Skessuhorn


Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 17.02.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfell varð á laugardag bikarmeist- ari kvenna í körfuknattleik í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Grindavík. Tvisvar áður hafði lið- ið komist alla leið í úrslitaleikinn en þurft að bíta í hið súra silfur. En allt er þegar þrennt er og Snæfellskon- ur staðráðnar í því að njóta ávaxta erfiðis síns þetta skiptið. Grindvík- ingar skoruðu fyrstu stig leiksins en Snæfell svaraði með þriggja stiga körfu. Um miðjan fyrsta leikhluta náðu þær yfirhöndinni í leiknum og litu aldrei til baka. Þá kúnst að leiða naumlega kann Snæfell betur en flest önnur lið. Þrátt fyrir nokkr- ar atlögur að forystu Snæfells höfðu Grindvíkingar ekki erindi sem erf- iði. Alltaf höfðu leikmenn Snæfells svör á reiðum höndum. Gunnhildur Gunnarsdóttir var frábær í leiknum, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem hún tók af skar- ið og dró vagninn í liði Snæfell- inga. Grindvíkingar brugðu á það ráð að taka hana úr umferð í síð- ari hálfleik og dekkuðu hana mjög stíft. En þá var sem hún einfaldlega hafi rétt Haiden Palmer lyklana að stjórntækjum leiksins. Haiden steig upp, skoraði meðal annars gríðar- lega mikilvæga körfu um miðjan þriðja leikhluta þegar Grindvíking- ar höfðu minnkað muninn í eitt stig og sneri gangi leiksins aftur Snæfelli í vil. Eftir það leiddu Snæfellskon- ur til loka leiks og hleyptu Suður- nesjaliðinu aldrei inn í leikinn aftur. Lokatölur í Laugardalshöllinni urðu 78-70 og Snæfell tryggði sér þar með bikarmeistaratitilinn í körfu- knattleik kvenna árið 2016. Gunnhildur skoraði 23 stig í leikn- um og Haiden lauk leik með mynd- arlega þrennu; 23 stig, 13 fráköst og tíu stoðsendingar. Bryndís Guð- mundsdóttir skoraði 13 stig og reif niður 16 fráköst. Berglind Gunn- arsdóttir skoraði tólf stig, Andrea Björt Ólafsdóttir fjögur og María Björnsdóttir þrjú. Hjá Grindavík var Whitney Fraizer atkvæðamest með 32 stig og 16 fráköst. „Snæfellshjartað skín í gegn“ Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrir- liði var að vonum ánægð með bik- armeistaratitilinn. „Tilfinningin var rosalega góð,“ segir Gunnhildur í samtali við Skessuhorn. „Við vitum reyndar hvernig það er að vinna tit- il en okkur vantaði þennan í safn- ið,“ bætir hún við létt í bragði. „Við mættum tilbúnar til leiks og ætl- uðum okkur alltaf að taka bikarinn með heim.“ Gunnhildur lék afar vel í leiknum eins og áður sagði og dró vagninn í fyrri hálfleik. Hún vill hins vegar ekki gera of mikið úr eigin frammi- stöðu. „Við spiluðum vel sem lið og opnuðum vel fyrir hvora aðra. Ég fékk tvö galopin skot í upphafi leiks og nýtti þau sem betur fer. Þeg- ar maður setur tvö í röð þá heldur maður bara áfram að skjóta.“ Grindavíkurliðið kom ákveðið til síðari hálfleiks, gerði harða atlögu að forystunni og náði að minnka muninn í eitt stig. Gunnhildur seg- ir að leikmenn Snæfells hafi ekki lát- ið áhlaupið slá sig út af laginu. „Mér fannst við halda haus allan tímann. Auðvitað koma alltaf upp og niður kaflar, þannig er körfuboltinn. Þær sóttu vel að okkur en við vorum all- ar tilbúnar í verkefnið og héldum ró okkar. Við náðum að losa af okkur spennuna fyrstu tvær til þrjár mín- úturnar og vorum yfirvegaðar eftir það. Ég var allavega ekkert stress- uð,“ segir Gunnhildur og hlær við. Stuðningsmenn