nokkuð á óvart. Með tilkomu Akraneshall- arinnar 2006 verður bylting í allri vetrarþjálfun og áhugi fyrir knatt- spyrnu eykst mikið, enda skap- aði höllin frábæra aðstöðu, einkum fyrir yngra fólkið. Húsið er mik- ið mannvirki og það hefur sýnt sig að það var mikið framfaraspor tekið við byggingu þess og er bæjarfélag- inu til sóma. Þrátt fyrir að árangur væri lakari á þessum árum en verið hafði var öflugt félagsstarf til stað- ar en fjárhagserfiðleikar gerðu stöð- una erfiðari. Áfram hélt þó öflugt félagsstarf en fjárhagserfiðleikar gerðu stöð- una erfiðari. Árið 2007 gaf þó vonir um breytingar en þá nær liðið Evr- ópusæti öllum að óvörum en áfram- haldið er sorgarsaga því strax á næsta árið fellur liðið um deild og dvelur í 1. deild næstu þrjú árin. Haust- ið 2009 er farið að huga að endur- skipulagningu félagsins að nýju og snýr hún einkum að framkvæmda- stjórn, fjárhag og félagslegum þátt- um. Í raun höfðu undanfarin ár ver- ið þrjú knattspyrnufélög hvert með sinn efnahagsreikning. Nýjar tillög- ur miðuðu að því að hafa einn efna- hagsreikning og skipta félaginu í tvö svið, afrekssvið og uppeldissvið. Þessar tillögur voru samþykktar á aðalfundi félgsins árið 2010. Hér hefur nokkuð verið fjallað Knattspyrnufélag ÍA þrjátíu ára -Jón Gunnlaugsson tók saman Jón Gunnlaugsson. Lið ÍA sem varð Íslands- og bikarmeistari karla árið 1993. Mynd: Ljósmyndasafn Akraness. Fyrsta stjórn Knattspyrnufélags ÍA. Aftari röð f.v. Áki Jónsson, Hörður Jó- hannesson, Kristján Sveinsson og Ólafur G. Ólafsson. Fyrir framan eru Jón Gunn- laugsson og Hörður Helgason. Skagamenn hömpuðu bikarmeistaratitli í knattspyrnu karla undir merkjum Knattspyrnufélags ÍA stofnárið 1986 eftir sigur á Fram í úrslitaleiknum. Pétur Pétursson og Guðbjörn Tryggvason gæta þess að lokið af bikarnum týnist ekki. Ljósm. KFÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.