Snæfells voru áberandi á áhorfendapöllum Laug- ardalshallarinnar. Segir Gunnhildur það hafa verið liðinu mikil hvatning. „Það var ótrúlega gott að vinna bik- arinn með þessu liði og öllum sem eru í kringum það. Stuðningsmenn- irnir voru frábærir, hálft bæjarfélag- ið var mætt í stúkuna, lét vel í sér heyra og það hjálpaði okkur mik- ið,“ segir hún og er það til marks um að liðsheildin teygi sig langt út fyrir sjálft liðið. „Við erum ótrúlega góður hópur. Allar þekkja sín hlut- verk og eru tilbúnar að leggja sitt af mörkum. Snæfellshjartað skín í gegn hjá öllum, hvort sem þær eru uppaldar í Hólminum eða ekki. Við smellum ótrúlega vel saman og hópurinn í kringum liðið er frábær og heldur vel utan um okkar,“ seg- ir Gunnhildur. Frábær liðssigur Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæ- fells, var heilt yfir ánægður með leik síns liðs. „Ég held þetta hafi verið mjög skemmtilegur leikur að horfa á. Spennandi leikur og mik- il tilþrif. Góður kvennakörfubolti,“ segir Ingi í samtali við Skessu- horn. Hann segir leikinn hafa spi- last nokkurn veginn eins og liðið hafi búið sig undir. „Við náðum þó ekki að hafa eins góð tök á Whit- ney Fraizer og við ætluðum okkur. Þær náðu að koma henni of oft í of góðar stöður. Hún fékk svolítið af auðveldum körfum,“ segir hann. „Á móti kemur að við fengum frábært sóknarframlag frá Gunnhildi, fyrir- liðanum okkar, og svo góðar körf- ur frá öðrum leikmönnum,“ bætir hann við. Ingi segir að varnarlega hafi all- ir gert vel heilt yfir en þegar kom- ið var inn í klefa í hálfleik hafi öll- um fundist liðið geta gert ögn bet- ur. „Haiden bætti sig svo þegar leið á leikinn. Mér fannst það vera það sem skildi liðin að því henn- ar frammistaða smitaði út frá sér. Bryndís og Berglind voru mjög góðar þó þær hafi ekki skorað mik- ið, en varnarlega gerðu þær gríðar- lega vel, og allar sem voru á gólf- inu hverju sinni gerðu vel,“ seg- ir Ingi. „Þetta var frábær liðssig- ur. Það höfðu allir trú á verkefninu, allir í kringum liðið og sem og liðið sjálft,“ segir hann og bætir því við að sér þyki vænt um góðan stuðn- ing áhorfenda. „Það var geðveikur stuðningur í stúkunni. Allir í rauð- um Snæfellsbol og virkilega flott stemning.“ Ingi segir tilfinninguna sem fylgdi því að lyfta bikarnum hafa verið virkilega góða. „Að vinna tit- il er eitthvað sem er erfitt að lýsa með orðum. Þetta er náttúrulega í þriðja skipti sem Snæfell kemst í úr- slit bikarsins. Tvisvar sinnum höf- um við þurft að horfa upp á önnur lið lyfta bikarnum þannig að okk- ur virkilega langaði að vinna,“ seg- ir hann. „Það er geðveikt að hafa náð þessu og ég er rosalega stolt- ur af öllum sem komu að þessu með einum eða öðrum hætti,“ segir Ingi Þór að lokum. kgk/ Ljósm. sá. Snæfellskonur eru bikarmeistarar í körfuknattleik árið 2016 Bikarmeistarar í körfuknattleik kvenna árið 2016. Gunnhildur Gunnarsdóttir fyrirliði átti skínandi fínan leik þegar Snæfell tryggði sér bikarmeistaratitilinn í fyrsta sinn. Bryndís Guðmundsdóttir skilaði sínu og vel það. Hún skoraði 13 stig og reif niður 16 fráköst. Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur, Gunnar Svanlaugsson formaður kkd. Snæfells, Haiden Palmer og Bryndís Guðmundsdóttir. Snæfellskonur hlaupa sigurhring um Laugardalshöllina. Reynsluboltinn Alda Leif Jónsdóttir leiðir hópinn með bikarinn á lofti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.